Fjölmenning og faglegt skólastarf Jóhann Björnsson skrifar 6. desember 2013 06:00 Nýverið birtist í dagblaði viðtal við móður nemanda í grunnskóla. Móðirin gerði athugasemd við að barnið hennar hefði ekki fengið þá kennslu sem því bar á meðan meirihluti árgangsins fór í fermingarfræðsluferð á vegum kirkjunnar. Hér er ekki um nýjar fréttir að ræða. Grunnskólar hafa allt of oft fórnað fagmennskunni með þessum hætti. Börn sem ekki tilheyra stærsta trúfélaginu hafa allt of oft þurft að mæta afgangi í grunnskólum landsins, grunnskólum sem lögum samkvæmt eiga að vera fyrir alla. Á síðasta ári fermdust 209 börn borgaralega. Í fermingarfræðslunni barst reglulega í tal hver staða þeirra innan grunnskólans væri. Fyrir utan kæruleysi grunnskólanna þegar kemur að fermingarfræðsluferðunum á skólatíma höfðu mörg barnanna aðra og dapurlegri sögu að segja úr íslensku skólastarfi. Sum þeirra nefndu það sérstaklega að það væru kennarar í skólunum sem af einhverjum ástæðum spyrðu nemendur að því hvort þau ætluðu að fermast. Þegar fermingarbörn Siðmenntar sögðust ætla að fermast borgaralega var þess oft krafist að þau útskýrðu hvað í því fælist. Nokkur barnanna sögðu mér að þau hafi útskýrt það eftir bestu getu en kennararnir sögðu eftir útskýringar þeirra að þeir skildu samt ekki þessa borgaralegu fermingu. Einn drengurinn sagði mér að honum hafi sárnað viðbrögð kennarans vegna þess að hann vissi að kennarinn vildi ekki skilja út á hvað borgaraleg ferming gengur og hvers vegna ætti hann þá að vera að spyrja. Það er ekki gott og því síður gaman að vera 13 ára nemandi í skyldunámi og þurfa að eiga samskipti við jafn ónærgætið og illa faglega statt fólk. Nú stefnir í að um 300 börn fermist borgaralega í vor og ég vona að kennarar í grunnskólum landsins geri sér grein fyrir því að við búum ekki eingöngu í fjölmenningarlegu samfélagi þar sem fólk er misjafnt og má vera það, heldur kemur kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskólanna ekki við hvort börn ætli sér að fermast eða ekki. Menntamálaráðuneytið setti fyrr á þesu ári fram reglur um samskipti skóla og trúfélaga á öllum skólastigum. Í þeim reglum segir meðal annars: Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Höfum það í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Nýverið birtist í dagblaði viðtal við móður nemanda í grunnskóla. Móðirin gerði athugasemd við að barnið hennar hefði ekki fengið þá kennslu sem því bar á meðan meirihluti árgangsins fór í fermingarfræðsluferð á vegum kirkjunnar. Hér er ekki um nýjar fréttir að ræða. Grunnskólar hafa allt of oft fórnað fagmennskunni með þessum hætti. Börn sem ekki tilheyra stærsta trúfélaginu hafa allt of oft þurft að mæta afgangi í grunnskólum landsins, grunnskólum sem lögum samkvæmt eiga að vera fyrir alla. Á síðasta ári fermdust 209 börn borgaralega. Í fermingarfræðslunni barst reglulega í tal hver staða þeirra innan grunnskólans væri. Fyrir utan kæruleysi grunnskólanna þegar kemur að fermingarfræðsluferðunum á skólatíma höfðu mörg barnanna aðra og dapurlegri sögu að segja úr íslensku skólastarfi. Sum þeirra nefndu það sérstaklega að það væru kennarar í skólunum sem af einhverjum ástæðum spyrðu nemendur að því hvort þau ætluðu að fermast. Þegar fermingarbörn Siðmenntar sögðust ætla að fermast borgaralega var þess oft krafist að þau útskýrðu hvað í því fælist. Nokkur barnanna sögðu mér að þau hafi útskýrt það eftir bestu getu en kennararnir sögðu eftir útskýringar þeirra að þeir skildu samt ekki þessa borgaralegu fermingu. Einn drengurinn sagði mér að honum hafi sárnað viðbrögð kennarans vegna þess að hann vissi að kennarinn vildi ekki skilja út á hvað borgaraleg ferming gengur og hvers vegna ætti hann þá að vera að spyrja. Það er ekki gott og því síður gaman að vera 13 ára nemandi í skyldunámi og þurfa að eiga samskipti við jafn ónærgætið og illa faglega statt fólk. Nú stefnir í að um 300 börn fermist borgaralega í vor og ég vona að kennarar í grunnskólum landsins geri sér grein fyrir því að við búum ekki eingöngu í fjölmenningarlegu samfélagi þar sem fólk er misjafnt og má vera það, heldur kemur kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskólanna ekki við hvort börn ætli sér að fermast eða ekki. Menntamálaráðuneytið setti fyrr á þesu ári fram reglur um samskipti skóla og trúfélaga á öllum skólastigum. Í þeim reglum segir meðal annars: Eftir fremsta megni skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Höfum það í huga.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun