Alls konar mjólk er góð Brynhildur Pétursdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Fáar þjóðir leggja jafn mikið á sig til að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðarvörum og við Íslendingar. Það gerum við með því að leggja tolla og vörugjöld á innfluttar landbúnaðarvörur. Í einhverjum tilfellum flytjum við inn tollfrjálsar landbúnaðarvörur (vegna alþjóðlegra samninga um tollkvóta) en þá eru þeir tollkvótar boðnir út og það skilar sér á endanum út í verðlagið. Markmiðið með þessari stefnu er að þjóðin haldi sig við innlendar landbúnaðarafurðir og fúlsi við þeim erlendu verðlagsins vegna. Ég fæ ekki betur séð en að allir stjórnmálaflokkar sem verið hafa við völd styðji þessa verndarstefnu. Í byrjun síðasta kjörtímabils var meira að segja gefið í og tollar hækkaðir það mikið að seljendur töldu sér vart fært að standa í sölu á innfluttum landbúnaðarvörum. Nú hefur Björt framtíð lagt fram frumvarp sem snýr að því að afnema tolla og vörugjöld á staðgengdarvörur mjólkur, þ.e; hrís-, soja-, möndlu- og haframjólk. Þeir sem ekki neyta mjólkur eiga ekki að þurfa að gjalda fjárhagslega fyrir það og því er réttlætismál að tollar og vörugjöld af þessum vörum verði lögð niður hið snarasta. Verðmunurinn á mjólk og staðgengdarvörum hennar er víst nægur fyrir. Þetta er lítið en mikilvægt skref í rétta átt. Margir eru þeirrar skoðunar að vernda eigi innlenda landbúnaðarframleiðslu með öllum ráðum. Neytendum sé einfaldlega ekki treystandi fyrir því að velja „rétt“ þegar kemur að þessum málaflokki. Það er að mínu mati röng stefna. Frjáls markaður gengur jú út á að neytendur velji og hafni og eftir því sem þeir hafa meira val, því betra. Nú er það auðvitað ekki þannig að þau sem drekka kúamjólk hætti því þótt valkostunum fjölgi — hin eiga hins vegar fullan rétt á að velja eitthvað annað. Alls konar mjólk er nefnilega góð og það er ósanngjarnt að refsa þeim fjárhagslega sem vilja hella sojamjólk út á morgunkornið sitt. Um það eru eflaust allir sammála og ég á því ekki von á öðru en að þetta mál fái framgang á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fáar þjóðir leggja jafn mikið á sig til að koma í veg fyrir innflutning á landbúnaðarvörum og við Íslendingar. Það gerum við með því að leggja tolla og vörugjöld á innfluttar landbúnaðarvörur. Í einhverjum tilfellum flytjum við inn tollfrjálsar landbúnaðarvörur (vegna alþjóðlegra samninga um tollkvóta) en þá eru þeir tollkvótar boðnir út og það skilar sér á endanum út í verðlagið. Markmiðið með þessari stefnu er að þjóðin haldi sig við innlendar landbúnaðarafurðir og fúlsi við þeim erlendu verðlagsins vegna. Ég fæ ekki betur séð en að allir stjórnmálaflokkar sem verið hafa við völd styðji þessa verndarstefnu. Í byrjun síðasta kjörtímabils var meira að segja gefið í og tollar hækkaðir það mikið að seljendur töldu sér vart fært að standa í sölu á innfluttum landbúnaðarvörum. Nú hefur Björt framtíð lagt fram frumvarp sem snýr að því að afnema tolla og vörugjöld á staðgengdarvörur mjólkur, þ.e; hrís-, soja-, möndlu- og haframjólk. Þeir sem ekki neyta mjólkur eiga ekki að þurfa að gjalda fjárhagslega fyrir það og því er réttlætismál að tollar og vörugjöld af þessum vörum verði lögð niður hið snarasta. Verðmunurinn á mjólk og staðgengdarvörum hennar er víst nægur fyrir. Þetta er lítið en mikilvægt skref í rétta átt. Margir eru þeirrar skoðunar að vernda eigi innlenda landbúnaðarframleiðslu með öllum ráðum. Neytendum sé einfaldlega ekki treystandi fyrir því að velja „rétt“ þegar kemur að þessum málaflokki. Það er að mínu mati röng stefna. Frjáls markaður gengur jú út á að neytendur velji og hafni og eftir því sem þeir hafa meira val, því betra. Nú er það auðvitað ekki þannig að þau sem drekka kúamjólk hætti því þótt valkostunum fjölgi — hin eiga hins vegar fullan rétt á að velja eitthvað annað. Alls konar mjólk er nefnilega góð og það er ósanngjarnt að refsa þeim fjárhagslega sem vilja hella sojamjólk út á morgunkornið sitt. Um það eru eflaust allir sammála og ég á því ekki von á öðru en að þetta mál fái framgang á Alþingi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar