Opið bréf til líkamsræktarstöðva - Er einkaþjálfarinn tryggður?“ Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 6. desember 2013 06:00 Það þekkja það allir sem hafa komið inn á líkamsræktarstöð að þar starfa einkaþjálfarar. Menntun þeirra og reynsla getur verið mjög mismunandi en það er allt önnur umræða. Einkaþjálfarar eru annaðhvort starfsmenn líkamsræktarstöðvarinnar eða sjálfstætt starfandi. Ef einkaþjálfari er sjálfstætt starfandi greiðir hann svokallað aðstöðugjald til líkamsræktarstöðvarinnar og greiða þá viðskiptavinirnir honum beint fyrir þjálfunina. Fyrir rúmum tveimur árum síðan slasaðist eiginmaður minn alvarlega þegar hann var hjá sjálfstætt starfandi einkaþjálfara á einni af líkamsræktarstöðvum höfuðborgarsvæðisins. Slys gera ekki boð á undan sér og þannig var það líka í þessu tilfelli. Það kom okkur hins vegar verulega á óvart þegar við fórum að leita réttar eiginmanns míns til bóta vegna þess skaða sem hann hafði orðið fyrir að enginn var rétturinn. Þannig var mál með vexti að líkamsræktarstöðin taldi sig ekki bótaskylda þar sem ekkert tengt aðstöðunni varð til þess að slys hlaust af og einkaþjálfarinn í sinni vinnu var ótryggður gagnvart viðskiptavinum sínum. Eftir okkar eftirgrennslan er frístundatrygging viðskiptavina sú trygging sem bætir slys af þessu tagi og þá er spurning hvort fólk almennt sé með slíka tryggingu eða viti af þessu fyrirkomulagi. Þeir sem hafa nýtt sér einkaþjálfun vita að hún er ekki gefins og því mætti ætla að einkaþjálfarar hefðu ráð á því að kaupa sér ábyrgðartryggingu. Mig grunar hins vegar að svo sé ekki og í stað þess að senda bréf á allar líkamsræktarstöðvar landsins ákvað ég að skrifa opið bréf þar sem ég spyr: „Eru einkaþjálfarar á þinni stöð tryggðir?“ Ef svarið er já þá vil ég hrósa þér sérstaklega fyrir þá fyrirhyggju en ef svarið er nei hvet ég þig eindregið til að gera þá kröfu til þeirra einkaþjálfara sem starfa á þinni stöð að fá sér ábyrgðartryggingu. Í raun finnst mér eðlilegast að það sé gerð krafa um að þeir einkaþjálfarar sem starfa á ákveðinni líkamsræktarstöð staðfesti að þeir séu tryggðir. Eins og fyrr segir gera slys ekki boð á undan sér. Ég trúi því að starfandi einkaþjálfarar leggi sig fram við að tryggja öryggi viðskiptavina sinna en því miður dugar það oft ekki til. Það er því eðlileg krafa að allir sjálfstætt starfandi einkaþjálfarar séu með ábyrgðartryggingu ef svo illa vill til að slys beri að höndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Það þekkja það allir sem hafa komið inn á líkamsræktarstöð að þar starfa einkaþjálfarar. Menntun þeirra og reynsla getur verið mjög mismunandi en það er allt önnur umræða. Einkaþjálfarar eru annaðhvort starfsmenn líkamsræktarstöðvarinnar eða sjálfstætt starfandi. Ef einkaþjálfari er sjálfstætt starfandi greiðir hann svokallað aðstöðugjald til líkamsræktarstöðvarinnar og greiða þá viðskiptavinirnir honum beint fyrir þjálfunina. Fyrir rúmum tveimur árum síðan slasaðist eiginmaður minn alvarlega þegar hann var hjá sjálfstætt starfandi einkaþjálfara á einni af líkamsræktarstöðvum höfuðborgarsvæðisins. Slys gera ekki boð á undan sér og þannig var það líka í þessu tilfelli. Það kom okkur hins vegar verulega á óvart þegar við fórum að leita réttar eiginmanns míns til bóta vegna þess skaða sem hann hafði orðið fyrir að enginn var rétturinn. Þannig var mál með vexti að líkamsræktarstöðin taldi sig ekki bótaskylda þar sem ekkert tengt aðstöðunni varð til þess að slys hlaust af og einkaþjálfarinn í sinni vinnu var ótryggður gagnvart viðskiptavinum sínum. Eftir okkar eftirgrennslan er frístundatrygging viðskiptavina sú trygging sem bætir slys af þessu tagi og þá er spurning hvort fólk almennt sé með slíka tryggingu eða viti af þessu fyrirkomulagi. Þeir sem hafa nýtt sér einkaþjálfun vita að hún er ekki gefins og því mætti ætla að einkaþjálfarar hefðu ráð á því að kaupa sér ábyrgðartryggingu. Mig grunar hins vegar að svo sé ekki og í stað þess að senda bréf á allar líkamsræktarstöðvar landsins ákvað ég að skrifa opið bréf þar sem ég spyr: „Eru einkaþjálfarar á þinni stöð tryggðir?“ Ef svarið er já þá vil ég hrósa þér sérstaklega fyrir þá fyrirhyggju en ef svarið er nei hvet ég þig eindregið til að gera þá kröfu til þeirra einkaþjálfara sem starfa á þinni stöð að fá sér ábyrgðartryggingu. Í raun finnst mér eðlilegast að það sé gerð krafa um að þeir einkaþjálfarar sem starfa á ákveðinni líkamsræktarstöð staðfesti að þeir séu tryggðir. Eins og fyrr segir gera slys ekki boð á undan sér. Ég trúi því að starfandi einkaþjálfarar leggi sig fram við að tryggja öryggi viðskiptavina sinna en því miður dugar það oft ekki til. Það er því eðlileg krafa að allir sjálfstætt starfandi einkaþjálfarar séu með ábyrgðartryggingu ef svo illa vill til að slys beri að höndum.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar