Innlent

Tekjur aukast meira en útgjöld á Blönduósi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Rekstur Blönduósbæjar er sagður í góðu horfi.
Rekstur Blönduósbæjar er sagður í góðu horfi. Fréttablaðið/GVA
„Ekki eru hækkaðar gjaldskrár leikskóla, skóladagheimilis eða skólamáltíða og er með því

verið að draga úr vægi kostnaðarhækkanna og vill sveitarfélagið með því móti leggja sitt af mörkum til að draga úr verðbólgu á Íslandi,“ segir í bókun bæjarráðs Blönduós sem gekk frá fjárhagsáætlun næsta árs í samvinnu meirihluta og minnihluta.

Tekjur Blönduósbæjar aukast um rúmar 28 milljónir frá upphaflegri áætlun en gjöld um 8 milljónir. Stefnt er að því að skuldir haldi áfram að lækka og að heildaskuldir verði um 142 prósent af tekjum í árslok 2014. Selja á eina af 32 íbúðum sveitarfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×