Hlutfall kirkju í ríkisrekstri Valgarður Guðjónsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Það er varla hægt að líta í fjölmiðil þessa dagana án þess að rekast á kvartanir forsvarsmanna ríkisrekinnar kirkju yfir því hversu miklum niðurskurði reksturinn hafi þurft að sæta, meira en aðrir – og hversu bág fjárhagsstaða hennar sé. En er þetta rétt? Það er eflaust hægt að nálgast þetta á ýmsa vegu. Ég stend utan þjóðkirkjunnar og því er eðlilegast fyrir mig að líta á hversu mikið ég er að greiða fyrir þessa liði á fjárlögum sem mér finnast fullkomlega óþarfir þar. Ef við berum saman tölur frá 2008 annars vegar og tölur frá 2012 hins vegar þá kemur eiginlega talsvert önnur mynd í ljós en haldið er fram af forsvarsmönnum kirkjunnar. Sleppum kirkjugarðsgjaldi og sóknargjöldum til annarra trúfélaga, þó ég sé jafn ósáttur við að standa undir rekstri þeirra – nema ég ef til vill kjósi sjálfur. Árið 2008 fóru 0,627% af heildargjöldum ríkissjóðs til hinnar ríkisreknu kirkju. Árið 2012 fóru 0,651% af heildargjöldum ríkissjóðs til sömu kirkju. Þetta er ekki vísbending um að kirkjan hafi sætt meiri niðurskurði en aðrir. Þá er rétt að hafa í huga að meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað nokkuð á þessum sama tíma. Árið 2008 voru meðlimir þjóðkirkjunnar 252.708 en hafði fækkað í 245.456 árið 2012. Þetta þýðir að það hlutfall sem skattpeningarnir okkar þurfa að standa undir hefur hækkað um tæp sjö prósent fyrir hvern meðlim frá 2008 til 2012, nánar tiltekið 6,85%. Er ekki nærtækara að nálgast þetta öðru vísi? Kirkjan heldur því fram að sóknargjöld séu félagsgjöld. Þau eru það reyndar ótvírætt ekki eins og marg oft hefur verið sýnt fram á. En lausnin er auðvitað einföld, ef kirkjan lítur í rauninni á þetta sem félagsgjöld, þá er best að meðhöndla þetta sem hver önnur félagsgjöld. Kirkjan sjái einfaldlega sjálf um að ákveða upphæð og innheimta. Það er fullkomlega óþarft að blanda ríkissjóði í málið. Þá þurfa forsvarsmenn kirkjunnar ekki að kvarta yfir hversu illa framkvæmdarvaldið er að fara með kirkjuna, þetta ákveður kirkjan sjálf með tilliti til þess hvað þarf til reksturs, eins og hvert annað félag. Og kirkjan innheimtir þetta auðvitað sjálf, eins og hvert annað félag. Þá er því gjarnan haldið fram að hluti af greiðslum til kirkjunnar sé vegna jarða sem ríkið hafi fengið frá kirkjunni. Það vill hins vegar svo undarlega til að það veit enginn hvaða tekjur ríkissjóður hefur af þessum jörðum. Það veit enginn hvers virði þessar jarðir eru. Þetta er einfaldlega vegna þess að það veit enginn hvaða jarðir þetta eru. Næsta skref er að rifta þessum samningi og afhenda kirkjunni aftur þær jarðir sem hún getur gert lögmætt tilkall til. Þá væri kjörið að taka út aðra liði sem fara til trúmála, rétt rúmar 600 milljónir árið 2012. Ég er reyndar ekki að leggja til að þetta verði gert fyrirvaralaust, en það er kominn tími til að leggja línur og horfa til betri og heilbrigðari leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er varla hægt að líta í fjölmiðil þessa dagana án þess að rekast á kvartanir forsvarsmanna ríkisrekinnar kirkju yfir því hversu miklum niðurskurði reksturinn hafi þurft að sæta, meira en aðrir – og hversu bág fjárhagsstaða hennar sé. En er þetta rétt? Það er eflaust hægt að nálgast þetta á ýmsa vegu. Ég stend utan þjóðkirkjunnar og því er eðlilegast fyrir mig að líta á hversu mikið ég er að greiða fyrir þessa liði á fjárlögum sem mér finnast fullkomlega óþarfir þar. Ef við berum saman tölur frá 2008 annars vegar og tölur frá 2012 hins vegar þá kemur eiginlega talsvert önnur mynd í ljós en haldið er fram af forsvarsmönnum kirkjunnar. Sleppum kirkjugarðsgjaldi og sóknargjöldum til annarra trúfélaga, þó ég sé jafn ósáttur við að standa undir rekstri þeirra – nema ég ef til vill kjósi sjálfur. Árið 2008 fóru 0,627% af heildargjöldum ríkissjóðs til hinnar ríkisreknu kirkju. Árið 2012 fóru 0,651% af heildargjöldum ríkissjóðs til sömu kirkju. Þetta er ekki vísbending um að kirkjan hafi sætt meiri niðurskurði en aðrir. Þá er rétt að hafa í huga að meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað nokkuð á þessum sama tíma. Árið 2008 voru meðlimir þjóðkirkjunnar 252.708 en hafði fækkað í 245.456 árið 2012. Þetta þýðir að það hlutfall sem skattpeningarnir okkar þurfa að standa undir hefur hækkað um tæp sjö prósent fyrir hvern meðlim frá 2008 til 2012, nánar tiltekið 6,85%. Er ekki nærtækara að nálgast þetta öðru vísi? Kirkjan heldur því fram að sóknargjöld séu félagsgjöld. Þau eru það reyndar ótvírætt ekki eins og marg oft hefur verið sýnt fram á. En lausnin er auðvitað einföld, ef kirkjan lítur í rauninni á þetta sem félagsgjöld, þá er best að meðhöndla þetta sem hver önnur félagsgjöld. Kirkjan sjái einfaldlega sjálf um að ákveða upphæð og innheimta. Það er fullkomlega óþarft að blanda ríkissjóði í málið. Þá þurfa forsvarsmenn kirkjunnar ekki að kvarta yfir hversu illa framkvæmdarvaldið er að fara með kirkjuna, þetta ákveður kirkjan sjálf með tilliti til þess hvað þarf til reksturs, eins og hvert annað félag. Og kirkjan innheimtir þetta auðvitað sjálf, eins og hvert annað félag. Þá er því gjarnan haldið fram að hluti af greiðslum til kirkjunnar sé vegna jarða sem ríkið hafi fengið frá kirkjunni. Það vill hins vegar svo undarlega til að það veit enginn hvaða tekjur ríkissjóður hefur af þessum jörðum. Það veit enginn hvers virði þessar jarðir eru. Þetta er einfaldlega vegna þess að það veit enginn hvaða jarðir þetta eru. Næsta skref er að rifta þessum samningi og afhenda kirkjunni aftur þær jarðir sem hún getur gert lögmætt tilkall til. Þá væri kjörið að taka út aðra liði sem fara til trúmála, rétt rúmar 600 milljónir árið 2012. Ég er reyndar ekki að leggja til að þetta verði gert fyrirvaralaust, en það er kominn tími til að leggja línur og horfa til betri og heilbrigðari leiða.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar