Nektardans á ekki að vera afþreying Baldvin Þormóðsson skrifar 7. desember 2013 06:00 Starfsemi kampavínsklúbba hefur verið í deiglunni undanfarið. Af hverju? Kampavínsklúbbar eru leifar feðraveldis. Gamaldags hugsunarháttar sem setur konur skör lægra í virðingarstiganum en karla. Á kampavínsklúbbum er mönnum boðið upp á að kaupa nektardans sem hefur verið hluti af kynlífsiðnaði heimsins alveg síðan kynlíf var iðnvætt á dögum þrælahalds. Í nútímanum ætti nektardans því í raun alls ekki að vera afþreying. Í minni kreðsu og ákveðinnar deildar innan Háskólans virðist það viðhorf ríkjandi að ekkert sé að því að stunda kampavínsklúbba svo lengi sem það er í þeim tilgangi að „skemmta sér með vinum“ og ekkert annað en einkadansinn sé keypt. Sumir, innan þessarar kreðsu, ganga jafnvel svo langt að segjast vera á móti kampavínsklúbbum en þeir fari bara upp á grínið og stemninguna. Ef þú styrkir starfsemi staðanna með því að fara þangað og eyða pening þá ertu hluti vandans. Hvernig fáum við karla til að breyta þessu viðhorfi sínu til kvenlíkamans? Þeir karlmenn, og óbeinir talsmenn starfseminnar, sem ég hef rætt við hafa gefið mér loðin svör um ástæður sem liggja að baki ásókn í svona starfsemi. Einn þeirra sagði mér að hann þyldi illa angistina í augum kvennanna en hann stundaði staðina samt án þess að vita hvers vegna. Gefur það eitt og sér ekki vísbendingu um hversu djúpt er á feðraveldinu?Snýst um völdin Margoft hefur komið fram að tölfræði bendi til að margar kvennanna sem snúa sér að nektardansi hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun á lífsleiðinni. Hvernig er hægt að vera meðvitaður um eitthvað slíkt og kjósa að líta fram hjá því? Konur sem hingað koma, koma oftar en ekki frá löndum þar sem neyð þeirra hrakti þær í sölu á líkama sínum. Ég spyr aftur; hvernig er hægt að vera meðvitaður um slíkt og kjósa að misnota þá neyð? Ef nektardans væri sú ákjósanlega starfsgrein sem þeir vilja meina að hún sé, væru þá ekki fleiri konur með öðruvísi bakgrunn að velja þá starfsgrein? Menn sem sækja í „nánd“ kvenna með þessum hætti vita sjálfir að allt náið og persónulegt er klippt út úr samskiptunum. Þegar allt kemur til alls er þetta því ekkert annað en önnur, lægra sett, manneskja að veifa kynfærunum sínum framan í þig – hversu erótískt er það? Ergo: nándin er ekki raunveruleg, ástin engin og einu samskiptin eru þegar hún afhendir líkama sinn í stundarkorn og hann pening. Eins auðvelt og það er að fletta upp kynfærum á internetinu, af hverju þá að eyða pening í einkadansinn? Ástæðan er jafn augljós og hún er vonlaus. Þetta snýst ekki um dansana heldur snýst þetta um völdin. Völdin sem þeir upplifa sig með þegar þeir kaupa sér aðgang að líkama annarrar manneskju. Ef sú staðreynd að sala á líkama sé auðveldasta leiðin til þess að eignast pening þá bendir sú staðreynd á kúgað samfélag. Það er eitthvað sem verður að berjast gegn. Þangað til að konur verða álitnar sem manneskjur en ekki hlutir og sem hugsandi verur en ekki kynóð leiktæki, þá heldur baráttan áfram. Þangað til þá get ekki séð kampavínsklúbba sem neitt annað en birtingarmynd feðraveldisins og tregðu okkar sjálfra til að breyta samfélaginu í jafna þágu allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Starfsemi kampavínsklúbba hefur verið í deiglunni undanfarið. Af hverju? Kampavínsklúbbar eru leifar feðraveldis. Gamaldags hugsunarháttar sem setur konur skör lægra í virðingarstiganum en karla. Á kampavínsklúbbum er mönnum boðið upp á að kaupa nektardans sem hefur verið hluti af kynlífsiðnaði heimsins alveg síðan kynlíf var iðnvætt á dögum þrælahalds. Í nútímanum ætti nektardans því í raun alls ekki að vera afþreying. Í minni kreðsu og ákveðinnar deildar innan Háskólans virðist það viðhorf ríkjandi að ekkert sé að því að stunda kampavínsklúbba svo lengi sem það er í þeim tilgangi að „skemmta sér með vinum“ og ekkert annað en einkadansinn sé keypt. Sumir, innan þessarar kreðsu, ganga jafnvel svo langt að segjast vera á móti kampavínsklúbbum en þeir fari bara upp á grínið og stemninguna. Ef þú styrkir starfsemi staðanna með því að fara þangað og eyða pening þá ertu hluti vandans. Hvernig fáum við karla til að breyta þessu viðhorfi sínu til kvenlíkamans? Þeir karlmenn, og óbeinir talsmenn starfseminnar, sem ég hef rætt við hafa gefið mér loðin svör um ástæður sem liggja að baki ásókn í svona starfsemi. Einn þeirra sagði mér að hann þyldi illa angistina í augum kvennanna en hann stundaði staðina samt án þess að vita hvers vegna. Gefur það eitt og sér ekki vísbendingu um hversu djúpt er á feðraveldinu?Snýst um völdin Margoft hefur komið fram að tölfræði bendi til að margar kvennanna sem snúa sér að nektardansi hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun á lífsleiðinni. Hvernig er hægt að vera meðvitaður um eitthvað slíkt og kjósa að líta fram hjá því? Konur sem hingað koma, koma oftar en ekki frá löndum þar sem neyð þeirra hrakti þær í sölu á líkama sínum. Ég spyr aftur; hvernig er hægt að vera meðvitaður um slíkt og kjósa að misnota þá neyð? Ef nektardans væri sú ákjósanlega starfsgrein sem þeir vilja meina að hún sé, væru þá ekki fleiri konur með öðruvísi bakgrunn að velja þá starfsgrein? Menn sem sækja í „nánd“ kvenna með þessum hætti vita sjálfir að allt náið og persónulegt er klippt út úr samskiptunum. Þegar allt kemur til alls er þetta því ekkert annað en önnur, lægra sett, manneskja að veifa kynfærunum sínum framan í þig – hversu erótískt er það? Ergo: nándin er ekki raunveruleg, ástin engin og einu samskiptin eru þegar hún afhendir líkama sinn í stundarkorn og hann pening. Eins auðvelt og það er að fletta upp kynfærum á internetinu, af hverju þá að eyða pening í einkadansinn? Ástæðan er jafn augljós og hún er vonlaus. Þetta snýst ekki um dansana heldur snýst þetta um völdin. Völdin sem þeir upplifa sig með þegar þeir kaupa sér aðgang að líkama annarrar manneskju. Ef sú staðreynd að sala á líkama sé auðveldasta leiðin til þess að eignast pening þá bendir sú staðreynd á kúgað samfélag. Það er eitthvað sem verður að berjast gegn. Þangað til að konur verða álitnar sem manneskjur en ekki hlutir og sem hugsandi verur en ekki kynóð leiktæki, þá heldur baráttan áfram. Þangað til þá get ekki séð kampavínsklúbba sem neitt annað en birtingarmynd feðraveldisins og tregðu okkar sjálfra til að breyta samfélaginu í jafna þágu allra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar