Ráðist á Ríkisútvarpið Hrund Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Ég varð óörugg og hrædd í síðustu viku því það var ráðist á menningarlegar rætur mínar og gildi sem ég var alin upp við. Það var ráðist á kjarnann í Ríkisútvarpinu. Ég hef alltaf látið mig varða hvernig þjóðfélaginu er stjórnað. Ég hef oft verið bjartsýn og glöð, oft svartsýn og reið, oft óviss og stundum kvíðin vegna ákvarðana stjórnvalda en aldrei orðið óörugg og hrædd fyrr en nú. Það er hola í kjarnanum sem ég er gerð úr og svartur blettur á trausti mínu til stjórnenda menningarmála. Ég hugsa til holunnar þar sem Hús íslenskra fræða átti að rísa og sé fyrir mér handritin í holunni.Svona alvarleg er árásin. Ég hef ætíð borgað skattana með glöðu geði og útvarpsgjaldið með ánægju. Ríkisútvarpið er nefnilega þjóðin í hnotskurn; alíslensk menningarstofnun sem hefur fengið að dafna og þroskast með sjálfstæði þjóðarinnar. Ríkisútvarpið hefur tengt okkur við umheiminn umfram aðra fjölmiðla í okkar fámenna landi, með fræðslu, fréttum og tónlist. Ríkisútvarpið er öryggisventill, afþreying, skóli og skemmtun. Þar til nýlega hefur Ríkisútvarpið markvisst tengt byggðirnar með fréttum og svæðisútvarpi. Ríkisútvarpið hefur rætt og frætt um listir, heimspeki, vísindi, stjórnmál og heimsmálin. Oft er kvikmyndarusl í sjónvarpinu og nýjasta ruslið er dapurlegur peningaspurningaþáttur en við höfum líka fengið hágæða efni, innlent og útlent. Alltaf hefur verið engilsaxnesk slagsíða en gott efni innan um. Alltaf hefur verið slagsíða varðandi íslenskt kvikmyndaefni en Útvarpsleikhúsið hefur gefið von um listræna sýn og Rás eitt hefur staðið að vandaðri þáttagerð. Við höfum alltaf mátt leyfa okkur að vona að efla ætti Ríkisútvarpið við fyrsta tækifæri í krafti sögunnar, hefðarinnar og okkar sameiginlegu menningararfleifðar. Vonað að úr myndi rætast eftir innreið markaðsaflanna og afleiðingar hrunsins.Engin von Nú er engin von lengur. Svo langt er gengið í niðurskurðinum að útvarpsstjóri uppfyllir draum frjálshyggjunnar í krafti ríkisstjórnarinnar: Að eyðileggja Ríkisútvarpið. Í framhaldinu verður líklegast einkavætt af fullum krafti. Verktakavinnan sem hefur viðgengist hjá stofnuninni verður hjóm eitt miðað við einkavædda framtíð. Frjálshyggjan holdi klædd heldur innreið sína, vinir fá vinnu, ætlaðir andstæðingar og óþægileg mál verða send út í vetrarkuldann. Helgi Pétursson er þegar byrjaður að redda Páli því að einn þulur var sendur heim. Átti Páll kannski að gerast þulur? Nýtt starfsfólk er komið til vinnu á meðan hinir burtreknu eru heima á launum. Viljum við Ríkisútvarp þar sem tugum starfsmanna OKKAR er sagt að koma sér út samstundis, nærveru þeirra sé ekki óskað framar og aðgangi að tölvupósti þeirra lokað eins og um glæpamenn væri að ræða? Viljum við útvarp þar sem þulir tilkynna að leikin verði tónlist af hljómplötum í stað þeirra þátta sem falla niður en voru á dagskrá? Það er ábyrgðarlaust að reka Steinunni Harðardóttur, Gunnar Stefánsson, Höllu Steinunni, Pétur Halldórsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Adolf Inga, Brynhildi Björnsdóttur, Önnu Sigríði Einarsdóttur, Bjarna Rúnar Bjarnason, Lönu Kolbrúnu, Svanhildi Jakobsdóttur, Lindu Blöndal og marga fleiri. Með einbeittum uppsagnarvilja rak Páll Magnússon starfsfólk með samanlagða starfsreynslu upp á fimm hundruð ár. Menntamálaráðherra hefur sagt að það sé alltaf leiðinlegt fyrir fólk að missa vinnuna. Auðvitað er það rétt en Illugi Gunnarsson hlýtur að vita að hann talar niður til þjóðarinnar með þessu móti. Þjóðin missir af frábæru efni þeirra burtreknu og það kemur ekkert í staðinn fyrir það. Fólki hefur verið sagt upp áður á Ríkisútvarpinu, og meira en góðu hófi gegnir síðustu árin, en ég hef leyft mér að vona að nóg væri komið. Þvílík blekking! Skemmdarverkið er geigvænlegt auk þess sem aðferðin við uppsagnirnar ber óþægilegan keim af siðblindu og undarlegri forherðingu. Það er stór og svört hola í menningarsögunni, svarthol sem gleypir dýrmætan hluta af þjóðarvitund okkar. Þess vegna er ég óörugg og hrædd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Ég varð óörugg og hrædd í síðustu viku því það var ráðist á menningarlegar rætur mínar og gildi sem ég var alin upp við. Það var ráðist á kjarnann í Ríkisútvarpinu. Ég hef alltaf látið mig varða hvernig þjóðfélaginu er stjórnað. Ég hef oft verið bjartsýn og glöð, oft svartsýn og reið, oft óviss og stundum kvíðin vegna ákvarðana stjórnvalda en aldrei orðið óörugg og hrædd fyrr en nú. Það er hola í kjarnanum sem ég er gerð úr og svartur blettur á trausti mínu til stjórnenda menningarmála. Ég hugsa til holunnar þar sem Hús íslenskra fræða átti að rísa og sé fyrir mér handritin í holunni.Svona alvarleg er árásin. Ég hef ætíð borgað skattana með glöðu geði og útvarpsgjaldið með ánægju. Ríkisútvarpið er nefnilega þjóðin í hnotskurn; alíslensk menningarstofnun sem hefur fengið að dafna og þroskast með sjálfstæði þjóðarinnar. Ríkisútvarpið hefur tengt okkur við umheiminn umfram aðra fjölmiðla í okkar fámenna landi, með fræðslu, fréttum og tónlist. Ríkisútvarpið er öryggisventill, afþreying, skóli og skemmtun. Þar til nýlega hefur Ríkisútvarpið markvisst tengt byggðirnar með fréttum og svæðisútvarpi. Ríkisútvarpið hefur rætt og frætt um listir, heimspeki, vísindi, stjórnmál og heimsmálin. Oft er kvikmyndarusl í sjónvarpinu og nýjasta ruslið er dapurlegur peningaspurningaþáttur en við höfum líka fengið hágæða efni, innlent og útlent. Alltaf hefur verið engilsaxnesk slagsíða en gott efni innan um. Alltaf hefur verið slagsíða varðandi íslenskt kvikmyndaefni en Útvarpsleikhúsið hefur gefið von um listræna sýn og Rás eitt hefur staðið að vandaðri þáttagerð. Við höfum alltaf mátt leyfa okkur að vona að efla ætti Ríkisútvarpið við fyrsta tækifæri í krafti sögunnar, hefðarinnar og okkar sameiginlegu menningararfleifðar. Vonað að úr myndi rætast eftir innreið markaðsaflanna og afleiðingar hrunsins.Engin von Nú er engin von lengur. Svo langt er gengið í niðurskurðinum að útvarpsstjóri uppfyllir draum frjálshyggjunnar í krafti ríkisstjórnarinnar: Að eyðileggja Ríkisútvarpið. Í framhaldinu verður líklegast einkavætt af fullum krafti. Verktakavinnan sem hefur viðgengist hjá stofnuninni verður hjóm eitt miðað við einkavædda framtíð. Frjálshyggjan holdi klædd heldur innreið sína, vinir fá vinnu, ætlaðir andstæðingar og óþægileg mál verða send út í vetrarkuldann. Helgi Pétursson er þegar byrjaður að redda Páli því að einn þulur var sendur heim. Átti Páll kannski að gerast þulur? Nýtt starfsfólk er komið til vinnu á meðan hinir burtreknu eru heima á launum. Viljum við Ríkisútvarp þar sem tugum starfsmanna OKKAR er sagt að koma sér út samstundis, nærveru þeirra sé ekki óskað framar og aðgangi að tölvupósti þeirra lokað eins og um glæpamenn væri að ræða? Viljum við útvarp þar sem þulir tilkynna að leikin verði tónlist af hljómplötum í stað þeirra þátta sem falla niður en voru á dagskrá? Það er ábyrgðarlaust að reka Steinunni Harðardóttur, Gunnar Stefánsson, Höllu Steinunni, Pétur Halldórsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Adolf Inga, Brynhildi Björnsdóttur, Önnu Sigríði Einarsdóttur, Bjarna Rúnar Bjarnason, Lönu Kolbrúnu, Svanhildi Jakobsdóttur, Lindu Blöndal og marga fleiri. Með einbeittum uppsagnarvilja rak Páll Magnússon starfsfólk með samanlagða starfsreynslu upp á fimm hundruð ár. Menntamálaráðherra hefur sagt að það sé alltaf leiðinlegt fyrir fólk að missa vinnuna. Auðvitað er það rétt en Illugi Gunnarsson hlýtur að vita að hann talar niður til þjóðarinnar með þessu móti. Þjóðin missir af frábæru efni þeirra burtreknu og það kemur ekkert í staðinn fyrir það. Fólki hefur verið sagt upp áður á Ríkisútvarpinu, og meira en góðu hófi gegnir síðustu árin, en ég hef leyft mér að vona að nóg væri komið. Þvílík blekking! Skemmdarverkið er geigvænlegt auk þess sem aðferðin við uppsagnirnar ber óþægilegan keim af siðblindu og undarlegri forherðingu. Það er stór og svört hola í menningarsögunni, svarthol sem gleypir dýrmætan hluta af þjóðarvitund okkar. Þess vegna er ég óörugg og hrædd.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar