Meira um áhrif verðtryggingarinnar - hafa lögbrot verið framin óáreitt á Íslandi í 28 ár? Jakob I. Jakobsson skrifar 17. desember 2013 07:00 Ég er friðsamur og barnelskur maður, það er kannski þess vegna sem mér blöskrar stundum þróun mála á þessu annars góða landi okkar! Þar sem undanfari þessarar greinar er fjögurra ára þrotlaus barátta er pistillinn kannski í lengra lagi, og bið ég þá sem lesturinn þreytir fyrirfram afsökunar. En hvet þá jafnframt til að lesa þessar hugleiðingar mínar um áhrif verðtryggingar á „afborganir“ heimilanna og hvort hugsanlega sé um lögbrot að ræða hjá þeim sem lög. nr. 63/1985 taka eða tóku til? Mér hefur þótt umræðan um verðtryggingu og áhrif hennar vera ansi einsleit í fjölmiðlum þessa lands. Aðallega hefur verið fjallað um afnám verðtryggingar en ekki um það hvort skuldurum sé skylt að lögum að mæta þegjandi og hljóðalaust síhækkandi greiðslubyrði fasteignalána fyrir tilstilli verðtryggingarinnar. Þar sem ég hef engan „slagkraft“ í samfélagi okkar manna, hef ég þrotlaust allt frá árinu 2009 reynt að vekja athygli margra fréttamanna á þessu efni þar sem þeir geta vakið athygli á hlutum sem peð eins og ég get ekki. En viti menn, ekki einn einasti þeirra mörgu manna eða kvenna hefur viljað um þetta efni fjalla, og veit ég ekki hvort það er áhugaleysi á samfélagslegum áhrifum sem því olli, eða hvort skilningsleysi er um að kenna. En enginn vildi gera það þó svo sumir þessara fréttamanna séu áberandi mjög í blöðum og sjónvarpi í umfjöllunum um mál af þessu tagi. Þá reyndi ég á árinu 2010 að vekja athygli formanns samtaka heimilanna á þessu, en hún taldi að tíma samtakanna væri betur varið í að berjast fyrir afnámi verðtryggingarinnar. Það taldi ég vel og var sammála henni um mikilvægi þeirrar baráttu, en benti jafnframt á að það tæki tíma, en hér væri þetta spurning um brot á gildandi lögum og þá lægi á að vekja athygli á hugsanlegum órétti til að lágmarka tjón heimilanna áður en það yrði of seint, en til þess þyrfti að skoða áhrif laga nr 63/1985. Það þótti samtökunum ekki. Það þótti mér dapurlegt mjög! Afhverju ekki að skoða málið? En núna gefst ég upp á þessu þófi og sé mig tilneyddan til að eyða smátíma í að hripa niður nokkrar línur um hugleiðingar mínar og senda sjálfur inn. Kjarni málsins er sá að ég vil vekja athygli á lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga nr. 63/1985, og ég myndi vilja fá skýringar og svör frá stjórnvöldum við athugasemdum mínum. Við skulum nefnilega hafa í huga að þetta eru orðin 28 ára gömul lög! Og þau eru enn í fullu gildi með smávægilegum breytingum sem rýra þó ekki kjarna málsins hér. En fyrst örstuttur sögulegur inngangur. Á árinu 1985 var talið nauðsynlegt að setja lög til að hemja áhrif verðtryggingarinnar á afborganir/greiðslubyrði heimilanna á verðtryggðum íbúðarlánum þeirra. Óðaverðbólga geysaði og fundu allir fyrir því sem skulduðu lán í banka, undirritaður þar með talið. Tilgangur laganna er sá að tryggja að verðtrygging nái ekki umbreyta afborgunum/greiðslubyrði íbúðarláns einstaklings þannig að upphaflegar forsendur fyrir endurgreiðslu lánsins verði skuldara ofviða. Samkvæmt þessum lögum má mánaðarleg afborgun verðtryggðra lána ekki hækka umfram hækkun á kaupmætti launa. Það var eftir hrun að einhver sýndi mér bréf frá Arion banka þar sem neðst var eimitt getið um greiðsluðalögun skv. lögum nr. 63/19585, þá kviknaði á perunni og ég fór aðeins að skoða málið. Ég er ekki hagfræðingur að mennt en var um langt árabil í fjármálastjórn stórra fyrirtækja, en mig skorti samt aðgang að uppl. um kaupmátt launa yfir þetta rúmlega 20 ára tímabil sem hér um ræðir. Mér fannst við skoðun mjög misvísandi hvernig stofnanir virtust túlka og reikna kaupmátt. Lögin kveða á um að verðtrygging skuli taka mið af raunverulegum kaupmætti einstaklinganna en ekki launavísitölu sem slíkri. Upphaflegur tilgangur laganna er sá að gæta þess að afborganir hækki ekki umfram kaupmátt launa og því væri rangt og gegn upphaflegum tilgangi laganna að reikna það á annan hátt. Þá verð ég að vekja athygli á nýlegri auglýsingu SA, en þar segja þeir kaupmátt hafa verið neikvæðan um mjög langt árabil. Þess þá heldur þarf að skoða þetta. Tökum „lagfært“ skýringardæmi;Skuldari tekur lán upp á kr. 10 millj. til 40 ára og semur um að greiða kr. 40.000 á mánuði. Fjölskyldan er með ráðstöfunartekjur sem leyfa greiðslu kr. 40.000 á mán. vegna fasteignakaupanna. Ef verðtryggingin er 8% og raunhækkun kaupmáttar hefur hækkað um 8% á árinu þá má greiðslubyrði lánsins hækka um 8%.Ef verðtrygging er 8% en kaupmáttur 4% skal greiðslubyrði hækka um 4% en restin þessi 4% sem eftir standa fyrir áhrif verðtryggingarinnar skulu leggjast aftan við höfuðstól lánsins, og er fjármálafyritækinu skylt að lengja „sjálfkrafa“ í láninu eins og nauðsynlegt er svo greiðslubyrði lánsins haldist óbreytt (eða eftir atvikum verði sú reiknaða tala sem greiðslubyrðin stóð í seinast). Í þessum efnum er frumkvæðis og leiðbeiningarskylda fjármálafyrirtækja lögbundin!Og að lokum ef kaupmáttur er 0% eða neikvæður má greiðslubyrði lánanna ekki hækka um krónu. Þe. ef verðtrygging er enn 8% skulu öll 8% leggjast við höfðustól lánsins og greiðslubyrðin því vera óbreytt frá því í mánuðnum á undan. Frumkvæðisskylda fjármálafyrirtækja í skiptum sínum við skuldara/viðskiptavini sína er/eða á að vera, allnokkur skv. lagabálkum sem að þessum fyrirtækjum snúa og er skylt að starfa eftir! Þetta þýðir að ef verðtrygging reiknaðs tímabils er umfram kaupmátt launa einstaklingsins hækkar höfuðstóll lánsins sem því nemur, og greiðslubyrðin á að vera óbreytt skv. lögum nr. 63/1985. Og á lánafyrirtækið að sjá til þess að lengt verði í láninu. Reyndar hef ég sjálfur aldrei á minni æfi kynnst því að eftir þessu hafi verið svona háttað. Allavegna ekki í mínum skiptum við fjármálafyrirtækin. Í mínum huga er þetta skýrt. Greiðslubyrði lána má ekki hækka umfram kaupmátt launa, afborgun má ekki hækka meira en þau laun sem ég hef til ráðstöfunar til framfærslu minnar. Ég get ekki skilið tilgang þessara laga á annan hátt. Til að gera langa sögu stutta þá virðist mér það vera kýrskýrt að frá hruni 2008 hafi keyrt um þverbak þar sem verðbólga mældist um og yfir 20% og kaupmáttur varð mjög neikvæður. Samt hækkuðu afborganir lánanna mjög mikið vegna verðtryggingarinnar. Og enginn sagði neitt. Ég hef séð dæmi um 100. þús. króna afborgun sem hækkaði um tugi prósenta á mánuði þrátt fyrir neikvæðan kaupmátt. Hvernig má það vera? Arion banki laumaði sem betur fer klásúlu með smáu letri allra neðst á umsóknarblaði um skuldaleiðréttingu sem ég var beðinn um að skoða, en starfsmenn bankans höfu krossað sjálfir við efsta kassann á umsókninni fyrir þann umsækjanda sem bað mig að skoða umsóknina fyrir sig vegna 110% leiðarinnar. En athugasemdir mínar til bankanns skiluðu umsækjanda engu þrátt fyrir skýra lagaskyldu bankans til svara. Merkilegt! Eftir hrun tvöfaldaðist því sem næst greiðslubyrði verðtryggðra íbúðarlána á Íslandi. Það þýddi að skuldari sem annars hefði getað staðið í skilum og haldið heimili sín og sinnar fjölskyldu gat ekki staðið í skilum með afborganir íbúðarláns síns. Það þýddi að fjármálafyrirtækið gat gjaldfellt skuldina og hafið aðför skv. aðfaralögum. Það stoppuðu stjórnvöld hins vegar með að frysta allt tímabundið. En það breytti ekki stöðu skuldarans þegar fram liðu stundir. Það var í allt of mörgum tilvikum of seint. Það sem ég velti fyrir mér er þetta! Ef farið hefði verið að lögum nr. 63/1985, hversu margar fjölskyldur hefðu getað haldið heimilum sínum ef afborgunin/greiðslubyrðin hefði verið í samræmi við lög og upphaflega samninga við bankann. Það þó eignarhlutur skuldaranna í eignum sínum skertist og jafnvel gufaði upp, skuldarinn hefði haldið heimili sínu ef hann hefði kosið svo, hann hefði átt að hafa val um að búa áfram í eigninni og greiða af láninu þó hann missti jafnvel eignarhlut sinn. Hann hefði ekki þurft að lúta einhliða kröfu bankans eftir að allt var gjaldfallið og komið í aðfararferli. Ég velti því mikið fyrir mér hversu stór hluti fjölskyldna þessa lands hefði átt að fá að búa óáreitt áfram í eign sinni og þar með ekki þurft að þola eins mikla óvissu og raunin er í dag. Þessir skuldarar hefðu getað verið áfram með börnin í sama skóla en ekki þurft að þola aðför og nauðungarsölur vegna þess að fjármálafyrirtækin fóru ekki að lögum nr. 63/1985 um það hvernig farið skyldi með verðtrygginguna. Og engin eftirlitsstofnun sá eitt né gerði neitt, heimilin voru með öllu varnarlaus. Og þar sem ekkert var gert leiddi það til þess að unnt var að ganga að þessum fjölskyldum eins og vanskilamanneskjum, og það þó vanskilin væru rakin beint til þess að fjármálafyrirtækin fóru ekki að lögum sbr. rannsóknarskýrslu Alþingis! Í einhverju frumvarpa með breytingalögum um lög nr. 63/1985 sá ég eina þeirra nefnda er löggjafinn skipaði ýja að því að leiðréttingar vegna þessara hluta gætu orðið fjármálakerfinu ofviða. Ég skora á stjórnvöld að láta skoða þetta atriði og viðurkenna og leiðrétta hlut þeirra sem þarna kann að hafa verið brotið á. Og þá teldi ég forsvarsmenn ríkisins menn meiri ef þeir viðurkenndu sinn gáleysislega þátt í þessu. En skaði almennings er í sumu tilfellum með öllu óbætanlegur. Það er mjög mikilvægt að þetta sem ég fjalla um hér verði skýrt almennilega því verðtryggingin er enn við lýði og gríðarlega mikilvægt að staðið verði rétt að innheimtu afborgana íbúðarlánanna nú þegar umfangsmesta allsherjar endurskipulagning telst vera að fara fram í skuldamálum heimilanna. Sú endurskipulagning er til einskis ef stjórnvöld skoða ekki, skýra og laga þetta réttlætismál. Það þarf að skoða þetta niður í kjölinn. Eins og á árinu 1985 þá þurfa stjórnvöld að passa upp á það að fjármálafyrirtækin geti ekki hagnýtt sér verðtrygginguna til að véla til sín eignir almennings að óbreyttu, þá þegar þeim hugnast svo. Svo ég hnykki nú á þessu einu sinni enn. Þá var upphaflegur tilgangur laganna að gæta þess að greiðslubyrðin hjá skuldurunum myndi ekki fara úr böndunum vegna verðtryggingarinnar. Það virðist mér þó hafa gerst ítrekað frá árinu 1985 er upphaflegu lögin voru sett. Þá skal hér tekið fram að ég tek ekki undir stærðfræðilegar reiknikúnstir/réttlætingar er settar eru fram til að réttlæta hinn bitra raunveruleika eins og hann birtist á greiðsluseðlum fjölskyldna þessa lands! Til þess hef ég setið of mörg námskeið í stærðfræði hjá snillingnum Guðmundi Ólafssyni hagfræðingi uppi í HÍ, en hann kenndi manni það að þú getur alltaf reiknað þig út úr öllu. Því ekki þessu líka spyr ég? Nei, ég vil vita afhverju ekki var farið að lögunum í samræmi við það sem þau voru upphaflega samin til! Þ.e. gæta þess að fólk missti ekki heimilin sín rétt sí svona vegna háttsemi annara, þ.e. þeirra sem áhrif hafa á verðtrygginguna og eru oft lánveitendurnir sjálfir athugið það! Nú nú, ef þetta er svo allt saman tóm vileysa í mér þá mun ég taka vönduðum og málefnalegum skýringum fagnandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég er friðsamur og barnelskur maður, það er kannski þess vegna sem mér blöskrar stundum þróun mála á þessu annars góða landi okkar! Þar sem undanfari þessarar greinar er fjögurra ára þrotlaus barátta er pistillinn kannski í lengra lagi, og bið ég þá sem lesturinn þreytir fyrirfram afsökunar. En hvet þá jafnframt til að lesa þessar hugleiðingar mínar um áhrif verðtryggingar á „afborganir“ heimilanna og hvort hugsanlega sé um lögbrot að ræða hjá þeim sem lög. nr. 63/1985 taka eða tóku til? Mér hefur þótt umræðan um verðtryggingu og áhrif hennar vera ansi einsleit í fjölmiðlum þessa lands. Aðallega hefur verið fjallað um afnám verðtryggingar en ekki um það hvort skuldurum sé skylt að lögum að mæta þegjandi og hljóðalaust síhækkandi greiðslubyrði fasteignalána fyrir tilstilli verðtryggingarinnar. Þar sem ég hef engan „slagkraft“ í samfélagi okkar manna, hef ég þrotlaust allt frá árinu 2009 reynt að vekja athygli margra fréttamanna á þessu efni þar sem þeir geta vakið athygli á hlutum sem peð eins og ég get ekki. En viti menn, ekki einn einasti þeirra mörgu manna eða kvenna hefur viljað um þetta efni fjalla, og veit ég ekki hvort það er áhugaleysi á samfélagslegum áhrifum sem því olli, eða hvort skilningsleysi er um að kenna. En enginn vildi gera það þó svo sumir þessara fréttamanna séu áberandi mjög í blöðum og sjónvarpi í umfjöllunum um mál af þessu tagi. Þá reyndi ég á árinu 2010 að vekja athygli formanns samtaka heimilanna á þessu, en hún taldi að tíma samtakanna væri betur varið í að berjast fyrir afnámi verðtryggingarinnar. Það taldi ég vel og var sammála henni um mikilvægi þeirrar baráttu, en benti jafnframt á að það tæki tíma, en hér væri þetta spurning um brot á gildandi lögum og þá lægi á að vekja athygli á hugsanlegum órétti til að lágmarka tjón heimilanna áður en það yrði of seint, en til þess þyrfti að skoða áhrif laga nr 63/1985. Það þótti samtökunum ekki. Það þótti mér dapurlegt mjög! Afhverju ekki að skoða málið? En núna gefst ég upp á þessu þófi og sé mig tilneyddan til að eyða smátíma í að hripa niður nokkrar línur um hugleiðingar mínar og senda sjálfur inn. Kjarni málsins er sá að ég vil vekja athygli á lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga nr. 63/1985, og ég myndi vilja fá skýringar og svör frá stjórnvöldum við athugasemdum mínum. Við skulum nefnilega hafa í huga að þetta eru orðin 28 ára gömul lög! Og þau eru enn í fullu gildi með smávægilegum breytingum sem rýra þó ekki kjarna málsins hér. En fyrst örstuttur sögulegur inngangur. Á árinu 1985 var talið nauðsynlegt að setja lög til að hemja áhrif verðtryggingarinnar á afborganir/greiðslubyrði heimilanna á verðtryggðum íbúðarlánum þeirra. Óðaverðbólga geysaði og fundu allir fyrir því sem skulduðu lán í banka, undirritaður þar með talið. Tilgangur laganna er sá að tryggja að verðtrygging nái ekki umbreyta afborgunum/greiðslubyrði íbúðarláns einstaklings þannig að upphaflegar forsendur fyrir endurgreiðslu lánsins verði skuldara ofviða. Samkvæmt þessum lögum má mánaðarleg afborgun verðtryggðra lána ekki hækka umfram hækkun á kaupmætti launa. Það var eftir hrun að einhver sýndi mér bréf frá Arion banka þar sem neðst var eimitt getið um greiðsluðalögun skv. lögum nr. 63/19585, þá kviknaði á perunni og ég fór aðeins að skoða málið. Ég er ekki hagfræðingur að mennt en var um langt árabil í fjármálastjórn stórra fyrirtækja, en mig skorti samt aðgang að uppl. um kaupmátt launa yfir þetta rúmlega 20 ára tímabil sem hér um ræðir. Mér fannst við skoðun mjög misvísandi hvernig stofnanir virtust túlka og reikna kaupmátt. Lögin kveða á um að verðtrygging skuli taka mið af raunverulegum kaupmætti einstaklinganna en ekki launavísitölu sem slíkri. Upphaflegur tilgangur laganna er sá að gæta þess að afborganir hækki ekki umfram kaupmátt launa og því væri rangt og gegn upphaflegum tilgangi laganna að reikna það á annan hátt. Þá verð ég að vekja athygli á nýlegri auglýsingu SA, en þar segja þeir kaupmátt hafa verið neikvæðan um mjög langt árabil. Þess þá heldur þarf að skoða þetta. Tökum „lagfært“ skýringardæmi;Skuldari tekur lán upp á kr. 10 millj. til 40 ára og semur um að greiða kr. 40.000 á mánuði. Fjölskyldan er með ráðstöfunartekjur sem leyfa greiðslu kr. 40.000 á mán. vegna fasteignakaupanna. Ef verðtryggingin er 8% og raunhækkun kaupmáttar hefur hækkað um 8% á árinu þá má greiðslubyrði lánsins hækka um 8%.Ef verðtrygging er 8% en kaupmáttur 4% skal greiðslubyrði hækka um 4% en restin þessi 4% sem eftir standa fyrir áhrif verðtryggingarinnar skulu leggjast aftan við höfuðstól lánsins, og er fjármálafyritækinu skylt að lengja „sjálfkrafa“ í láninu eins og nauðsynlegt er svo greiðslubyrði lánsins haldist óbreytt (eða eftir atvikum verði sú reiknaða tala sem greiðslubyrðin stóð í seinast). Í þessum efnum er frumkvæðis og leiðbeiningarskylda fjármálafyrirtækja lögbundin!Og að lokum ef kaupmáttur er 0% eða neikvæður má greiðslubyrði lánanna ekki hækka um krónu. Þe. ef verðtrygging er enn 8% skulu öll 8% leggjast við höfðustól lánsins og greiðslubyrðin því vera óbreytt frá því í mánuðnum á undan. Frumkvæðisskylda fjármálafyrirtækja í skiptum sínum við skuldara/viðskiptavini sína er/eða á að vera, allnokkur skv. lagabálkum sem að þessum fyrirtækjum snúa og er skylt að starfa eftir! Þetta þýðir að ef verðtrygging reiknaðs tímabils er umfram kaupmátt launa einstaklingsins hækkar höfuðstóll lánsins sem því nemur, og greiðslubyrðin á að vera óbreytt skv. lögum nr. 63/1985. Og á lánafyrirtækið að sjá til þess að lengt verði í láninu. Reyndar hef ég sjálfur aldrei á minni æfi kynnst því að eftir þessu hafi verið svona háttað. Allavegna ekki í mínum skiptum við fjármálafyrirtækin. Í mínum huga er þetta skýrt. Greiðslubyrði lána má ekki hækka umfram kaupmátt launa, afborgun má ekki hækka meira en þau laun sem ég hef til ráðstöfunar til framfærslu minnar. Ég get ekki skilið tilgang þessara laga á annan hátt. Til að gera langa sögu stutta þá virðist mér það vera kýrskýrt að frá hruni 2008 hafi keyrt um þverbak þar sem verðbólga mældist um og yfir 20% og kaupmáttur varð mjög neikvæður. Samt hækkuðu afborganir lánanna mjög mikið vegna verðtryggingarinnar. Og enginn sagði neitt. Ég hef séð dæmi um 100. þús. króna afborgun sem hækkaði um tugi prósenta á mánuði þrátt fyrir neikvæðan kaupmátt. Hvernig má það vera? Arion banki laumaði sem betur fer klásúlu með smáu letri allra neðst á umsóknarblaði um skuldaleiðréttingu sem ég var beðinn um að skoða, en starfsmenn bankans höfu krossað sjálfir við efsta kassann á umsókninni fyrir þann umsækjanda sem bað mig að skoða umsóknina fyrir sig vegna 110% leiðarinnar. En athugasemdir mínar til bankanns skiluðu umsækjanda engu þrátt fyrir skýra lagaskyldu bankans til svara. Merkilegt! Eftir hrun tvöfaldaðist því sem næst greiðslubyrði verðtryggðra íbúðarlána á Íslandi. Það þýddi að skuldari sem annars hefði getað staðið í skilum og haldið heimili sín og sinnar fjölskyldu gat ekki staðið í skilum með afborganir íbúðarláns síns. Það þýddi að fjármálafyrirtækið gat gjaldfellt skuldina og hafið aðför skv. aðfaralögum. Það stoppuðu stjórnvöld hins vegar með að frysta allt tímabundið. En það breytti ekki stöðu skuldarans þegar fram liðu stundir. Það var í allt of mörgum tilvikum of seint. Það sem ég velti fyrir mér er þetta! Ef farið hefði verið að lögum nr. 63/1985, hversu margar fjölskyldur hefðu getað haldið heimilum sínum ef afborgunin/greiðslubyrðin hefði verið í samræmi við lög og upphaflega samninga við bankann. Það þó eignarhlutur skuldaranna í eignum sínum skertist og jafnvel gufaði upp, skuldarinn hefði haldið heimili sínu ef hann hefði kosið svo, hann hefði átt að hafa val um að búa áfram í eigninni og greiða af láninu þó hann missti jafnvel eignarhlut sinn. Hann hefði ekki þurft að lúta einhliða kröfu bankans eftir að allt var gjaldfallið og komið í aðfararferli. Ég velti því mikið fyrir mér hversu stór hluti fjölskyldna þessa lands hefði átt að fá að búa óáreitt áfram í eign sinni og þar með ekki þurft að þola eins mikla óvissu og raunin er í dag. Þessir skuldarar hefðu getað verið áfram með börnin í sama skóla en ekki þurft að þola aðför og nauðungarsölur vegna þess að fjármálafyrirtækin fóru ekki að lögum nr. 63/1985 um það hvernig farið skyldi með verðtrygginguna. Og engin eftirlitsstofnun sá eitt né gerði neitt, heimilin voru með öllu varnarlaus. Og þar sem ekkert var gert leiddi það til þess að unnt var að ganga að þessum fjölskyldum eins og vanskilamanneskjum, og það þó vanskilin væru rakin beint til þess að fjármálafyrirtækin fóru ekki að lögum sbr. rannsóknarskýrslu Alþingis! Í einhverju frumvarpa með breytingalögum um lög nr. 63/1985 sá ég eina þeirra nefnda er löggjafinn skipaði ýja að því að leiðréttingar vegna þessara hluta gætu orðið fjármálakerfinu ofviða. Ég skora á stjórnvöld að láta skoða þetta atriði og viðurkenna og leiðrétta hlut þeirra sem þarna kann að hafa verið brotið á. Og þá teldi ég forsvarsmenn ríkisins menn meiri ef þeir viðurkenndu sinn gáleysislega þátt í þessu. En skaði almennings er í sumu tilfellum með öllu óbætanlegur. Það er mjög mikilvægt að þetta sem ég fjalla um hér verði skýrt almennilega því verðtryggingin er enn við lýði og gríðarlega mikilvægt að staðið verði rétt að innheimtu afborgana íbúðarlánanna nú þegar umfangsmesta allsherjar endurskipulagning telst vera að fara fram í skuldamálum heimilanna. Sú endurskipulagning er til einskis ef stjórnvöld skoða ekki, skýra og laga þetta réttlætismál. Það þarf að skoða þetta niður í kjölinn. Eins og á árinu 1985 þá þurfa stjórnvöld að passa upp á það að fjármálafyrirtækin geti ekki hagnýtt sér verðtrygginguna til að véla til sín eignir almennings að óbreyttu, þá þegar þeim hugnast svo. Svo ég hnykki nú á þessu einu sinni enn. Þá var upphaflegur tilgangur laganna að gæta þess að greiðslubyrðin hjá skuldurunum myndi ekki fara úr böndunum vegna verðtryggingarinnar. Það virðist mér þó hafa gerst ítrekað frá árinu 1985 er upphaflegu lögin voru sett. Þá skal hér tekið fram að ég tek ekki undir stærðfræðilegar reiknikúnstir/réttlætingar er settar eru fram til að réttlæta hinn bitra raunveruleika eins og hann birtist á greiðsluseðlum fjölskyldna þessa lands! Til þess hef ég setið of mörg námskeið í stærðfræði hjá snillingnum Guðmundi Ólafssyni hagfræðingi uppi í HÍ, en hann kenndi manni það að þú getur alltaf reiknað þig út úr öllu. Því ekki þessu líka spyr ég? Nei, ég vil vita afhverju ekki var farið að lögunum í samræmi við það sem þau voru upphaflega samin til! Þ.e. gæta þess að fólk missti ekki heimilin sín rétt sí svona vegna háttsemi annara, þ.e. þeirra sem áhrif hafa á verðtrygginguna og eru oft lánveitendurnir sjálfir athugið það! Nú nú, ef þetta er svo allt saman tóm vileysa í mér þá mun ég taka vönduðum og málefnalegum skýringum fagnandi!
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar