Skoðun

Saltveri að ósekju blandað í umræðu

Þorsteinn Erlingsson skrifar
Í viðtali Fréttablaðsins við Fiskistofustjóra þann 6. desember undir fyrirsögninni „Vilja viðurlög sem bíta á löndunarsvindlara“, var Saltveri ómaklega blandað í umræðuna með þeim hætti að halda mætti að Saltver væri eitt þeirra fyrirtækja sem Fiskistofa vildi koma böndum yfir.

Saltver hefur aldrei landað afla framhjá vikt og hefur ætíð farið eftir öllum lögum og reglum sem gilda um sjávarútveginn. Fiskistofa sakaði Saltver um löndun, verkun og sölu á ólöglegum afla og sektaði fyrirtækið um 33 mkr.

Þeim úrskurði áfrýjaði Saltver til úrskurðarnefndar og í kjölfarið afturkallaði Fiskistofa úrskurðinn og sektina 19. nóvember.

Mál Fiskistofu var illa unnið frá upphafi og stofnuninni til mikils vansa. Það er lágmarkskrafa að fagleg vinnubrögð opinberra eftirlitsstofnana séu hafin yfir allan vafa.




Skoðun

Sjá meira


×