Hlutfall kirkju í ríkisrekstri Valgarður Guðjónsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Það er varla hægt að líta í fjölmiðil þessa dagana án þess að rekast á kvartanir forsvarsmanna ríkisrekinnar kirkju yfir því hversu miklum niðurskurði reksturinn hafi þurft að sæta, meira en aðrir – og hversu bág fjárhagsstaða hennar sé. En er þetta rétt? Það er eflaust hægt að nálgast þetta á ýmsa vegu. Ég stend utan þjóðkirkjunnar og því er eðlilegast fyrir mig að líta á hversu mikið ég er að greiða fyrir þessa liði á fjárlögum sem mér finnast fullkomlega óþarfir þar. Ef við berum saman tölur frá 2008 annars vegar og tölur frá 2012 hins vegar þá kemur eiginlega talsvert önnur mynd í ljós en haldið er fram af forsvarsmönnum kirkjunnar. Sleppum kirkjugarðsgjaldi og sóknargjöldum til annarra trúfélaga, þó ég sé jafn ósáttur við að standa undir rekstri þeirra – nema ég ef til vill kjósi sjálfur. Árið 2008 fóru 0,627% af heildargjöldum ríkissjóðs til hinnar ríkisreknu kirkju. Árið 2012 fóru 0,651% af heildargjöldum ríkissjóðs til sömu kirkju. Þetta er ekki vísbending um að kirkjan hafi sætt meiri niðurskurði en aðrir. Þá er rétt að hafa í huga að meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað nokkuð á þessum sama tíma. Árið 2008 voru meðlimir þjóðkirkjunnar 252.708 en hafði fækkað í 245.456 árið 2012. Þetta þýðir að það hlutfall sem skattpeningarnir okkar þurfa að standa undir hefur hækkað um tæp sjö prósent fyrir hvern meðlim frá 2008 til 2012, nánar tiltekið 6,85%. Er ekki nærtækara að nálgast þetta öðru vísi? Kirkjan heldur því fram að sóknargjöld séu félagsgjöld. Þau eru það reyndar ótvírætt ekki eins og marg oft hefur verið sýnt fram á. En lausnin er auðvitað einföld, ef kirkjan lítur í rauninni á þetta sem félagsgjöld, þá er best að meðhöndla þetta sem hver önnur félagsgjöld. Kirkjan sjái einfaldlega sjálf um að ákveða upphæð og innheimta. Það er fullkomlega óþarft að blanda ríkissjóði í málið. Þá þurfa forsvarsmenn kirkjunnar ekki að kvarta yfir hversu illa framkvæmdarvaldið er að fara með kirkjuna, þetta ákveður kirkjan sjálf með tilliti til þess hvað þarf til reksturs, eins og hvert annað félag. Og kirkjan innheimtir þetta auðvitað sjálf, eins og hvert annað félag. Þá er því gjarnan haldið fram að hluti af greiðslum til kirkjunnar sé vegna jarða sem ríkið hafi fengið frá kirkjunni. Það vill hins vegar svo undarlega til að það veit enginn hvaða tekjur ríkissjóður hefur af þessum jörðum. Það veit enginn hvers virði þessar jarðir eru. Þetta er einfaldlega vegna þess að það veit enginn hvaða jarðir þetta eru. Næsta skref er að rifta þessum samningi og afhenda kirkjunni aftur þær jarðir sem hún getur gert lögmætt tilkall til. Þá væri kjörið að taka út aðra liði sem fara til trúmála, rétt rúmar 600 milljónir árið 2012. Ég er reyndar ekki að leggja til að þetta verði gert fyrirvaralaust, en það er kominn tími til að leggja línur og horfa til betri og heilbrigðari leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Það er varla hægt að líta í fjölmiðil þessa dagana án þess að rekast á kvartanir forsvarsmanna ríkisrekinnar kirkju yfir því hversu miklum niðurskurði reksturinn hafi þurft að sæta, meira en aðrir – og hversu bág fjárhagsstaða hennar sé. En er þetta rétt? Það er eflaust hægt að nálgast þetta á ýmsa vegu. Ég stend utan þjóðkirkjunnar og því er eðlilegast fyrir mig að líta á hversu mikið ég er að greiða fyrir þessa liði á fjárlögum sem mér finnast fullkomlega óþarfir þar. Ef við berum saman tölur frá 2008 annars vegar og tölur frá 2012 hins vegar þá kemur eiginlega talsvert önnur mynd í ljós en haldið er fram af forsvarsmönnum kirkjunnar. Sleppum kirkjugarðsgjaldi og sóknargjöldum til annarra trúfélaga, þó ég sé jafn ósáttur við að standa undir rekstri þeirra – nema ég ef til vill kjósi sjálfur. Árið 2008 fóru 0,627% af heildargjöldum ríkissjóðs til hinnar ríkisreknu kirkju. Árið 2012 fóru 0,651% af heildargjöldum ríkissjóðs til sömu kirkju. Þetta er ekki vísbending um að kirkjan hafi sætt meiri niðurskurði en aðrir. Þá er rétt að hafa í huga að meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað nokkuð á þessum sama tíma. Árið 2008 voru meðlimir þjóðkirkjunnar 252.708 en hafði fækkað í 245.456 árið 2012. Þetta þýðir að það hlutfall sem skattpeningarnir okkar þurfa að standa undir hefur hækkað um tæp sjö prósent fyrir hvern meðlim frá 2008 til 2012, nánar tiltekið 6,85%. Er ekki nærtækara að nálgast þetta öðru vísi? Kirkjan heldur því fram að sóknargjöld séu félagsgjöld. Þau eru það reyndar ótvírætt ekki eins og marg oft hefur verið sýnt fram á. En lausnin er auðvitað einföld, ef kirkjan lítur í rauninni á þetta sem félagsgjöld, þá er best að meðhöndla þetta sem hver önnur félagsgjöld. Kirkjan sjái einfaldlega sjálf um að ákveða upphæð og innheimta. Það er fullkomlega óþarft að blanda ríkissjóði í málið. Þá þurfa forsvarsmenn kirkjunnar ekki að kvarta yfir hversu illa framkvæmdarvaldið er að fara með kirkjuna, þetta ákveður kirkjan sjálf með tilliti til þess hvað þarf til reksturs, eins og hvert annað félag. Og kirkjan innheimtir þetta auðvitað sjálf, eins og hvert annað félag. Þá er því gjarnan haldið fram að hluti af greiðslum til kirkjunnar sé vegna jarða sem ríkið hafi fengið frá kirkjunni. Það vill hins vegar svo undarlega til að það veit enginn hvaða tekjur ríkissjóður hefur af þessum jörðum. Það veit enginn hvers virði þessar jarðir eru. Þetta er einfaldlega vegna þess að það veit enginn hvaða jarðir þetta eru. Næsta skref er að rifta þessum samningi og afhenda kirkjunni aftur þær jarðir sem hún getur gert lögmætt tilkall til. Þá væri kjörið að taka út aðra liði sem fara til trúmála, rétt rúmar 600 milljónir árið 2012. Ég er reyndar ekki að leggja til að þetta verði gert fyrirvaralaust, en það er kominn tími til að leggja línur og horfa til betri og heilbrigðari leiða.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar