Kynferðisofbeldi er hvergi og aldrei ásættanlegt! Bryndís Bjarnadóttir skrifar 6. desember 2013 06:00 Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, hófst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi í 23. sinn. Frá upphafi hefur 16 daga átakið haft þann tilgang að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot og styðja þolendur í að leita réttar síns. Átakið hefur jafnframt verið nýtt til að stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim. Í ár eins og síðasta ár, beinir 16 daga átakið sjónum sínum sérstaklega að kynbundnu ofbeldi í stríði og vopnuðum átökum. Konur hafa verið í broddi fylkingar í mótmælunum í Egyptalandi allt frá upphafi byltingarinnar þann 25. janúar árið 2011. Þær hafa hins vegar þurft að gjalda hugrekki sitt dýru verði. Kynbundið ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi, jókst til muna í kjölfar mótmælanna, bæði af hendi öryggissveita landsins og einstaklinga. Fjöldamótmæli brutust út í landinu þann 30. júní 2013 þegar Mohamed Morsi hafði gegnt forsetaembætti í eitt ár. Mikil harka hljóp í átökin á milli stuðningsmanna forsetans og andófsmanna, og tilkynnt var um fjölda kynferðisbrota gegn kvenmótmælendum á Tahrír-torgi í Kaíró. Flest þeirra voru mjög hrottafengin. Blóðug átök náðu hámarki næstu daga á eftir og talið er að 186 kvenmótmælendur hafi orðið fyrir árás í nágrenni við Tahrír-torg frá 30. júní til 3. júlí.Skurðaðgerð eftir nauðgun Egypskum samtökum (OpAntiSH) sem berjast gegn kynferðisofbeldi og áreiti, barst fjöldi tilkynninga um kynferðisárásir á konur í nágrenni við Tahrír-torg á tímabilinu. Að minnsta einn þolandi kynferðisofbeldis þurfti að gangast undir skurðaðgerð í kjölfar ofbeldisins og margar aðrar konur þurftu á læknisaðstoð að halda. Sú sem gekkst undir skurðaðgerðina var 22 ára hollensk blaðakona en fimm menn nauðguðu henni á hrottafenginn hátt meðan á mótmælum stóð. Samkvæmt vitnisburði þolenda og þeirra sem reyndu að koma þeim til bjargar voru árásirnar á þá lund að tugir ef ekki hundruð karlmanna umkringdu konurnar, rifu af þeim fötin, káfuðu á brjóstum og öðrum líkamspörtum, og girtu niður um sig. Spýtum, hnífum og öðrum vopnum var iðulega beitt í árásunum, bæði gegn þolendum og þeim sem reyndu að koma þeim til aðstoðar. Stríðandi stjórnmálaöfl í landinu hafa látið undir höfuð leggjast að fjalla um árásirnar nema í því augnamiði að koma óorði á andstæðinga sína. Hvorki liðsmenn Bræðralags múslíma né annarra stjórnmálaafla hafa talað gegn hrottafengnu kynferðisofbeldi gegn konum í landinu. Amnesty International skorar á yfirvöld í Egyptalandi að senda út skýr skilaboð þess efnis að kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi verði ekki lengur liðið í landinu og að gerendur verði sóttir til saka. Stjórnvöld verða fyrirvaralaust að fordæma allt kynferðisofbeldi og alla mismunun gegn konum í landinu og binda enda á refsileysi sem hingað til hefur viðgengist gagnvart brotum af þessu tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, hófst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi í 23. sinn. Frá upphafi hefur 16 daga átakið haft þann tilgang að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot og styðja þolendur í að leita réttar síns. Átakið hefur jafnframt verið nýtt til að stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim. Í ár eins og síðasta ár, beinir 16 daga átakið sjónum sínum sérstaklega að kynbundnu ofbeldi í stríði og vopnuðum átökum. Konur hafa verið í broddi fylkingar í mótmælunum í Egyptalandi allt frá upphafi byltingarinnar þann 25. janúar árið 2011. Þær hafa hins vegar þurft að gjalda hugrekki sitt dýru verði. Kynbundið ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi, jókst til muna í kjölfar mótmælanna, bæði af hendi öryggissveita landsins og einstaklinga. Fjöldamótmæli brutust út í landinu þann 30. júní 2013 þegar Mohamed Morsi hafði gegnt forsetaembætti í eitt ár. Mikil harka hljóp í átökin á milli stuðningsmanna forsetans og andófsmanna, og tilkynnt var um fjölda kynferðisbrota gegn kvenmótmælendum á Tahrír-torgi í Kaíró. Flest þeirra voru mjög hrottafengin. Blóðug átök náðu hámarki næstu daga á eftir og talið er að 186 kvenmótmælendur hafi orðið fyrir árás í nágrenni við Tahrír-torg frá 30. júní til 3. júlí.Skurðaðgerð eftir nauðgun Egypskum samtökum (OpAntiSH) sem berjast gegn kynferðisofbeldi og áreiti, barst fjöldi tilkynninga um kynferðisárásir á konur í nágrenni við Tahrír-torg á tímabilinu. Að minnsta einn þolandi kynferðisofbeldis þurfti að gangast undir skurðaðgerð í kjölfar ofbeldisins og margar aðrar konur þurftu á læknisaðstoð að halda. Sú sem gekkst undir skurðaðgerðina var 22 ára hollensk blaðakona en fimm menn nauðguðu henni á hrottafenginn hátt meðan á mótmælum stóð. Samkvæmt vitnisburði þolenda og þeirra sem reyndu að koma þeim til bjargar voru árásirnar á þá lund að tugir ef ekki hundruð karlmanna umkringdu konurnar, rifu af þeim fötin, káfuðu á brjóstum og öðrum líkamspörtum, og girtu niður um sig. Spýtum, hnífum og öðrum vopnum var iðulega beitt í árásunum, bæði gegn þolendum og þeim sem reyndu að koma þeim til aðstoðar. Stríðandi stjórnmálaöfl í landinu hafa látið undir höfuð leggjast að fjalla um árásirnar nema í því augnamiði að koma óorði á andstæðinga sína. Hvorki liðsmenn Bræðralags múslíma né annarra stjórnmálaafla hafa talað gegn hrottafengnu kynferðisofbeldi gegn konum í landinu. Amnesty International skorar á yfirvöld í Egyptalandi að senda út skýr skilaboð þess efnis að kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi verði ekki lengur liðið í landinu og að gerendur verði sóttir til saka. Stjórnvöld verða fyrirvaralaust að fordæma allt kynferðisofbeldi og alla mismunun gegn konum í landinu og binda enda á refsileysi sem hingað til hefur viðgengist gagnvart brotum af þessu tagi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar