Ungmennatrygging í Reykjavík Sverrir Bollason skrifar 7. desember 2013 06:00 Ungir karlmenn í Reykjavík eru margir illa staddir og ég hef áhyggjur af þróuninni. Ef rýnt er í tölur um fjárhagsaðstoð er ljóst að stærsti einstaki notendahópurinn í Reykjavík er ungir karlmenn. Það þýðir að þeir eru ekki í vinnu og líklega ekki í skóla, óvirkir þátttakendur í samfélaginu. Við höfum séð hvað andvaraleysi gagnvart slíku ástandi getur þýtt. Óeirðir í París, London og Stokkhólmi á liðnum misserum voru afleiðing af vanmáttarkennd, áhrifaleysi og skorti á skilningi á aðstæðum ungs fólks, ekki síst ungra karlmanna. Rétt er að taka fram að íslensk ungmenni eru til mikillar fyrirmyndar heilt á litið. Þau stunda heilbrigðara líferni en fyrirrennarar sínir og nýta vel þau fjöldamörgu tækifæri sem hefur verið kappkostað að bjóða í námi, íþróttum og listum. Þegar svo vel tekst til við að umbreyta þeim slæmu siðum sem hér tíðkuðust áður verður sárara að sjá stækkandi hóp ungmenna sem sér ekkert í spilunum fyrir sig. Á Íslandi er atvinnuþátttaka með því allra mesta sem gerist í heiminum. Sjálfsmynd Íslendinga er að mjög miklu leyti samofin þátttöku á vinnumarkaði og á það sérstaklega við um karlmenn sem jafnframt eiga sín sterkustu félagslegu tengsl á vinnustaðnum. Þá er atvinnuþátttaka kvenna óvenju mikil hér á landi. Almennt vinna Íslendingar marga og langa daga í samanburði við nálægar þjóðir og gildir það um ungmennin líka, sem vinna fleiri daga í viku meðfram námi en jafnaldrar þeirra annars staðar á Norðurlöndunum. Þessi staða skapar töluverðan þrýsting á að fólk sé í vinnu og taki þeirri vinnu sem bjóðist. Þannig er okkar samfélagssáttmáli búinn að vera, þeir vinna sem geta og vinnan verður útveguð.Ekki má gefa eftir En hvað gerum við þegar ungt fólk fær ekki aðild að sáttmálanum? Störfin bjóðast ekki eða þeim gefst ekki tækifæri til að vinna þau störf sem bjóðast. Hvað gerum við þegar uppeldi, skóli og atvinnulíf hafa skapað væntingar um innihaldsrík og skemmtileg framtíðarstörf en engin slík verða til? Eða hvað gerum við þegar væntingar um laun og starfsaðstæður eru órafjarri því sem menntun og árangur getur staðið undir? Til næstu ára litið þá er ekki mikil von til þess að ungir menn sem hafa verið óvirkir um hríð geti gert mikið til að rétta stöðu sína hjálparlaust. Þegar fram líða stundir geta þeirra vandamál undið upp á sig og þeirra vandi verður vandi maka þeirra og barna. Ýmis virkniúrræði eru í gangi til að tækla þann vanda. Þar má ekki gefa eftir því öll virkni er leið til betri lífsskilyrða. Mest um vert er þó að skapa ekki aðstæður vonleysis hjá fleiri ungmennum. Mín tillaga er því sú að Reykjavíkurborg taki upp ungmennatryggingu. Við sameinumst um að hver einasti einstaklingur á aldrinum 16-20 ára fái tækifæri til að mennta sig, stunda starfsnám eða fái vinnu við hæfi. Stöðvum brottfallið úr framhaldsskólanum með því að finna fyrst nám við hæfi, styðjum svo við þá sem eru í hættu að flosna upp. Raunar ætti að ganga lengra og sýna hverju einasta ólögráða ungmenni að samfélaginu er ekki sama um framtíð þess og fylgja þeim betur eftir sem þess þurfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Ungir karlmenn í Reykjavík eru margir illa staddir og ég hef áhyggjur af þróuninni. Ef rýnt er í tölur um fjárhagsaðstoð er ljóst að stærsti einstaki notendahópurinn í Reykjavík er ungir karlmenn. Það þýðir að þeir eru ekki í vinnu og líklega ekki í skóla, óvirkir þátttakendur í samfélaginu. Við höfum séð hvað andvaraleysi gagnvart slíku ástandi getur þýtt. Óeirðir í París, London og Stokkhólmi á liðnum misserum voru afleiðing af vanmáttarkennd, áhrifaleysi og skorti á skilningi á aðstæðum ungs fólks, ekki síst ungra karlmanna. Rétt er að taka fram að íslensk ungmenni eru til mikillar fyrirmyndar heilt á litið. Þau stunda heilbrigðara líferni en fyrirrennarar sínir og nýta vel þau fjöldamörgu tækifæri sem hefur verið kappkostað að bjóða í námi, íþróttum og listum. Þegar svo vel tekst til við að umbreyta þeim slæmu siðum sem hér tíðkuðust áður verður sárara að sjá stækkandi hóp ungmenna sem sér ekkert í spilunum fyrir sig. Á Íslandi er atvinnuþátttaka með því allra mesta sem gerist í heiminum. Sjálfsmynd Íslendinga er að mjög miklu leyti samofin þátttöku á vinnumarkaði og á það sérstaklega við um karlmenn sem jafnframt eiga sín sterkustu félagslegu tengsl á vinnustaðnum. Þá er atvinnuþátttaka kvenna óvenju mikil hér á landi. Almennt vinna Íslendingar marga og langa daga í samanburði við nálægar þjóðir og gildir það um ungmennin líka, sem vinna fleiri daga í viku meðfram námi en jafnaldrar þeirra annars staðar á Norðurlöndunum. Þessi staða skapar töluverðan þrýsting á að fólk sé í vinnu og taki þeirri vinnu sem bjóðist. Þannig er okkar samfélagssáttmáli búinn að vera, þeir vinna sem geta og vinnan verður útveguð.Ekki má gefa eftir En hvað gerum við þegar ungt fólk fær ekki aðild að sáttmálanum? Störfin bjóðast ekki eða þeim gefst ekki tækifæri til að vinna þau störf sem bjóðast. Hvað gerum við þegar uppeldi, skóli og atvinnulíf hafa skapað væntingar um innihaldsrík og skemmtileg framtíðarstörf en engin slík verða til? Eða hvað gerum við þegar væntingar um laun og starfsaðstæður eru órafjarri því sem menntun og árangur getur staðið undir? Til næstu ára litið þá er ekki mikil von til þess að ungir menn sem hafa verið óvirkir um hríð geti gert mikið til að rétta stöðu sína hjálparlaust. Þegar fram líða stundir geta þeirra vandamál undið upp á sig og þeirra vandi verður vandi maka þeirra og barna. Ýmis virkniúrræði eru í gangi til að tækla þann vanda. Þar má ekki gefa eftir því öll virkni er leið til betri lífsskilyrða. Mest um vert er þó að skapa ekki aðstæður vonleysis hjá fleiri ungmennum. Mín tillaga er því sú að Reykjavíkurborg taki upp ungmennatryggingu. Við sameinumst um að hver einasti einstaklingur á aldrinum 16-20 ára fái tækifæri til að mennta sig, stunda starfsnám eða fái vinnu við hæfi. Stöðvum brottfallið úr framhaldsskólanum með því að finna fyrst nám við hæfi, styðjum svo við þá sem eru í hættu að flosna upp. Raunar ætti að ganga lengra og sýna hverju einasta ólögráða ungmenni að samfélaginu er ekki sama um framtíð þess og fylgja þeim betur eftir sem þess þurfa.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar