PISA-könnun, iðnnám og menntastefna Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 5. desember 2013 06:00 Undanfarna daga hefur um fátt verið meira rætt manna á meðal og í fjölmiðlum en nýbirta PISA-könnun sem sýnir svo ekki verður um deilt að víða er pottur mölbrotinn í grunnskólakerfinu. Þetta eru svo sem ekki ný sannindi fyrir þá sem til þekkja innan menntakerfisins en ætti nú að vera augljóst öllum sem skilja vilja. Annað olnbogabarn menntakerfisins er starfs- og iðnnám en það er kunnara en frá þurfi að segja að allt of fáir leggja slíkar greinar fyrir sig. Það virðist því á borð leggjandi hvaða verkefni séu mest aðkallandi fyrir nýjan, kraftmikinn og metnaðarfullan menntamálaráðherra. Eini þáttur skólakerfisins fram að háskólanámi sem er í þokkalegu standi er bóknám til stúdentsprófs. Það skilar flestum stúdentum frá sér með viðunandi undirbúning undir háskólanám, hafi þeir á annað borð áhuga á því, og það hefur hingað til verið traustur aðgöngumiði íslenskra stúdenta að erlendum háskólum. Umbætur og lagfæringar á brotalömum grunnskólans og efling starfs- og iðnnáms eru því verkefni dagsins og sá ráðherra sem kæmi þeim í þokkalegt horf myndi skrá nafn sitt varanlega á spjöld menntasögu þjóðarinnar. En, nei, menntamálaráðherra hefur að vísu áhyggjur af ástandinu í grunnskólanum en hans aðalmarkmið og verkefni á kjörtímabilinu er að stytta og skerða bóknám til stúdentsprófs, á iðnnám hefur ekki verið minnst. Það er erfitt að átta sig á stefnu núverandi ráðherra í menntamálum þar sem markmiðið virðist einkum vera að hunsa vandamálin og skaða það sem þó er í sæmilegu lagi. Líklega eiga hér best við orð sýslumannsins á Akranesi þegar hann frétti að mannvitsbrekkurnar í innanríkisráðuneytinu hefðu falið sýslumanninum í Stykkishólmi að tollafgreiða skip sem lögðu að í Hvalfirði: „Hafa þetta bara sem vitlausast.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur um fátt verið meira rætt manna á meðal og í fjölmiðlum en nýbirta PISA-könnun sem sýnir svo ekki verður um deilt að víða er pottur mölbrotinn í grunnskólakerfinu. Þetta eru svo sem ekki ný sannindi fyrir þá sem til þekkja innan menntakerfisins en ætti nú að vera augljóst öllum sem skilja vilja. Annað olnbogabarn menntakerfisins er starfs- og iðnnám en það er kunnara en frá þurfi að segja að allt of fáir leggja slíkar greinar fyrir sig. Það virðist því á borð leggjandi hvaða verkefni séu mest aðkallandi fyrir nýjan, kraftmikinn og metnaðarfullan menntamálaráðherra. Eini þáttur skólakerfisins fram að háskólanámi sem er í þokkalegu standi er bóknám til stúdentsprófs. Það skilar flestum stúdentum frá sér með viðunandi undirbúning undir háskólanám, hafi þeir á annað borð áhuga á því, og það hefur hingað til verið traustur aðgöngumiði íslenskra stúdenta að erlendum háskólum. Umbætur og lagfæringar á brotalömum grunnskólans og efling starfs- og iðnnáms eru því verkefni dagsins og sá ráðherra sem kæmi þeim í þokkalegt horf myndi skrá nafn sitt varanlega á spjöld menntasögu þjóðarinnar. En, nei, menntamálaráðherra hefur að vísu áhyggjur af ástandinu í grunnskólanum en hans aðalmarkmið og verkefni á kjörtímabilinu er að stytta og skerða bóknám til stúdentsprófs, á iðnnám hefur ekki verið minnst. Það er erfitt að átta sig á stefnu núverandi ráðherra í menntamálum þar sem markmiðið virðist einkum vera að hunsa vandamálin og skaða það sem þó er í sæmilegu lagi. Líklega eiga hér best við orð sýslumannsins á Akranesi þegar hann frétti að mannvitsbrekkurnar í innanríkisráðuneytinu hefðu falið sýslumanninum í Stykkishólmi að tollafgreiða skip sem lögðu að í Hvalfirði: „Hafa þetta bara sem vitlausast.“
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar