Ríkisstyrktur útvegur Lýður Árnason skrifar 12. desember 2013 06:00 Samtök útgerðarmanna segja félagsmenn sína hafa búið til verðmæti úr hinum nýja fiskistofni sem synti inn í landhelgi Íslands fyrir örfáum árum og kallast makríll. Útflutningsverðmætin, 25 milljarðar á sl. ári, hefðu ekki orðið til nema fyrir þeirra tilstilli. Samtökin telja eðlilegast að úthluta þessum verðmætum samkvæmt veiðireynslu sem þýðir að stærstu útgerðir landsins fái forgang til veiða. Útgerðarmenn tala um veiðigjöld og langtímasamninga og vilja að makríllinn sé settur undir sama hatt og aðrir fiskistofnar. Það sé í samræmi við einhverja samningaleið þar sem allir sitja við borðið nema eigandi auðlindarinnar, þjóðin sjálf. Markmið útgerðarmanna er augljóst: Þeir vilja sitja einir að þessum gullmokstri. Sem vissulega er hagræðing fyrir þá. En hvers eiga aðrir að gjalda? Geta verslunareigendur t.d. séð fram á rekstraröryggi vegna fyrri viðskiptareynslu? Geta þeir gengið að kúnnunum vísum og væri það gott? Kosta þeir engu til? Getur jarðborunarfyrirtæki fengið verkefni út á fyrri reynslu án þess að taka þátt í almennum útboðum? Getur kona sem kaupir sér snjóruðningstæki verið viss um snjókomu? Eða fær grásleppukallinn aflabreststryggingu? Allir sem taka þátt í atvinnurekstri taka áhættu með fjárfestingum sínum. Enginn gengur að neinu vísu heldur þarf að keppa við aðra og standa sig. Allir geta verið með, enginn er til neyddur og hver ábyrgist sig. Þetta kallast samkeppnismarkaður og gilda þar almenn markaðslögmál og atvinnufrelsi.Einokunarmarkaður Rök útgerðarmanna gegn almennum samkeppnismarkaði með veiðiheimildir eru þau að verðmyndun á fiski yrði ófyrirsjáanleg og hætta yrði á samþjöppun. Hver þarf ekki að glíma við það? Enginn sem stendur í atvinnurekstri getur sagt fyrir um verð né samruna fyrirtækja. Refaskinnsræktandi þarf að sætta sig við verðfall á markaði, gistihúseigandinn þarf að taka slaginn við hótelkeðjurnar. Hvað réttlætir sérhannaðan einokunarmarkað útgerðinni einni til handa? Stjórnvöld á Íslandi eiga þann kost að setja makrílinn í farveg annarra fisktegunda og gera það sem útvegsmenn leggja til. Standa svo í stappi við útgerðina um veiðigjöld og láta útgerðinni síðan eftir að innheimta sín eigin veiðigjöld af þeim notendum auðlindarinnar sem ekki áttu þess kost að mynda sér veiðireynslu, sumir einfaldlega vegna þess að þeir voru ekki fæddir. Stjórnvöld geta líka farið hina leiðina, það er að setja allar fisktegundir í farveg makrílsins og bjóða veiðiheimildir á almennu uppboði. Þannig yrði það útgerðin sjálf, markaðurinn, sem ákvæði veiðigjaldið sem rynni óskipt til eiganda auðlindarinnar sem er þjóðin sjálf, fólkið í landinu. Samtök útgerðarmanna eru hagsmunasamtök og hegða sér sem slík. Þau eiga sína fulltrúa á þingi, nægilega marga til að bjóða upp á árlegt meðlag sem til stendur að festa í langtímasamningi. Hið margrómaða íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi er því eins og verndaður vinnustaður, ríkisstyrkt í botn og svo aumt að þola ekki almennt samkeppnisumhverfi. Hvenær ætla málsvarar frelsis og einkaframtaks að átta sig á því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Samtök útgerðarmanna segja félagsmenn sína hafa búið til verðmæti úr hinum nýja fiskistofni sem synti inn í landhelgi Íslands fyrir örfáum árum og kallast makríll. Útflutningsverðmætin, 25 milljarðar á sl. ári, hefðu ekki orðið til nema fyrir þeirra tilstilli. Samtökin telja eðlilegast að úthluta þessum verðmætum samkvæmt veiðireynslu sem þýðir að stærstu útgerðir landsins fái forgang til veiða. Útgerðarmenn tala um veiðigjöld og langtímasamninga og vilja að makríllinn sé settur undir sama hatt og aðrir fiskistofnar. Það sé í samræmi við einhverja samningaleið þar sem allir sitja við borðið nema eigandi auðlindarinnar, þjóðin sjálf. Markmið útgerðarmanna er augljóst: Þeir vilja sitja einir að þessum gullmokstri. Sem vissulega er hagræðing fyrir þá. En hvers eiga aðrir að gjalda? Geta verslunareigendur t.d. séð fram á rekstraröryggi vegna fyrri viðskiptareynslu? Geta þeir gengið að kúnnunum vísum og væri það gott? Kosta þeir engu til? Getur jarðborunarfyrirtæki fengið verkefni út á fyrri reynslu án þess að taka þátt í almennum útboðum? Getur kona sem kaupir sér snjóruðningstæki verið viss um snjókomu? Eða fær grásleppukallinn aflabreststryggingu? Allir sem taka þátt í atvinnurekstri taka áhættu með fjárfestingum sínum. Enginn gengur að neinu vísu heldur þarf að keppa við aðra og standa sig. Allir geta verið með, enginn er til neyddur og hver ábyrgist sig. Þetta kallast samkeppnismarkaður og gilda þar almenn markaðslögmál og atvinnufrelsi.Einokunarmarkaður Rök útgerðarmanna gegn almennum samkeppnismarkaði með veiðiheimildir eru þau að verðmyndun á fiski yrði ófyrirsjáanleg og hætta yrði á samþjöppun. Hver þarf ekki að glíma við það? Enginn sem stendur í atvinnurekstri getur sagt fyrir um verð né samruna fyrirtækja. Refaskinnsræktandi þarf að sætta sig við verðfall á markaði, gistihúseigandinn þarf að taka slaginn við hótelkeðjurnar. Hvað réttlætir sérhannaðan einokunarmarkað útgerðinni einni til handa? Stjórnvöld á Íslandi eiga þann kost að setja makrílinn í farveg annarra fisktegunda og gera það sem útvegsmenn leggja til. Standa svo í stappi við útgerðina um veiðigjöld og láta útgerðinni síðan eftir að innheimta sín eigin veiðigjöld af þeim notendum auðlindarinnar sem ekki áttu þess kost að mynda sér veiðireynslu, sumir einfaldlega vegna þess að þeir voru ekki fæddir. Stjórnvöld geta líka farið hina leiðina, það er að setja allar fisktegundir í farveg makrílsins og bjóða veiðiheimildir á almennu uppboði. Þannig yrði það útgerðin sjálf, markaðurinn, sem ákvæði veiðigjaldið sem rynni óskipt til eiganda auðlindarinnar sem er þjóðin sjálf, fólkið í landinu. Samtök útgerðarmanna eru hagsmunasamtök og hegða sér sem slík. Þau eiga sína fulltrúa á þingi, nægilega marga til að bjóða upp á árlegt meðlag sem til stendur að festa í langtímasamningi. Hið margrómaða íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi er því eins og verndaður vinnustaður, ríkisstyrkt í botn og svo aumt að þola ekki almennt samkeppnisumhverfi. Hvenær ætla málsvarar frelsis og einkaframtaks að átta sig á því?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar