Námslán eru hluti af verðtryggðum skuldum heimila Guðlaug Kristjánsdóttir og Georg Brynjarsson skrifar 12. desember 2013 06:00 BHM – heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði hafa að undanförnu ítrekað þá staðreynd að verðtryggðar skuldbindingar heimila á Íslandi skiptast í húsnæðislán annars vegar og námslán hins vegar. Tilefnið er kynning á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána en rökstuðningur þeirrar aðgerðar er sá að forsendubrestur hafi orðið vegna verðtryggðra lána. Vandséð er að sá rökstuðningur nái yfir eina tegund verðtryggðra lána heimila en ekki aðra. Mikilvægt er að því sé haldið til haga að rökstuðningur aðgerða ríkisstjórnarinnar hefur ekkert með vaxtastig húsnæðislána að gera, enda bera þau ólíka vexti. Verðtryggð húsnæðislán sem ekki hafa verið leiðrétt með fyrri aðgerðum skulu lækkuð enda nái forsendubresturinn til þeirra allra. Ummæli menntamálaráðherra um að námslán séu þegar niðurgreidd af hinu opinbera vekja athygli, enda hefur málflutningur fulltrúa ríkisstjórnarinnar gengið út á að beinar niðurfellingar húsnæðislána séu ekki á kostnað ríkissjóðs. Því er óeðlilegt að blanda þessu tvennu saman, forsendubresturinn er þessu óviðkomandi.Misræmi Eftir stendur sú staðreynd að nú hafa komið til úrræði til leiðréttingar á höfuðstól annarrar tegundar verðtryggðra skulda heimilanna en ekki hinnar. Fjöldi greiðenda námslána býr ekki í eigin húsnæði og því skapar það misræmi að handvelja aðeins aðra tegund lána þegar kemur að opinberum aðgerðum. Í þessu felst misræmi í grundvallaratriðum sem stangast á við málflutning fulltrúa ríkisstjórnarinnar um forsendubrest verðtryggðra lána. Þá hefur komið fram að menntamálaráðherra hafi í sumar sagt að skoða ætti námslán eftir að tillögur um skuldaleiðréttingu húsnæðislána lægju fyrir. Þá vinnu er eðlilegt að byrja með því að tryggja samræmi í opinberum aðgerðum, hvort sem er að leiðrétta verðtryggðar skuldbindingar fyrir verðbólguskoti hrunáranna eða að tryggja að hægt sé að nýta skattfrelsi séreignarsparnaðar til niðurgreiðslu námslána rétt eins og húsnæðislána. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
BHM – heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði hafa að undanförnu ítrekað þá staðreynd að verðtryggðar skuldbindingar heimila á Íslandi skiptast í húsnæðislán annars vegar og námslán hins vegar. Tilefnið er kynning á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána en rökstuðningur þeirrar aðgerðar er sá að forsendubrestur hafi orðið vegna verðtryggðra lána. Vandséð er að sá rökstuðningur nái yfir eina tegund verðtryggðra lána heimila en ekki aðra. Mikilvægt er að því sé haldið til haga að rökstuðningur aðgerða ríkisstjórnarinnar hefur ekkert með vaxtastig húsnæðislána að gera, enda bera þau ólíka vexti. Verðtryggð húsnæðislán sem ekki hafa verið leiðrétt með fyrri aðgerðum skulu lækkuð enda nái forsendubresturinn til þeirra allra. Ummæli menntamálaráðherra um að námslán séu þegar niðurgreidd af hinu opinbera vekja athygli, enda hefur málflutningur fulltrúa ríkisstjórnarinnar gengið út á að beinar niðurfellingar húsnæðislána séu ekki á kostnað ríkissjóðs. Því er óeðlilegt að blanda þessu tvennu saman, forsendubresturinn er þessu óviðkomandi.Misræmi Eftir stendur sú staðreynd að nú hafa komið til úrræði til leiðréttingar á höfuðstól annarrar tegundar verðtryggðra skulda heimilanna en ekki hinnar. Fjöldi greiðenda námslána býr ekki í eigin húsnæði og því skapar það misræmi að handvelja aðeins aðra tegund lána þegar kemur að opinberum aðgerðum. Í þessu felst misræmi í grundvallaratriðum sem stangast á við málflutning fulltrúa ríkisstjórnarinnar um forsendubrest verðtryggðra lána. Þá hefur komið fram að menntamálaráðherra hafi í sumar sagt að skoða ætti námslán eftir að tillögur um skuldaleiðréttingu húsnæðislána lægju fyrir. Þá vinnu er eðlilegt að byrja með því að tryggja samræmi í opinberum aðgerðum, hvort sem er að leiðrétta verðtryggðar skuldbindingar fyrir verðbólguskoti hrunáranna eða að tryggja að hægt sé að nýta skattfrelsi séreignarsparnaðar til niðurgreiðslu námslána rétt eins og húsnæðislána.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun