Hvað er kynbundið ofbeldi? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 10. desember 2013 06:00 Vegna átaks sem nú er í gangi gegn kynbundnu ofbeldi er ekki úr vegi að skilgreina hugtakið aðeins. Ekki bara vegna þess að mér finnst sumir misskilja það heldur líka til að auðvelda fólki að tala saman og um sama hlut þegar það rökræðir. Í mjög stuttu máli er kynbundið ofbeldi það sem einstaklingur verður fyrir eða þarf að þola vegna þess að hann er af einhverju tilteknu kyni. Oftast er talað um kynbundið ofbeldi í tengslum við konur sem fórnarlömb og karla sem gerendur. Það er þó ekki eina tegundin. Því karlar geta líka orðið fyrir kynbundnu ofbeldi sem og börn. En þá væri kannski réttast að tala um aldursbundið ofbeldi. Einhvers misskilnings gætir þó hjá sumum gagnrýnendum þessarar umræðu: eða það að taka út ofbeldi gagnvart konum sérstaklega þegar ræða á um kynbundið ofbeldi og segja að karlar verði fyrir fullt af grófum ofbeldisbrotum, líkamsárásum, morðum o.fl. Það er vissulega rétt en maður sem er drepinn í stríði eða laminn í gengjastríði vegna fíkniefna verður hins vegar ekki fyrir kynbundnu ofbeldi, þótt ofbeldi sé. Þarna eru menn drepnir eða barðir af því að þeir eru hermenn eða af því að þeir eru í fíkniefnaviðskiptum o.s.frv. Ekki bara af því að þeir eru karlmenn. Ef hermaðurinn í þessu tilviki eða gengjaglæpamaðurinn hefði verið kona hefði hún pottþétt líka verið drepin eða lamin. Hins vegar þegar konu er nauðgað eða þegar líkamspartar hennar eru notaðir eða það að hún hafi minni líkamlegan styrk af því að hún er kona telst kynbundið ofbeldi. Karlmanni yrði að öllum líkindum ekki nauðgað af þeim árásarmanni í því tilviki þótt karlmenn verði því miður líka fyrir kynferðislegu ofbeldi. Dæmi um kynbundið ofbeldi gagnvart körlum væri hins vegar sú tilhneiging réttar- og félagskerfisins að dæma af þeim forræðið. Sem er oft gert eingöngu vegna þess að þeir eru af tilteknu kyni og mæðrarétturinn er of sterkur. Það er dæmi um kynbundið ofbeldi (af félagslegum og tilfinningalegum toga) gagnvart körlum. Hins vegar myndi alveg vera réttlætanleg túlkun að samfélagið væri að beita karlmenn og drengi kynbundnu ofbeldi með því að skylda þá í herinn (frekar en konur) eða með staðalímyndinni um „sterka karlmanninn“ sem má ekki sýna tilfinningar og villist því gjarnan af leið og fer í glæpi eða fíkniefnaneyslu. Þetta er sama samfélagið og femínistar eru að berjast gegn. Þetta er samfélagið sem viðheldur staðalímyndum gagnvart báðum kynjum (og ýmsu öðru) þannig að þetta er sama baráttan. Umræða um kynbundið ofbeldi gagnast ekki bara konum. Femínismi eins og ég skil hann gagnast ekki síður körlum, börnum, samkynhneigðum eða hvers kyns minnihlutahópum sem verða fyrir órétti þá og þess vegna eingöngu að þau eru eins og þau eru frá náttúrunnar hendi; með píku, vilja elska sama kyn eða fótalaus. Stöndum því saman gagnvart hvers kyns ofbeldi og áttum okkur á að umræða og barátta gegn einni tegund er ekki árás eða til að minnka vægi annars ofbeldis. Eða dettur einhverjum í hug að femínista sem berst gegn kynbundnu ofbeldi finnist síður mikilvægt að berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum? Eða ofbeldi gagnvart fólki vegna kynhneigðar eða trúarbragða? Hættum að tala í kross og förum að tala saman og vinna gegn öllu ofbeldi með samstilltu átaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Vegna átaks sem nú er í gangi gegn kynbundnu ofbeldi er ekki úr vegi að skilgreina hugtakið aðeins. Ekki bara vegna þess að mér finnst sumir misskilja það heldur líka til að auðvelda fólki að tala saman og um sama hlut þegar það rökræðir. Í mjög stuttu máli er kynbundið ofbeldi það sem einstaklingur verður fyrir eða þarf að þola vegna þess að hann er af einhverju tilteknu kyni. Oftast er talað um kynbundið ofbeldi í tengslum við konur sem fórnarlömb og karla sem gerendur. Það er þó ekki eina tegundin. Því karlar geta líka orðið fyrir kynbundnu ofbeldi sem og börn. En þá væri kannski réttast að tala um aldursbundið ofbeldi. Einhvers misskilnings gætir þó hjá sumum gagnrýnendum þessarar umræðu: eða það að taka út ofbeldi gagnvart konum sérstaklega þegar ræða á um kynbundið ofbeldi og segja að karlar verði fyrir fullt af grófum ofbeldisbrotum, líkamsárásum, morðum o.fl. Það er vissulega rétt en maður sem er drepinn í stríði eða laminn í gengjastríði vegna fíkniefna verður hins vegar ekki fyrir kynbundnu ofbeldi, þótt ofbeldi sé. Þarna eru menn drepnir eða barðir af því að þeir eru hermenn eða af því að þeir eru í fíkniefnaviðskiptum o.s.frv. Ekki bara af því að þeir eru karlmenn. Ef hermaðurinn í þessu tilviki eða gengjaglæpamaðurinn hefði verið kona hefði hún pottþétt líka verið drepin eða lamin. Hins vegar þegar konu er nauðgað eða þegar líkamspartar hennar eru notaðir eða það að hún hafi minni líkamlegan styrk af því að hún er kona telst kynbundið ofbeldi. Karlmanni yrði að öllum líkindum ekki nauðgað af þeim árásarmanni í því tilviki þótt karlmenn verði því miður líka fyrir kynferðislegu ofbeldi. Dæmi um kynbundið ofbeldi gagnvart körlum væri hins vegar sú tilhneiging réttar- og félagskerfisins að dæma af þeim forræðið. Sem er oft gert eingöngu vegna þess að þeir eru af tilteknu kyni og mæðrarétturinn er of sterkur. Það er dæmi um kynbundið ofbeldi (af félagslegum og tilfinningalegum toga) gagnvart körlum. Hins vegar myndi alveg vera réttlætanleg túlkun að samfélagið væri að beita karlmenn og drengi kynbundnu ofbeldi með því að skylda þá í herinn (frekar en konur) eða með staðalímyndinni um „sterka karlmanninn“ sem má ekki sýna tilfinningar og villist því gjarnan af leið og fer í glæpi eða fíkniefnaneyslu. Þetta er sama samfélagið og femínistar eru að berjast gegn. Þetta er samfélagið sem viðheldur staðalímyndum gagnvart báðum kynjum (og ýmsu öðru) þannig að þetta er sama baráttan. Umræða um kynbundið ofbeldi gagnast ekki bara konum. Femínismi eins og ég skil hann gagnast ekki síður körlum, börnum, samkynhneigðum eða hvers kyns minnihlutahópum sem verða fyrir órétti þá og þess vegna eingöngu að þau eru eins og þau eru frá náttúrunnar hendi; með píku, vilja elska sama kyn eða fótalaus. Stöndum því saman gagnvart hvers kyns ofbeldi og áttum okkur á að umræða og barátta gegn einni tegund er ekki árás eða til að minnka vægi annars ofbeldis. Eða dettur einhverjum í hug að femínista sem berst gegn kynbundnu ofbeldi finnist síður mikilvægt að berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum? Eða ofbeldi gagnvart fólki vegna kynhneigðar eða trúarbragða? Hættum að tala í kross og förum að tala saman og vinna gegn öllu ofbeldi með samstilltu átaki.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun