Hvati til sparnaðar Elsa Lára Arnardóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Sparnaður er mikilvægur fyrir okkur öll, sama hvort við reynum að spara fyrir hlutum sem okkur langar til að eignast, eða þegar við söfnum okkur fyrir útborgun í stærri hlutum, eins og t.d. húsnæði. Það er staðreynd að undanfarin ár hafa margir átt erfitt með að ná endum saman. Það hefur líka verið mörgum ómögulegt að eiga einhverjar aukakrónur til að leggja til hliðar. Hvati til sparnaðar hefur einfaldlega ekki verið fyrir hendi. Í nóvember lagði ég fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt. Samkvæmt frumvarpinu eiga þeir sem leggja fé til hliðar vegna húsnæðiskaupa, húsnæðisbygginga eða verulegra endurbóta á húsnæði rétt á sérstökum skattaafslætti. Afslætti upp á 20% af innleggi hvers tekjuárs, en þó aldrei hærri fjárhæð en 200 þúsund krónur. Ef frumvarpið nær í gegn, þá kemur það til viðbótar öðrum opinberum úrræðum, sem eiga að auðvelda fólki að eignast húsnæði, eins og til dæmis vaxtabótakerfið gerir. Sparnaðurinn verður lagður inn á sérstakan húsnæðissparnaðarreikning, og getur hver maður aðeins átt einn slíkan reikning. Reikningarnir skulu vera bundnir til 10 ára frá þeim tíma er fyrst var lagt inn á reikninginn. Færi reikningseigandi sönnur á kaup íbúðarhúsnæðis til eigin búsetu, eða að hafin sé bygging, eða verulegar endurbætur sem nemi a.m.k. 20% af fasteignamati slíks húsnæðis, skal heildarinneignin vera honum laus til ráðstöfunar að því marki sem nemur kostnaði vegna þessa, enda séu þá full tvö ár liðin frá því að sparnaður hófst.Börn njóti afsláttar Lagt er til að reglubundinn sparnaður til húsnæðisöflunar sem stofnað er til fyrir 34 ára aldur í formi samningsbundinna innlána hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum veiti reikningseiganda skattafslátt innan vissra marka. Sparnaðurinn verði að lágmarki bundinn í tvö ár ef viðkomandi sýnir með óyggjandi hætti fram á öflun íbúðarhúsnæðis til eigin nota, þar með talið búseturéttar, eða að hafin sé bygging eða verulegar endurbætur slíks húsnæðis, en annars verði heildarinneignin laus til frjálsrar ráðstöfunar að liðnum tíu árum. Tilgangur frumvarpsins er jafnframt sá að hvetja til almenns sparnaðar vegna eigin fjárframlags til öflunar íbúðarhúsnæðis. Sams konar átak var gert með lögum nr. 49/1985 um húsnæðissparnaðarreikninga sem eru fallin úr gildi, en af þeim er tekið mið í þessu frumvarpi, þó með nokkrum breytingum. Munurinn felst m.a. í því að í þessu frumvarpi eru ekki eins ítarleg ákvæði um form og efni þeirra samninga sem um ræðir. Þess í stað er ráðherra falið að setja nánari reglur bæði um form og efni sem ætla verður að hann geri að höfðu samráði við Samtök fjármálafyrirtækja og aðra hlutaðeigandi aðila. Einnig er lagt til að vaxtatekjur af umræddum reikningum verði undanþegnar fjármagnstekjuskatti. Frumvarpið gerir ráð fyrir að börn undir 16 ára aldri sem ekki teljast sjálfstæðir skattaðilar geti notið skattafsláttarins og jafnframt að því sem óráðstafað er verði ráðstafað til framfærenda þess að jöfnu séu framfærendur tveir. Innstæða á húsnæðissparnaðarreikningi er undanþegin aðför skuldheimtumanna. Við andlát innstæðueiganda rennur innstæðan til dánarbúsins án bindingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sparnaður er mikilvægur fyrir okkur öll, sama hvort við reynum að spara fyrir hlutum sem okkur langar til að eignast, eða þegar við söfnum okkur fyrir útborgun í stærri hlutum, eins og t.d. húsnæði. Það er staðreynd að undanfarin ár hafa margir átt erfitt með að ná endum saman. Það hefur líka verið mörgum ómögulegt að eiga einhverjar aukakrónur til að leggja til hliðar. Hvati til sparnaðar hefur einfaldlega ekki verið fyrir hendi. Í nóvember lagði ég fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt. Samkvæmt frumvarpinu eiga þeir sem leggja fé til hliðar vegna húsnæðiskaupa, húsnæðisbygginga eða verulegra endurbóta á húsnæði rétt á sérstökum skattaafslætti. Afslætti upp á 20% af innleggi hvers tekjuárs, en þó aldrei hærri fjárhæð en 200 þúsund krónur. Ef frumvarpið nær í gegn, þá kemur það til viðbótar öðrum opinberum úrræðum, sem eiga að auðvelda fólki að eignast húsnæði, eins og til dæmis vaxtabótakerfið gerir. Sparnaðurinn verður lagður inn á sérstakan húsnæðissparnaðarreikning, og getur hver maður aðeins átt einn slíkan reikning. Reikningarnir skulu vera bundnir til 10 ára frá þeim tíma er fyrst var lagt inn á reikninginn. Færi reikningseigandi sönnur á kaup íbúðarhúsnæðis til eigin búsetu, eða að hafin sé bygging, eða verulegar endurbætur sem nemi a.m.k. 20% af fasteignamati slíks húsnæðis, skal heildarinneignin vera honum laus til ráðstöfunar að því marki sem nemur kostnaði vegna þessa, enda séu þá full tvö ár liðin frá því að sparnaður hófst.Börn njóti afsláttar Lagt er til að reglubundinn sparnaður til húsnæðisöflunar sem stofnað er til fyrir 34 ára aldur í formi samningsbundinna innlána hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum veiti reikningseiganda skattafslátt innan vissra marka. Sparnaðurinn verði að lágmarki bundinn í tvö ár ef viðkomandi sýnir með óyggjandi hætti fram á öflun íbúðarhúsnæðis til eigin nota, þar með talið búseturéttar, eða að hafin sé bygging eða verulegar endurbætur slíks húsnæðis, en annars verði heildarinneignin laus til frjálsrar ráðstöfunar að liðnum tíu árum. Tilgangur frumvarpsins er jafnframt sá að hvetja til almenns sparnaðar vegna eigin fjárframlags til öflunar íbúðarhúsnæðis. Sams konar átak var gert með lögum nr. 49/1985 um húsnæðissparnaðarreikninga sem eru fallin úr gildi, en af þeim er tekið mið í þessu frumvarpi, þó með nokkrum breytingum. Munurinn felst m.a. í því að í þessu frumvarpi eru ekki eins ítarleg ákvæði um form og efni þeirra samninga sem um ræðir. Þess í stað er ráðherra falið að setja nánari reglur bæði um form og efni sem ætla verður að hann geri að höfðu samráði við Samtök fjármálafyrirtækja og aðra hlutaðeigandi aðila. Einnig er lagt til að vaxtatekjur af umræddum reikningum verði undanþegnar fjármagnstekjuskatti. Frumvarpið gerir ráð fyrir að börn undir 16 ára aldri sem ekki teljast sjálfstæðir skattaðilar geti notið skattafsláttarins og jafnframt að því sem óráðstafað er verði ráðstafað til framfærenda þess að jöfnu séu framfærendur tveir. Innstæða á húsnæðissparnaðarreikningi er undanþegin aðför skuldheimtumanna. Við andlát innstæðueiganda rennur innstæðan til dánarbúsins án bindingar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar