Blindravinnustofan og atvinnuþátttaka fatlaðs fólks Samfélagsmál - Kristinn Halldór Einarsson og stjórnarformaður Blindravinnustofunnar ehf. og formaður Blindrafélagsins. skrifa 9. desember 2013 07:00 Að vinna fyrir sér og vera virkur er nokkuð sem við flest metum mikils. Hvernig við vinnum fyrir okkur og hvar við erum virk mótast af nokkrum þáttum, svo sem áhugasviði, starfsgetu og hæfni. Fatlað fólk er ekkert frábrugðið að þessu leyti, það vill vinna fyrir sér og vera virkt. Mörgum gengur það mjög vel og eru fullgildir starfskraftar á almennum vinnumarkaði og fötlunin er þeim engin hindrun í að sinna starfi sínu með sambærilegum hætti og ófatlaðir starfsmenn gera.Allir hafa mikilvægu hlutverki að gegna Svo eru aðrir fatlaðir einstaklingar sem ekki búa yfir nægri starfsgetu eða hæfni sem þarf til að spjara sig á almennum vinnumarkaði. Margir þeirra starfa á vernduðum starfsþjálfunar- og hæfingarvinnustöðum. Slíkir vinnustaðir hér á landi þurfa að afla sér mun meiri tekna en sambærilegir staðir í mörgum af nágrannalöndum okkar til að geta haldið úti starfsemi. Þeir verða því að skapa verðmæti og/eða bjóða þjónustu sem einhver vill kaupa. Það getur verið mjög jákvætt og gefur störfunum aukinn tilgang, að þau séu metin til fjár á almennum markaði. Blindravinnustofan er einn slíkur vinnustaður og gegnir mikilvægu hlutverki í því að skapa blindu, sjónskertu og öðru fötluðu fólki atvinnu. Þar starfa um 30 blindir eða sjónskertir einstaklingar, margir þeirra með viðbótarfatlanir. Mikilvægasti hluti starfseminnar er pökkun á hreinlætisvörum sem seldar eru undir merkjum Blindravinnustofunnar í almennum verslunum. Störf fatlaðra starfsmanna Blindravinnustofunnar hvíla því meðal annars á vilja stjórnenda verslana til að bjóða vörur vinnustofunnar til sölu og vilja neytenda til að kaupa vörurnar. Blindravinnustofan hefur um margra ára skeið átt farsælt og gott samstarf við Bónus og fjölda annarra verslana og verslanakeðja og hafa viðskiptavinir þessara verslana kunnað vel að meta þær gæðavörur sem seldar hafa verið undir merkjum Blindravinnustofunnar.Ný verkefni Blindravinnustofan hefur að undanförnu verið að þróa ný verkefni til að skjóta fleiri stoðum undir viðkvæma starfsemi. Tendri er kveikikubbur fyrir hvers konar eldstæði sem smíðaður er úr hráefni sem allt er endurnýtt. Tendri er samstarfsverkefni Blindravinnustofunnar og N1 sem selur Tendra á öllum sínum útsölustöðum án þess að taka nokkuð í sinn hlut af söluverði. Fléttun á hinum sígildu barna- og dúkkutágvöggum er nú komin aftur til Blindravinnustofunnar og er tilgangurinn meðal annars að varðveita þetta gamla handverk sem fylgt hefur blindum hagleiksmönnum um margra áratuga skeið. Ljósmyndaskönnun er svo þriðja nýja verkefnið. Einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum býðst nú að koma með ljósmyndir til Blindravinnustofunnar og fá þær skannaðar yfir á rafrænt form á mjög hagstæðu verði. Búið er að koma upp aðstöðu og tækjum til að sjónskertir starfsmenn vinnustofunnar ráði við svona verkefni. Samfélagsleg verð- mæti og ábyrgð Það eru mikilvæg samfélagsleg verðmæti sem liggja í atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Ekki einungis bætir atvinnuþátttaka fatlaðra einstaklinga lífsgæði þeirra og um leið fjölskyldna og vina, heldur stuðlar hún að betri nýtingu verðmæta. Það er undir okkur öllum komið að stuðla að því að fatlaðir einstaklingar, hvort sem þeir geta starfað á hinum almenna vinnumarkaði eða ekki, eigi þess kost að vinna fyrir sér og vera virkir. Þar getur ráðið úrslitum sú samfélagslega ábyrgð sem við kjósum að taka – eða taka ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Að vinna fyrir sér og vera virkur er nokkuð sem við flest metum mikils. Hvernig við vinnum fyrir okkur og hvar við erum virk mótast af nokkrum þáttum, svo sem áhugasviði, starfsgetu og hæfni. Fatlað fólk er ekkert frábrugðið að þessu leyti, það vill vinna fyrir sér og vera virkt. Mörgum gengur það mjög vel og eru fullgildir starfskraftar á almennum vinnumarkaði og fötlunin er þeim engin hindrun í að sinna starfi sínu með sambærilegum hætti og ófatlaðir starfsmenn gera.Allir hafa mikilvægu hlutverki að gegna Svo eru aðrir fatlaðir einstaklingar sem ekki búa yfir nægri starfsgetu eða hæfni sem þarf til að spjara sig á almennum vinnumarkaði. Margir þeirra starfa á vernduðum starfsþjálfunar- og hæfingarvinnustöðum. Slíkir vinnustaðir hér á landi þurfa að afla sér mun meiri tekna en sambærilegir staðir í mörgum af nágrannalöndum okkar til að geta haldið úti starfsemi. Þeir verða því að skapa verðmæti og/eða bjóða þjónustu sem einhver vill kaupa. Það getur verið mjög jákvætt og gefur störfunum aukinn tilgang, að þau séu metin til fjár á almennum markaði. Blindravinnustofan er einn slíkur vinnustaður og gegnir mikilvægu hlutverki í því að skapa blindu, sjónskertu og öðru fötluðu fólki atvinnu. Þar starfa um 30 blindir eða sjónskertir einstaklingar, margir þeirra með viðbótarfatlanir. Mikilvægasti hluti starfseminnar er pökkun á hreinlætisvörum sem seldar eru undir merkjum Blindravinnustofunnar í almennum verslunum. Störf fatlaðra starfsmanna Blindravinnustofunnar hvíla því meðal annars á vilja stjórnenda verslana til að bjóða vörur vinnustofunnar til sölu og vilja neytenda til að kaupa vörurnar. Blindravinnustofan hefur um margra ára skeið átt farsælt og gott samstarf við Bónus og fjölda annarra verslana og verslanakeðja og hafa viðskiptavinir þessara verslana kunnað vel að meta þær gæðavörur sem seldar hafa verið undir merkjum Blindravinnustofunnar.Ný verkefni Blindravinnustofan hefur að undanförnu verið að þróa ný verkefni til að skjóta fleiri stoðum undir viðkvæma starfsemi. Tendri er kveikikubbur fyrir hvers konar eldstæði sem smíðaður er úr hráefni sem allt er endurnýtt. Tendri er samstarfsverkefni Blindravinnustofunnar og N1 sem selur Tendra á öllum sínum útsölustöðum án þess að taka nokkuð í sinn hlut af söluverði. Fléttun á hinum sígildu barna- og dúkkutágvöggum er nú komin aftur til Blindravinnustofunnar og er tilgangurinn meðal annars að varðveita þetta gamla handverk sem fylgt hefur blindum hagleiksmönnum um margra áratuga skeið. Ljósmyndaskönnun er svo þriðja nýja verkefnið. Einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum býðst nú að koma með ljósmyndir til Blindravinnustofunnar og fá þær skannaðar yfir á rafrænt form á mjög hagstæðu verði. Búið er að koma upp aðstöðu og tækjum til að sjónskertir starfsmenn vinnustofunnar ráði við svona verkefni. Samfélagsleg verð- mæti og ábyrgð Það eru mikilvæg samfélagsleg verðmæti sem liggja í atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Ekki einungis bætir atvinnuþátttaka fatlaðra einstaklinga lífsgæði þeirra og um leið fjölskyldna og vina, heldur stuðlar hún að betri nýtingu verðmæta. Það er undir okkur öllum komið að stuðla að því að fatlaðir einstaklingar, hvort sem þeir geta starfað á hinum almenna vinnumarkaði eða ekki, eigi þess kost að vinna fyrir sér og vera virkir. Þar getur ráðið úrslitum sú samfélagslega ábyrgð sem við kjósum að taka – eða taka ekki.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun