Þrjár krónur af þúsundkalli Engilbert Guðmundsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Nokkur umræða hefur orðið um framlög íslenska ríkisins til þróunarsamvinnu. Til að umræðan geti orðið málefnaleg er nauðsynlegt að hún byggist á staðreyndum og þekkingu. Hér eru tínd til nokkur atriði sem mér þykir mikilvægt að höfð séu til hliðsjónar í slíkri umræðu. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar um þróunarsamvinnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um að veita 0,7% af þjóðartekjum í aðstoð við fátækar þjóðir. Þetta markmið hefur ítrekað verið staðfest af Alþingi, nú síðast í Þróunarsamvinnuáætlun sem samþykkt var fyrr á árinu, og á að nást árið 2019. Íslendingar hafa þannig lofað að gefa 7 krónur af hverjum þúsund krónum sem þjóðin hefur í tekjur í það að hjálpa fátækum þjóðum. Nokkrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa fyrir löngu náð 0,7% markmiðinu. Noregur, Svíþjóð og Danmörk eru vel yfir markinu og Finnland er ekki langt frá. Hollendingar gefa einnig 0,7% af þjóðartekjum og Bretar ná því á þessu fjárlagaári. Og svo má ekki gleyma smáríkinu Lúxemborg, en þar fer 1% af þjóðartekjum í þróunaraðstoð. Þetta litla ríki veitir nær 70 milljarða króna á ári í þróunarsamvinnu.Vantar mikið Mikið vantar upp á að Ísland standi við skuldbindingar sínar. Í ár nema íslensk framlög 0,26% af þjóðartekjum, þ.e. minna en þremur krónum af hverjum þúsund, og samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður hlutfallið hið sama árið 2014, en átti samkvæmt Þróunarsamvinnuáætlun að fara upp í 0,28% á næsta ári. En hversu stór hluti af fjárlögum ríkisins fer til þróunarsamvinnu? Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir 2014 verða framlög til þróunarmála í gegnum utanríkisráðuneytið 4,1 milljarður (plús grunnframlög til alþjóðastofnana). Skatttekjur ríkisins eru áætlaðar 534 milljarðar. Það fara þannig um það bil 8 krónur af hverjum 1.000 krónum, sem ríkið hefur í skatttekjur, til þróunarmála, minna en 1%. Fyrir hrunið 2008 voru framlög Íslands hærri og voru hæst komin upp í nær 0,4% af þjóðartekjum. Eftir hrun var meira skorið niður í þessum málaflokki en nokkrum öðrum og árið 2012 var hlutfallið komið niður í 0,2%. Oft heyrist að við höfum ekki efni á að veita þróunaraðstoð því hrunið hafi farið svo illa með efnahag landsins. Í því sambandi má nefna að fleiri þjóðir en Íslendingar hafa lent í efnahagslegum hremmingum án þess að bregðast við með sama hætti að því er varðar aðstoð við fátækar þjóðir. Írar fóru líklega verr út úr hruninu en Íslendingar, en brugðust við með mun minni samdrætti. Írar skáru þróunaraðstoð niður úr 0,57% af þjóðartekjum í 0,51%. Íslendingar skáru aðstoðina úr 0,4% í 0,2%. Finnar lentu í enn meiri hremmingum en við í efnahagskreppunni upp úr 1990, með hruni Sovétríkjanna. Atvinnuleysi fór í nær 20% og í 50% í sumum byggðum. Þeir skáru niður þróunaraðstoð, en fóru þó aldrei undir 0,3% og hafa aukið framlög síðan og nálgast 0,7% markið.Viðhorf þjóðarinnar Möguleikar Alþingis og ríkisstjórnar til að standa við skuldbindingar um framlög til þróunarsamvinnu eru háðir stuðningi þjóðarinnar. Í sumar var gerð vönduð skoðanakönnun þar sem einmitt var spurt um viðhorf þjóðarinnar. Í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er mjög hlynntur þróunarsamvinnu og íslenskum framlögum til hennar. Um það bil 80% telja hana skila árangri, og jafn hátt hlutfall vill að Íslendingar sinni þróunarsamvinnu. Þá var áhugavert að sjá að nær 90% aðspurðra vildu ýmist auka þróunarsamvinnu eða halda henni óbreyttri. Lítill minnihluti vildi draga hana saman.Árangurinn Það er eðlileg krafa að fjármunir til þróunarsamvinnu komi að gagni og skili árangri. Þróunarsamvinnustofnun Íslands telur sig geta sýnt fram á að fjárframlögin hafi skilað sér í menntun barna, ekki síst stúlkna. Þau hafa skilað sér í lestrarkunnáttu fullorðinna. Þau hafa skilað sér í minni mæðra- og barnadauða. Þau hafa skilað sér í betra heilbrigði vegna færri sjúkdóma af völdum lélegs drykkjarvatns. Þá hafa þau skilað sér í meiri tekjum og betri afkomu fiskimannasamfélaga. Og þau munu skila sér í auknum aðgangi að rafmagni í fátækum löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur orðið um framlög íslenska ríkisins til þróunarsamvinnu. Til að umræðan geti orðið málefnaleg er nauðsynlegt að hún byggist á staðreyndum og þekkingu. Hér eru tínd til nokkur atriði sem mér þykir mikilvægt að höfð séu til hliðsjónar í slíkri umræðu. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar um þróunarsamvinnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um að veita 0,7% af þjóðartekjum í aðstoð við fátækar þjóðir. Þetta markmið hefur ítrekað verið staðfest af Alþingi, nú síðast í Þróunarsamvinnuáætlun sem samþykkt var fyrr á árinu, og á að nást árið 2019. Íslendingar hafa þannig lofað að gefa 7 krónur af hverjum þúsund krónum sem þjóðin hefur í tekjur í það að hjálpa fátækum þjóðum. Nokkrar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa fyrir löngu náð 0,7% markmiðinu. Noregur, Svíþjóð og Danmörk eru vel yfir markinu og Finnland er ekki langt frá. Hollendingar gefa einnig 0,7% af þjóðartekjum og Bretar ná því á þessu fjárlagaári. Og svo má ekki gleyma smáríkinu Lúxemborg, en þar fer 1% af þjóðartekjum í þróunaraðstoð. Þetta litla ríki veitir nær 70 milljarða króna á ári í þróunarsamvinnu.Vantar mikið Mikið vantar upp á að Ísland standi við skuldbindingar sínar. Í ár nema íslensk framlög 0,26% af þjóðartekjum, þ.e. minna en þremur krónum af hverjum þúsund, og samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður hlutfallið hið sama árið 2014, en átti samkvæmt Þróunarsamvinnuáætlun að fara upp í 0,28% á næsta ári. En hversu stór hluti af fjárlögum ríkisins fer til þróunarsamvinnu? Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir 2014 verða framlög til þróunarmála í gegnum utanríkisráðuneytið 4,1 milljarður (plús grunnframlög til alþjóðastofnana). Skatttekjur ríkisins eru áætlaðar 534 milljarðar. Það fara þannig um það bil 8 krónur af hverjum 1.000 krónum, sem ríkið hefur í skatttekjur, til þróunarmála, minna en 1%. Fyrir hrunið 2008 voru framlög Íslands hærri og voru hæst komin upp í nær 0,4% af þjóðartekjum. Eftir hrun var meira skorið niður í þessum málaflokki en nokkrum öðrum og árið 2012 var hlutfallið komið niður í 0,2%. Oft heyrist að við höfum ekki efni á að veita þróunaraðstoð því hrunið hafi farið svo illa með efnahag landsins. Í því sambandi má nefna að fleiri þjóðir en Íslendingar hafa lent í efnahagslegum hremmingum án þess að bregðast við með sama hætti að því er varðar aðstoð við fátækar þjóðir. Írar fóru líklega verr út úr hruninu en Íslendingar, en brugðust við með mun minni samdrætti. Írar skáru þróunaraðstoð niður úr 0,57% af þjóðartekjum í 0,51%. Íslendingar skáru aðstoðina úr 0,4% í 0,2%. Finnar lentu í enn meiri hremmingum en við í efnahagskreppunni upp úr 1990, með hruni Sovétríkjanna. Atvinnuleysi fór í nær 20% og í 50% í sumum byggðum. Þeir skáru niður þróunaraðstoð, en fóru þó aldrei undir 0,3% og hafa aukið framlög síðan og nálgast 0,7% markið.Viðhorf þjóðarinnar Möguleikar Alþingis og ríkisstjórnar til að standa við skuldbindingar um framlög til þróunarsamvinnu eru háðir stuðningi þjóðarinnar. Í sumar var gerð vönduð skoðanakönnun þar sem einmitt var spurt um viðhorf þjóðarinnar. Í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er mjög hlynntur þróunarsamvinnu og íslenskum framlögum til hennar. Um það bil 80% telja hana skila árangri, og jafn hátt hlutfall vill að Íslendingar sinni þróunarsamvinnu. Þá var áhugavert að sjá að nær 90% aðspurðra vildu ýmist auka þróunarsamvinnu eða halda henni óbreyttri. Lítill minnihluti vildi draga hana saman.Árangurinn Það er eðlileg krafa að fjármunir til þróunarsamvinnu komi að gagni og skili árangri. Þróunarsamvinnustofnun Íslands telur sig geta sýnt fram á að fjárframlögin hafi skilað sér í menntun barna, ekki síst stúlkna. Þau hafa skilað sér í lestrarkunnáttu fullorðinna. Þau hafa skilað sér í minni mæðra- og barnadauða. Þau hafa skilað sér í betra heilbrigði vegna færri sjúkdóma af völdum lélegs drykkjarvatns. Þá hafa þau skilað sér í meiri tekjum og betri afkomu fiskimannasamfélaga. Og þau munu skila sér í auknum aðgangi að rafmagni í fátækum löndum.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar