Að fjárfesta í mannrækt Sturla Kristjánsson skrifar 13. desember 2013 07:00 Haft er eftir menntamálaráðherra að menntamálin séu í raun stærsta efnahagsmál þjóðarinnar og framtíð okkar byggist á því að nýta mannauðinn sem best. Vonandi ber að skilja orð ráðherra svo að ávinningur menntunar sé efnahag þjóðarinnar mikilvægari en útlagður kostnaður. Mannauð tengi ég mannlegu eðli og svo lengi sem sagnir herma hefur manneðlið verið samt við sig. Mikilvægt er því að iðja okkar og athafnir taki ávallt sem best mið af mannlegu eðli og þörfum, einkum á þeim tímum er ásköpuð mannleg fyrirheit þróast og mótast til atgerfis og athafna allt eftir þeirri umhyggju og atlæti er við njótum. Farvegir mannlegs eðlis taka á sig ólíkar myndir; stílbrigði athafna mótast og erfast í hefðbundin menningarkerfi á ólíkum tímum og stöðum – tölum við þá gjarnan um menningarskeið og menningarsvæði. Þá kemur til framþróun og tækni, sem á hverjum tíma gefur okkur betri möguleika en áður á samskiptum milli menningarsvæða og á rannsóknum fyrri skeiða. Við eigum því ávallt betri möguleika en nokkru sinni fyrr á því að fegra og göfga mannlíf allt, en festum ekki alltaf sjónar á innstu verðmætum. Umbætur í skólamálum geta haft að leiðarljósi það sem best er vitað um eðli manna og þarfir,– eða snúist um eitthvað allt annað.Eins og verksmiðjur Skólaþróun verður að hafa það að markmiði að skólarnir geti æ betur hagnýtt sér sálfræðilega og uppeldisfræðilega þekkingu til árangursríkari starfa í fullu samræmi við mannlegt eðli og þarfir. Leggja þarf áherslu á mannrækt og þá sérstaklega sammannlega eiginleika; á fræðslu um líffræðilegar forsendur og sérkenni sem og sálfræðilegar og félagslegar hliðar mannlegs lífs. Aðstæðurnar í tíma og rúmi eru umgjörðin sem ákvarða afmörkun viðfangsefna, handbragð og framvindu hverju sinni og síðan birtist árangurinn í persónulegri útfærslu hvers og eins svo sem atgerfi og metnaður gefa tilefni til. Einnig má sjá þetta í því ljósi að hlutverk skólans sé á hverjum tíma að undirbúa framtíð á grunni þeirra sanninda sem reynslan hefur gefið varanlegt gildi. Fyrirmyndir að íslenska skólanum eru sóttar til iðnríkja Norður-Evrópu sem tóku upp skólahald í kjölfar iðnbyltingar; feðurnir unnu í námunum, mæðurnar í verksmiðjunum og börnum þá búið athvarf í skólum allt frá fimm ára aldri og þar til þau gátu orðið að liði í atvinnulífinu. Annað meginhlutverk skólans varð síðan að eyða ólæsi og þriðja hlutverkið að sameina ólík þjóðarbrot, menningarhópa og trúfélög í eina þjóð. Þetta verkfæri fluttum við til Íslands hvar mæður voru heima, læsi var landlægt og ein var þjóðin, tungan og trúin. Skólinn, sem við fluttum inn frá öðrum þjóðum, hafði það hlutverk að gæta barna, eyða ólæsi og sameina þjóðarbrot. Hönnun, skipulag og framkvæmd sótti fyrirmyndir í verksmiðjur iðnbyltingarinnar og hlýðniþjálfun prússneskra soldáta. Í stórum dráttum er skólakerfið enn í dag skipulagt eins og verksmiðjur nítjándu aldar, – eða frystihús nútímans, og líkamsþjálfun og agastjórnun miðar að því að prússneski herinn vinni næstu orrustu við Napóleon. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Haft er eftir menntamálaráðherra að menntamálin séu í raun stærsta efnahagsmál þjóðarinnar og framtíð okkar byggist á því að nýta mannauðinn sem best. Vonandi ber að skilja orð ráðherra svo að ávinningur menntunar sé efnahag þjóðarinnar mikilvægari en útlagður kostnaður. Mannauð tengi ég mannlegu eðli og svo lengi sem sagnir herma hefur manneðlið verið samt við sig. Mikilvægt er því að iðja okkar og athafnir taki ávallt sem best mið af mannlegu eðli og þörfum, einkum á þeim tímum er ásköpuð mannleg fyrirheit þróast og mótast til atgerfis og athafna allt eftir þeirri umhyggju og atlæti er við njótum. Farvegir mannlegs eðlis taka á sig ólíkar myndir; stílbrigði athafna mótast og erfast í hefðbundin menningarkerfi á ólíkum tímum og stöðum – tölum við þá gjarnan um menningarskeið og menningarsvæði. Þá kemur til framþróun og tækni, sem á hverjum tíma gefur okkur betri möguleika en áður á samskiptum milli menningarsvæða og á rannsóknum fyrri skeiða. Við eigum því ávallt betri möguleika en nokkru sinni fyrr á því að fegra og göfga mannlíf allt, en festum ekki alltaf sjónar á innstu verðmætum. Umbætur í skólamálum geta haft að leiðarljósi það sem best er vitað um eðli manna og þarfir,– eða snúist um eitthvað allt annað.Eins og verksmiðjur Skólaþróun verður að hafa það að markmiði að skólarnir geti æ betur hagnýtt sér sálfræðilega og uppeldisfræðilega þekkingu til árangursríkari starfa í fullu samræmi við mannlegt eðli og þarfir. Leggja þarf áherslu á mannrækt og þá sérstaklega sammannlega eiginleika; á fræðslu um líffræðilegar forsendur og sérkenni sem og sálfræðilegar og félagslegar hliðar mannlegs lífs. Aðstæðurnar í tíma og rúmi eru umgjörðin sem ákvarða afmörkun viðfangsefna, handbragð og framvindu hverju sinni og síðan birtist árangurinn í persónulegri útfærslu hvers og eins svo sem atgerfi og metnaður gefa tilefni til. Einnig má sjá þetta í því ljósi að hlutverk skólans sé á hverjum tíma að undirbúa framtíð á grunni þeirra sanninda sem reynslan hefur gefið varanlegt gildi. Fyrirmyndir að íslenska skólanum eru sóttar til iðnríkja Norður-Evrópu sem tóku upp skólahald í kjölfar iðnbyltingar; feðurnir unnu í námunum, mæðurnar í verksmiðjunum og börnum þá búið athvarf í skólum allt frá fimm ára aldri og þar til þau gátu orðið að liði í atvinnulífinu. Annað meginhlutverk skólans varð síðan að eyða ólæsi og þriðja hlutverkið að sameina ólík þjóðarbrot, menningarhópa og trúfélög í eina þjóð. Þetta verkfæri fluttum við til Íslands hvar mæður voru heima, læsi var landlægt og ein var þjóðin, tungan og trúin. Skólinn, sem við fluttum inn frá öðrum þjóðum, hafði það hlutverk að gæta barna, eyða ólæsi og sameina þjóðarbrot. Hönnun, skipulag og framkvæmd sótti fyrirmyndir í verksmiðjur iðnbyltingarinnar og hlýðniþjálfun prússneskra soldáta. Í stórum dráttum er skólakerfið enn í dag skipulagt eins og verksmiðjur nítjándu aldar, – eða frystihús nútímans, og líkamsþjálfun og agastjórnun miðar að því að prússneski herinn vinni næstu orrustu við Napóleon.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar