Heilbrigðismál – víða kreppir að Reynir Arngrímsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Fjárveitingar til heilbrigðismála eru undirstöðuatriði og grundvöllur allrar þjónustu við sjúka. Án viðunandi fjármögnunar sligast starfsemin undan álagi. Starfsmenn leggja árar í bát og eðlileg endurnýjun dregst saman. Á Íslandi hefur verið ánægjulegt að vinna að heilbrigðismálum. Greiða götu til betri heilsu. Allt frá einföldum ráðleggingum um viðbrögð við minniháttar kvillum upp í flóknustu aðgerðir og inngrip sem bjarga og lengja líf. Umfram allt bæta lífsgæði og þrek þjóðarinnar. Greina flókinn heilsufarsvanda og hafa úrræði til að bregðast við. Fjárlaganefnd Alþingis hefur svarað kalli um að endurskoða frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2014 og stefnir að því, að tillögu heilbrigðismálaráðherra, að bæta verulega úr möguleikum til endurnýjunar lækningatækja til að greina og meðhöndla sjúkdóma á stærstu sjúkrahúsum landsins á þessu kjörtímabili. Því ber að fagna. Ekki er allt sem sýnist. Víða kreppir að. Án frekara átaks til að snúa við brotthvarfi sérfræðilækna og tryggja viðunandi mönnun þ.ám. í krabbameinslækningum og heimilislækningum, er enn vá fyrir dyrum og hriktir í grunnstoðum samfélagsins. Í þeirri þjónustu sem mest á reynir þegar heilsu og lífi er ógnað.Ábyrgð alþingismanna Ekki verður undan því vikist af hálfu stjórnvalda og Alþingis að hrinda í framkvæmd nú þegar átaki til að tryggja viðunandi og eðlilega mönnun í læknisstöður. Gildir það jafnt um grunnþjónustu í heilsugæslu, heima í héraði, sem og sérhæfðari læknisstörf á heilsugæslustöðvum, landsbyggðarsjúkrahúsum og Landspítala. Vissulega er þetta kostnaðarsamt en sátt milli þjóðar og þings þarf að vera til staðar um hvers konar þjónustu beri að veita. Neyðarinngrip og handahófskennd endurskipulagning heilbrigðismála og viðvarandi úrræðaleysi, sem rekja má til of lítils fjárstreymis til málaflokksins, hefur gengið sér til húðar. Niðurskurðarkrafa á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eykur enn á öngþveiti í skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. Á þessu þarf að taka í yfirstandandi umræðu um fjárlög ársins 2014. Starfsaðstöðu og starfsumhverfi lækna þarf að stórbæta. Læknar og samtök þeirra hafa ítrekað bent á nauðsyn þess að allir landsmenn hafi skráðan heimilislækni eða ábyrgan sérfræðilækni. Á því er verulegur misbrestur og er Reykjavík þar ekki undanskilin. Að tryggja þurfi greiðan aðgang að sérfræðiþjónustu lækna og fjármagn sé veitt til að efla framhaldsmenntun lækna Íslandi. Alþingismenn bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni sem er ein af grunnstoðum velferðarsamfélagsins. Þeir munu ákvarða þjónustustig heilbrigðisþjónustunnar með atkvæði sínu við afgreiðslu fjárlaga 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fjárveitingar til heilbrigðismála eru undirstöðuatriði og grundvöllur allrar þjónustu við sjúka. Án viðunandi fjármögnunar sligast starfsemin undan álagi. Starfsmenn leggja árar í bát og eðlileg endurnýjun dregst saman. Á Íslandi hefur verið ánægjulegt að vinna að heilbrigðismálum. Greiða götu til betri heilsu. Allt frá einföldum ráðleggingum um viðbrögð við minniháttar kvillum upp í flóknustu aðgerðir og inngrip sem bjarga og lengja líf. Umfram allt bæta lífsgæði og þrek þjóðarinnar. Greina flókinn heilsufarsvanda og hafa úrræði til að bregðast við. Fjárlaganefnd Alþingis hefur svarað kalli um að endurskoða frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2014 og stefnir að því, að tillögu heilbrigðismálaráðherra, að bæta verulega úr möguleikum til endurnýjunar lækningatækja til að greina og meðhöndla sjúkdóma á stærstu sjúkrahúsum landsins á þessu kjörtímabili. Því ber að fagna. Ekki er allt sem sýnist. Víða kreppir að. Án frekara átaks til að snúa við brotthvarfi sérfræðilækna og tryggja viðunandi mönnun þ.ám. í krabbameinslækningum og heimilislækningum, er enn vá fyrir dyrum og hriktir í grunnstoðum samfélagsins. Í þeirri þjónustu sem mest á reynir þegar heilsu og lífi er ógnað.Ábyrgð alþingismanna Ekki verður undan því vikist af hálfu stjórnvalda og Alþingis að hrinda í framkvæmd nú þegar átaki til að tryggja viðunandi og eðlilega mönnun í læknisstöður. Gildir það jafnt um grunnþjónustu í heilsugæslu, heima í héraði, sem og sérhæfðari læknisstörf á heilsugæslustöðvum, landsbyggðarsjúkrahúsum og Landspítala. Vissulega er þetta kostnaðarsamt en sátt milli þjóðar og þings þarf að vera til staðar um hvers konar þjónustu beri að veita. Neyðarinngrip og handahófskennd endurskipulagning heilbrigðismála og viðvarandi úrræðaleysi, sem rekja má til of lítils fjárstreymis til málaflokksins, hefur gengið sér til húðar. Niðurskurðarkrafa á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eykur enn á öngþveiti í skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. Á þessu þarf að taka í yfirstandandi umræðu um fjárlög ársins 2014. Starfsaðstöðu og starfsumhverfi lækna þarf að stórbæta. Læknar og samtök þeirra hafa ítrekað bent á nauðsyn þess að allir landsmenn hafi skráðan heimilislækni eða ábyrgan sérfræðilækni. Á því er verulegur misbrestur og er Reykjavík þar ekki undanskilin. Að tryggja þurfi greiðan aðgang að sérfræðiþjónustu lækna og fjármagn sé veitt til að efla framhaldsmenntun lækna Íslandi. Alþingismenn bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni sem er ein af grunnstoðum velferðarsamfélagsins. Þeir munu ákvarða þjónustustig heilbrigðisþjónustunnar með atkvæði sínu við afgreiðslu fjárlaga 2014.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar