Sjálfsmynd barna hefur forvarnargildi Kristín Snorradóttir skrifar 18. desember 2013 07:00 Hvað er sjálfsmynd? Sjálfsmynd er safn af þeirri trú og þeim tilfinningum sem við höfum um okkur sjálf. Hvernig við sjáum og upplifum okkur sjálf hefur áhrif á okkar innri hvatningu, framkomu, hegðun og tilfinningalega líðan.Þróun sjálfsmyndar Sjálfsmynd byrjar að þroskast hjá hverjum og einum í frumbernsku og er að þroskast alla ævina. Erfðir og umhverfi hafa áhrif á þróun sjálfsmyndar og alltaf á æviskeiðinu er hægt að styrkja sjálfsmynd. Á unglingsárum hefur félaga- og vinahópurinn gríðarleg áhrif á þróun sjálfsmyndar þar sem unglingar máta sig meira við þann hóp sem þeir tilheyra fremur en foreldra og systkini. Því er mjög mikilvægt að byggja sterkan grunn áður en unglingsárin koma en jafnframt efla sjálfsmyndina á unglingsárunum. Einnig er mikilvægt að bregðast við ef foreldrar eða aðrir sem að barninu koma sjá að barnið hefur litla trú á eigin getu, því fyrr sem farið er að styrkja veika sjálfsmynd hjá barni því betra.Sjálfsmynd sterk forvörn Heilbrigð sjálfsmynd er sterkasta vopn hvers einstaklings til þess að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Börn, sem líður vel í eigin skinni, eiga auðveldara með að standast neikvæðan hópþrýsting, þau brosa oftar og njóta lífsins. Þessi börn eru bjartsýn og hugsa í lausnum og hafa gaman af að leysa úr þeim verkefnum sem fyrir þau eru lögð. Aftur á móti er algengt að börn með veika sjálfsmynd þrói með sér kvíða og reiðitilfinningar. Börn sem hafa veika sjálfsmynd líta oft á sig sem lítils virði og upplifa að þau geti ekki gert neitt rétt sem getur orðið þess valdandi að þau verða döpur og einangra sig. Þau segja gjarnan „ég get ekki“ þegar þeim eru rétt verkefni. Gefast upp áður en þau reyna. Forvarnargildi heilbrigðrar sjálfsmyndar er mjög mikið og hefur það sýnt sig að börn með sterka sjálfsmynd eiga mun auðveldara með að standast hópþrýsting á unglingsárum og því geta þau sagt nei við óæskilegum áhrifum á líf sitt. Barn með veika sjálfsmynd er oft illa sett félagslega og fylgir því hópnum þó um óæskilega hegðun sé að ræða. Barn með veika sjálfsmynd mátar sig við þann hóp sem það finnur sér og hegðun þess fylgir hópnum hvort sem um æskilega hegðun eða óæskilega er að ræða. Hvað geta foreldrar gert til að styðja við sjálfsmynd barna sinna? Gættu orða þinna, börn eru næm á orð foreldra sinna, mikilvægt er að hrósa börnum fyrir vel gerða vinnu en jafn mikilvægt að hrósa fyrir átakið sem þau lögðu á sig til að framkvæma. T.d ef eitthvað mistekst hjá barninu að hrósa því fyrir að reyna, það byggir upp trú hjá barninu á að æfingin skapi meistarann. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Ef foreldri er neikvætt og niðurbrjótandi í eigin garð er það lærdómurinn sem barnið nemur. Foreldrar eru speglar barna sinna. Vertu jákvæð fyrirmynd. Vertu með skýr en sanngjörn mörk, börn upplifa öryggi í mörkunum. Börn vita til hvers er ætlast af þeim þegar mörk eru skýr, óljós mörk valda þeim óöryggi og jafnvel kvíða. Gefðu barninu þínu tíma, talaðu við það og hlustaðu á það. Börn vilja fá að hafa skoðun og vilja að hlustað sé á þau. Það að hlusta á barn þitt þýðir ekki að þú segir endilega já en það eflir barnið í að nefna langanir sínar og læra að taka við svarinu hvort sem það er nei eða já. Útskýrðu fyrir barninu þínu af hverju svarið er nei eða já. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er sjálfsmynd? Sjálfsmynd er safn af þeirri trú og þeim tilfinningum sem við höfum um okkur sjálf. Hvernig við sjáum og upplifum okkur sjálf hefur áhrif á okkar innri hvatningu, framkomu, hegðun og tilfinningalega líðan.Þróun sjálfsmyndar Sjálfsmynd byrjar að þroskast hjá hverjum og einum í frumbernsku og er að þroskast alla ævina. Erfðir og umhverfi hafa áhrif á þróun sjálfsmyndar og alltaf á æviskeiðinu er hægt að styrkja sjálfsmynd. Á unglingsárum hefur félaga- og vinahópurinn gríðarleg áhrif á þróun sjálfsmyndar þar sem unglingar máta sig meira við þann hóp sem þeir tilheyra fremur en foreldra og systkini. Því er mjög mikilvægt að byggja sterkan grunn áður en unglingsárin koma en jafnframt efla sjálfsmyndina á unglingsárunum. Einnig er mikilvægt að bregðast við ef foreldrar eða aðrir sem að barninu koma sjá að barnið hefur litla trú á eigin getu, því fyrr sem farið er að styrkja veika sjálfsmynd hjá barni því betra.Sjálfsmynd sterk forvörn Heilbrigð sjálfsmynd er sterkasta vopn hvers einstaklings til þess að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Börn, sem líður vel í eigin skinni, eiga auðveldara með að standast neikvæðan hópþrýsting, þau brosa oftar og njóta lífsins. Þessi börn eru bjartsýn og hugsa í lausnum og hafa gaman af að leysa úr þeim verkefnum sem fyrir þau eru lögð. Aftur á móti er algengt að börn með veika sjálfsmynd þrói með sér kvíða og reiðitilfinningar. Börn sem hafa veika sjálfsmynd líta oft á sig sem lítils virði og upplifa að þau geti ekki gert neitt rétt sem getur orðið þess valdandi að þau verða döpur og einangra sig. Þau segja gjarnan „ég get ekki“ þegar þeim eru rétt verkefni. Gefast upp áður en þau reyna. Forvarnargildi heilbrigðrar sjálfsmyndar er mjög mikið og hefur það sýnt sig að börn með sterka sjálfsmynd eiga mun auðveldara með að standast hópþrýsting á unglingsárum og því geta þau sagt nei við óæskilegum áhrifum á líf sitt. Barn með veika sjálfsmynd er oft illa sett félagslega og fylgir því hópnum þó um óæskilega hegðun sé að ræða. Barn með veika sjálfsmynd mátar sig við þann hóp sem það finnur sér og hegðun þess fylgir hópnum hvort sem um æskilega hegðun eða óæskilega er að ræða. Hvað geta foreldrar gert til að styðja við sjálfsmynd barna sinna? Gættu orða þinna, börn eru næm á orð foreldra sinna, mikilvægt er að hrósa börnum fyrir vel gerða vinnu en jafn mikilvægt að hrósa fyrir átakið sem þau lögðu á sig til að framkvæma. T.d ef eitthvað mistekst hjá barninu að hrósa því fyrir að reyna, það byggir upp trú hjá barninu á að æfingin skapi meistarann. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Ef foreldri er neikvætt og niðurbrjótandi í eigin garð er það lærdómurinn sem barnið nemur. Foreldrar eru speglar barna sinna. Vertu jákvæð fyrirmynd. Vertu með skýr en sanngjörn mörk, börn upplifa öryggi í mörkunum. Börn vita til hvers er ætlast af þeim þegar mörk eru skýr, óljós mörk valda þeim óöryggi og jafnvel kvíða. Gefðu barninu þínu tíma, talaðu við það og hlustaðu á það. Börn vilja fá að hafa skoðun og vilja að hlustað sé á þau. Það að hlusta á barn þitt þýðir ekki að þú segir endilega já en það eflir barnið í að nefna langanir sínar og læra að taka við svarinu hvort sem það er nei eða já. Útskýrðu fyrir barninu þínu af hverju svarið er nei eða já.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar