Vísindafélag Íslendinga í 95 ár Þórarinn Guðjónsson skrifar 13. desember 2013 07:00 Hinn 1. des. 1918 komu tíu kennarar við Háskóla Íslands á fund að boði prófessoranna Ágústs H. Bjarnasonar og Sigurðar Nordals og samþykktu að stofna félag til eflingar vísindastarfsemi í landinu. Það var stofndagur Vísindafélags Íslendinga. Tilgangurinn var að stofna félagsskap íslenskra vísindamanna, á öllum sviðum, til að efla vísindastarfsemi í landinu og styrkja stöðu vísinda í íslenskri menningu. Félagið hefur starfað undir þeim formerkjum síðan. Vísindafélag Íslendinga hefur gengið gegnum hæðir og lægðir á þeim áratugum sem liðnir eru frá stofnun þess. Samfara breyttum tíðaranda hefur félagið tekið nauðsynlegum breytingum sem miða að því að gera félagið áberandi í samfélagslegri umræðu um vísindaleg málefni. Vísindafélag Íslendinga starfar óháð stofnunum og fræðasviðum og er því kjörinn vettvangur fyrir almenna umræðu um vísindi og hlutverk vísinda og fræða í samfélaginu. Félagið hefur breyst töluvert á síðustu árum og er nú opinn félagsskapur vísinda- og fræðimanna sem öðlast hafa akademíska þjálfun og stundað sjálfstæðar vísindarannsóknir. Meginhlutverk félagsins er að hvetja til umræðu um vísindaleg málefni hvort sem er í gegnum fræðsluerindi eða málþing, samskipti við stjórnmálamenn eða almenning. Félagið hefur staðið fyrir fjölda sérhæfðra sem og þverfaglegra málþinga um stöðu ungra vísindamanna, gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag, mikilvægi samkeppnissjóða, málþinga um ritstuld, loftslagsbreytingar, áhrif efnahagshruns á íslenskt samfélag og svo mætti lengi telja. Hér á landi er fjöldi háskóla og rannsóknastofnana og hefur oft skort vettvang fyrir akademíska umræðu utan þeirra. Það er von stjórnar Vísindafélags Íslendinga að geta skapað grunn fyrir slíka umræðu og að stjórnvöld muni nýta sér þekkingu og reynslu félagsmanna við stefnumótandi ákvarðanir í málefnum vísinda í náinni framtíð.Árin 95 og framtíðin Vísindafélag Íslendinga hefur leikið mikilvægt hlutverk innan vísindasamfélagsins í áratugi, sérstaklega í tengslum við útgáfu og miðlun vísinda. Félagið er í sókn, og þörf er á að efla það enn frekar til að því sé kleift að vinna betur að því að styrkja stöðu vísinda. Þar er bæði litið til þess að efla starf og áhrif félagsins innanlands, á vísindasamfélagið og stjórnkerfið, sem og samfélagið í heild, og að auka þátttöku þess í samstarfi við erlend vísindafélög og akademíur, m.a. til þess að bera saman bækur og læra af þeim, og hafa áhrif á stefnumótun á alþjóðlegum vettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 1. des. 1918 komu tíu kennarar við Háskóla Íslands á fund að boði prófessoranna Ágústs H. Bjarnasonar og Sigurðar Nordals og samþykktu að stofna félag til eflingar vísindastarfsemi í landinu. Það var stofndagur Vísindafélags Íslendinga. Tilgangurinn var að stofna félagsskap íslenskra vísindamanna, á öllum sviðum, til að efla vísindastarfsemi í landinu og styrkja stöðu vísinda í íslenskri menningu. Félagið hefur starfað undir þeim formerkjum síðan. Vísindafélag Íslendinga hefur gengið gegnum hæðir og lægðir á þeim áratugum sem liðnir eru frá stofnun þess. Samfara breyttum tíðaranda hefur félagið tekið nauðsynlegum breytingum sem miða að því að gera félagið áberandi í samfélagslegri umræðu um vísindaleg málefni. Vísindafélag Íslendinga starfar óháð stofnunum og fræðasviðum og er því kjörinn vettvangur fyrir almenna umræðu um vísindi og hlutverk vísinda og fræða í samfélaginu. Félagið hefur breyst töluvert á síðustu árum og er nú opinn félagsskapur vísinda- og fræðimanna sem öðlast hafa akademíska þjálfun og stundað sjálfstæðar vísindarannsóknir. Meginhlutverk félagsins er að hvetja til umræðu um vísindaleg málefni hvort sem er í gegnum fræðsluerindi eða málþing, samskipti við stjórnmálamenn eða almenning. Félagið hefur staðið fyrir fjölda sérhæfðra sem og þverfaglegra málþinga um stöðu ungra vísindamanna, gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag, mikilvægi samkeppnissjóða, málþinga um ritstuld, loftslagsbreytingar, áhrif efnahagshruns á íslenskt samfélag og svo mætti lengi telja. Hér á landi er fjöldi háskóla og rannsóknastofnana og hefur oft skort vettvang fyrir akademíska umræðu utan þeirra. Það er von stjórnar Vísindafélags Íslendinga að geta skapað grunn fyrir slíka umræðu og að stjórnvöld muni nýta sér þekkingu og reynslu félagsmanna við stefnumótandi ákvarðanir í málefnum vísinda í náinni framtíð.Árin 95 og framtíðin Vísindafélag Íslendinga hefur leikið mikilvægt hlutverk innan vísindasamfélagsins í áratugi, sérstaklega í tengslum við útgáfu og miðlun vísinda. Félagið er í sókn, og þörf er á að efla það enn frekar til að því sé kleift að vinna betur að því að styrkja stöðu vísinda. Þar er bæði litið til þess að efla starf og áhrif félagsins innanlands, á vísindasamfélagið og stjórnkerfið, sem og samfélagið í heild, og að auka þátttöku þess í samstarfi við erlend vísindafélög og akademíur, m.a. til þess að bera saman bækur og læra af þeim, og hafa áhrif á stefnumótun á alþjóðlegum vettvangi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar