Gamaldags skotgrafarpólitík bæjarstjóra Hafnarfjarðar! 6. desember 2013 10:22 Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, birti grein hér í blaðinu sl. fimmtudag undir yfirskriftinni „Enn ein tilraun til einkavæðingar“.Tilgangur skrifa hennar er að gera grein fyrir afstöðu hennar sem fulltrúi VG og félaga hennar í Samfylkingunni til tillögu sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu á síðasta bæjarstjórnarfundi þess efnis að gerð verði úttekt á ávinningi af áframhaldandi eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum annars vegar og hagkvæmni af hugsanlegri sölu hins vegar. Skrif bæjarstjórans eru lýsandi fyrir þann málflutning sem hún og félagar hennar í bæjarstjórninni nota gjarnan á bæjarstjórnarfundum þegar málefnaleg rök skortir. Þá er gripið til gamaldags skotgrafarpólitíkur sem því miður þjónar ákaflega litlum tilgangi og skilar nákvæmlega engum árangri.Sjálfstæðisflokkur vill verðmat Varðandi eignarhlut Hafnfirðinga í HS Veitum sem er til umfjöllunar er kannski áhugavert fyrir bæjarbúa að fá upplýsingar um hvers virði hann er í dag en miðað við söluverð á hlut Suðurnesjamanna nú nýlega mun láta nærri að hann sé um 1,5 milljarðar króna. Hugsanlega byðist Hafnfirðingum sama verð ef kannað væri og það gæti verið skynsamlegt að taka það til skoðunar. Að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er eðlilegt á þessu stigi að kanna arðsemi af því að eiga hlutinn og ávinning af því að selja hann og létta á skuldabyrði bæjarins sem er fjórða skuldsettasta sveitarfélag landsins með skuldahlutfall yfir 250%, en skylt er að ná þessu hlutfalli niður fyrir 150% innan 10 ára samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum.Betri lánakjör Með lækkun skulda fást betri lánakjör sem enn aftur flýta fyrir niðurgreiðslu lána. Mikilvægt er að vinna markvisst að þessu markmiði því eins og allir vita er dýrt að skulda. Hafnarfjörður er skuldsett sveitarfélag sem þó hefur alla burði til að vinna sig út úr fjárhagslegum þrengingum ef rétt er staðið að málum og bæjarstjórinn Guðrún Ágústa sem „nota bene“ er starfsmaður bæjarbúa ætti að fagna góðum tillögum sem fram eru bornar með hagsmuni sveitarfélagsins í huga í stað þess að snúa út úr málflutningi fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Villandi málflutningur Fullyrðingar bæjarstjóra um tilraunir til einkavæðingar eru prívatskoðanir bæjarstjóra sem veit fullvel að bundið er í lög að meirihlutaeign í HS Veitum skuli vera á höndum sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, birti grein hér í blaðinu sl. fimmtudag undir yfirskriftinni „Enn ein tilraun til einkavæðingar“.Tilgangur skrifa hennar er að gera grein fyrir afstöðu hennar sem fulltrúi VG og félaga hennar í Samfylkingunni til tillögu sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu á síðasta bæjarstjórnarfundi þess efnis að gerð verði úttekt á ávinningi af áframhaldandi eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum annars vegar og hagkvæmni af hugsanlegri sölu hins vegar. Skrif bæjarstjórans eru lýsandi fyrir þann málflutning sem hún og félagar hennar í bæjarstjórninni nota gjarnan á bæjarstjórnarfundum þegar málefnaleg rök skortir. Þá er gripið til gamaldags skotgrafarpólitíkur sem því miður þjónar ákaflega litlum tilgangi og skilar nákvæmlega engum árangri.Sjálfstæðisflokkur vill verðmat Varðandi eignarhlut Hafnfirðinga í HS Veitum sem er til umfjöllunar er kannski áhugavert fyrir bæjarbúa að fá upplýsingar um hvers virði hann er í dag en miðað við söluverð á hlut Suðurnesjamanna nú nýlega mun láta nærri að hann sé um 1,5 milljarðar króna. Hugsanlega byðist Hafnfirðingum sama verð ef kannað væri og það gæti verið skynsamlegt að taka það til skoðunar. Að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er eðlilegt á þessu stigi að kanna arðsemi af því að eiga hlutinn og ávinning af því að selja hann og létta á skuldabyrði bæjarins sem er fjórða skuldsettasta sveitarfélag landsins með skuldahlutfall yfir 250%, en skylt er að ná þessu hlutfalli niður fyrir 150% innan 10 ára samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum.Betri lánakjör Með lækkun skulda fást betri lánakjör sem enn aftur flýta fyrir niðurgreiðslu lána. Mikilvægt er að vinna markvisst að þessu markmiði því eins og allir vita er dýrt að skulda. Hafnarfjörður er skuldsett sveitarfélag sem þó hefur alla burði til að vinna sig út úr fjárhagslegum þrengingum ef rétt er staðið að málum og bæjarstjórinn Guðrún Ágústa sem „nota bene“ er starfsmaður bæjarbúa ætti að fagna góðum tillögum sem fram eru bornar með hagsmuni sveitarfélagsins í huga í stað þess að snúa út úr málflutningi fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Villandi málflutningur Fullyrðingar bæjarstjóra um tilraunir til einkavæðingar eru prívatskoðanir bæjarstjóra sem veit fullvel að bundið er í lög að meirihlutaeign í HS Veitum skuli vera á höndum sveitarfélaga.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar