Greining fæðu- ofnæmis og fæðuóþols Björn Rúnar Lúðvíksson skrifar 9. desember 2013 07:00 Undanfarna mánuði hafa ýmsir aðilar verið áberandi í markaðssetningu á vörum sem eiga að greina á auðveldan máta fæðuofnæmi og fæðuóþol. Ljóst er að um 20–35% einstaklinga telja sig vera með fæðuofnæmi eða fæðuóþol. Hins vegar þegar ítarlegum læknisfræðilegum aðferðum hefur verið beitt á þá einstaklinga þá reynist eingöngu 1-4% þeirra vera með staðfest fæðuofnæmi. Einhver hluti þeirra sem eftir standa er með fæðuóþol sem er ekki einungis bundið við svar ónæmiskerfisins að glútenóþoli undanskildu.Greiningarleiðir skortir Sjúkdómseinkenni fæðuofnæmis eða fæðuóþols eru mismunandi og ekki eingöngu bundin við meltingarveg. Geta þau einnig birst í einkennum frá öndunarfærum, liðum, mígreni, húð og jafnvel taugakerfi svo eitthvað sé nefnt. Algengustu einkenni fæðuóþols frá meltingarvegi eru uppþemba, vindverkir, niðurgangur, ógleði, brjóstsviði, maga- og kviðverkir. Því miður hefur enn ekki tekist að koma á fót skilvirkum leiðum til að greina fæðuóþol. En þó má með sameiginlegu átaki lækna og næringarfræðinga oft finna út hvað veldur. Stöðugt eru í gangi rannsóknir til að finna nýjar og auðveldari greiningarleiðir fyrir þessa sjúkdóma.Röng greining getur haft alvarlegar afleiðingar Hins vegar er staðan enn þannig í dag að lítill hluti þeirra prófa sem hvað mest hafa verið auglýst undanfarna mánuði hafa sannanlega greiningarhæfni og því alls ekki æskileg til að meta hvort um óþol geti verið að ræða eða ekki. Ber því að vara fólk eindregið við notkun slíkra prófa þar sem reynslan hefur sannað að röng sjúkdómsgreining á fæðuóþoli getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Dæmi um rannsóknaraðferðir sem ekki hafa verið vísindalega sannreyndar til greiningar á fæðuofnæmi og fæðuóþoli eru t.d. blóðpróf sem grundvallast eingöngu á mælingu IgG, frumudrápspróf, svæðanudd, lithimnugreining og rannsóknir á hári svo eitthvað sé nefnt. Fyrir áhugasama er hægt að benda á ítarlegri greinar fyrir almenning um fæðuofnæmi og fæðuóþol á heimasíðu astma- og ofnæmisfélagsins sem hafa birst í tímariti félagsins (ao.is). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa ýmsir aðilar verið áberandi í markaðssetningu á vörum sem eiga að greina á auðveldan máta fæðuofnæmi og fæðuóþol. Ljóst er að um 20–35% einstaklinga telja sig vera með fæðuofnæmi eða fæðuóþol. Hins vegar þegar ítarlegum læknisfræðilegum aðferðum hefur verið beitt á þá einstaklinga þá reynist eingöngu 1-4% þeirra vera með staðfest fæðuofnæmi. Einhver hluti þeirra sem eftir standa er með fæðuóþol sem er ekki einungis bundið við svar ónæmiskerfisins að glútenóþoli undanskildu.Greiningarleiðir skortir Sjúkdómseinkenni fæðuofnæmis eða fæðuóþols eru mismunandi og ekki eingöngu bundin við meltingarveg. Geta þau einnig birst í einkennum frá öndunarfærum, liðum, mígreni, húð og jafnvel taugakerfi svo eitthvað sé nefnt. Algengustu einkenni fæðuóþols frá meltingarvegi eru uppþemba, vindverkir, niðurgangur, ógleði, brjóstsviði, maga- og kviðverkir. Því miður hefur enn ekki tekist að koma á fót skilvirkum leiðum til að greina fæðuóþol. En þó má með sameiginlegu átaki lækna og næringarfræðinga oft finna út hvað veldur. Stöðugt eru í gangi rannsóknir til að finna nýjar og auðveldari greiningarleiðir fyrir þessa sjúkdóma.Röng greining getur haft alvarlegar afleiðingar Hins vegar er staðan enn þannig í dag að lítill hluti þeirra prófa sem hvað mest hafa verið auglýst undanfarna mánuði hafa sannanlega greiningarhæfni og því alls ekki æskileg til að meta hvort um óþol geti verið að ræða eða ekki. Ber því að vara fólk eindregið við notkun slíkra prófa þar sem reynslan hefur sannað að röng sjúkdómsgreining á fæðuóþoli getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Dæmi um rannsóknaraðferðir sem ekki hafa verið vísindalega sannreyndar til greiningar á fæðuofnæmi og fæðuóþoli eru t.d. blóðpróf sem grundvallast eingöngu á mælingu IgG, frumudrápspróf, svæðanudd, lithimnugreining og rannsóknir á hári svo eitthvað sé nefnt. Fyrir áhugasama er hægt að benda á ítarlegri greinar fyrir almenning um fæðuofnæmi og fæðuóþol á heimasíðu astma- og ofnæmisfélagsins sem hafa birst í tímariti félagsins (ao.is).
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar