Skoðun

Opið bréf til Guðnýjar Nielsen

Jórunn Sörensen skrifar
Í Fréttablaðinu 13. desember sl. vekur þú, Guðný, athygli á vægast sagt viðurstyggilegum drápsaðferðum Kínverja á dýrum sem þeir halda til þess að selja af þeim feldinn. Vil ég þakka þér fyrir það en einnig bendi ég þér og öðrum sem lásu þessa grein á að það vantar í hana mikilvægar upplýsingar.

Þú gleymir að geta þess hvernig þessi dýr eru alin – sem er ekki síður viðbjóðslegt og eins langt frá eðli þeirra og hugsast getur.

Einnig setur þú alla sök á Kínverja en það er nefnilega svo – og ég efast ekki um að þér er það vel kunnugt – að ástandið í íslenskum loðdýrabúum er ekki betra. Þar lifa dýrin einnig í þröngum búrum sem brjóta niður allt eðli þeirra og eru drepin með útblæstri eða raflosti. En þær upplýsingar fékk ég síðast. Á Íslandi eru þessi dýr ekki fláð lifandi og ekki drepin með því að standa á hálsi þeirra – en hitt er feikinóg.

Því hefði það verið þér og Velbúi til meiri sóma að fordæma alla ræktun dýra til loðdýraframleiðslu og benda fólki á að það klæðir engan að „punta sig“ með dýrafeldi – þótt það sé jafnvel bara í kringum hálsinn, á kápukraganum, í kringum hettuna á úlpunni eða innan í húfunni.




Skoðun

Sjá meira


×