Niðursetningur atvinnulífsins Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Þegar Alþingi tekur fjárlagafrumvarpið til umræðu ár hvert verður mönnum tíðrætt um forgangsröðun. Eðlilega. Ef niðurskurður er yfirvofandi fyrir Háskóla- og rannsóknastarfsemi – sem hann oft er – þá heyrast gjarnan raddir um mikilvægi háskóla og rannsókna fyrir atvinnulífið. Þessi rök heyrðust reyndar ekki síður þegar meira var um peninga í samfélaginu. Þá gjarnan í þeim tilgangi að styðja við uppbyggingu nýrra eininga sem skyldu jafnan reknar í sem nánustu samstarfi við atvinnulífið. Í þessu samhengi hafði orðið atvinnulíf oftar en ekki afskaplega þrönga merkingu. Það virðist vera landlægur skilningur á orðinu að það nái einungis yfir framleiðslugreinar, eða jafnvel ákveðinn hluta framleiðslugreina, þ.e. tækni og matvælaframleiðslu.Auðskilið Þegar beðið er um rökstuðning á þjónustuhlutverki Háskóla og rannsókna fyrir atvinnulífið erum við fljót að grípa til þekktra dæma um íslenskar hágæðarannsóknir á sviði læknisfræði, iðntækni og líftækni. Það er eitthvað svo auðvelt að nefna hvernig efnafræðilegar rannsóknir á íslenskum jurtum hafa orðið til framleiðslu lífvirkra efna, hvernig háskólarannsóknir hafa kollvarpað tækni í sjávarútvegi og hvatað stofnun aðþjóðlegra tæknifyrirtækja. Þetta er auðskilið. Það krefst kannski dýpri – og lengri – umræðu að skýra, t.d. hvernig grunnrannsóknir á fornmálum urðu undirstaða þeirrar samfélagsgerðar sem við þekkjum. Það er erfitt að ímynda sér samfélag þar sem ekki er unnið út frá siðferðilegum grundvallarreglum eða er án grunnþekkingar á sögu og tungumáli. Það er erfitt að ímynda sér sjávarútveg og landbúnað án grundvallarþekkingar á náttúru- og erfðafræði. Það er erfitt að ímynda sér samfélag – og fjölda atvinnugreina – án skáldsagna, tónlistar og myndlistar.Fléttast inn í allt lífið Grundvallarþekking nútímamannsins fléttast inn í allt okkar líf og er orðin svo sjálfsögð að við tökum sjaldan eftir henni. En það er nauðsynlegt að muna eftir því að forsendur okkar daglega lífs hafa orðið til vegna hugvits, ástríðu, dugnaðar og sköpunargáfu einstaklinga fyrri tíma. Þessir einstaklingar fengu tækifæri til að stunda sína sköpun og rannsóknir og við búum að því í dag. Ég þekkti einu sinni stelpu sem „eyddi“ mestum hluta sinnar skólagöngu í að lesa skáldsögur, teikna, skrifa ljóð og láta sig dreyma um að ferðast um frumskóga Afríku. Seinna „eyddi“ hún fjórum árum ævi sinnar í að rannsaka hornsíli, eina óhagnýtta fisk landsins. Í dag stundar hún rannsóknir og stendur að stofnun sprotafyrirtækja sem tengjast helstu atvinnuvegum Íslands. Það er nefnilega ekki alltaf augljóst hvaða bakgrunnur, menntun og rannsóknir verða til góðs. Þessu er vel lýst í hugvekjandi ræðu barnabókahöfundarins Neil Geiman frá 14. október síðastliðnum. Hann lýsir heimsókn sinni á ævintýra- og barnabókaráðstefnu í Kína. Líklega þá fyrstu sinnar tegundar þar í landi en kínversk stjórnvöld standa nú fyrir átaki um að auka lestur barna á teiknimyndasögum og vísindaskáldsögum.Undraverður árangur Af hverju? Jú, Kínverjar hafa náð undraverðum árangri í tæknilegri framleiðslu á síðustu árum en það vantar nýsköpun. Það var því gerð könnun meðal lykilstarfsmanna nokkurra bandarískra tæknifyrirtækja. Niðurstaðan var skýr, það sem þetta fólk átti sameiginlegt var að hafa „eytt“ sinni barnæsku í að lesa teiknimyndasögur, skáldsögur og láta sig dreyma. Það samfélag sem styður við ímyndunarafl, frjóa hugsun og frjálsar „rannsóknir“ ungs fólks hlýtur að vera það samfélag sem hvetur til áframhaldandi nýsköpunar, þróunar og vaxtar. Ekki fórna því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Alþingi tekur fjárlagafrumvarpið til umræðu ár hvert verður mönnum tíðrætt um forgangsröðun. Eðlilega. Ef niðurskurður er yfirvofandi fyrir Háskóla- og rannsóknastarfsemi – sem hann oft er – þá heyrast gjarnan raddir um mikilvægi háskóla og rannsókna fyrir atvinnulífið. Þessi rök heyrðust reyndar ekki síður þegar meira var um peninga í samfélaginu. Þá gjarnan í þeim tilgangi að styðja við uppbyggingu nýrra eininga sem skyldu jafnan reknar í sem nánustu samstarfi við atvinnulífið. Í þessu samhengi hafði orðið atvinnulíf oftar en ekki afskaplega þrönga merkingu. Það virðist vera landlægur skilningur á orðinu að það nái einungis yfir framleiðslugreinar, eða jafnvel ákveðinn hluta framleiðslugreina, þ.e. tækni og matvælaframleiðslu.Auðskilið Þegar beðið er um rökstuðning á þjónustuhlutverki Háskóla og rannsókna fyrir atvinnulífið erum við fljót að grípa til þekktra dæma um íslenskar hágæðarannsóknir á sviði læknisfræði, iðntækni og líftækni. Það er eitthvað svo auðvelt að nefna hvernig efnafræðilegar rannsóknir á íslenskum jurtum hafa orðið til framleiðslu lífvirkra efna, hvernig háskólarannsóknir hafa kollvarpað tækni í sjávarútvegi og hvatað stofnun aðþjóðlegra tæknifyrirtækja. Þetta er auðskilið. Það krefst kannski dýpri – og lengri – umræðu að skýra, t.d. hvernig grunnrannsóknir á fornmálum urðu undirstaða þeirrar samfélagsgerðar sem við þekkjum. Það er erfitt að ímynda sér samfélag þar sem ekki er unnið út frá siðferðilegum grundvallarreglum eða er án grunnþekkingar á sögu og tungumáli. Það er erfitt að ímynda sér sjávarútveg og landbúnað án grundvallarþekkingar á náttúru- og erfðafræði. Það er erfitt að ímynda sér samfélag – og fjölda atvinnugreina – án skáldsagna, tónlistar og myndlistar.Fléttast inn í allt lífið Grundvallarþekking nútímamannsins fléttast inn í allt okkar líf og er orðin svo sjálfsögð að við tökum sjaldan eftir henni. En það er nauðsynlegt að muna eftir því að forsendur okkar daglega lífs hafa orðið til vegna hugvits, ástríðu, dugnaðar og sköpunargáfu einstaklinga fyrri tíma. Þessir einstaklingar fengu tækifæri til að stunda sína sköpun og rannsóknir og við búum að því í dag. Ég þekkti einu sinni stelpu sem „eyddi“ mestum hluta sinnar skólagöngu í að lesa skáldsögur, teikna, skrifa ljóð og láta sig dreyma um að ferðast um frumskóga Afríku. Seinna „eyddi“ hún fjórum árum ævi sinnar í að rannsaka hornsíli, eina óhagnýtta fisk landsins. Í dag stundar hún rannsóknir og stendur að stofnun sprotafyrirtækja sem tengjast helstu atvinnuvegum Íslands. Það er nefnilega ekki alltaf augljóst hvaða bakgrunnur, menntun og rannsóknir verða til góðs. Þessu er vel lýst í hugvekjandi ræðu barnabókahöfundarins Neil Geiman frá 14. október síðastliðnum. Hann lýsir heimsókn sinni á ævintýra- og barnabókaráðstefnu í Kína. Líklega þá fyrstu sinnar tegundar þar í landi en kínversk stjórnvöld standa nú fyrir átaki um að auka lestur barna á teiknimyndasögum og vísindaskáldsögum.Undraverður árangur Af hverju? Jú, Kínverjar hafa náð undraverðum árangri í tæknilegri framleiðslu á síðustu árum en það vantar nýsköpun. Það var því gerð könnun meðal lykilstarfsmanna nokkurra bandarískra tæknifyrirtækja. Niðurstaðan var skýr, það sem þetta fólk átti sameiginlegt var að hafa „eytt“ sinni barnæsku í að lesa teiknimyndasögur, skáldsögur og láta sig dreyma. Það samfélag sem styður við ímyndunarafl, frjóa hugsun og frjálsar „rannsóknir“ ungs fólks hlýtur að vera það samfélag sem hvetur til áframhaldandi nýsköpunar, þróunar og vaxtar. Ekki fórna því.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar