Námslán eru hluti af verðtryggðum skuldum heimila Guðlaug Kristjánsdóttir og Georg Brynjarsson skrifar 12. desember 2013 06:00 BHM – heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði hafa að undanförnu ítrekað þá staðreynd að verðtryggðar skuldbindingar heimila á Íslandi skiptast í húsnæðislán annars vegar og námslán hins vegar. Tilefnið er kynning á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána en rökstuðningur þeirrar aðgerðar er sá að forsendubrestur hafi orðið vegna verðtryggðra lána. Vandséð er að sá rökstuðningur nái yfir eina tegund verðtryggðra lána heimila en ekki aðra. Mikilvægt er að því sé haldið til haga að rökstuðningur aðgerða ríkisstjórnarinnar hefur ekkert með vaxtastig húsnæðislána að gera, enda bera þau ólíka vexti. Verðtryggð húsnæðislán sem ekki hafa verið leiðrétt með fyrri aðgerðum skulu lækkuð enda nái forsendubresturinn til þeirra allra. Ummæli menntamálaráðherra um að námslán séu þegar niðurgreidd af hinu opinbera vekja athygli, enda hefur málflutningur fulltrúa ríkisstjórnarinnar gengið út á að beinar niðurfellingar húsnæðislána séu ekki á kostnað ríkissjóðs. Því er óeðlilegt að blanda þessu tvennu saman, forsendubresturinn er þessu óviðkomandi.Misræmi Eftir stendur sú staðreynd að nú hafa komið til úrræði til leiðréttingar á höfuðstól annarrar tegundar verðtryggðra skulda heimilanna en ekki hinnar. Fjöldi greiðenda námslána býr ekki í eigin húsnæði og því skapar það misræmi að handvelja aðeins aðra tegund lána þegar kemur að opinberum aðgerðum. Í þessu felst misræmi í grundvallaratriðum sem stangast á við málflutning fulltrúa ríkisstjórnarinnar um forsendubrest verðtryggðra lána. Þá hefur komið fram að menntamálaráðherra hafi í sumar sagt að skoða ætti námslán eftir að tillögur um skuldaleiðréttingu húsnæðislána lægju fyrir. Þá vinnu er eðlilegt að byrja með því að tryggja samræmi í opinberum aðgerðum, hvort sem er að leiðrétta verðtryggðar skuldbindingar fyrir verðbólguskoti hrunáranna eða að tryggja að hægt sé að nýta skattfrelsi séreignarsparnaðar til niðurgreiðslu námslána rétt eins og húsnæðislána. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
BHM – heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði hafa að undanförnu ítrekað þá staðreynd að verðtryggðar skuldbindingar heimila á Íslandi skiptast í húsnæðislán annars vegar og námslán hins vegar. Tilefnið er kynning á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána en rökstuðningur þeirrar aðgerðar er sá að forsendubrestur hafi orðið vegna verðtryggðra lána. Vandséð er að sá rökstuðningur nái yfir eina tegund verðtryggðra lána heimila en ekki aðra. Mikilvægt er að því sé haldið til haga að rökstuðningur aðgerða ríkisstjórnarinnar hefur ekkert með vaxtastig húsnæðislána að gera, enda bera þau ólíka vexti. Verðtryggð húsnæðislán sem ekki hafa verið leiðrétt með fyrri aðgerðum skulu lækkuð enda nái forsendubresturinn til þeirra allra. Ummæli menntamálaráðherra um að námslán séu þegar niðurgreidd af hinu opinbera vekja athygli, enda hefur málflutningur fulltrúa ríkisstjórnarinnar gengið út á að beinar niðurfellingar húsnæðislána séu ekki á kostnað ríkissjóðs. Því er óeðlilegt að blanda þessu tvennu saman, forsendubresturinn er þessu óviðkomandi.Misræmi Eftir stendur sú staðreynd að nú hafa komið til úrræði til leiðréttingar á höfuðstól annarrar tegundar verðtryggðra skulda heimilanna en ekki hinnar. Fjöldi greiðenda námslána býr ekki í eigin húsnæði og því skapar það misræmi að handvelja aðeins aðra tegund lána þegar kemur að opinberum aðgerðum. Í þessu felst misræmi í grundvallaratriðum sem stangast á við málflutning fulltrúa ríkisstjórnarinnar um forsendubrest verðtryggðra lána. Þá hefur komið fram að menntamálaráðherra hafi í sumar sagt að skoða ætti námslán eftir að tillögur um skuldaleiðréttingu húsnæðislána lægju fyrir. Þá vinnu er eðlilegt að byrja með því að tryggja samræmi í opinberum aðgerðum, hvort sem er að leiðrétta verðtryggðar skuldbindingar fyrir verðbólguskoti hrunáranna eða að tryggja að hægt sé að nýta skattfrelsi séreignarsparnaðar til niðurgreiðslu námslána rétt eins og húsnæðislána.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar