Markviss undirbúningur að endurfjármögnun - Niðurgreiðsla lána og skuldbindinga um 1,9 milljarð á árinu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir skrifar 17. desember 2013 07:00 Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar s.l. þriðjudag. Grunntónn áætlunarinnar er kraftur og uppbygging á sviði upplýsinga- og tæknimála, viðhaldi mannvirkja, framkvæmda í gatnagerð, fjölgun kennslustunda og þjónustu. Meirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna hefur lagt mikla áherslu á markvissan undirbúning að endurfjármögnun lánasafns sveitarfélagsins með stefnufestu í fjármálastjórn eins og á öðrum sviðum. Á kjörtímabilinu hefur verið unnið að endurskipulagningu á fjármálum og rekstri sveitarfélagsins. Slík vinna er lykillinn að hagkvæmri endurfjármögnun á lánasafni sveitarfélagsins til lengri tíma.Engin hækkun á gjaldskrám fræðslu- og fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðarbær leggur sitt að mörkum til að draga úr verðbólgu og auka kaupmátt með því að halda öllum gjaldskrám tengdum fræðslu- og fjölskylduþjónustu óbreyttum. Jafnframt er tekin upp sú nýjung að frá 1. janúar 2014 ná systkinaafslættir frá dagforeldri til frístundaheimilis. Álagningarhlutfall fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,30% niður í 0,28% eða um 6,7%. Þar með hefur álagningarhlutfall fasteignaskatts lækkað um 12,5% á tveimur árum. Fræðslumál eru fyrirferðarmikil í þessari áætlun eins og undanfarin ár. Skiptistundum í grunnskólum verður fjölgað enn frekar frá og með næsta skólaári auk þess sem sumarlokanir leikskóla styttast úr fimm vikum í fjórar. Sérstök áhersla verður á áframhaldandi uppbyggingu í upplýsingatækni í leik- og grunnskólum bæjarins. Aukin sérkennsla í leikskólum er mikið áhyggjuefni en þeirri þörf er mætt í þessari fjárhagsáætlun. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð um 613 milljónir króna og 266 milljónir í A hluta. Áætlað veltufé frá rekstri A hluta er um 1,7 milljarðar króna og samantekið fyrir A og B hluta 2,5 milljarðar króna sem er rúmlega 14% af heildartekjum. Á árinu er gert ráð fyrir því að greiða niður lán og skuldbindingar að fjárhæð 1,9 milljarðar króna. Í áætlanagerðinni í ár var ákveðið að stíga fyrstu skrefin í átt að kynjaðri áætlanagerð. Hvert svið hefur valið að lágmarki eitt tilraunaverkefni þar sem aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunargerðar verður beitt.Stefnufesta í stjórn bæjarins á kjörtímabilinu Mikil uppbygging er framundan hjá sveitarfélaginu. Forhönnun Ásvallabrautar er að ljúka og við tekur nánari útfærsla veghönnunar og verkframkvæmda. Samið hefur verið um byggingu á þremur búsetukjörnum fyrir fatlað fólk. Áfram verður unnið að undirbúningi byggingar hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð og byggingar síðari áfanga Áslandsskóla. Stjórnun Hafnarfjarðarbæjar á þessu kjörtímabili hefur einkennst af stefnufestu, íbúalýðræði, bættu aðgengi að gögnum, valdeflingu íbúa og aðhaldi í rekstri sem skilar fjárhagsáætlun með bættri afkomu, aukinni niðurgreiðslu skulda og lægri álögum á íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar s.l. þriðjudag. Grunntónn áætlunarinnar er kraftur og uppbygging á sviði upplýsinga- og tæknimála, viðhaldi mannvirkja, framkvæmda í gatnagerð, fjölgun kennslustunda og þjónustu. Meirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna hefur lagt mikla áherslu á markvissan undirbúning að endurfjármögnun lánasafns sveitarfélagsins með stefnufestu í fjármálastjórn eins og á öðrum sviðum. Á kjörtímabilinu hefur verið unnið að endurskipulagningu á fjármálum og rekstri sveitarfélagsins. Slík vinna er lykillinn að hagkvæmri endurfjármögnun á lánasafni sveitarfélagsins til lengri tíma.Engin hækkun á gjaldskrám fræðslu- og fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðarbær leggur sitt að mörkum til að draga úr verðbólgu og auka kaupmátt með því að halda öllum gjaldskrám tengdum fræðslu- og fjölskylduþjónustu óbreyttum. Jafnframt er tekin upp sú nýjung að frá 1. janúar 2014 ná systkinaafslættir frá dagforeldri til frístundaheimilis. Álagningarhlutfall fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,30% niður í 0,28% eða um 6,7%. Þar með hefur álagningarhlutfall fasteignaskatts lækkað um 12,5% á tveimur árum. Fræðslumál eru fyrirferðarmikil í þessari áætlun eins og undanfarin ár. Skiptistundum í grunnskólum verður fjölgað enn frekar frá og með næsta skólaári auk þess sem sumarlokanir leikskóla styttast úr fimm vikum í fjórar. Sérstök áhersla verður á áframhaldandi uppbyggingu í upplýsingatækni í leik- og grunnskólum bæjarins. Aukin sérkennsla í leikskólum er mikið áhyggjuefni en þeirri þörf er mætt í þessari fjárhagsáætlun. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð um 613 milljónir króna og 266 milljónir í A hluta. Áætlað veltufé frá rekstri A hluta er um 1,7 milljarðar króna og samantekið fyrir A og B hluta 2,5 milljarðar króna sem er rúmlega 14% af heildartekjum. Á árinu er gert ráð fyrir því að greiða niður lán og skuldbindingar að fjárhæð 1,9 milljarðar króna. Í áætlanagerðinni í ár var ákveðið að stíga fyrstu skrefin í átt að kynjaðri áætlanagerð. Hvert svið hefur valið að lágmarki eitt tilraunaverkefni þar sem aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunargerðar verður beitt.Stefnufesta í stjórn bæjarins á kjörtímabilinu Mikil uppbygging er framundan hjá sveitarfélaginu. Forhönnun Ásvallabrautar er að ljúka og við tekur nánari útfærsla veghönnunar og verkframkvæmda. Samið hefur verið um byggingu á þremur búsetukjörnum fyrir fatlað fólk. Áfram verður unnið að undirbúningi byggingar hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð og byggingar síðari áfanga Áslandsskóla. Stjórnun Hafnarfjarðarbæjar á þessu kjörtímabili hefur einkennst af stefnufestu, íbúalýðræði, bættu aðgengi að gögnum, valdeflingu íbúa og aðhaldi í rekstri sem skilar fjárhagsáætlun með bættri afkomu, aukinni niðurgreiðslu skulda og lægri álögum á íbúa.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar