Ríkisstyrktur útvegur Lýður Árnason skrifar 12. desember 2013 06:00 Samtök útgerðarmanna segja félagsmenn sína hafa búið til verðmæti úr hinum nýja fiskistofni sem synti inn í landhelgi Íslands fyrir örfáum árum og kallast makríll. Útflutningsverðmætin, 25 milljarðar á sl. ári, hefðu ekki orðið til nema fyrir þeirra tilstilli. Samtökin telja eðlilegast að úthluta þessum verðmætum samkvæmt veiðireynslu sem þýðir að stærstu útgerðir landsins fái forgang til veiða. Útgerðarmenn tala um veiðigjöld og langtímasamninga og vilja að makríllinn sé settur undir sama hatt og aðrir fiskistofnar. Það sé í samræmi við einhverja samningaleið þar sem allir sitja við borðið nema eigandi auðlindarinnar, þjóðin sjálf. Markmið útgerðarmanna er augljóst: Þeir vilja sitja einir að þessum gullmokstri. Sem vissulega er hagræðing fyrir þá. En hvers eiga aðrir að gjalda? Geta verslunareigendur t.d. séð fram á rekstraröryggi vegna fyrri viðskiptareynslu? Geta þeir gengið að kúnnunum vísum og væri það gott? Kosta þeir engu til? Getur jarðborunarfyrirtæki fengið verkefni út á fyrri reynslu án þess að taka þátt í almennum útboðum? Getur kona sem kaupir sér snjóruðningstæki verið viss um snjókomu? Eða fær grásleppukallinn aflabreststryggingu? Allir sem taka þátt í atvinnurekstri taka áhættu með fjárfestingum sínum. Enginn gengur að neinu vísu heldur þarf að keppa við aðra og standa sig. Allir geta verið með, enginn er til neyddur og hver ábyrgist sig. Þetta kallast samkeppnismarkaður og gilda þar almenn markaðslögmál og atvinnufrelsi.Einokunarmarkaður Rök útgerðarmanna gegn almennum samkeppnismarkaði með veiðiheimildir eru þau að verðmyndun á fiski yrði ófyrirsjáanleg og hætta yrði á samþjöppun. Hver þarf ekki að glíma við það? Enginn sem stendur í atvinnurekstri getur sagt fyrir um verð né samruna fyrirtækja. Refaskinnsræktandi þarf að sætta sig við verðfall á markaði, gistihúseigandinn þarf að taka slaginn við hótelkeðjurnar. Hvað réttlætir sérhannaðan einokunarmarkað útgerðinni einni til handa? Stjórnvöld á Íslandi eiga þann kost að setja makrílinn í farveg annarra fisktegunda og gera það sem útvegsmenn leggja til. Standa svo í stappi við útgerðina um veiðigjöld og láta útgerðinni síðan eftir að innheimta sín eigin veiðigjöld af þeim notendum auðlindarinnar sem ekki áttu þess kost að mynda sér veiðireynslu, sumir einfaldlega vegna þess að þeir voru ekki fæddir. Stjórnvöld geta líka farið hina leiðina, það er að setja allar fisktegundir í farveg makrílsins og bjóða veiðiheimildir á almennu uppboði. Þannig yrði það útgerðin sjálf, markaðurinn, sem ákvæði veiðigjaldið sem rynni óskipt til eiganda auðlindarinnar sem er þjóðin sjálf, fólkið í landinu. Samtök útgerðarmanna eru hagsmunasamtök og hegða sér sem slík. Þau eiga sína fulltrúa á þingi, nægilega marga til að bjóða upp á árlegt meðlag sem til stendur að festa í langtímasamningi. Hið margrómaða íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi er því eins og verndaður vinnustaður, ríkisstyrkt í botn og svo aumt að þola ekki almennt samkeppnisumhverfi. Hvenær ætla málsvarar frelsis og einkaframtaks að átta sig á því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Samtök útgerðarmanna segja félagsmenn sína hafa búið til verðmæti úr hinum nýja fiskistofni sem synti inn í landhelgi Íslands fyrir örfáum árum og kallast makríll. Útflutningsverðmætin, 25 milljarðar á sl. ári, hefðu ekki orðið til nema fyrir þeirra tilstilli. Samtökin telja eðlilegast að úthluta þessum verðmætum samkvæmt veiðireynslu sem þýðir að stærstu útgerðir landsins fái forgang til veiða. Útgerðarmenn tala um veiðigjöld og langtímasamninga og vilja að makríllinn sé settur undir sama hatt og aðrir fiskistofnar. Það sé í samræmi við einhverja samningaleið þar sem allir sitja við borðið nema eigandi auðlindarinnar, þjóðin sjálf. Markmið útgerðarmanna er augljóst: Þeir vilja sitja einir að þessum gullmokstri. Sem vissulega er hagræðing fyrir þá. En hvers eiga aðrir að gjalda? Geta verslunareigendur t.d. séð fram á rekstraröryggi vegna fyrri viðskiptareynslu? Geta þeir gengið að kúnnunum vísum og væri það gott? Kosta þeir engu til? Getur jarðborunarfyrirtæki fengið verkefni út á fyrri reynslu án þess að taka þátt í almennum útboðum? Getur kona sem kaupir sér snjóruðningstæki verið viss um snjókomu? Eða fær grásleppukallinn aflabreststryggingu? Allir sem taka þátt í atvinnurekstri taka áhættu með fjárfestingum sínum. Enginn gengur að neinu vísu heldur þarf að keppa við aðra og standa sig. Allir geta verið með, enginn er til neyddur og hver ábyrgist sig. Þetta kallast samkeppnismarkaður og gilda þar almenn markaðslögmál og atvinnufrelsi.Einokunarmarkaður Rök útgerðarmanna gegn almennum samkeppnismarkaði með veiðiheimildir eru þau að verðmyndun á fiski yrði ófyrirsjáanleg og hætta yrði á samþjöppun. Hver þarf ekki að glíma við það? Enginn sem stendur í atvinnurekstri getur sagt fyrir um verð né samruna fyrirtækja. Refaskinnsræktandi þarf að sætta sig við verðfall á markaði, gistihúseigandinn þarf að taka slaginn við hótelkeðjurnar. Hvað réttlætir sérhannaðan einokunarmarkað útgerðinni einni til handa? Stjórnvöld á Íslandi eiga þann kost að setja makrílinn í farveg annarra fisktegunda og gera það sem útvegsmenn leggja til. Standa svo í stappi við útgerðina um veiðigjöld og láta útgerðinni síðan eftir að innheimta sín eigin veiðigjöld af þeim notendum auðlindarinnar sem ekki áttu þess kost að mynda sér veiðireynslu, sumir einfaldlega vegna þess að þeir voru ekki fæddir. Stjórnvöld geta líka farið hina leiðina, það er að setja allar fisktegundir í farveg makrílsins og bjóða veiðiheimildir á almennu uppboði. Þannig yrði það útgerðin sjálf, markaðurinn, sem ákvæði veiðigjaldið sem rynni óskipt til eiganda auðlindarinnar sem er þjóðin sjálf, fólkið í landinu. Samtök útgerðarmanna eru hagsmunasamtök og hegða sér sem slík. Þau eiga sína fulltrúa á þingi, nægilega marga til að bjóða upp á árlegt meðlag sem til stendur að festa í langtímasamningi. Hið margrómaða íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi er því eins og verndaður vinnustaður, ríkisstyrkt í botn og svo aumt að þola ekki almennt samkeppnisumhverfi. Hvenær ætla málsvarar frelsis og einkaframtaks að átta sig á því?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar