Ert þú aldrei í vinnunni? Siggeir F. Ævarsson skrifar 11. desember 2013 06:00 Í eldhúsinu heima hjá mér hangir stundataflan mín. Þar sést svart á hvítu að ég er aldrei í vinnunni. Þetta eru bara einhverjir örfáir tímar á viku, nær ekki einu sinni fullri 40 tíma vinnuviku. Þar fyrir utan eru líka alltaf starfsdagar, og þá er ég ekki í vinnunni. Svo er ég líka í löngu jóla-, páska- og sumarfríi. Ég er hreinlega aldrei í vinnunni, það er mesta furða að ég komi nokkrum sköpuðum hlut í verk! Samkennari minn skipti um starfsvettvang á vordögum og fór að vinna „venjulega“ 9-5 vinnu hjá einkafyrirtæki. Aðspurður um helsta muninn á störfunum stóð ekki á svari: „Þegar ég er búinn í vinnunni klukkan fimm, þá er ég búinn í vinnunni.“ Það gera sér nefnilega kannski ekki allir grein fyrir því, en vinnan sem kennarar vinna utan stundatöflu er geigvænleg og verður sennilega seint metin til fjár. Í það minnsta endurspegla launin okkar ekki þessa vinnu. Kennari í fullri stöðu hefur á sinni ábyrgð u.þ.b. 120 nemendur. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að átta sig á því að allt utanumhald með slíkan fjölda nemenda tekur gríðarlegan tíma. Ef ég gef mér ekki nema litlar fimm mínútur til að fara yfir hvert verkefni tekur það mig tíu klukkutíma að fara yfir verkefni við hver einustu skil. Svo má reikna með því að hver nemandi skili tíu verkefnum yfir önnina, þannig að mjög varlega áætlað fara 100 klukkustundir í verkefnayfirferð. Sennilega fer þó miklu meiri tími í þetta og þá er ótalinn allur tíminn sem fer í að búa verkefnin til og annan tilfallandi undirbúning.Æ stífari kröfur Í fullkomnum heimi fæ ég í hendurnar fjóra hópa í upphafi annar sem ég kenni sama námsefnið og legg sömu verkefnin fyrir alla. Þannig nást fram ákveðin samlegðaráhrif og vinnan mín verður ögn þægilegri. En það er útópía sem ég hef ekki enn upplifað. Oftar en ekki eru kennarar með 3-5 ólík námsefni á lofti á hverri önn sem öll útheimta jafn mikla vinnu sem þarf að vinna frá grunni fyrir og eftir hverja og eina einustu kennslustund. Á sama tíma eru gerðar æ stífari kröfur um einstaklingsmiðað nám og símat, sem verður ekki annað en innantómt orðagjálfur þegar hópastærðir eru þandar til hins ýtrasta. Álagið verður slíkt á kennara að hætt er við að þeir brenni fljótt út í starfi og leiti á önnur mið. Önn eftir önn halda örþreyttir og úttaugaðir kennarar í sín löngu frí. Eða hvað? Sveigjanlegur vinnutími er vissulega eitthvað sem lokkaði þegar ég valdi mér starfsvettvang. En eftir að hafa reynt kerfið á eigin skinni í þrjú ár væri ég satt best að segja alveg tilbúinn að skipta á sveigjanleikanum og betri launum. Á þessum stutta tíma sem ég hef verið kennari hef ég einnig unnið eftirtalin störf, öll í mínum meintu fríum: Sem dyravörður, við að steikja hamborgara, sem ísbílstjóri, unnið við þýðingar og prófarkalestur, verið fiskverkunarmaður og unnið við löndun. Vinnan göfgar vissulega manninn, en mér þætti ákjósanlegra ef mitt aðalstarf myndi duga til að framfleyta fjölskyldunni minni. Ég er nefnilega alltaf í vinnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í eldhúsinu heima hjá mér hangir stundataflan mín. Þar sést svart á hvítu að ég er aldrei í vinnunni. Þetta eru bara einhverjir örfáir tímar á viku, nær ekki einu sinni fullri 40 tíma vinnuviku. Þar fyrir utan eru líka alltaf starfsdagar, og þá er ég ekki í vinnunni. Svo er ég líka í löngu jóla-, páska- og sumarfríi. Ég er hreinlega aldrei í vinnunni, það er mesta furða að ég komi nokkrum sköpuðum hlut í verk! Samkennari minn skipti um starfsvettvang á vordögum og fór að vinna „venjulega“ 9-5 vinnu hjá einkafyrirtæki. Aðspurður um helsta muninn á störfunum stóð ekki á svari: „Þegar ég er búinn í vinnunni klukkan fimm, þá er ég búinn í vinnunni.“ Það gera sér nefnilega kannski ekki allir grein fyrir því, en vinnan sem kennarar vinna utan stundatöflu er geigvænleg og verður sennilega seint metin til fjár. Í það minnsta endurspegla launin okkar ekki þessa vinnu. Kennari í fullri stöðu hefur á sinni ábyrgð u.þ.b. 120 nemendur. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að átta sig á því að allt utanumhald með slíkan fjölda nemenda tekur gríðarlegan tíma. Ef ég gef mér ekki nema litlar fimm mínútur til að fara yfir hvert verkefni tekur það mig tíu klukkutíma að fara yfir verkefni við hver einustu skil. Svo má reikna með því að hver nemandi skili tíu verkefnum yfir önnina, þannig að mjög varlega áætlað fara 100 klukkustundir í verkefnayfirferð. Sennilega fer þó miklu meiri tími í þetta og þá er ótalinn allur tíminn sem fer í að búa verkefnin til og annan tilfallandi undirbúning.Æ stífari kröfur Í fullkomnum heimi fæ ég í hendurnar fjóra hópa í upphafi annar sem ég kenni sama námsefnið og legg sömu verkefnin fyrir alla. Þannig nást fram ákveðin samlegðaráhrif og vinnan mín verður ögn þægilegri. En það er útópía sem ég hef ekki enn upplifað. Oftar en ekki eru kennarar með 3-5 ólík námsefni á lofti á hverri önn sem öll útheimta jafn mikla vinnu sem þarf að vinna frá grunni fyrir og eftir hverja og eina einustu kennslustund. Á sama tíma eru gerðar æ stífari kröfur um einstaklingsmiðað nám og símat, sem verður ekki annað en innantómt orðagjálfur þegar hópastærðir eru þandar til hins ýtrasta. Álagið verður slíkt á kennara að hætt er við að þeir brenni fljótt út í starfi og leiti á önnur mið. Önn eftir önn halda örþreyttir og úttaugaðir kennarar í sín löngu frí. Eða hvað? Sveigjanlegur vinnutími er vissulega eitthvað sem lokkaði þegar ég valdi mér starfsvettvang. En eftir að hafa reynt kerfið á eigin skinni í þrjú ár væri ég satt best að segja alveg tilbúinn að skipta á sveigjanleikanum og betri launum. Á þessum stutta tíma sem ég hef verið kennari hef ég einnig unnið eftirtalin störf, öll í mínum meintu fríum: Sem dyravörður, við að steikja hamborgara, sem ísbílstjóri, unnið við þýðingar og prófarkalestur, verið fiskverkunarmaður og unnið við löndun. Vinnan göfgar vissulega manninn, en mér þætti ákjósanlegra ef mitt aðalstarf myndi duga til að framfleyta fjölskyldunni minni. Ég er nefnilega alltaf í vinnunni.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun