Ertu ekkert hrædd? Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2013 06:00 Það er ekki alveg það sama; að vita og að skilja. Í sjö ár hef ég unnið í Kvennaathvarfinu og á þeim tíma hef ég lært margt um heimilisofbeldi og áhrif þess á börn. Ég hef setið, kannski ekki hundrað milljón fundi (en mér finnst stundum að það hljóti að vera nærri lagi), fyrirlestra og ráðstefnur, hef lesið ótal skýrslur og greinar um málið, horft á fræðslumyndir og hangið á netinu tímunum saman við að afla mér þekkingar. Ég hef talað við hundruð kvenna sem hafa búið við ofbeldi bæði sem börn og á fullorðinsárum og sem hafa alið upp sín börn á ofbeldisheimilum. Ég hef talað við mörg af þessum börnum. Sumt af þessu hefur skilað mér þekkingu, annað síður og ég geri mér ekki grein fyrir því hvenær ég lærði hvað um áhrif ofbeldis á börn en ég man nákvæmlega hvenær ég skildi. Það var vetur, það var dimmt og það rigndi. Ég var að tygja mig til heimferðar úr athvarfinu. Það var hlýtt og fjörugt inni í húsinu og það var að bresta á pitsuveisla. Einn strákurinn var ósáttur við það að ég væri að fara og var greinilega búinn að gleyma því að ég hafði þurft að skammast aðeins í honum fyrr um daginn. Hann spurði hvort ég ætlaði ekki að borða með þeim og ég sagði honum að ég væri að fara heim. Hann varð undrandi og svolítið skelkaður. „Heim“, sagði hann, „ertu ekkert hrædd?“ Og ég horfði í brúnustu augu í heimi og áttaði mig á því að þau höfðu séð ýmislegt sem væri bannað börnum ef það væri sjónvarpsefni. Þau höfðu séð svo hræðilega hluti að ég gat ekki ímyndað mér þá, gat ekki ímyndað mér angist hans og ótta.Skelfingu lostin Og mig langaði til að útskýra fyrir honum að vissulega væri ég pínulítið skelkuð á hjólinu í myrkrinu, sérstaklega þar sem ég hafði trassað að setja almennileg ljós á það en að heima hjá mér væri ekkert að óttast. Að þannig séu heimili; þar eigi fólk ekki að óttast neitt hversu hræðilegur sem heimurinn er fyrir utan. Mest af öllu langaði mig til að lofa honum að næst þegar hann færi heim, þá þyrfti hann ekki að vera hræddur en það loforð hefði ég ekki getað staðið við. Þetta kvöld skildi ég loksins almennilega að á Íslandi búa börn sem eru hrædd við að fara heim. Þau eru skelfingu lostin í eldhúsinu, í stofunni og undir sænginni sinni. Þau eru hrædd við að koma heim en líka hrædd við að fara að heiman af því að það getur svo hræðilega margt gerst á meðan þau eru í burtu. Kannski gerist einmitt það skelfilegasta af öllu þegar þau eru í örygginu á skólalóðinni, að paufast yfir Kringlumýrarbrautina í síðdegisumferðinni eða alein á heimleið í strætó. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur hefur verið á Íslandi, segir að vernda skuli öll börn gegn hvers kyns ofbeldi, misnotkun, skeytingarleysi og vanrækslu. Það markmið hefur okkur ekki tekist að uppfylla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er ekki alveg það sama; að vita og að skilja. Í sjö ár hef ég unnið í Kvennaathvarfinu og á þeim tíma hef ég lært margt um heimilisofbeldi og áhrif þess á börn. Ég hef setið, kannski ekki hundrað milljón fundi (en mér finnst stundum að það hljóti að vera nærri lagi), fyrirlestra og ráðstefnur, hef lesið ótal skýrslur og greinar um málið, horft á fræðslumyndir og hangið á netinu tímunum saman við að afla mér þekkingar. Ég hef talað við hundruð kvenna sem hafa búið við ofbeldi bæði sem börn og á fullorðinsárum og sem hafa alið upp sín börn á ofbeldisheimilum. Ég hef talað við mörg af þessum börnum. Sumt af þessu hefur skilað mér þekkingu, annað síður og ég geri mér ekki grein fyrir því hvenær ég lærði hvað um áhrif ofbeldis á börn en ég man nákvæmlega hvenær ég skildi. Það var vetur, það var dimmt og það rigndi. Ég var að tygja mig til heimferðar úr athvarfinu. Það var hlýtt og fjörugt inni í húsinu og það var að bresta á pitsuveisla. Einn strákurinn var ósáttur við það að ég væri að fara og var greinilega búinn að gleyma því að ég hafði þurft að skammast aðeins í honum fyrr um daginn. Hann spurði hvort ég ætlaði ekki að borða með þeim og ég sagði honum að ég væri að fara heim. Hann varð undrandi og svolítið skelkaður. „Heim“, sagði hann, „ertu ekkert hrædd?“ Og ég horfði í brúnustu augu í heimi og áttaði mig á því að þau höfðu séð ýmislegt sem væri bannað börnum ef það væri sjónvarpsefni. Þau höfðu séð svo hræðilega hluti að ég gat ekki ímyndað mér þá, gat ekki ímyndað mér angist hans og ótta.Skelfingu lostin Og mig langaði til að útskýra fyrir honum að vissulega væri ég pínulítið skelkuð á hjólinu í myrkrinu, sérstaklega þar sem ég hafði trassað að setja almennileg ljós á það en að heima hjá mér væri ekkert að óttast. Að þannig séu heimili; þar eigi fólk ekki að óttast neitt hversu hræðilegur sem heimurinn er fyrir utan. Mest af öllu langaði mig til að lofa honum að næst þegar hann færi heim, þá þyrfti hann ekki að vera hræddur en það loforð hefði ég ekki getað staðið við. Þetta kvöld skildi ég loksins almennilega að á Íslandi búa börn sem eru hrædd við að fara heim. Þau eru skelfingu lostin í eldhúsinu, í stofunni og undir sænginni sinni. Þau eru hrædd við að koma heim en líka hrædd við að fara að heiman af því að það getur svo hræðilega margt gerst á meðan þau eru í burtu. Kannski gerist einmitt það skelfilegasta af öllu þegar þau eru í örygginu á skólalóðinni, að paufast yfir Kringlumýrarbrautina í síðdegisumferðinni eða alein á heimleið í strætó. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur hefur verið á Íslandi, segir að vernda skuli öll börn gegn hvers kyns ofbeldi, misnotkun, skeytingarleysi og vanrækslu. Það markmið hefur okkur ekki tekist að uppfylla.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar