Niðursetningur atvinnulífsins Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Þegar Alþingi tekur fjárlagafrumvarpið til umræðu ár hvert verður mönnum tíðrætt um forgangsröðun. Eðlilega. Ef niðurskurður er yfirvofandi fyrir Háskóla- og rannsóknastarfsemi – sem hann oft er – þá heyrast gjarnan raddir um mikilvægi háskóla og rannsókna fyrir atvinnulífið. Þessi rök heyrðust reyndar ekki síður þegar meira var um peninga í samfélaginu. Þá gjarnan í þeim tilgangi að styðja við uppbyggingu nýrra eininga sem skyldu jafnan reknar í sem nánustu samstarfi við atvinnulífið. Í þessu samhengi hafði orðið atvinnulíf oftar en ekki afskaplega þrönga merkingu. Það virðist vera landlægur skilningur á orðinu að það nái einungis yfir framleiðslugreinar, eða jafnvel ákveðinn hluta framleiðslugreina, þ.e. tækni og matvælaframleiðslu.Auðskilið Þegar beðið er um rökstuðning á þjónustuhlutverki Háskóla og rannsókna fyrir atvinnulífið erum við fljót að grípa til þekktra dæma um íslenskar hágæðarannsóknir á sviði læknisfræði, iðntækni og líftækni. Það er eitthvað svo auðvelt að nefna hvernig efnafræðilegar rannsóknir á íslenskum jurtum hafa orðið til framleiðslu lífvirkra efna, hvernig háskólarannsóknir hafa kollvarpað tækni í sjávarútvegi og hvatað stofnun aðþjóðlegra tæknifyrirtækja. Þetta er auðskilið. Það krefst kannski dýpri – og lengri – umræðu að skýra, t.d. hvernig grunnrannsóknir á fornmálum urðu undirstaða þeirrar samfélagsgerðar sem við þekkjum. Það er erfitt að ímynda sér samfélag þar sem ekki er unnið út frá siðferðilegum grundvallarreglum eða er án grunnþekkingar á sögu og tungumáli. Það er erfitt að ímynda sér sjávarútveg og landbúnað án grundvallarþekkingar á náttúru- og erfðafræði. Það er erfitt að ímynda sér samfélag – og fjölda atvinnugreina – án skáldsagna, tónlistar og myndlistar.Fléttast inn í allt lífið Grundvallarþekking nútímamannsins fléttast inn í allt okkar líf og er orðin svo sjálfsögð að við tökum sjaldan eftir henni. En það er nauðsynlegt að muna eftir því að forsendur okkar daglega lífs hafa orðið til vegna hugvits, ástríðu, dugnaðar og sköpunargáfu einstaklinga fyrri tíma. Þessir einstaklingar fengu tækifæri til að stunda sína sköpun og rannsóknir og við búum að því í dag. Ég þekkti einu sinni stelpu sem „eyddi“ mestum hluta sinnar skólagöngu í að lesa skáldsögur, teikna, skrifa ljóð og láta sig dreyma um að ferðast um frumskóga Afríku. Seinna „eyddi“ hún fjórum árum ævi sinnar í að rannsaka hornsíli, eina óhagnýtta fisk landsins. Í dag stundar hún rannsóknir og stendur að stofnun sprotafyrirtækja sem tengjast helstu atvinnuvegum Íslands. Það er nefnilega ekki alltaf augljóst hvaða bakgrunnur, menntun og rannsóknir verða til góðs. Þessu er vel lýst í hugvekjandi ræðu barnabókahöfundarins Neil Geiman frá 14. október síðastliðnum. Hann lýsir heimsókn sinni á ævintýra- og barnabókaráðstefnu í Kína. Líklega þá fyrstu sinnar tegundar þar í landi en kínversk stjórnvöld standa nú fyrir átaki um að auka lestur barna á teiknimyndasögum og vísindaskáldsögum.Undraverður árangur Af hverju? Jú, Kínverjar hafa náð undraverðum árangri í tæknilegri framleiðslu á síðustu árum en það vantar nýsköpun. Það var því gerð könnun meðal lykilstarfsmanna nokkurra bandarískra tæknifyrirtækja. Niðurstaðan var skýr, það sem þetta fólk átti sameiginlegt var að hafa „eytt“ sinni barnæsku í að lesa teiknimyndasögur, skáldsögur og láta sig dreyma. Það samfélag sem styður við ímyndunarafl, frjóa hugsun og frjálsar „rannsóknir“ ungs fólks hlýtur að vera það samfélag sem hvetur til áframhaldandi nýsköpunar, þróunar og vaxtar. Ekki fórna því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þegar Alþingi tekur fjárlagafrumvarpið til umræðu ár hvert verður mönnum tíðrætt um forgangsröðun. Eðlilega. Ef niðurskurður er yfirvofandi fyrir Háskóla- og rannsóknastarfsemi – sem hann oft er – þá heyrast gjarnan raddir um mikilvægi háskóla og rannsókna fyrir atvinnulífið. Þessi rök heyrðust reyndar ekki síður þegar meira var um peninga í samfélaginu. Þá gjarnan í þeim tilgangi að styðja við uppbyggingu nýrra eininga sem skyldu jafnan reknar í sem nánustu samstarfi við atvinnulífið. Í þessu samhengi hafði orðið atvinnulíf oftar en ekki afskaplega þrönga merkingu. Það virðist vera landlægur skilningur á orðinu að það nái einungis yfir framleiðslugreinar, eða jafnvel ákveðinn hluta framleiðslugreina, þ.e. tækni og matvælaframleiðslu.Auðskilið Þegar beðið er um rökstuðning á þjónustuhlutverki Háskóla og rannsókna fyrir atvinnulífið erum við fljót að grípa til þekktra dæma um íslenskar hágæðarannsóknir á sviði læknisfræði, iðntækni og líftækni. Það er eitthvað svo auðvelt að nefna hvernig efnafræðilegar rannsóknir á íslenskum jurtum hafa orðið til framleiðslu lífvirkra efna, hvernig háskólarannsóknir hafa kollvarpað tækni í sjávarútvegi og hvatað stofnun aðþjóðlegra tæknifyrirtækja. Þetta er auðskilið. Það krefst kannski dýpri – og lengri – umræðu að skýra, t.d. hvernig grunnrannsóknir á fornmálum urðu undirstaða þeirrar samfélagsgerðar sem við þekkjum. Það er erfitt að ímynda sér samfélag þar sem ekki er unnið út frá siðferðilegum grundvallarreglum eða er án grunnþekkingar á sögu og tungumáli. Það er erfitt að ímynda sér sjávarútveg og landbúnað án grundvallarþekkingar á náttúru- og erfðafræði. Það er erfitt að ímynda sér samfélag – og fjölda atvinnugreina – án skáldsagna, tónlistar og myndlistar.Fléttast inn í allt lífið Grundvallarþekking nútímamannsins fléttast inn í allt okkar líf og er orðin svo sjálfsögð að við tökum sjaldan eftir henni. En það er nauðsynlegt að muna eftir því að forsendur okkar daglega lífs hafa orðið til vegna hugvits, ástríðu, dugnaðar og sköpunargáfu einstaklinga fyrri tíma. Þessir einstaklingar fengu tækifæri til að stunda sína sköpun og rannsóknir og við búum að því í dag. Ég þekkti einu sinni stelpu sem „eyddi“ mestum hluta sinnar skólagöngu í að lesa skáldsögur, teikna, skrifa ljóð og láta sig dreyma um að ferðast um frumskóga Afríku. Seinna „eyddi“ hún fjórum árum ævi sinnar í að rannsaka hornsíli, eina óhagnýtta fisk landsins. Í dag stundar hún rannsóknir og stendur að stofnun sprotafyrirtækja sem tengjast helstu atvinnuvegum Íslands. Það er nefnilega ekki alltaf augljóst hvaða bakgrunnur, menntun og rannsóknir verða til góðs. Þessu er vel lýst í hugvekjandi ræðu barnabókahöfundarins Neil Geiman frá 14. október síðastliðnum. Hann lýsir heimsókn sinni á ævintýra- og barnabókaráðstefnu í Kína. Líklega þá fyrstu sinnar tegundar þar í landi en kínversk stjórnvöld standa nú fyrir átaki um að auka lestur barna á teiknimyndasögum og vísindaskáldsögum.Undraverður árangur Af hverju? Jú, Kínverjar hafa náð undraverðum árangri í tæknilegri framleiðslu á síðustu árum en það vantar nýsköpun. Það var því gerð könnun meðal lykilstarfsmanna nokkurra bandarískra tæknifyrirtækja. Niðurstaðan var skýr, það sem þetta fólk átti sameiginlegt var að hafa „eytt“ sinni barnæsku í að lesa teiknimyndasögur, skáldsögur og láta sig dreyma. Það samfélag sem styður við ímyndunarafl, frjóa hugsun og frjálsar „rannsóknir“ ungs fólks hlýtur að vera það samfélag sem hvetur til áframhaldandi nýsköpunar, þróunar og vaxtar. Ekki fórna því.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar