Kynferðisofbeldi er hvergi og aldrei ásættanlegt! Bryndís Bjarnadóttir skrifar 6. desember 2013 06:00 Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, hófst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi í 23. sinn. Frá upphafi hefur 16 daga átakið haft þann tilgang að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot og styðja þolendur í að leita réttar síns. Átakið hefur jafnframt verið nýtt til að stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim. Í ár eins og síðasta ár, beinir 16 daga átakið sjónum sínum sérstaklega að kynbundnu ofbeldi í stríði og vopnuðum átökum. Konur hafa verið í broddi fylkingar í mótmælunum í Egyptalandi allt frá upphafi byltingarinnar þann 25. janúar árið 2011. Þær hafa hins vegar þurft að gjalda hugrekki sitt dýru verði. Kynbundið ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi, jókst til muna í kjölfar mótmælanna, bæði af hendi öryggissveita landsins og einstaklinga. Fjöldamótmæli brutust út í landinu þann 30. júní 2013 þegar Mohamed Morsi hafði gegnt forsetaembætti í eitt ár. Mikil harka hljóp í átökin á milli stuðningsmanna forsetans og andófsmanna, og tilkynnt var um fjölda kynferðisbrota gegn kvenmótmælendum á Tahrír-torgi í Kaíró. Flest þeirra voru mjög hrottafengin. Blóðug átök náðu hámarki næstu daga á eftir og talið er að 186 kvenmótmælendur hafi orðið fyrir árás í nágrenni við Tahrír-torg frá 30. júní til 3. júlí.Skurðaðgerð eftir nauðgun Egypskum samtökum (OpAntiSH) sem berjast gegn kynferðisofbeldi og áreiti, barst fjöldi tilkynninga um kynferðisárásir á konur í nágrenni við Tahrír-torg á tímabilinu. Að minnsta einn þolandi kynferðisofbeldis þurfti að gangast undir skurðaðgerð í kjölfar ofbeldisins og margar aðrar konur þurftu á læknisaðstoð að halda. Sú sem gekkst undir skurðaðgerðina var 22 ára hollensk blaðakona en fimm menn nauðguðu henni á hrottafenginn hátt meðan á mótmælum stóð. Samkvæmt vitnisburði þolenda og þeirra sem reyndu að koma þeim til bjargar voru árásirnar á þá lund að tugir ef ekki hundruð karlmanna umkringdu konurnar, rifu af þeim fötin, káfuðu á brjóstum og öðrum líkamspörtum, og girtu niður um sig. Spýtum, hnífum og öðrum vopnum var iðulega beitt í árásunum, bæði gegn þolendum og þeim sem reyndu að koma þeim til aðstoðar. Stríðandi stjórnmálaöfl í landinu hafa látið undir höfuð leggjast að fjalla um árásirnar nema í því augnamiði að koma óorði á andstæðinga sína. Hvorki liðsmenn Bræðralags múslíma né annarra stjórnmálaafla hafa talað gegn hrottafengnu kynferðisofbeldi gegn konum í landinu. Amnesty International skorar á yfirvöld í Egyptalandi að senda út skýr skilaboð þess efnis að kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi verði ekki lengur liðið í landinu og að gerendur verði sóttir til saka. Stjórnvöld verða fyrirvaralaust að fordæma allt kynferðisofbeldi og alla mismunun gegn konum í landinu og binda enda á refsileysi sem hingað til hefur viðgengist gagnvart brotum af þessu tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, hófst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi í 23. sinn. Frá upphafi hefur 16 daga átakið haft þann tilgang að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot og styðja þolendur í að leita réttar síns. Átakið hefur jafnframt verið nýtt til að stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim. Í ár eins og síðasta ár, beinir 16 daga átakið sjónum sínum sérstaklega að kynbundnu ofbeldi í stríði og vopnuðum átökum. Konur hafa verið í broddi fylkingar í mótmælunum í Egyptalandi allt frá upphafi byltingarinnar þann 25. janúar árið 2011. Þær hafa hins vegar þurft að gjalda hugrekki sitt dýru verði. Kynbundið ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi, jókst til muna í kjölfar mótmælanna, bæði af hendi öryggissveita landsins og einstaklinga. Fjöldamótmæli brutust út í landinu þann 30. júní 2013 þegar Mohamed Morsi hafði gegnt forsetaembætti í eitt ár. Mikil harka hljóp í átökin á milli stuðningsmanna forsetans og andófsmanna, og tilkynnt var um fjölda kynferðisbrota gegn kvenmótmælendum á Tahrír-torgi í Kaíró. Flest þeirra voru mjög hrottafengin. Blóðug átök náðu hámarki næstu daga á eftir og talið er að 186 kvenmótmælendur hafi orðið fyrir árás í nágrenni við Tahrír-torg frá 30. júní til 3. júlí.Skurðaðgerð eftir nauðgun Egypskum samtökum (OpAntiSH) sem berjast gegn kynferðisofbeldi og áreiti, barst fjöldi tilkynninga um kynferðisárásir á konur í nágrenni við Tahrír-torg á tímabilinu. Að minnsta einn þolandi kynferðisofbeldis þurfti að gangast undir skurðaðgerð í kjölfar ofbeldisins og margar aðrar konur þurftu á læknisaðstoð að halda. Sú sem gekkst undir skurðaðgerðina var 22 ára hollensk blaðakona en fimm menn nauðguðu henni á hrottafenginn hátt meðan á mótmælum stóð. Samkvæmt vitnisburði þolenda og þeirra sem reyndu að koma þeim til bjargar voru árásirnar á þá lund að tugir ef ekki hundruð karlmanna umkringdu konurnar, rifu af þeim fötin, káfuðu á brjóstum og öðrum líkamspörtum, og girtu niður um sig. Spýtum, hnífum og öðrum vopnum var iðulega beitt í árásunum, bæði gegn þolendum og þeim sem reyndu að koma þeim til aðstoðar. Stríðandi stjórnmálaöfl í landinu hafa látið undir höfuð leggjast að fjalla um árásirnar nema í því augnamiði að koma óorði á andstæðinga sína. Hvorki liðsmenn Bræðralags múslíma né annarra stjórnmálaafla hafa talað gegn hrottafengnu kynferðisofbeldi gegn konum í landinu. Amnesty International skorar á yfirvöld í Egyptalandi að senda út skýr skilaboð þess efnis að kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi verði ekki lengur liðið í landinu og að gerendur verði sóttir til saka. Stjórnvöld verða fyrirvaralaust að fordæma allt kynferðisofbeldi og alla mismunun gegn konum í landinu og binda enda á refsileysi sem hingað til hefur viðgengist gagnvart brotum af þessu tagi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar