Heilbrigðismál – víða kreppir að Reynir Arngrímsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Fjárveitingar til heilbrigðismála eru undirstöðuatriði og grundvöllur allrar þjónustu við sjúka. Án viðunandi fjármögnunar sligast starfsemin undan álagi. Starfsmenn leggja árar í bát og eðlileg endurnýjun dregst saman. Á Íslandi hefur verið ánægjulegt að vinna að heilbrigðismálum. Greiða götu til betri heilsu. Allt frá einföldum ráðleggingum um viðbrögð við minniháttar kvillum upp í flóknustu aðgerðir og inngrip sem bjarga og lengja líf. Umfram allt bæta lífsgæði og þrek þjóðarinnar. Greina flókinn heilsufarsvanda og hafa úrræði til að bregðast við. Fjárlaganefnd Alþingis hefur svarað kalli um að endurskoða frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2014 og stefnir að því, að tillögu heilbrigðismálaráðherra, að bæta verulega úr möguleikum til endurnýjunar lækningatækja til að greina og meðhöndla sjúkdóma á stærstu sjúkrahúsum landsins á þessu kjörtímabili. Því ber að fagna. Ekki er allt sem sýnist. Víða kreppir að. Án frekara átaks til að snúa við brotthvarfi sérfræðilækna og tryggja viðunandi mönnun þ.ám. í krabbameinslækningum og heimilislækningum, er enn vá fyrir dyrum og hriktir í grunnstoðum samfélagsins. Í þeirri þjónustu sem mest á reynir þegar heilsu og lífi er ógnað.Ábyrgð alþingismanna Ekki verður undan því vikist af hálfu stjórnvalda og Alþingis að hrinda í framkvæmd nú þegar átaki til að tryggja viðunandi og eðlilega mönnun í læknisstöður. Gildir það jafnt um grunnþjónustu í heilsugæslu, heima í héraði, sem og sérhæfðari læknisstörf á heilsugæslustöðvum, landsbyggðarsjúkrahúsum og Landspítala. Vissulega er þetta kostnaðarsamt en sátt milli þjóðar og þings þarf að vera til staðar um hvers konar þjónustu beri að veita. Neyðarinngrip og handahófskennd endurskipulagning heilbrigðismála og viðvarandi úrræðaleysi, sem rekja má til of lítils fjárstreymis til málaflokksins, hefur gengið sér til húðar. Niðurskurðarkrafa á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eykur enn á öngþveiti í skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. Á þessu þarf að taka í yfirstandandi umræðu um fjárlög ársins 2014. Starfsaðstöðu og starfsumhverfi lækna þarf að stórbæta. Læknar og samtök þeirra hafa ítrekað bent á nauðsyn þess að allir landsmenn hafi skráðan heimilislækni eða ábyrgan sérfræðilækni. Á því er verulegur misbrestur og er Reykjavík þar ekki undanskilin. Að tryggja þurfi greiðan aðgang að sérfræðiþjónustu lækna og fjármagn sé veitt til að efla framhaldsmenntun lækna Íslandi. Alþingismenn bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni sem er ein af grunnstoðum velferðarsamfélagsins. Þeir munu ákvarða þjónustustig heilbrigðisþjónustunnar með atkvæði sínu við afgreiðslu fjárlaga 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Fjárveitingar til heilbrigðismála eru undirstöðuatriði og grundvöllur allrar þjónustu við sjúka. Án viðunandi fjármögnunar sligast starfsemin undan álagi. Starfsmenn leggja árar í bát og eðlileg endurnýjun dregst saman. Á Íslandi hefur verið ánægjulegt að vinna að heilbrigðismálum. Greiða götu til betri heilsu. Allt frá einföldum ráðleggingum um viðbrögð við minniháttar kvillum upp í flóknustu aðgerðir og inngrip sem bjarga og lengja líf. Umfram allt bæta lífsgæði og þrek þjóðarinnar. Greina flókinn heilsufarsvanda og hafa úrræði til að bregðast við. Fjárlaganefnd Alþingis hefur svarað kalli um að endurskoða frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2014 og stefnir að því, að tillögu heilbrigðismálaráðherra, að bæta verulega úr möguleikum til endurnýjunar lækningatækja til að greina og meðhöndla sjúkdóma á stærstu sjúkrahúsum landsins á þessu kjörtímabili. Því ber að fagna. Ekki er allt sem sýnist. Víða kreppir að. Án frekara átaks til að snúa við brotthvarfi sérfræðilækna og tryggja viðunandi mönnun þ.ám. í krabbameinslækningum og heimilislækningum, er enn vá fyrir dyrum og hriktir í grunnstoðum samfélagsins. Í þeirri þjónustu sem mest á reynir þegar heilsu og lífi er ógnað.Ábyrgð alþingismanna Ekki verður undan því vikist af hálfu stjórnvalda og Alþingis að hrinda í framkvæmd nú þegar átaki til að tryggja viðunandi og eðlilega mönnun í læknisstöður. Gildir það jafnt um grunnþjónustu í heilsugæslu, heima í héraði, sem og sérhæfðari læknisstörf á heilsugæslustöðvum, landsbyggðarsjúkrahúsum og Landspítala. Vissulega er þetta kostnaðarsamt en sátt milli þjóðar og þings þarf að vera til staðar um hvers konar þjónustu beri að veita. Neyðarinngrip og handahófskennd endurskipulagning heilbrigðismála og viðvarandi úrræðaleysi, sem rekja má til of lítils fjárstreymis til málaflokksins, hefur gengið sér til húðar. Niðurskurðarkrafa á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eykur enn á öngþveiti í skipulagi heilbrigðisþjónustunnar. Á þessu þarf að taka í yfirstandandi umræðu um fjárlög ársins 2014. Starfsaðstöðu og starfsumhverfi lækna þarf að stórbæta. Læknar og samtök þeirra hafa ítrekað bent á nauðsyn þess að allir landsmenn hafi skráðan heimilislækni eða ábyrgan sérfræðilækni. Á því er verulegur misbrestur og er Reykjavík þar ekki undanskilin. Að tryggja þurfi greiðan aðgang að sérfræðiþjónustu lækna og fjármagn sé veitt til að efla framhaldsmenntun lækna Íslandi. Alþingismenn bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni sem er ein af grunnstoðum velferðarsamfélagsins. Þeir munu ákvarða þjónustustig heilbrigðisþjónustunnar með atkvæði sínu við afgreiðslu fjárlaga 2014.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar