
Hvað er kynbundið ofbeldi?
Í mjög stuttu máli er kynbundið ofbeldi það sem einstaklingur verður fyrir eða þarf að þola vegna þess að hann er af einhverju tilteknu kyni. Oftast er talað um kynbundið ofbeldi í tengslum við konur sem fórnarlömb og karla sem gerendur. Það er þó ekki eina tegundin. Því karlar geta líka orðið fyrir kynbundnu ofbeldi sem og börn. En þá væri kannski réttast að tala um aldursbundið ofbeldi.
Einhvers misskilnings gætir þó hjá sumum gagnrýnendum þessarar umræðu: eða það að taka út ofbeldi gagnvart konum sérstaklega þegar ræða á um kynbundið ofbeldi og segja að karlar verði fyrir fullt af grófum ofbeldisbrotum, líkamsárásum, morðum o.fl.
Það er vissulega rétt en maður sem er drepinn í stríði eða laminn í gengjastríði vegna fíkniefna verður hins vegar ekki fyrir kynbundnu ofbeldi, þótt ofbeldi sé. Þarna eru menn drepnir eða barðir af því að þeir eru hermenn eða af því að þeir eru í fíkniefnaviðskiptum o.s.frv.
Ekki bara af því að þeir eru karlmenn. Ef hermaðurinn í þessu tilviki eða gengjaglæpamaðurinn hefði verið kona hefði hún pottþétt líka verið drepin eða lamin. Hins vegar þegar konu er nauðgað eða þegar líkamspartar hennar eru notaðir eða það að hún hafi minni líkamlegan styrk af því að hún er kona telst kynbundið ofbeldi. Karlmanni yrði að öllum líkindum ekki nauðgað af þeim árásarmanni í því tilviki þótt karlmenn verði því miður líka fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Dæmi um kynbundið ofbeldi gagnvart körlum væri hins vegar sú tilhneiging réttar- og félagskerfisins að dæma af þeim forræðið. Sem er oft gert eingöngu vegna þess að þeir eru af tilteknu kyni og mæðrarétturinn er of sterkur. Það er dæmi um kynbundið ofbeldi (af félagslegum og tilfinningalegum toga) gagnvart körlum.
Hins vegar myndi alveg vera réttlætanleg túlkun að samfélagið væri að beita karlmenn og drengi kynbundnu ofbeldi með því að skylda þá í herinn (frekar en konur) eða með staðalímyndinni um „sterka karlmanninn“ sem má ekki sýna tilfinningar og villist því gjarnan af leið og fer í glæpi eða fíkniefnaneyslu.
Þetta er sama samfélagið og femínistar eru að berjast gegn. Þetta er samfélagið sem viðheldur staðalímyndum gagnvart báðum kynjum (og ýmsu öðru) þannig að þetta er sama baráttan. Umræða um kynbundið ofbeldi gagnast ekki bara konum. Femínismi eins og ég skil hann gagnast ekki síður körlum, börnum, samkynhneigðum eða hvers kyns minnihlutahópum sem verða fyrir órétti þá og þess vegna eingöngu að þau eru eins og þau eru frá náttúrunnar hendi; með píku, vilja elska sama kyn eða fótalaus.
Stöndum því saman gagnvart hvers kyns ofbeldi og áttum okkur á að umræða og barátta gegn einni tegund er ekki árás eða til að minnka vægi annars ofbeldis. Eða dettur einhverjum í hug að femínista sem berst gegn kynbundnu ofbeldi finnist síður mikilvægt að berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum? Eða ofbeldi gagnvart fólki vegna kynhneigðar eða trúarbragða?
Hættum að tala í kross og förum að tala saman og vinna gegn öllu ofbeldi með samstilltu átaki.
Skoðun

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – grundvöllur farsællar framtíðar
Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

Gjörðir okkar hafa veruleg áhrif á tilfinningar okkar
Ingrid Kuhlman skrifar

Hvers vegna eru biðlistar í fangelsi?
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Frelsi leikskólanna
Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Tilraun um stefnubreytingu í leikskólamálum
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Sjúkraþyrlur
Atli Már Markússon skrifar

Passaðu púlsinn í desember
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Birgir Þórarinsson dragi ummæli sín til baka
Gunnar Waage skrifar

Til stjórnar Breiðabliks
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur
Steindór Þórarinsson skrifar

Nektardansstaðirnir og mansal
Drífa Snædal skrifar

Mikilvægi öryggis, tengsla og tilfinninga - opið bréf til ráðherra
Valgerður H. Bjarnadóttir skrifar

Lilja Alfreðsdóttir úti á túni með seðlabankastjóra
Örn Karlsson skrifar

Húsagi – Húsreglur
Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar

Þjóðarmorð í beinni útsendingu
Urður Hákonardóttir skrifar

Kynbundið ofbeldi og þjóðarmorð
Katrín Harðardóttir skrifar

Evrópudagur sjúkraliða
Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar

Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum
Anna Lára Steindal skrifar

Ljósin eru að slökkna
Ágúst Ásgrímsson skrifar

Er haframjólk full af eiturefnum?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Rósa Líf Darradóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar

Lítum ekki undan
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Það verður að takmarka skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði
Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Samfélagsleg ábyrgð Arnarlax; skaðar handbolta jafnt og náttúruna
Friðleifur E. Guðmundsson skrifar

Kaffi eða jafnrétti?
Stella Samúelsdóttir skrifar

Aukin skilvirkni í samrunamálum
Sævar Þór Jónsson skrifar

Heildarlög um sjávarútveg
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Falleinkunn matvælaráðherra og MAST - hluti II - blóðmerar
Árni Stefán Árnason skrifar

Skammist ykkar, Intuens!
Eyjólfur Þorkelsson skrifar

Aldan í Þorlákshöfn
Óliver Hilmarsson skrifar

Er sérstök hæfileikamótun í barna- og unglingaíþróttum góð hugmynd?
Viðar Halldórsson skrifar