Opið bréf til líkamsræktarstöðva - Er einkaþjálfarinn tryggður?“ Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 6. desember 2013 06:00 Það þekkja það allir sem hafa komið inn á líkamsræktarstöð að þar starfa einkaþjálfarar. Menntun þeirra og reynsla getur verið mjög mismunandi en það er allt önnur umræða. Einkaþjálfarar eru annaðhvort starfsmenn líkamsræktarstöðvarinnar eða sjálfstætt starfandi. Ef einkaþjálfari er sjálfstætt starfandi greiðir hann svokallað aðstöðugjald til líkamsræktarstöðvarinnar og greiða þá viðskiptavinirnir honum beint fyrir þjálfunina. Fyrir rúmum tveimur árum síðan slasaðist eiginmaður minn alvarlega þegar hann var hjá sjálfstætt starfandi einkaþjálfara á einni af líkamsræktarstöðvum höfuðborgarsvæðisins. Slys gera ekki boð á undan sér og þannig var það líka í þessu tilfelli. Það kom okkur hins vegar verulega á óvart þegar við fórum að leita réttar eiginmanns míns til bóta vegna þess skaða sem hann hafði orðið fyrir að enginn var rétturinn. Þannig var mál með vexti að líkamsræktarstöðin taldi sig ekki bótaskylda þar sem ekkert tengt aðstöðunni varð til þess að slys hlaust af og einkaþjálfarinn í sinni vinnu var ótryggður gagnvart viðskiptavinum sínum. Eftir okkar eftirgrennslan er frístundatrygging viðskiptavina sú trygging sem bætir slys af þessu tagi og þá er spurning hvort fólk almennt sé með slíka tryggingu eða viti af þessu fyrirkomulagi. Þeir sem hafa nýtt sér einkaþjálfun vita að hún er ekki gefins og því mætti ætla að einkaþjálfarar hefðu ráð á því að kaupa sér ábyrgðartryggingu. Mig grunar hins vegar að svo sé ekki og í stað þess að senda bréf á allar líkamsræktarstöðvar landsins ákvað ég að skrifa opið bréf þar sem ég spyr: „Eru einkaþjálfarar á þinni stöð tryggðir?“ Ef svarið er já þá vil ég hrósa þér sérstaklega fyrir þá fyrirhyggju en ef svarið er nei hvet ég þig eindregið til að gera þá kröfu til þeirra einkaþjálfara sem starfa á þinni stöð að fá sér ábyrgðartryggingu. Í raun finnst mér eðlilegast að það sé gerð krafa um að þeir einkaþjálfarar sem starfa á ákveðinni líkamsræktarstöð staðfesti að þeir séu tryggðir. Eins og fyrr segir gera slys ekki boð á undan sér. Ég trúi því að starfandi einkaþjálfarar leggi sig fram við að tryggja öryggi viðskiptavina sinna en því miður dugar það oft ekki til. Það er því eðlileg krafa að allir sjálfstætt starfandi einkaþjálfarar séu með ábyrgðartryggingu ef svo illa vill til að slys beri að höndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það þekkja það allir sem hafa komið inn á líkamsræktarstöð að þar starfa einkaþjálfarar. Menntun þeirra og reynsla getur verið mjög mismunandi en það er allt önnur umræða. Einkaþjálfarar eru annaðhvort starfsmenn líkamsræktarstöðvarinnar eða sjálfstætt starfandi. Ef einkaþjálfari er sjálfstætt starfandi greiðir hann svokallað aðstöðugjald til líkamsræktarstöðvarinnar og greiða þá viðskiptavinirnir honum beint fyrir þjálfunina. Fyrir rúmum tveimur árum síðan slasaðist eiginmaður minn alvarlega þegar hann var hjá sjálfstætt starfandi einkaþjálfara á einni af líkamsræktarstöðvum höfuðborgarsvæðisins. Slys gera ekki boð á undan sér og þannig var það líka í þessu tilfelli. Það kom okkur hins vegar verulega á óvart þegar við fórum að leita réttar eiginmanns míns til bóta vegna þess skaða sem hann hafði orðið fyrir að enginn var rétturinn. Þannig var mál með vexti að líkamsræktarstöðin taldi sig ekki bótaskylda þar sem ekkert tengt aðstöðunni varð til þess að slys hlaust af og einkaþjálfarinn í sinni vinnu var ótryggður gagnvart viðskiptavinum sínum. Eftir okkar eftirgrennslan er frístundatrygging viðskiptavina sú trygging sem bætir slys af þessu tagi og þá er spurning hvort fólk almennt sé með slíka tryggingu eða viti af þessu fyrirkomulagi. Þeir sem hafa nýtt sér einkaþjálfun vita að hún er ekki gefins og því mætti ætla að einkaþjálfarar hefðu ráð á því að kaupa sér ábyrgðartryggingu. Mig grunar hins vegar að svo sé ekki og í stað þess að senda bréf á allar líkamsræktarstöðvar landsins ákvað ég að skrifa opið bréf þar sem ég spyr: „Eru einkaþjálfarar á þinni stöð tryggðir?“ Ef svarið er já þá vil ég hrósa þér sérstaklega fyrir þá fyrirhyggju en ef svarið er nei hvet ég þig eindregið til að gera þá kröfu til þeirra einkaþjálfara sem starfa á þinni stöð að fá sér ábyrgðartryggingu. Í raun finnst mér eðlilegast að það sé gerð krafa um að þeir einkaþjálfarar sem starfa á ákveðinni líkamsræktarstöð staðfesti að þeir séu tryggðir. Eins og fyrr segir gera slys ekki boð á undan sér. Ég trúi því að starfandi einkaþjálfarar leggi sig fram við að tryggja öryggi viðskiptavina sinna en því miður dugar það oft ekki til. Það er því eðlileg krafa að allir sjálfstætt starfandi einkaþjálfarar séu með ábyrgðartryggingu ef svo illa vill til að slys beri að höndum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar