Hlutfall kirkju í ríkisrekstri Valgarður Guðjónsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Það er varla hægt að líta í fjölmiðil þessa dagana án þess að rekast á kvartanir forsvarsmanna ríkisrekinnar kirkju yfir því hversu miklum niðurskurði reksturinn hafi þurft að sæta, meira en aðrir – og hversu bág fjárhagsstaða hennar sé. En er þetta rétt? Það er eflaust hægt að nálgast þetta á ýmsa vegu. Ég stend utan þjóðkirkjunnar og því er eðlilegast fyrir mig að líta á hversu mikið ég er að greiða fyrir þessa liði á fjárlögum sem mér finnast fullkomlega óþarfir þar. Ef við berum saman tölur frá 2008 annars vegar og tölur frá 2012 hins vegar þá kemur eiginlega talsvert önnur mynd í ljós en haldið er fram af forsvarsmönnum kirkjunnar. Sleppum kirkjugarðsgjaldi og sóknargjöldum til annarra trúfélaga, þó ég sé jafn ósáttur við að standa undir rekstri þeirra – nema ég ef til vill kjósi sjálfur. Árið 2008 fóru 0,627% af heildargjöldum ríkissjóðs til hinnar ríkisreknu kirkju. Árið 2012 fóru 0,651% af heildargjöldum ríkissjóðs til sömu kirkju. Þetta er ekki vísbending um að kirkjan hafi sætt meiri niðurskurði en aðrir. Þá er rétt að hafa í huga að meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað nokkuð á þessum sama tíma. Árið 2008 voru meðlimir þjóðkirkjunnar 252.708 en hafði fækkað í 245.456 árið 2012. Þetta þýðir að það hlutfall sem skattpeningarnir okkar þurfa að standa undir hefur hækkað um tæp sjö prósent fyrir hvern meðlim frá 2008 til 2012, nánar tiltekið 6,85%. Er ekki nærtækara að nálgast þetta öðru vísi? Kirkjan heldur því fram að sóknargjöld séu félagsgjöld. Þau eru það reyndar ótvírætt ekki eins og marg oft hefur verið sýnt fram á. En lausnin er auðvitað einföld, ef kirkjan lítur í rauninni á þetta sem félagsgjöld, þá er best að meðhöndla þetta sem hver önnur félagsgjöld. Kirkjan sjái einfaldlega sjálf um að ákveða upphæð og innheimta. Það er fullkomlega óþarft að blanda ríkissjóði í málið. Þá þurfa forsvarsmenn kirkjunnar ekki að kvarta yfir hversu illa framkvæmdarvaldið er að fara með kirkjuna, þetta ákveður kirkjan sjálf með tilliti til þess hvað þarf til reksturs, eins og hvert annað félag. Og kirkjan innheimtir þetta auðvitað sjálf, eins og hvert annað félag. Þá er því gjarnan haldið fram að hluti af greiðslum til kirkjunnar sé vegna jarða sem ríkið hafi fengið frá kirkjunni. Það vill hins vegar svo undarlega til að það veit enginn hvaða tekjur ríkissjóður hefur af þessum jörðum. Það veit enginn hvers virði þessar jarðir eru. Þetta er einfaldlega vegna þess að það veit enginn hvaða jarðir þetta eru. Næsta skref er að rifta þessum samningi og afhenda kirkjunni aftur þær jarðir sem hún getur gert lögmætt tilkall til. Þá væri kjörið að taka út aðra liði sem fara til trúmála, rétt rúmar 600 milljónir árið 2012. Ég er reyndar ekki að leggja til að þetta verði gert fyrirvaralaust, en það er kominn tími til að leggja línur og horfa til betri og heilbrigðari leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er varla hægt að líta í fjölmiðil þessa dagana án þess að rekast á kvartanir forsvarsmanna ríkisrekinnar kirkju yfir því hversu miklum niðurskurði reksturinn hafi þurft að sæta, meira en aðrir – og hversu bág fjárhagsstaða hennar sé. En er þetta rétt? Það er eflaust hægt að nálgast þetta á ýmsa vegu. Ég stend utan þjóðkirkjunnar og því er eðlilegast fyrir mig að líta á hversu mikið ég er að greiða fyrir þessa liði á fjárlögum sem mér finnast fullkomlega óþarfir þar. Ef við berum saman tölur frá 2008 annars vegar og tölur frá 2012 hins vegar þá kemur eiginlega talsvert önnur mynd í ljós en haldið er fram af forsvarsmönnum kirkjunnar. Sleppum kirkjugarðsgjaldi og sóknargjöldum til annarra trúfélaga, þó ég sé jafn ósáttur við að standa undir rekstri þeirra – nema ég ef til vill kjósi sjálfur. Árið 2008 fóru 0,627% af heildargjöldum ríkissjóðs til hinnar ríkisreknu kirkju. Árið 2012 fóru 0,651% af heildargjöldum ríkissjóðs til sömu kirkju. Þetta er ekki vísbending um að kirkjan hafi sætt meiri niðurskurði en aðrir. Þá er rétt að hafa í huga að meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað nokkuð á þessum sama tíma. Árið 2008 voru meðlimir þjóðkirkjunnar 252.708 en hafði fækkað í 245.456 árið 2012. Þetta þýðir að það hlutfall sem skattpeningarnir okkar þurfa að standa undir hefur hækkað um tæp sjö prósent fyrir hvern meðlim frá 2008 til 2012, nánar tiltekið 6,85%. Er ekki nærtækara að nálgast þetta öðru vísi? Kirkjan heldur því fram að sóknargjöld séu félagsgjöld. Þau eru það reyndar ótvírætt ekki eins og marg oft hefur verið sýnt fram á. En lausnin er auðvitað einföld, ef kirkjan lítur í rauninni á þetta sem félagsgjöld, þá er best að meðhöndla þetta sem hver önnur félagsgjöld. Kirkjan sjái einfaldlega sjálf um að ákveða upphæð og innheimta. Það er fullkomlega óþarft að blanda ríkissjóði í málið. Þá þurfa forsvarsmenn kirkjunnar ekki að kvarta yfir hversu illa framkvæmdarvaldið er að fara með kirkjuna, þetta ákveður kirkjan sjálf með tilliti til þess hvað þarf til reksturs, eins og hvert annað félag. Og kirkjan innheimtir þetta auðvitað sjálf, eins og hvert annað félag. Þá er því gjarnan haldið fram að hluti af greiðslum til kirkjunnar sé vegna jarða sem ríkið hafi fengið frá kirkjunni. Það vill hins vegar svo undarlega til að það veit enginn hvaða tekjur ríkissjóður hefur af þessum jörðum. Það veit enginn hvers virði þessar jarðir eru. Þetta er einfaldlega vegna þess að það veit enginn hvaða jarðir þetta eru. Næsta skref er að rifta þessum samningi og afhenda kirkjunni aftur þær jarðir sem hún getur gert lögmætt tilkall til. Þá væri kjörið að taka út aðra liði sem fara til trúmála, rétt rúmar 600 milljónir árið 2012. Ég er reyndar ekki að leggja til að þetta verði gert fyrirvaralaust, en það er kominn tími til að leggja línur og horfa til betri og heilbrigðari leiða.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun