Ungmennatrygging í Reykjavík Sverrir Bollason skrifar 7. desember 2013 06:00 Ungir karlmenn í Reykjavík eru margir illa staddir og ég hef áhyggjur af þróuninni. Ef rýnt er í tölur um fjárhagsaðstoð er ljóst að stærsti einstaki notendahópurinn í Reykjavík er ungir karlmenn. Það þýðir að þeir eru ekki í vinnu og líklega ekki í skóla, óvirkir þátttakendur í samfélaginu. Við höfum séð hvað andvaraleysi gagnvart slíku ástandi getur þýtt. Óeirðir í París, London og Stokkhólmi á liðnum misserum voru afleiðing af vanmáttarkennd, áhrifaleysi og skorti á skilningi á aðstæðum ungs fólks, ekki síst ungra karlmanna. Rétt er að taka fram að íslensk ungmenni eru til mikillar fyrirmyndar heilt á litið. Þau stunda heilbrigðara líferni en fyrirrennarar sínir og nýta vel þau fjöldamörgu tækifæri sem hefur verið kappkostað að bjóða í námi, íþróttum og listum. Þegar svo vel tekst til við að umbreyta þeim slæmu siðum sem hér tíðkuðust áður verður sárara að sjá stækkandi hóp ungmenna sem sér ekkert í spilunum fyrir sig. Á Íslandi er atvinnuþátttaka með því allra mesta sem gerist í heiminum. Sjálfsmynd Íslendinga er að mjög miklu leyti samofin þátttöku á vinnumarkaði og á það sérstaklega við um karlmenn sem jafnframt eiga sín sterkustu félagslegu tengsl á vinnustaðnum. Þá er atvinnuþátttaka kvenna óvenju mikil hér á landi. Almennt vinna Íslendingar marga og langa daga í samanburði við nálægar þjóðir og gildir það um ungmennin líka, sem vinna fleiri daga í viku meðfram námi en jafnaldrar þeirra annars staðar á Norðurlöndunum. Þessi staða skapar töluverðan þrýsting á að fólk sé í vinnu og taki þeirri vinnu sem bjóðist. Þannig er okkar samfélagssáttmáli búinn að vera, þeir vinna sem geta og vinnan verður útveguð.Ekki má gefa eftir En hvað gerum við þegar ungt fólk fær ekki aðild að sáttmálanum? Störfin bjóðast ekki eða þeim gefst ekki tækifæri til að vinna þau störf sem bjóðast. Hvað gerum við þegar uppeldi, skóli og atvinnulíf hafa skapað væntingar um innihaldsrík og skemmtileg framtíðarstörf en engin slík verða til? Eða hvað gerum við þegar væntingar um laun og starfsaðstæður eru órafjarri því sem menntun og árangur getur staðið undir? Til næstu ára litið þá er ekki mikil von til þess að ungir menn sem hafa verið óvirkir um hríð geti gert mikið til að rétta stöðu sína hjálparlaust. Þegar fram líða stundir geta þeirra vandamál undið upp á sig og þeirra vandi verður vandi maka þeirra og barna. Ýmis virkniúrræði eru í gangi til að tækla þann vanda. Þar má ekki gefa eftir því öll virkni er leið til betri lífsskilyrða. Mest um vert er þó að skapa ekki aðstæður vonleysis hjá fleiri ungmennum. Mín tillaga er því sú að Reykjavíkurborg taki upp ungmennatryggingu. Við sameinumst um að hver einasti einstaklingur á aldrinum 16-20 ára fái tækifæri til að mennta sig, stunda starfsnám eða fái vinnu við hæfi. Stöðvum brottfallið úr framhaldsskólanum með því að finna fyrst nám við hæfi, styðjum svo við þá sem eru í hættu að flosna upp. Raunar ætti að ganga lengra og sýna hverju einasta ólögráða ungmenni að samfélaginu er ekki sama um framtíð þess og fylgja þeim betur eftir sem þess þurfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ungir karlmenn í Reykjavík eru margir illa staddir og ég hef áhyggjur af þróuninni. Ef rýnt er í tölur um fjárhagsaðstoð er ljóst að stærsti einstaki notendahópurinn í Reykjavík er ungir karlmenn. Það þýðir að þeir eru ekki í vinnu og líklega ekki í skóla, óvirkir þátttakendur í samfélaginu. Við höfum séð hvað andvaraleysi gagnvart slíku ástandi getur þýtt. Óeirðir í París, London og Stokkhólmi á liðnum misserum voru afleiðing af vanmáttarkennd, áhrifaleysi og skorti á skilningi á aðstæðum ungs fólks, ekki síst ungra karlmanna. Rétt er að taka fram að íslensk ungmenni eru til mikillar fyrirmyndar heilt á litið. Þau stunda heilbrigðara líferni en fyrirrennarar sínir og nýta vel þau fjöldamörgu tækifæri sem hefur verið kappkostað að bjóða í námi, íþróttum og listum. Þegar svo vel tekst til við að umbreyta þeim slæmu siðum sem hér tíðkuðust áður verður sárara að sjá stækkandi hóp ungmenna sem sér ekkert í spilunum fyrir sig. Á Íslandi er atvinnuþátttaka með því allra mesta sem gerist í heiminum. Sjálfsmynd Íslendinga er að mjög miklu leyti samofin þátttöku á vinnumarkaði og á það sérstaklega við um karlmenn sem jafnframt eiga sín sterkustu félagslegu tengsl á vinnustaðnum. Þá er atvinnuþátttaka kvenna óvenju mikil hér á landi. Almennt vinna Íslendingar marga og langa daga í samanburði við nálægar þjóðir og gildir það um ungmennin líka, sem vinna fleiri daga í viku meðfram námi en jafnaldrar þeirra annars staðar á Norðurlöndunum. Þessi staða skapar töluverðan þrýsting á að fólk sé í vinnu og taki þeirri vinnu sem bjóðist. Þannig er okkar samfélagssáttmáli búinn að vera, þeir vinna sem geta og vinnan verður útveguð.Ekki má gefa eftir En hvað gerum við þegar ungt fólk fær ekki aðild að sáttmálanum? Störfin bjóðast ekki eða þeim gefst ekki tækifæri til að vinna þau störf sem bjóðast. Hvað gerum við þegar uppeldi, skóli og atvinnulíf hafa skapað væntingar um innihaldsrík og skemmtileg framtíðarstörf en engin slík verða til? Eða hvað gerum við þegar væntingar um laun og starfsaðstæður eru órafjarri því sem menntun og árangur getur staðið undir? Til næstu ára litið þá er ekki mikil von til þess að ungir menn sem hafa verið óvirkir um hríð geti gert mikið til að rétta stöðu sína hjálparlaust. Þegar fram líða stundir geta þeirra vandamál undið upp á sig og þeirra vandi verður vandi maka þeirra og barna. Ýmis virkniúrræði eru í gangi til að tækla þann vanda. Þar má ekki gefa eftir því öll virkni er leið til betri lífsskilyrða. Mest um vert er þó að skapa ekki aðstæður vonleysis hjá fleiri ungmennum. Mín tillaga er því sú að Reykjavíkurborg taki upp ungmennatryggingu. Við sameinumst um að hver einasti einstaklingur á aldrinum 16-20 ára fái tækifæri til að mennta sig, stunda starfsnám eða fái vinnu við hæfi. Stöðvum brottfallið úr framhaldsskólanum með því að finna fyrst nám við hæfi, styðjum svo við þá sem eru í hættu að flosna upp. Raunar ætti að ganga lengra og sýna hverju einasta ólögráða ungmenni að samfélaginu er ekki sama um framtíð þess og fylgja þeim betur eftir sem þess þurfa.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar