Leið að auknum skilningi þjóða á milli Rut Þorsteinsdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Þegar nafnið Fulbright er nefnt kemur eflaust flestum í hug styrkur ætlaður afburðanemendum til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Það var við lok síðari heimsstyrjaldarinnar að hugmyndin að styrk kviknaði sem hefði það að markmiði að auka gagnkvæman skilning þjóða á milli í gegnum nemendaskipti. Fulbright samtökin voru stofnuð eftir hugmynd bandaríska stjórnmálamannsins J. William Fulbright um að efla samskipti á milli Bandaríkjanna og annarra þjóða á sviði menntamála, vísinda og lista. Í dag eru Bandaríkin í gagnkvæmum nemendaskiptum við eitt hundrað fimmtíu og fimm lönd. Það var trú stjórnmálamannsins að slík samskipti væru eitt öflugasta vopn mannkynsins til að stuðla að bættum samskiptum og friði í heiminum. Í hugmyndinni, sem starfsemi samtakanna grundvallast á, felst hugsjón og trú á mátt menntunar til að stuðla að þroska einstaklingsins til að lifa góðu lífi í siðmenntuðu þjóðfélagi. Nú sem fyrr er þörf á að tryggja réttlæti, og vinna gegn ofbeldi og óöld, og draga úr líkum á ofsóknum á hendur þjóðum og þjóðarbrotum. Til viðbótar við hinn hefðbundna styrk til framhaldsnáms er nú komin ánægjuleg viðbót sem gefur fleirum tækifæri til að dveljast í Bandaríkjunum. Þessi breyting gerði það að verkum að mér áskotnaðist að dveljast í sólríkar fimm vikur í Kansas sumarið sem leið. Þegar ég í upphafi árs heyrði af styrk til að sækja sumarnámsstefnu í umhverfisfræðum þekkti ég ekkert til Fulbright samtakanna eða starfsemi þeirra. Námsráðgjöfum í öllum framhalds- og háskólum landsins hafði verið sendur tölvupóstur með upplýsingum um styrkinn. Um var að ræða námsstefnu fyrir evrópsk ungmenni haldna í bandarískum háskóla og að þessu sinni í Kansas. Hópurinn sem valdist saman voru tuttugu ungmenni á aldrinum 18-22 ára frá þrettán Evrópulöndum. Námsstefnan samanstóð af margvíslegum námskeiðum á sviði umhverfisfræða en jafnframt fengum við innsýn í bandaríska menningu og þjóðfélag með ýmsum hætti. T.d. vorum við boðin í mat á einkaheimili, fórum á hafnaboltaleik, á tónlistarhátíð og meira að segja í brúðkaup! Það var mikil upplifun og frábær skemmtun.Eins og lífið sjálft En af hverju skyldi mig langa til að deila þessu með þér kæri lesandi? Jú, það sem var sérstakt við þennan hóp ungmenna var að við vorum valin eftir nýjum leiðum. Var fyrst litið til ákveðinna skilyrða um ríkisborgararétt, aldur, námsárangur o.fl. en að því loknu var fyrst og fremst leitað eftir umsækjendum sem kæmu úr minnihlutahópum eða sem höfðu glímt við félagslega krefjandi aðstæður. Hópurinn var því eins og lífið sjálft er, safn fjölbreyttra og ólíkra einstaklinga sem allir hafa e-ð fram að færa. Þetta voru einstaklingar með ólíka menningu að baki, með mismunandi trúarbrögð og af flestum kynþáttum. Ég er með meðfædda CP fötlun. Að komast til Bandaríkjanna og dvelja þar var því einstök upplifun fyrir mig. Þetta var tækifæri sem ég hafði aldrei gert mér í hugarlund að stæði mér til boða. Óneitanlega var ég kvíðin fyrir ferðina því ég vissi ekki hvað biði mín. Kæmist ég í hjólastólnum það sem hópurinn færi eða yrði námsefnið það flókið að ég mundi ekki ráða við það? Ævintýrið um Galdrakarlinn í Oz gerist í Kansas og kemst söguhetjan Dóróthea í kynni við huglaust ljón, heilalausa fuglahræðu og skógarhöggsmann úr tini sem var án hjarta. Á leið sinni til galdrakarlsins þurfa þau að mæta sínum áskorunum sem reyna á kjark, hugvit og kærleik. Á sama hátt þurfti ég, á meðan á dvölinni stóð, að mæta: Mínu huglausa ljóni og telja í mig kjark, kljást við fuglahræðuna mína og reyna á heilahvelin og finna skógarhöggsmanninn í mér með kærleik til allra. Það var tilfinningarík kveðjustund á flugvellinum í Washington þegar hvert okkar hélt til síns heima og tárin láku niður kinnar hjá okkur mörgum. Þarna eignaðist ég góða vini. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þegar nafnið Fulbright er nefnt kemur eflaust flestum í hug styrkur ætlaður afburðanemendum til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Það var við lok síðari heimsstyrjaldarinnar að hugmyndin að styrk kviknaði sem hefði það að markmiði að auka gagnkvæman skilning þjóða á milli í gegnum nemendaskipti. Fulbright samtökin voru stofnuð eftir hugmynd bandaríska stjórnmálamannsins J. William Fulbright um að efla samskipti á milli Bandaríkjanna og annarra þjóða á sviði menntamála, vísinda og lista. Í dag eru Bandaríkin í gagnkvæmum nemendaskiptum við eitt hundrað fimmtíu og fimm lönd. Það var trú stjórnmálamannsins að slík samskipti væru eitt öflugasta vopn mannkynsins til að stuðla að bættum samskiptum og friði í heiminum. Í hugmyndinni, sem starfsemi samtakanna grundvallast á, felst hugsjón og trú á mátt menntunar til að stuðla að þroska einstaklingsins til að lifa góðu lífi í siðmenntuðu þjóðfélagi. Nú sem fyrr er þörf á að tryggja réttlæti, og vinna gegn ofbeldi og óöld, og draga úr líkum á ofsóknum á hendur þjóðum og þjóðarbrotum. Til viðbótar við hinn hefðbundna styrk til framhaldsnáms er nú komin ánægjuleg viðbót sem gefur fleirum tækifæri til að dveljast í Bandaríkjunum. Þessi breyting gerði það að verkum að mér áskotnaðist að dveljast í sólríkar fimm vikur í Kansas sumarið sem leið. Þegar ég í upphafi árs heyrði af styrk til að sækja sumarnámsstefnu í umhverfisfræðum þekkti ég ekkert til Fulbright samtakanna eða starfsemi þeirra. Námsráðgjöfum í öllum framhalds- og háskólum landsins hafði verið sendur tölvupóstur með upplýsingum um styrkinn. Um var að ræða námsstefnu fyrir evrópsk ungmenni haldna í bandarískum háskóla og að þessu sinni í Kansas. Hópurinn sem valdist saman voru tuttugu ungmenni á aldrinum 18-22 ára frá þrettán Evrópulöndum. Námsstefnan samanstóð af margvíslegum námskeiðum á sviði umhverfisfræða en jafnframt fengum við innsýn í bandaríska menningu og þjóðfélag með ýmsum hætti. T.d. vorum við boðin í mat á einkaheimili, fórum á hafnaboltaleik, á tónlistarhátíð og meira að segja í brúðkaup! Það var mikil upplifun og frábær skemmtun.Eins og lífið sjálft En af hverju skyldi mig langa til að deila þessu með þér kæri lesandi? Jú, það sem var sérstakt við þennan hóp ungmenna var að við vorum valin eftir nýjum leiðum. Var fyrst litið til ákveðinna skilyrða um ríkisborgararétt, aldur, námsárangur o.fl. en að því loknu var fyrst og fremst leitað eftir umsækjendum sem kæmu úr minnihlutahópum eða sem höfðu glímt við félagslega krefjandi aðstæður. Hópurinn var því eins og lífið sjálft er, safn fjölbreyttra og ólíkra einstaklinga sem allir hafa e-ð fram að færa. Þetta voru einstaklingar með ólíka menningu að baki, með mismunandi trúarbrögð og af flestum kynþáttum. Ég er með meðfædda CP fötlun. Að komast til Bandaríkjanna og dvelja þar var því einstök upplifun fyrir mig. Þetta var tækifæri sem ég hafði aldrei gert mér í hugarlund að stæði mér til boða. Óneitanlega var ég kvíðin fyrir ferðina því ég vissi ekki hvað biði mín. Kæmist ég í hjólastólnum það sem hópurinn færi eða yrði námsefnið það flókið að ég mundi ekki ráða við það? Ævintýrið um Galdrakarlinn í Oz gerist í Kansas og kemst söguhetjan Dóróthea í kynni við huglaust ljón, heilalausa fuglahræðu og skógarhöggsmann úr tini sem var án hjarta. Á leið sinni til galdrakarlsins þurfa þau að mæta sínum áskorunum sem reyna á kjark, hugvit og kærleik. Á sama hátt þurfti ég, á meðan á dvölinni stóð, að mæta: Mínu huglausa ljóni og telja í mig kjark, kljást við fuglahræðuna mína og reyna á heilahvelin og finna skógarhöggsmanninn í mér með kærleik til allra. Það var tilfinningarík kveðjustund á flugvellinum í Washington þegar hvert okkar hélt til síns heima og tárin láku niður kinnar hjá okkur mörgum. Þarna eignaðist ég góða vini.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar