Kynferðisofbeldi er hvergi og aldrei ásættanlegt! Bryndís Bjarnadóttir skrifar 6. desember 2013 06:00 Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, hófst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi í 23. sinn. Frá upphafi hefur 16 daga átakið haft þann tilgang að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot og styðja þolendur í að leita réttar síns. Átakið hefur jafnframt verið nýtt til að stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim. Í ár eins og síðasta ár, beinir 16 daga átakið sjónum sínum sérstaklega að kynbundnu ofbeldi í stríði og vopnuðum átökum. Konur hafa verið í broddi fylkingar í mótmælunum í Egyptalandi allt frá upphafi byltingarinnar þann 25. janúar árið 2011. Þær hafa hins vegar þurft að gjalda hugrekki sitt dýru verði. Kynbundið ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi, jókst til muna í kjölfar mótmælanna, bæði af hendi öryggissveita landsins og einstaklinga. Fjöldamótmæli brutust út í landinu þann 30. júní 2013 þegar Mohamed Morsi hafði gegnt forsetaembætti í eitt ár. Mikil harka hljóp í átökin á milli stuðningsmanna forsetans og andófsmanna, og tilkynnt var um fjölda kynferðisbrota gegn kvenmótmælendum á Tahrír-torgi í Kaíró. Flest þeirra voru mjög hrottafengin. Blóðug átök náðu hámarki næstu daga á eftir og talið er að 186 kvenmótmælendur hafi orðið fyrir árás í nágrenni við Tahrír-torg frá 30. júní til 3. júlí.Skurðaðgerð eftir nauðgun Egypskum samtökum (OpAntiSH) sem berjast gegn kynferðisofbeldi og áreiti, barst fjöldi tilkynninga um kynferðisárásir á konur í nágrenni við Tahrír-torg á tímabilinu. Að minnsta einn þolandi kynferðisofbeldis þurfti að gangast undir skurðaðgerð í kjölfar ofbeldisins og margar aðrar konur þurftu á læknisaðstoð að halda. Sú sem gekkst undir skurðaðgerðina var 22 ára hollensk blaðakona en fimm menn nauðguðu henni á hrottafenginn hátt meðan á mótmælum stóð. Samkvæmt vitnisburði þolenda og þeirra sem reyndu að koma þeim til bjargar voru árásirnar á þá lund að tugir ef ekki hundruð karlmanna umkringdu konurnar, rifu af þeim fötin, káfuðu á brjóstum og öðrum líkamspörtum, og girtu niður um sig. Spýtum, hnífum og öðrum vopnum var iðulega beitt í árásunum, bæði gegn þolendum og þeim sem reyndu að koma þeim til aðstoðar. Stríðandi stjórnmálaöfl í landinu hafa látið undir höfuð leggjast að fjalla um árásirnar nema í því augnamiði að koma óorði á andstæðinga sína. Hvorki liðsmenn Bræðralags múslíma né annarra stjórnmálaafla hafa talað gegn hrottafengnu kynferðisofbeldi gegn konum í landinu. Amnesty International skorar á yfirvöld í Egyptalandi að senda út skýr skilaboð þess efnis að kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi verði ekki lengur liðið í landinu og að gerendur verði sóttir til saka. Stjórnvöld verða fyrirvaralaust að fordæma allt kynferðisofbeldi og alla mismunun gegn konum í landinu og binda enda á refsileysi sem hingað til hefur viðgengist gagnvart brotum af þessu tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, hófst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi í 23. sinn. Frá upphafi hefur 16 daga átakið haft þann tilgang að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot og styðja þolendur í að leita réttar síns. Átakið hefur jafnframt verið nýtt til að stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim. Í ár eins og síðasta ár, beinir 16 daga átakið sjónum sínum sérstaklega að kynbundnu ofbeldi í stríði og vopnuðum átökum. Konur hafa verið í broddi fylkingar í mótmælunum í Egyptalandi allt frá upphafi byltingarinnar þann 25. janúar árið 2011. Þær hafa hins vegar þurft að gjalda hugrekki sitt dýru verði. Kynbundið ofbeldi, þar með talið kynferðisofbeldi, jókst til muna í kjölfar mótmælanna, bæði af hendi öryggissveita landsins og einstaklinga. Fjöldamótmæli brutust út í landinu þann 30. júní 2013 þegar Mohamed Morsi hafði gegnt forsetaembætti í eitt ár. Mikil harka hljóp í átökin á milli stuðningsmanna forsetans og andófsmanna, og tilkynnt var um fjölda kynferðisbrota gegn kvenmótmælendum á Tahrír-torgi í Kaíró. Flest þeirra voru mjög hrottafengin. Blóðug átök náðu hámarki næstu daga á eftir og talið er að 186 kvenmótmælendur hafi orðið fyrir árás í nágrenni við Tahrír-torg frá 30. júní til 3. júlí.Skurðaðgerð eftir nauðgun Egypskum samtökum (OpAntiSH) sem berjast gegn kynferðisofbeldi og áreiti, barst fjöldi tilkynninga um kynferðisárásir á konur í nágrenni við Tahrír-torg á tímabilinu. Að minnsta einn þolandi kynferðisofbeldis þurfti að gangast undir skurðaðgerð í kjölfar ofbeldisins og margar aðrar konur þurftu á læknisaðstoð að halda. Sú sem gekkst undir skurðaðgerðina var 22 ára hollensk blaðakona en fimm menn nauðguðu henni á hrottafenginn hátt meðan á mótmælum stóð. Samkvæmt vitnisburði þolenda og þeirra sem reyndu að koma þeim til bjargar voru árásirnar á þá lund að tugir ef ekki hundruð karlmanna umkringdu konurnar, rifu af þeim fötin, káfuðu á brjóstum og öðrum líkamspörtum, og girtu niður um sig. Spýtum, hnífum og öðrum vopnum var iðulega beitt í árásunum, bæði gegn þolendum og þeim sem reyndu að koma þeim til aðstoðar. Stríðandi stjórnmálaöfl í landinu hafa látið undir höfuð leggjast að fjalla um árásirnar nema í því augnamiði að koma óorði á andstæðinga sína. Hvorki liðsmenn Bræðralags múslíma né annarra stjórnmálaafla hafa talað gegn hrottafengnu kynferðisofbeldi gegn konum í landinu. Amnesty International skorar á yfirvöld í Egyptalandi að senda út skýr skilaboð þess efnis að kynferðisofbeldi og kynbundið ofbeldi verði ekki lengur liðið í landinu og að gerendur verði sóttir til saka. Stjórnvöld verða fyrirvaralaust að fordæma allt kynferðisofbeldi og alla mismunun gegn konum í landinu og binda enda á refsileysi sem hingað til hefur viðgengist gagnvart brotum af þessu tagi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar