Ríkisstyrktur útvegur Lýður Árnason skrifar 12. desember 2013 06:00 Samtök útgerðarmanna segja félagsmenn sína hafa búið til verðmæti úr hinum nýja fiskistofni sem synti inn í landhelgi Íslands fyrir örfáum árum og kallast makríll. Útflutningsverðmætin, 25 milljarðar á sl. ári, hefðu ekki orðið til nema fyrir þeirra tilstilli. Samtökin telja eðlilegast að úthluta þessum verðmætum samkvæmt veiðireynslu sem þýðir að stærstu útgerðir landsins fái forgang til veiða. Útgerðarmenn tala um veiðigjöld og langtímasamninga og vilja að makríllinn sé settur undir sama hatt og aðrir fiskistofnar. Það sé í samræmi við einhverja samningaleið þar sem allir sitja við borðið nema eigandi auðlindarinnar, þjóðin sjálf. Markmið útgerðarmanna er augljóst: Þeir vilja sitja einir að þessum gullmokstri. Sem vissulega er hagræðing fyrir þá. En hvers eiga aðrir að gjalda? Geta verslunareigendur t.d. séð fram á rekstraröryggi vegna fyrri viðskiptareynslu? Geta þeir gengið að kúnnunum vísum og væri það gott? Kosta þeir engu til? Getur jarðborunarfyrirtæki fengið verkefni út á fyrri reynslu án þess að taka þátt í almennum útboðum? Getur kona sem kaupir sér snjóruðningstæki verið viss um snjókomu? Eða fær grásleppukallinn aflabreststryggingu? Allir sem taka þátt í atvinnurekstri taka áhættu með fjárfestingum sínum. Enginn gengur að neinu vísu heldur þarf að keppa við aðra og standa sig. Allir geta verið með, enginn er til neyddur og hver ábyrgist sig. Þetta kallast samkeppnismarkaður og gilda þar almenn markaðslögmál og atvinnufrelsi.Einokunarmarkaður Rök útgerðarmanna gegn almennum samkeppnismarkaði með veiðiheimildir eru þau að verðmyndun á fiski yrði ófyrirsjáanleg og hætta yrði á samþjöppun. Hver þarf ekki að glíma við það? Enginn sem stendur í atvinnurekstri getur sagt fyrir um verð né samruna fyrirtækja. Refaskinnsræktandi þarf að sætta sig við verðfall á markaði, gistihúseigandinn þarf að taka slaginn við hótelkeðjurnar. Hvað réttlætir sérhannaðan einokunarmarkað útgerðinni einni til handa? Stjórnvöld á Íslandi eiga þann kost að setja makrílinn í farveg annarra fisktegunda og gera það sem útvegsmenn leggja til. Standa svo í stappi við útgerðina um veiðigjöld og láta útgerðinni síðan eftir að innheimta sín eigin veiðigjöld af þeim notendum auðlindarinnar sem ekki áttu þess kost að mynda sér veiðireynslu, sumir einfaldlega vegna þess að þeir voru ekki fæddir. Stjórnvöld geta líka farið hina leiðina, það er að setja allar fisktegundir í farveg makrílsins og bjóða veiðiheimildir á almennu uppboði. Þannig yrði það útgerðin sjálf, markaðurinn, sem ákvæði veiðigjaldið sem rynni óskipt til eiganda auðlindarinnar sem er þjóðin sjálf, fólkið í landinu. Samtök útgerðarmanna eru hagsmunasamtök og hegða sér sem slík. Þau eiga sína fulltrúa á þingi, nægilega marga til að bjóða upp á árlegt meðlag sem til stendur að festa í langtímasamningi. Hið margrómaða íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi er því eins og verndaður vinnustaður, ríkisstyrkt í botn og svo aumt að þola ekki almennt samkeppnisumhverfi. Hvenær ætla málsvarar frelsis og einkaframtaks að átta sig á því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök útgerðarmanna segja félagsmenn sína hafa búið til verðmæti úr hinum nýja fiskistofni sem synti inn í landhelgi Íslands fyrir örfáum árum og kallast makríll. Útflutningsverðmætin, 25 milljarðar á sl. ári, hefðu ekki orðið til nema fyrir þeirra tilstilli. Samtökin telja eðlilegast að úthluta þessum verðmætum samkvæmt veiðireynslu sem þýðir að stærstu útgerðir landsins fái forgang til veiða. Útgerðarmenn tala um veiðigjöld og langtímasamninga og vilja að makríllinn sé settur undir sama hatt og aðrir fiskistofnar. Það sé í samræmi við einhverja samningaleið þar sem allir sitja við borðið nema eigandi auðlindarinnar, þjóðin sjálf. Markmið útgerðarmanna er augljóst: Þeir vilja sitja einir að þessum gullmokstri. Sem vissulega er hagræðing fyrir þá. En hvers eiga aðrir að gjalda? Geta verslunareigendur t.d. séð fram á rekstraröryggi vegna fyrri viðskiptareynslu? Geta þeir gengið að kúnnunum vísum og væri það gott? Kosta þeir engu til? Getur jarðborunarfyrirtæki fengið verkefni út á fyrri reynslu án þess að taka þátt í almennum útboðum? Getur kona sem kaupir sér snjóruðningstæki verið viss um snjókomu? Eða fær grásleppukallinn aflabreststryggingu? Allir sem taka þátt í atvinnurekstri taka áhættu með fjárfestingum sínum. Enginn gengur að neinu vísu heldur þarf að keppa við aðra og standa sig. Allir geta verið með, enginn er til neyddur og hver ábyrgist sig. Þetta kallast samkeppnismarkaður og gilda þar almenn markaðslögmál og atvinnufrelsi.Einokunarmarkaður Rök útgerðarmanna gegn almennum samkeppnismarkaði með veiðiheimildir eru þau að verðmyndun á fiski yrði ófyrirsjáanleg og hætta yrði á samþjöppun. Hver þarf ekki að glíma við það? Enginn sem stendur í atvinnurekstri getur sagt fyrir um verð né samruna fyrirtækja. Refaskinnsræktandi þarf að sætta sig við verðfall á markaði, gistihúseigandinn þarf að taka slaginn við hótelkeðjurnar. Hvað réttlætir sérhannaðan einokunarmarkað útgerðinni einni til handa? Stjórnvöld á Íslandi eiga þann kost að setja makrílinn í farveg annarra fisktegunda og gera það sem útvegsmenn leggja til. Standa svo í stappi við útgerðina um veiðigjöld og láta útgerðinni síðan eftir að innheimta sín eigin veiðigjöld af þeim notendum auðlindarinnar sem ekki áttu þess kost að mynda sér veiðireynslu, sumir einfaldlega vegna þess að þeir voru ekki fæddir. Stjórnvöld geta líka farið hina leiðina, það er að setja allar fisktegundir í farveg makrílsins og bjóða veiðiheimildir á almennu uppboði. Þannig yrði það útgerðin sjálf, markaðurinn, sem ákvæði veiðigjaldið sem rynni óskipt til eiganda auðlindarinnar sem er þjóðin sjálf, fólkið í landinu. Samtök útgerðarmanna eru hagsmunasamtök og hegða sér sem slík. Þau eiga sína fulltrúa á þingi, nægilega marga til að bjóða upp á árlegt meðlag sem til stendur að festa í langtímasamningi. Hið margrómaða íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi er því eins og verndaður vinnustaður, ríkisstyrkt í botn og svo aumt að þola ekki almennt samkeppnisumhverfi. Hvenær ætla málsvarar frelsis og einkaframtaks að átta sig á því?
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar