Hvað er kynbundið ofbeldi? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 10. desember 2013 06:00 Vegna átaks sem nú er í gangi gegn kynbundnu ofbeldi er ekki úr vegi að skilgreina hugtakið aðeins. Ekki bara vegna þess að mér finnst sumir misskilja það heldur líka til að auðvelda fólki að tala saman og um sama hlut þegar það rökræðir. Í mjög stuttu máli er kynbundið ofbeldi það sem einstaklingur verður fyrir eða þarf að þola vegna þess að hann er af einhverju tilteknu kyni. Oftast er talað um kynbundið ofbeldi í tengslum við konur sem fórnarlömb og karla sem gerendur. Það er þó ekki eina tegundin. Því karlar geta líka orðið fyrir kynbundnu ofbeldi sem og börn. En þá væri kannski réttast að tala um aldursbundið ofbeldi. Einhvers misskilnings gætir þó hjá sumum gagnrýnendum þessarar umræðu: eða það að taka út ofbeldi gagnvart konum sérstaklega þegar ræða á um kynbundið ofbeldi og segja að karlar verði fyrir fullt af grófum ofbeldisbrotum, líkamsárásum, morðum o.fl. Það er vissulega rétt en maður sem er drepinn í stríði eða laminn í gengjastríði vegna fíkniefna verður hins vegar ekki fyrir kynbundnu ofbeldi, þótt ofbeldi sé. Þarna eru menn drepnir eða barðir af því að þeir eru hermenn eða af því að þeir eru í fíkniefnaviðskiptum o.s.frv. Ekki bara af því að þeir eru karlmenn. Ef hermaðurinn í þessu tilviki eða gengjaglæpamaðurinn hefði verið kona hefði hún pottþétt líka verið drepin eða lamin. Hins vegar þegar konu er nauðgað eða þegar líkamspartar hennar eru notaðir eða það að hún hafi minni líkamlegan styrk af því að hún er kona telst kynbundið ofbeldi. Karlmanni yrði að öllum líkindum ekki nauðgað af þeim árásarmanni í því tilviki þótt karlmenn verði því miður líka fyrir kynferðislegu ofbeldi. Dæmi um kynbundið ofbeldi gagnvart körlum væri hins vegar sú tilhneiging réttar- og félagskerfisins að dæma af þeim forræðið. Sem er oft gert eingöngu vegna þess að þeir eru af tilteknu kyni og mæðrarétturinn er of sterkur. Það er dæmi um kynbundið ofbeldi (af félagslegum og tilfinningalegum toga) gagnvart körlum. Hins vegar myndi alveg vera réttlætanleg túlkun að samfélagið væri að beita karlmenn og drengi kynbundnu ofbeldi með því að skylda þá í herinn (frekar en konur) eða með staðalímyndinni um „sterka karlmanninn“ sem má ekki sýna tilfinningar og villist því gjarnan af leið og fer í glæpi eða fíkniefnaneyslu. Þetta er sama samfélagið og femínistar eru að berjast gegn. Þetta er samfélagið sem viðheldur staðalímyndum gagnvart báðum kynjum (og ýmsu öðru) þannig að þetta er sama baráttan. Umræða um kynbundið ofbeldi gagnast ekki bara konum. Femínismi eins og ég skil hann gagnast ekki síður körlum, börnum, samkynhneigðum eða hvers kyns minnihlutahópum sem verða fyrir órétti þá og þess vegna eingöngu að þau eru eins og þau eru frá náttúrunnar hendi; með píku, vilja elska sama kyn eða fótalaus. Stöndum því saman gagnvart hvers kyns ofbeldi og áttum okkur á að umræða og barátta gegn einni tegund er ekki árás eða til að minnka vægi annars ofbeldis. Eða dettur einhverjum í hug að femínista sem berst gegn kynbundnu ofbeldi finnist síður mikilvægt að berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum? Eða ofbeldi gagnvart fólki vegna kynhneigðar eða trúarbragða? Hættum að tala í kross og förum að tala saman og vinna gegn öllu ofbeldi með samstilltu átaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Vegna átaks sem nú er í gangi gegn kynbundnu ofbeldi er ekki úr vegi að skilgreina hugtakið aðeins. Ekki bara vegna þess að mér finnst sumir misskilja það heldur líka til að auðvelda fólki að tala saman og um sama hlut þegar það rökræðir. Í mjög stuttu máli er kynbundið ofbeldi það sem einstaklingur verður fyrir eða þarf að þola vegna þess að hann er af einhverju tilteknu kyni. Oftast er talað um kynbundið ofbeldi í tengslum við konur sem fórnarlömb og karla sem gerendur. Það er þó ekki eina tegundin. Því karlar geta líka orðið fyrir kynbundnu ofbeldi sem og börn. En þá væri kannski réttast að tala um aldursbundið ofbeldi. Einhvers misskilnings gætir þó hjá sumum gagnrýnendum þessarar umræðu: eða það að taka út ofbeldi gagnvart konum sérstaklega þegar ræða á um kynbundið ofbeldi og segja að karlar verði fyrir fullt af grófum ofbeldisbrotum, líkamsárásum, morðum o.fl. Það er vissulega rétt en maður sem er drepinn í stríði eða laminn í gengjastríði vegna fíkniefna verður hins vegar ekki fyrir kynbundnu ofbeldi, þótt ofbeldi sé. Þarna eru menn drepnir eða barðir af því að þeir eru hermenn eða af því að þeir eru í fíkniefnaviðskiptum o.s.frv. Ekki bara af því að þeir eru karlmenn. Ef hermaðurinn í þessu tilviki eða gengjaglæpamaðurinn hefði verið kona hefði hún pottþétt líka verið drepin eða lamin. Hins vegar þegar konu er nauðgað eða þegar líkamspartar hennar eru notaðir eða það að hún hafi minni líkamlegan styrk af því að hún er kona telst kynbundið ofbeldi. Karlmanni yrði að öllum líkindum ekki nauðgað af þeim árásarmanni í því tilviki þótt karlmenn verði því miður líka fyrir kynferðislegu ofbeldi. Dæmi um kynbundið ofbeldi gagnvart körlum væri hins vegar sú tilhneiging réttar- og félagskerfisins að dæma af þeim forræðið. Sem er oft gert eingöngu vegna þess að þeir eru af tilteknu kyni og mæðrarétturinn er of sterkur. Það er dæmi um kynbundið ofbeldi (af félagslegum og tilfinningalegum toga) gagnvart körlum. Hins vegar myndi alveg vera réttlætanleg túlkun að samfélagið væri að beita karlmenn og drengi kynbundnu ofbeldi með því að skylda þá í herinn (frekar en konur) eða með staðalímyndinni um „sterka karlmanninn“ sem má ekki sýna tilfinningar og villist því gjarnan af leið og fer í glæpi eða fíkniefnaneyslu. Þetta er sama samfélagið og femínistar eru að berjast gegn. Þetta er samfélagið sem viðheldur staðalímyndum gagnvart báðum kynjum (og ýmsu öðru) þannig að þetta er sama baráttan. Umræða um kynbundið ofbeldi gagnast ekki bara konum. Femínismi eins og ég skil hann gagnast ekki síður körlum, börnum, samkynhneigðum eða hvers kyns minnihlutahópum sem verða fyrir órétti þá og þess vegna eingöngu að þau eru eins og þau eru frá náttúrunnar hendi; með píku, vilja elska sama kyn eða fótalaus. Stöndum því saman gagnvart hvers kyns ofbeldi og áttum okkur á að umræða og barátta gegn einni tegund er ekki árás eða til að minnka vægi annars ofbeldis. Eða dettur einhverjum í hug að femínista sem berst gegn kynbundnu ofbeldi finnist síður mikilvægt að berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum? Eða ofbeldi gagnvart fólki vegna kynhneigðar eða trúarbragða? Hættum að tala í kross og förum að tala saman og vinna gegn öllu ofbeldi með samstilltu átaki.
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun