"Landskemmarar“ Ólafur Hallgrímsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Sigurður Arnalds verkfræðingur, einn af aðalhugmyndafræðingum Kárahnjúkavirkjunar, ritar óvenjulega grein í Mbl. 11. okt. sl. Kveðst hafa verið á heilsubótargöngu í Laugarásnum á liðnu sumri, mætir þar konu einni, er snýr sér við og kallar á eftir honum orðið „landskemmari“. Að vonum er Sigurður óhress yfir nafngift þessari, sem hann telur í hæsta máta ómaklega. Í greininni fer hann mörgum og fjálglegum orðum um gildi og nauðsyn stóriðju á Íslandi og Kárahnjúkavirkjunar sérstaklega, sem hann segir, að hafi verið ráðist í að loknum „vönduðum undirbúningi og á lagalegum grunni eins og í öðrum lýðræðisríkjum“. Við þessa fullyrðingu um undirbúninginn er rétt að staldra örlítið við. Eins og stóriðjupostulum er títt, verður Sigurði tíðrætt um, hve vistvæn innlend vatnsorka sé, sem að vissu leyti er rétt samanborið við erlenda orkugjafa, kol, olíu og gas. Vatnsorkan sem slík mengar ekki, en risavatnsorkuver eins og Kárahnjúkavirkjun getur líklega seint talist vistvæn vegna allra þeirra umhverfisspjalla sem hún veldur. Og álver eru ekki vistvæn. Sigurður forðast að sjálfsögðu eins og heitan eldinn að minnast á það. Væntanlega mun þó Sigurði Arnalds eins og öllum landsmönnum kunnugt um þær breytingar sem orðnar eru á lífríki Lagarfljóts og umhverfis þess allt til sjávar, eftir að frárennslisvatn virkjunarinnar tók að renna út í Fljótið. Nú benda rannsóknir til, að lífríkið í Lagarfljóti sé að deyja út smátt og smátt vegna versnandi lífsskilyrða í vatninu, vaxandi svifaurs, minna gegnsæis og kólnunar, sem allt eru afleiðingar virkjunarinnar. Þá er ekki tekin með hækkun vatnsborðs Fljótsins, sem farin er að valda landbroti á bökkum þess allt til sjávar, svo og önnur umhverfisspjöll. Með öðrum orðum, Lagarfljót, eitt mesta og fegursta stöðuvatn landsins, er að breytast í lífvana forarpoll. Einhver myndi e.t.v. orða það svo, að það sé hreint ekki svo lítið mál. En við þessu var búið að vara sem afleiðingu af vatnaflutningunum af okkar færustu vísindamönnum. Á þá var að sjálfsögðu ekki hlustað. Grunnfærir pólitíkusar réðu ferðinni. Þar voru ráðherrar Framsóknarflokksins í þáverandi ríkisstjórn í lykilhlutverki, ásamt Landsvirkjun, þau Halldór, Valgerður og Sif, þótt þyngst sé vissulega ábyrgð Sifjar sem umhverfisráðherra, sem heimilaði Kárahnjúkavirkjun (2001), þótt Skipulagsstofnun hefði hafnað henni vegna mikilla, óafturkræfra umhverfisáhrifa.Ber enginn ábyrgð á neinu? Allt þetta veit Sigurður Arnalds mætavel. Hann veit líka, að umhverfismat Kárahnjúkavirkjunar var unnið undir ákveðinni tímapressu, samt telur hann þetta til marks um vandaðan undirbúning. Sannleikurinn er sá, að búið var að panta niðurstöðuna fyrirfram. Það átti að virkja, hvað sem það kostaði umhverfið. Nú á innan við áratug eru afleiðingar Kárahnjúkavirkjunar, sem búið var að segja fyrir um, allar að koma í ljós. Það er styttri tími en vænta hefði mátt. Nú vill þetta fólk hafa sem fæst orð um virkjunina, segist vera hætt í pólitík o.s.frv. Það er skiljanlegt, en spurningin er, hvort það getur skotið sér undan ábyrgð á verkum sínum. Það er sennilega spurning, sem ýmsir velta fyrir sér. Eða ber enginn ábyrgð á neinu á Íslandi? Sigurði Arnalds er í mun að sýna fram á nauðsyn Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði fyrir atvinnulíf eystra og gjaldeyrisöflun landsmanna. Engan skyldi undra, þótt dýrasta framkvæmd Íslandssögunnar, sem kostaði a.m.k. eina litla hundrað milljarða, skili einhverju jákvæðu fyrir atvinnulífið á Austurlandi og þjóðarbúið, fyrr mætti nú vera. Staðreynd er þó engu að síður, að það er mun minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það hefur engin „varanleg fjölgun“ íbúa orðið á Austurlandi með tilkomu framkvæmdanna, ekki einu sinni í Fjarðabyggð og nánast engin á Fljótsdalshéraði. Sveitarfélögin á Austurlandi eru skuldum vafin og síst betur í stakk búin að sinna lögbundnum verkefnum sínum en var fyrir virkjun. Sigurður Arnalds er mikill áróðursmaður fyrir stóriðju, en hann kýs að sýna aðeins aðra hliðina á stóriðjunni, segja aðeins hálfan sannleikann og varla það. Hann sleppir hinni hliðinni, þeirri sem snýr að umhverfinu, því miður. En umhverfisspjöllin í Lagarfljóti hverfa ekki, þótt einhverjir kunni að óska þess, þau munu minna á sig um ókomna tíð sem vitnisburður um skammsýni og græðgi þeirra sem með réttu mega kallast „landskemmarar“. Grunur minn er sá að fleiri en frúin á Laugarásnum séu sama sinnis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sigurður Arnalds verkfræðingur, einn af aðalhugmyndafræðingum Kárahnjúkavirkjunar, ritar óvenjulega grein í Mbl. 11. okt. sl. Kveðst hafa verið á heilsubótargöngu í Laugarásnum á liðnu sumri, mætir þar konu einni, er snýr sér við og kallar á eftir honum orðið „landskemmari“. Að vonum er Sigurður óhress yfir nafngift þessari, sem hann telur í hæsta máta ómaklega. Í greininni fer hann mörgum og fjálglegum orðum um gildi og nauðsyn stóriðju á Íslandi og Kárahnjúkavirkjunar sérstaklega, sem hann segir, að hafi verið ráðist í að loknum „vönduðum undirbúningi og á lagalegum grunni eins og í öðrum lýðræðisríkjum“. Við þessa fullyrðingu um undirbúninginn er rétt að staldra örlítið við. Eins og stóriðjupostulum er títt, verður Sigurði tíðrætt um, hve vistvæn innlend vatnsorka sé, sem að vissu leyti er rétt samanborið við erlenda orkugjafa, kol, olíu og gas. Vatnsorkan sem slík mengar ekki, en risavatnsorkuver eins og Kárahnjúkavirkjun getur líklega seint talist vistvæn vegna allra þeirra umhverfisspjalla sem hún veldur. Og álver eru ekki vistvæn. Sigurður forðast að sjálfsögðu eins og heitan eldinn að minnast á það. Væntanlega mun þó Sigurði Arnalds eins og öllum landsmönnum kunnugt um þær breytingar sem orðnar eru á lífríki Lagarfljóts og umhverfis þess allt til sjávar, eftir að frárennslisvatn virkjunarinnar tók að renna út í Fljótið. Nú benda rannsóknir til, að lífríkið í Lagarfljóti sé að deyja út smátt og smátt vegna versnandi lífsskilyrða í vatninu, vaxandi svifaurs, minna gegnsæis og kólnunar, sem allt eru afleiðingar virkjunarinnar. Þá er ekki tekin með hækkun vatnsborðs Fljótsins, sem farin er að valda landbroti á bökkum þess allt til sjávar, svo og önnur umhverfisspjöll. Með öðrum orðum, Lagarfljót, eitt mesta og fegursta stöðuvatn landsins, er að breytast í lífvana forarpoll. Einhver myndi e.t.v. orða það svo, að það sé hreint ekki svo lítið mál. En við þessu var búið að vara sem afleiðingu af vatnaflutningunum af okkar færustu vísindamönnum. Á þá var að sjálfsögðu ekki hlustað. Grunnfærir pólitíkusar réðu ferðinni. Þar voru ráðherrar Framsóknarflokksins í þáverandi ríkisstjórn í lykilhlutverki, ásamt Landsvirkjun, þau Halldór, Valgerður og Sif, þótt þyngst sé vissulega ábyrgð Sifjar sem umhverfisráðherra, sem heimilaði Kárahnjúkavirkjun (2001), þótt Skipulagsstofnun hefði hafnað henni vegna mikilla, óafturkræfra umhverfisáhrifa.Ber enginn ábyrgð á neinu? Allt þetta veit Sigurður Arnalds mætavel. Hann veit líka, að umhverfismat Kárahnjúkavirkjunar var unnið undir ákveðinni tímapressu, samt telur hann þetta til marks um vandaðan undirbúning. Sannleikurinn er sá, að búið var að panta niðurstöðuna fyrirfram. Það átti að virkja, hvað sem það kostaði umhverfið. Nú á innan við áratug eru afleiðingar Kárahnjúkavirkjunar, sem búið var að segja fyrir um, allar að koma í ljós. Það er styttri tími en vænta hefði mátt. Nú vill þetta fólk hafa sem fæst orð um virkjunina, segist vera hætt í pólitík o.s.frv. Það er skiljanlegt, en spurningin er, hvort það getur skotið sér undan ábyrgð á verkum sínum. Það er sennilega spurning, sem ýmsir velta fyrir sér. Eða ber enginn ábyrgð á neinu á Íslandi? Sigurði Arnalds er í mun að sýna fram á nauðsyn Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði fyrir atvinnulíf eystra og gjaldeyrisöflun landsmanna. Engan skyldi undra, þótt dýrasta framkvæmd Íslandssögunnar, sem kostaði a.m.k. eina litla hundrað milljarða, skili einhverju jákvæðu fyrir atvinnulífið á Austurlandi og þjóðarbúið, fyrr mætti nú vera. Staðreynd er þó engu að síður, að það er mun minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það hefur engin „varanleg fjölgun“ íbúa orðið á Austurlandi með tilkomu framkvæmdanna, ekki einu sinni í Fjarðabyggð og nánast engin á Fljótsdalshéraði. Sveitarfélögin á Austurlandi eru skuldum vafin og síst betur í stakk búin að sinna lögbundnum verkefnum sínum en var fyrir virkjun. Sigurður Arnalds er mikill áróðursmaður fyrir stóriðju, en hann kýs að sýna aðeins aðra hliðina á stóriðjunni, segja aðeins hálfan sannleikann og varla það. Hann sleppir hinni hliðinni, þeirri sem snýr að umhverfinu, því miður. En umhverfisspjöllin í Lagarfljóti hverfa ekki, þótt einhverjir kunni að óska þess, þau munu minna á sig um ókomna tíð sem vitnisburður um skammsýni og græðgi þeirra sem með réttu mega kallast „landskemmarar“. Grunur minn er sá að fleiri en frúin á Laugarásnum séu sama sinnis.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun