Heilbrigðismál – víða kreppir að Reynir Arngrímsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Fjárveitingar til heilbrigðismála eru undirstöðuatriði og grundvöllur allrar þjónustu við sjúka. Án viðunandi fjármögnunar sligast starfsemin undan álagi. Starfsmenn leggja árar í bát og eðlileg endurnýjun dregst saman. Á Íslandi hefur verið ánægjulegt að vinna að heilbrigðismálum. Greiða götu til betri heilsu. Allt frá einföldum ráðleggingum um viðbrögð við minniháttar kvillum upp í flóknustu aðgerðir og inngrip sem bjarga og lengja líf. Umfram allt bæta lífsgæði og þrek þjóðarinnar. Greina flókinn heilsufarsvanda og hafa úrræði til að bregðast við. Fjárlaganefnd Alþingis hefur svarað kalli um að endurskoða frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2014 og stefnir að því, að tillögu heilbrigðismálaráðherra, að bæta verulega úr möguleikum til endurnýjunar lækningatækja til að greina og meðhöndla sjúkdóma á stærstu sjúkrahúsum landsins á þessu kjörtímabili. Því ber að fagna. Ekki er allt sem sýnist. Víða kreppir að. Án frekara átaks til að snúa við brotthvarfi sérfræðilækna og tryggja viðunandi mönnun þ.ám. í krabbameinslækningum og heimilislækningum, er enn vá fyrir dyrum og hriktir í grunnstoðum samfélagsins. Í þeirri þjónustu sem mest á reynir þegar heilsu og lífi er ógnað.Ábyrgð alþingismanna Ekki verður undan því vikist af hálfu stjórnvalda og Alþingis að hrinda í framkvæmd nú þegar átaki til að tryggja viðunandi og eðlilega mönnun í læknisstöður. Gildir það jafnt um grunnþjónustu í heilsugæslu, heima í héraði, sem og sérhæfðari læknisstörf á heilsugæslustöðvum, landsbyggðarsjúkrahúsum og Landspítala. Vissulega er þetta kostnaðarsamt en sátt milli þjóðar og þings þarf að vera til staðar um hvers konar þjónustu beri að veita. Neyðarinngrip og handahófskennd endurskipulagning heilbrigðismála og viðvarandi úrræðaleysi, sem rekja má til of lítils fjárstreymis til málaflokksins, hefur gengið sér til húðar. Niðurskurðarkrafa á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eykur enn á öngþveiti í skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. Á þessu þarf að taka í yfirstandandi umræðu um fjárlög ársins 2014. Starfsaðstöðu og starfsumhverfi lækna þarf að stórbæta. Læknar og samtök þeirra hafa ítrekað bent á nauðsyn þess að allir landsmenn hafi skráðan heimilislækni eða ábyrgan sérfræðilækni. Á því er verulegur misbrestur og er Reykjavík þar ekki undanskilin. Að tryggja þurfi greiðan aðgang að sérfræðiþjónustu lækna og fjármagn sé veitt til að efla framhaldsmenntun lækna Íslandi. Alþingismenn bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni sem er ein af grunnstoðum velferðarsamfélagsins. Þeir munu ákvarða þjónustustig heilbrigðisþjónustunnar með atkvæði sínu við afgreiðslu fjárlaga 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fjárveitingar til heilbrigðismála eru undirstöðuatriði og grundvöllur allrar þjónustu við sjúka. Án viðunandi fjármögnunar sligast starfsemin undan álagi. Starfsmenn leggja árar í bát og eðlileg endurnýjun dregst saman. Á Íslandi hefur verið ánægjulegt að vinna að heilbrigðismálum. Greiða götu til betri heilsu. Allt frá einföldum ráðleggingum um viðbrögð við minniháttar kvillum upp í flóknustu aðgerðir og inngrip sem bjarga og lengja líf. Umfram allt bæta lífsgæði og þrek þjóðarinnar. Greina flókinn heilsufarsvanda og hafa úrræði til að bregðast við. Fjárlaganefnd Alþingis hefur svarað kalli um að endurskoða frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2014 og stefnir að því, að tillögu heilbrigðismálaráðherra, að bæta verulega úr möguleikum til endurnýjunar lækningatækja til að greina og meðhöndla sjúkdóma á stærstu sjúkrahúsum landsins á þessu kjörtímabili. Því ber að fagna. Ekki er allt sem sýnist. Víða kreppir að. Án frekara átaks til að snúa við brotthvarfi sérfræðilækna og tryggja viðunandi mönnun þ.ám. í krabbameinslækningum og heimilislækningum, er enn vá fyrir dyrum og hriktir í grunnstoðum samfélagsins. Í þeirri þjónustu sem mest á reynir þegar heilsu og lífi er ógnað.Ábyrgð alþingismanna Ekki verður undan því vikist af hálfu stjórnvalda og Alþingis að hrinda í framkvæmd nú þegar átaki til að tryggja viðunandi og eðlilega mönnun í læknisstöður. Gildir það jafnt um grunnþjónustu í heilsugæslu, heima í héraði, sem og sérhæfðari læknisstörf á heilsugæslustöðvum, landsbyggðarsjúkrahúsum og Landspítala. Vissulega er þetta kostnaðarsamt en sátt milli þjóðar og þings þarf að vera til staðar um hvers konar þjónustu beri að veita. Neyðarinngrip og handahófskennd endurskipulagning heilbrigðismála og viðvarandi úrræðaleysi, sem rekja má til of lítils fjárstreymis til málaflokksins, hefur gengið sér til húðar. Niðurskurðarkrafa á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eykur enn á öngþveiti í skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. Á þessu þarf að taka í yfirstandandi umræðu um fjárlög ársins 2014. Starfsaðstöðu og starfsumhverfi lækna þarf að stórbæta. Læknar og samtök þeirra hafa ítrekað bent á nauðsyn þess að allir landsmenn hafi skráðan heimilislækni eða ábyrgan sérfræðilækni. Á því er verulegur misbrestur og er Reykjavík þar ekki undanskilin. Að tryggja þurfi greiðan aðgang að sérfræðiþjónustu lækna og fjármagn sé veitt til að efla framhaldsmenntun lækna Íslandi. Alþingismenn bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni sem er ein af grunnstoðum velferðarsamfélagsins. Þeir munu ákvarða þjónustustig heilbrigðisþjónustunnar með atkvæði sínu við afgreiðslu fjárlaga 2014.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar