Ekki gefa mér peninga! Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 10. desember 2013 06:00 Í nóvember 2004 skokkaði ég niður í banka og tók 100% lán til þess að kaupa mína fyrstu íbúð. Ég setti íbúðina á sölu stuttu eftir hrun og seldi hana um áramótin 2008/2009. Á þessum fjórum árum fékk ég einhverja hundrað þúsund kalla í vaxtabætur og þegar ég seldi hana þá seldi ég hana með hagnaði, ekkert miklum, en aftur komu þarna einhverjir hundrað þúsund kallar. Þetta kallar ný ríkisstjórn forsendubrest og ætlar að bæta mér hann. Ég fæ kannski ekkert mikið en aftur, þetta verða einhverjir hundrað þúsund kallar. Í dag er ég skuldlaus og með fínar tekjur, ég er að fá þessa peninga gefins fyrir það eitt að hafa keypt mér íbúð sem ég græddi á. Ég er barnlaus og fæ því ekki barnabætur. Lækkun þeirra snertir mig ekki neitt, ég hef ekki keypt aðra íbúð síðan og fæ því ekki vaxtabætur og fékk ekki heldur sérstakar vaxtabætur þegar þær buðust – ég er því ónæm fyrir þeirri skerðingu líka. Ég borga skatt í skattþrepi tvö og boðuð skattalækkun mun færa mér auka tvö þúsund krónur á mánuði. Ég er greinilega í markhópi þessarar ríkisstjórnar og hún keppist við að gefa mér peninga. Ég er ungfrú forsendubrestur, ég er hópurinn sem „fær aldrei neitt“, ég er hluti af þeim hópi sem er búinn að vera „skattpíndur“. Ég er að fá leiðréttingu á því mikla óréttlæti sem ég varð fyrir. Vandamálið er bara að ég hef það fínt peningalega en mér líður illa þegar ég hugsa til þeirra sem fjármagna þessa fáránlegu peningagjöf til mín. Systir mín er sjálfstæð móðir með tvo stráka, hún er hjúkrunarfræðingur og starfar á Landspítalanum. Ríkið borgar henni ekki há laun, hún fékk fullar vaxtabætur og fullar barnabætur. Ekkert háar upphæðir, einhverja hundrað þúsund kalla – en það voru samt peningar sem borguðu sumarfrí fyrir hana og strákana og gerðu lífið þeirra aðeins auðveldara og skemmtilegra. Systir mín er eitt dæmi, í kringum mig er fullt af ungu barnafólki sem er að missa meðgjöf sem það þurfti á að halda til þess að ég geti upplifað réttlæti. Kæra ríkisstjórn, það er ekkert réttlæti í þessum aðgerðum – vinsamlegast hættið að gefa mér peninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Í nóvember 2004 skokkaði ég niður í banka og tók 100% lán til þess að kaupa mína fyrstu íbúð. Ég setti íbúðina á sölu stuttu eftir hrun og seldi hana um áramótin 2008/2009. Á þessum fjórum árum fékk ég einhverja hundrað þúsund kalla í vaxtabætur og þegar ég seldi hana þá seldi ég hana með hagnaði, ekkert miklum, en aftur komu þarna einhverjir hundrað þúsund kallar. Þetta kallar ný ríkisstjórn forsendubrest og ætlar að bæta mér hann. Ég fæ kannski ekkert mikið en aftur, þetta verða einhverjir hundrað þúsund kallar. Í dag er ég skuldlaus og með fínar tekjur, ég er að fá þessa peninga gefins fyrir það eitt að hafa keypt mér íbúð sem ég græddi á. Ég er barnlaus og fæ því ekki barnabætur. Lækkun þeirra snertir mig ekki neitt, ég hef ekki keypt aðra íbúð síðan og fæ því ekki vaxtabætur og fékk ekki heldur sérstakar vaxtabætur þegar þær buðust – ég er því ónæm fyrir þeirri skerðingu líka. Ég borga skatt í skattþrepi tvö og boðuð skattalækkun mun færa mér auka tvö þúsund krónur á mánuði. Ég er greinilega í markhópi þessarar ríkisstjórnar og hún keppist við að gefa mér peninga. Ég er ungfrú forsendubrestur, ég er hópurinn sem „fær aldrei neitt“, ég er hluti af þeim hópi sem er búinn að vera „skattpíndur“. Ég er að fá leiðréttingu á því mikla óréttlæti sem ég varð fyrir. Vandamálið er bara að ég hef það fínt peningalega en mér líður illa þegar ég hugsa til þeirra sem fjármagna þessa fáránlegu peningagjöf til mín. Systir mín er sjálfstæð móðir með tvo stráka, hún er hjúkrunarfræðingur og starfar á Landspítalanum. Ríkið borgar henni ekki há laun, hún fékk fullar vaxtabætur og fullar barnabætur. Ekkert háar upphæðir, einhverja hundrað þúsund kalla – en það voru samt peningar sem borguðu sumarfrí fyrir hana og strákana og gerðu lífið þeirra aðeins auðveldara og skemmtilegra. Systir mín er eitt dæmi, í kringum mig er fullt af ungu barnafólki sem er að missa meðgjöf sem það þurfti á að halda til þess að ég geti upplifað réttlæti. Kæra ríkisstjórn, það er ekkert réttlæti í þessum aðgerðum – vinsamlegast hættið að gefa mér peninga.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar