Heimurinn fylgist með RÚV Erlendir tónlistarmenn skrifar 5. desember 2013 06:00 Ísland er menningarþjóð. Við undirrituð vitum þetta vel af eigin reynslu. Við erum tónlistarfólk frá ýmsum löndum: hljómsveitarstjórar, hljóðfæraleikarar, söngkona og tónskáld. Við eigum það sameiginlegt að hafa öll haldið eftirminnilega tónleika fyrir forvitna, víðsýna og menntaða áheyrendur á Íslandi. Við höfum miklar áhyggjur af framtíð Ríkisútvarpsins á Íslandi. Okkur hefur borist til eyrna að í síðustu viku hafi 39 verið sagt upp störfum samstundis og að hótað sé enn fleiri uppsögnum. Rás 1, menningarrásin, hefur fengið harðasta skellinn, ekki síst tónlistardeildin. Af öllu starfsliði hennar eru nú aðeins tveir eftir. Framvegis verða þar engir sérfræðingar í barokktónlist, djassi eða samtímatónlist, enginn kynnir frá sinfóníutónleikum, enginn sérmenntaður tónmeistari til að hljóðrita klassískan tónlistarflutning. Allt frá því að Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930 hefur það verið meginstoð í íslensku menningarlífi. Það hefur sent út metnaðarfulla þætti og hljóðritað þúsundir tónleika. Hljóðritasafn Ríkisútvarpsins er ómetanleg heimild um tónlistarflutning á Íslandi á 20. og 21. öld. Við höfum öll verið þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með frábæru starfsfólki RÚV; þau hafa hljóðritað og sent út tónleika okkar í Háskólabíói, Hörpu, Laugardalshöllinni og fleiri tónleikastöðum. Okkur þykir grátlegt að nú sé þessu metnaðarfulla starfi teflt í tvísýnu. Við höfum fullan skilning á því að Ísland er í vanda statt hvað efnahag varðar. En við gerum okkur einnig grein fyrir því að RÚV hefur gegnt lykilhlutverki í íslensku þjóðlífi, verið „háskóli fólksins“, farvegur gagnrýninnar umræðu og hefur staðið vörð um hugsjón um upplýst, menntað samfélag. Hinn grimmilegi niðurskurður á Ríkisútvarpinu er ekki nauðsyn, heldur ákaflega misráðið val. Með brottrekstrinum er gerð atlaga að einni af meginstoðum íslensks tónlistarlífs. Þessi ákvörðun er til marks um forgangsröðun sem brýtur gegn lögbundnu hlutverki RÚV, þar sem kveðið er á um að stofnunin skuli uppfylla „menningarlegar þarfir“ íslensku þjóðarinnar. Við undirrituð hvetjum stjórn RÚV, Alþingi Íslendinga og menntamálaráðherra að beita sér í málinu þegar í stað. Heimurinn fylgist með ykkur.Vladimir Ashkenazy píanóleikari og hljómsveitarstjóriLeif Ove Andsnes píanóleikariRumon Gamba hljómsveitarstjóriHilary Hahn fiðluleikariPekka Kuusisto fiðluleikariNico Muhly tónskáldViktoria Postnikova píanóleikariGennady Rozhdestvensky hljómsveitarstjóriKiri Te Kanawa söngkonaOsmo Vänskä hljómsveitarstjóriMartin Fröst klarínettuleikari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ísland er menningarþjóð. Við undirrituð vitum þetta vel af eigin reynslu. Við erum tónlistarfólk frá ýmsum löndum: hljómsveitarstjórar, hljóðfæraleikarar, söngkona og tónskáld. Við eigum það sameiginlegt að hafa öll haldið eftirminnilega tónleika fyrir forvitna, víðsýna og menntaða áheyrendur á Íslandi. Við höfum miklar áhyggjur af framtíð Ríkisútvarpsins á Íslandi. Okkur hefur borist til eyrna að í síðustu viku hafi 39 verið sagt upp störfum samstundis og að hótað sé enn fleiri uppsögnum. Rás 1, menningarrásin, hefur fengið harðasta skellinn, ekki síst tónlistardeildin. Af öllu starfsliði hennar eru nú aðeins tveir eftir. Framvegis verða þar engir sérfræðingar í barokktónlist, djassi eða samtímatónlist, enginn kynnir frá sinfóníutónleikum, enginn sérmenntaður tónmeistari til að hljóðrita klassískan tónlistarflutning. Allt frá því að Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930 hefur það verið meginstoð í íslensku menningarlífi. Það hefur sent út metnaðarfulla þætti og hljóðritað þúsundir tónleika. Hljóðritasafn Ríkisútvarpsins er ómetanleg heimild um tónlistarflutning á Íslandi á 20. og 21. öld. Við höfum öll verið þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með frábæru starfsfólki RÚV; þau hafa hljóðritað og sent út tónleika okkar í Háskólabíói, Hörpu, Laugardalshöllinni og fleiri tónleikastöðum. Okkur þykir grátlegt að nú sé þessu metnaðarfulla starfi teflt í tvísýnu. Við höfum fullan skilning á því að Ísland er í vanda statt hvað efnahag varðar. En við gerum okkur einnig grein fyrir því að RÚV hefur gegnt lykilhlutverki í íslensku þjóðlífi, verið „háskóli fólksins“, farvegur gagnrýninnar umræðu og hefur staðið vörð um hugsjón um upplýst, menntað samfélag. Hinn grimmilegi niðurskurður á Ríkisútvarpinu er ekki nauðsyn, heldur ákaflega misráðið val. Með brottrekstrinum er gerð atlaga að einni af meginstoðum íslensks tónlistarlífs. Þessi ákvörðun er til marks um forgangsröðun sem brýtur gegn lögbundnu hlutverki RÚV, þar sem kveðið er á um að stofnunin skuli uppfylla „menningarlegar þarfir“ íslensku þjóðarinnar. Við undirrituð hvetjum stjórn RÚV, Alþingi Íslendinga og menntamálaráðherra að beita sér í málinu þegar í stað. Heimurinn fylgist með ykkur.Vladimir Ashkenazy píanóleikari og hljómsveitarstjóriLeif Ove Andsnes píanóleikariRumon Gamba hljómsveitarstjóriHilary Hahn fiðluleikariPekka Kuusisto fiðluleikariNico Muhly tónskáldViktoria Postnikova píanóleikariGennady Rozhdestvensky hljómsveitarstjóriKiri Te Kanawa söngkonaOsmo Vänskä hljómsveitarstjóriMartin Fröst klarínettuleikari
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun