Ætla alls ekki í jólaköttinn 18. desember 2013 11:30 Salka, Katla, Marteinn, Júlíana, Alex, Hekla og Mira eru hressir krakkar sem hlakka til jólanna. Mynd/Pjetur Marteinn Elí Brynjólfsson ellefu ára og Salka Gústafsdóttir tíu ára eru löngu farin að hlakka til jólanna. Þau eru í hópi sjö krakka sem stjórna Vasaljósi, sjónvarpsþætti fyrir krakka á RÚV þar sem fjallað er um ýmislegt sem krakkar hafa fyrir stafni og finnst skemmtilegt. Laugardaginn 28. desember verður jólaþáttur Vasaljóss á dagskrá og við hittum krakkana þegar þeir voru að undirbúa þáttinn.Er eitthvað ómissandi á jólunum? M: Möndlugrauturinn og fjölskyldusamveran. Ég hef fengið möndluna og möndlugjafirnar eru oftast spil eða bækur S: Jólagleðin, skreytingarnar og stemningin í bænum.Eruð þið búin að kaupa jólagjafir? M: Nei, ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gefa öllum í jólagjöf S: Ekki ég heldur, ekki alveg öllum. M: Ég bjó til jólagjafir í skólanum þegar ég var yngri en nú er það alveg búið. S: Ég bjó til jólagjöf handa ömmu í skólanum og held að ég búi líka til gjöfina handa pabba og mömmu. Ætla ekki að segja hvað það er.Hvað langar ykkur að fá í jólagjöf? M: Mig langar í Playstation 3, einhverja skemmtilega bók og fótboltabúning. S: Ég veit ekkert hvað mig langar að fá í jólagjöf, ég vil eiginlega helst láta koma mér á óvart.Farið þið í jólaköttinn? M: Nei, ég er búinn að fá jólafötin. Ég fékk buxur og skyrtu og ég valdi það sjálfur. Mamma valdi einu sinni fötin mín en núna vel ég alltaf sjálfur það sem mér finnst flott. S: Pabbi fór til útlanda í haust og keypti handa mér jólakjól. Svo fæ ég líka oft föt í jólagjöf.Hvernig finnst ykkur aðfangadagur? M: Mjög skemmtilegur og þægilegur. Ég hef það oftast rólegt og slaka á. Við lesum jólakortin, horfum stundum á einhverja jólamynd og bíðum eftir kvöldinu. S: Ég dreifi jólagjöfum á vini og fjölskyldu og hef það rólegt fyrir kvöldið.Er aðfangadagur lengsti dagur ársins? Bæði: Já! Leikjavísir Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Marteinn Elí Brynjólfsson ellefu ára og Salka Gústafsdóttir tíu ára eru löngu farin að hlakka til jólanna. Þau eru í hópi sjö krakka sem stjórna Vasaljósi, sjónvarpsþætti fyrir krakka á RÚV þar sem fjallað er um ýmislegt sem krakkar hafa fyrir stafni og finnst skemmtilegt. Laugardaginn 28. desember verður jólaþáttur Vasaljóss á dagskrá og við hittum krakkana þegar þeir voru að undirbúa þáttinn.Er eitthvað ómissandi á jólunum? M: Möndlugrauturinn og fjölskyldusamveran. Ég hef fengið möndluna og möndlugjafirnar eru oftast spil eða bækur S: Jólagleðin, skreytingarnar og stemningin í bænum.Eruð þið búin að kaupa jólagjafir? M: Nei, ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gefa öllum í jólagjöf S: Ekki ég heldur, ekki alveg öllum. M: Ég bjó til jólagjafir í skólanum þegar ég var yngri en nú er það alveg búið. S: Ég bjó til jólagjöf handa ömmu í skólanum og held að ég búi líka til gjöfina handa pabba og mömmu. Ætla ekki að segja hvað það er.Hvað langar ykkur að fá í jólagjöf? M: Mig langar í Playstation 3, einhverja skemmtilega bók og fótboltabúning. S: Ég veit ekkert hvað mig langar að fá í jólagjöf, ég vil eiginlega helst láta koma mér á óvart.Farið þið í jólaköttinn? M: Nei, ég er búinn að fá jólafötin. Ég fékk buxur og skyrtu og ég valdi það sjálfur. Mamma valdi einu sinni fötin mín en núna vel ég alltaf sjálfur það sem mér finnst flott. S: Pabbi fór til útlanda í haust og keypti handa mér jólakjól. Svo fæ ég líka oft föt í jólagjöf.Hvernig finnst ykkur aðfangadagur? M: Mjög skemmtilegur og þægilegur. Ég hef það oftast rólegt og slaka á. Við lesum jólakortin, horfum stundum á einhverja jólamynd og bíðum eftir kvöldinu. S: Ég dreifi jólagjöfum á vini og fjölskyldu og hef það rólegt fyrir kvöldið.Er aðfangadagur lengsti dagur ársins? Bæði: Já!
Leikjavísir Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira