Alls konar mjólk er góð Brynhildur Pétursdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Fáar þjóðir leggja jafn mikið á sig til að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðarvörum og við Íslendingar. Það gerum við með því að leggja tolla og vörugjöld á innfluttar landbúnaðarvörur. Í einhverjum tilfellum flytjum við inn tollfrjálsar landbúnaðarvörur (vegna alþjóðlegra samninga um tollkvóta) en þá eru þeir tollkvótar boðnir út og það skilar sér á endanum út í verðlagið. Markmiðið með þessari stefnu er að þjóðin haldi sig við innlendar landbúnaðarafurðir og fúlsi við þeim erlendu verðlagsins vegna. Ég fæ ekki betur séð en að allir stjórnmálaflokkar sem verið hafa við völd styðji þessa verndarstefnu. Í byrjun síðasta kjörtímabils var meira að segja gefið í og tollar hækkaðir það mikið að seljendur töldu sér vart fært að standa í sölu á innfluttum landbúnaðarvörum. Nú hefur Björt framtíð lagt fram frumvarp sem snýr að því að afnema tolla og vörugjöld á staðgengdarvörur mjólkur, þ.e; hrís-, soja-, möndlu- og haframjólk. Þeir sem ekki neyta mjólkur eiga ekki að þurfa að gjalda fjárhagslega fyrir það og því er réttlætismál að tollar og vörugjöld af þessum vörum verði lögð niður hið snarasta. Verðmunurinn á mjólk og staðgengdarvörum hennar er víst nægur fyrir. Þetta er lítið en mikilvægt skref í rétta átt. Margir eru þeirrar skoðunar að vernda eigi innlenda landbúnaðarframleiðslu með öllum ráðum. Neytendum sé einfaldlega ekki treystandi fyrir því að velja „rétt“ þegar kemur að þessum málaflokki. Það er að mínu mati röng stefna. Frjáls markaður gengur jú út á að neytendur velji og hafni og eftir því sem þeir hafa meira val, því betra. Nú er það auðvitað ekki þannig að þau sem drekka kúamjólk hætti því þótt valkostunum fjölgi — hin eiga hins vegar fullan rétt á að velja eitthvað annað. Alls konar mjólk er nefnilega góð og það er ósanngjarnt að refsa þeim fjárhagslega sem vilja hella sojamjólk út á morgunkornið sitt. Um það eru eflaust allir sammála og ég á því ekki von á öðru en að þetta mál fái framgang á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fáar þjóðir leggja jafn mikið á sig til að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðarvörum og við Íslendingar. Það gerum við með því að leggja tolla og vörugjöld á innfluttar landbúnaðarvörur. Í einhverjum tilfellum flytjum við inn tollfrjálsar landbúnaðarvörur (vegna alþjóðlegra samninga um tollkvóta) en þá eru þeir tollkvótar boðnir út og það skilar sér á endanum út í verðlagið. Markmiðið með þessari stefnu er að þjóðin haldi sig við innlendar landbúnaðarafurðir og fúlsi við þeim erlendu verðlagsins vegna. Ég fæ ekki betur séð en að allir stjórnmálaflokkar sem verið hafa við völd styðji þessa verndarstefnu. Í byrjun síðasta kjörtímabils var meira að segja gefið í og tollar hækkaðir það mikið að seljendur töldu sér vart fært að standa í sölu á innfluttum landbúnaðarvörum. Nú hefur Björt framtíð lagt fram frumvarp sem snýr að því að afnema tolla og vörugjöld á staðgengdarvörur mjólkur, þ.e; hrís-, soja-, möndlu- og haframjólk. Þeir sem ekki neyta mjólkur eiga ekki að þurfa að gjalda fjárhagslega fyrir það og því er réttlætismál að tollar og vörugjöld af þessum vörum verði lögð niður hið snarasta. Verðmunurinn á mjólk og staðgengdarvörum hennar er víst nægur fyrir. Þetta er lítið en mikilvægt skref í rétta átt. Margir eru þeirrar skoðunar að vernda eigi innlenda landbúnaðarframleiðslu með öllum ráðum. Neytendum sé einfaldlega ekki treystandi fyrir því að velja „rétt“ þegar kemur að þessum málaflokki. Það er að mínu mati röng stefna. Frjáls markaður gengur jú út á að neytendur velji og hafni og eftir því sem þeir hafa meira val, því betra. Nú er það auðvitað ekki þannig að þau sem drekka kúamjólk hætti því þótt valkostunum fjölgi — hin eiga hins vegar fullan rétt á að velja eitthvað annað. Alls konar mjólk er nefnilega góð og það er ósanngjarnt að refsa þeim fjárhagslega sem vilja hella sojamjólk út á morgunkornið sitt. Um það eru eflaust allir sammála og ég á því ekki von á öðru en að þetta mál fái framgang á Alþingi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar