Karlaheimur Stefán Máni skrifar 5. desember 2013 06:00 Einu sinni sem oftar fór ég með bílinn á dekkjaverkstæði. Ef til er erkitýpískur karlastaður þá komast verkstæði ansi nærri því. Þegar ég kom inn í afgreiðsluna voru tveir aðrir viðskiptavinir að bíða þess að röðin kæmi að þeim, karl og kona. Svo bættist enn einn karlinn við. Karlinn sem var á undan mér fékk afgreiðslu, röðin var sem sagt komin að konunni. Hún stóð pen og stillt upp við vegg, næstum inni í horni, og beið þolinmóð. En þegar afgreiðslumaðurinn birtist beinir hann athyglinni að mér en ekki konunni. „Ég er ekki næstur,“ segi ég en hef varla sleppt orðinu þegar sá sem er á eftir mér í röðinni nær athygli afgreiðslumannsins. Konan fórnar höndum en enginn tekur eftir því. Þegar afgreiðslumaðurinn ætlaði svo að afgreiða mig næst þurfti ég að benda honum kurteislega á konuna, sem var orðin rauð í framan af reiði eða skömm. Þetta er örugglega ekki mest sláandi saga sem heyrst hefur um kynbundið ofbeldi, enda langt frá því að vera safarík – ekkert blóð, engir marblettir, ekki einu sinni brotin sál eða tár á vanga. En þetta atvik opnaði augu mín, ég fór að horfa öðruvísi í kringum mig. Það sem ég sá var ekki óframfærin kona eða dónalegur karl heldur birtingarmynd hugarfars – ég sá hvernig karlar hugsa ómeðvitað, hvernig þeir hegða sér, og ég sá stað konunnar í heimi karla, þögla og ósýnilega inni í horni. Ég fór að sjá þessa sömu hegðun alls staðar – karlar ota sér fram, vaða yfir allt og alla, á meðan konur stíga til hliðar, sýna þolinmæði og kyngja niðurlægingunni. Svo ég alhæfi: Karlar eru agressívir og konur passívar. Við erum Homer Simpson, þið eruð Marge. Ég er karl, ég er líka svona í eðli mínu, en eftir að hafa áttað mig á því fór ég að breyta hegðun minni meðvitað.Kvenleg gildi í hávegum Hvað er ég að segja? Að dónaskapur sé ofbeldi og að jafnrétti kynjanna felist í að sýna tillitssemi? Eigum við að fara aftur að opna bíldyr og tríta dömurnar eins og prinsessurnar sem þær eru? Nei, það er ekki málið. Það væri bara óskandi að karlmenn átti sig á að þeir eru yfirgangssamir og að frekja þeirra bitnar á öðrum. Sá freki á ekki að hafa forgang, hans skoðanir eru ekki endilega réttar og hans aðferð ekki sú besta. Við lifum í karlaheimi. Karlar eru með hærri laun, þeir stjórna fyrirtækjum og leiða þjóðir. Þeirra aðferð er að tala hátt, gera lítið úr andstæðingum og standa við þvermóðskulegar skoðanir sínar hvort sem þær eru réttar eða rangar. Þær fáu konur sem komast að hafa tileinkað sér meira eða minna leikreglur og hugsanagang karla – t.d. Margaret Thatcher. Ég vil frekar sjá kvenleg gildi í hávegum. Ég vil sjá fyrirtæki, borg eða landi stjórnað af skynsemi, heilindum og af varfærni. „Boring!“ segir Homer Simpson. En konur fara ekki í stríð! Í karlaheiminum eiga konur að hlýða, þær þurfa að þola niðurlægingu, ofbeldi og skömm. Auk þess að vera ósýnilegar á dekkjaverkstæðum, nema þær séu naktar á dagatali uppi á vegg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni sem oftar fór ég með bílinn á dekkjaverkstæði. Ef til er erkitýpískur karlastaður þá komast verkstæði ansi nærri því. Þegar ég kom inn í afgreiðsluna voru tveir aðrir viðskiptavinir að bíða þess að röðin kæmi að þeim, karl og kona. Svo bættist enn einn karlinn við. Karlinn sem var á undan mér fékk afgreiðslu, röðin var sem sagt komin að konunni. Hún stóð pen og stillt upp við vegg, næstum inni í horni, og beið þolinmóð. En þegar afgreiðslumaðurinn birtist beinir hann athyglinni að mér en ekki konunni. „Ég er ekki næstur,“ segi ég en hef varla sleppt orðinu þegar sá sem er á eftir mér í röðinni nær athygli afgreiðslumannsins. Konan fórnar höndum en enginn tekur eftir því. Þegar afgreiðslumaðurinn ætlaði svo að afgreiða mig næst þurfti ég að benda honum kurteislega á konuna, sem var orðin rauð í framan af reiði eða skömm. Þetta er örugglega ekki mest sláandi saga sem heyrst hefur um kynbundið ofbeldi, enda langt frá því að vera safarík – ekkert blóð, engir marblettir, ekki einu sinni brotin sál eða tár á vanga. En þetta atvik opnaði augu mín, ég fór að horfa öðruvísi í kringum mig. Það sem ég sá var ekki óframfærin kona eða dónalegur karl heldur birtingarmynd hugarfars – ég sá hvernig karlar hugsa ómeðvitað, hvernig þeir hegða sér, og ég sá stað konunnar í heimi karla, þögla og ósýnilega inni í horni. Ég fór að sjá þessa sömu hegðun alls staðar – karlar ota sér fram, vaða yfir allt og alla, á meðan konur stíga til hliðar, sýna þolinmæði og kyngja niðurlægingunni. Svo ég alhæfi: Karlar eru agressívir og konur passívar. Við erum Homer Simpson, þið eruð Marge. Ég er karl, ég er líka svona í eðli mínu, en eftir að hafa áttað mig á því fór ég að breyta hegðun minni meðvitað.Kvenleg gildi í hávegum Hvað er ég að segja? Að dónaskapur sé ofbeldi og að jafnrétti kynjanna felist í að sýna tillitssemi? Eigum við að fara aftur að opna bíldyr og tríta dömurnar eins og prinsessurnar sem þær eru? Nei, það er ekki málið. Það væri bara óskandi að karlmenn átti sig á að þeir eru yfirgangssamir og að frekja þeirra bitnar á öðrum. Sá freki á ekki að hafa forgang, hans skoðanir eru ekki endilega réttar og hans aðferð ekki sú besta. Við lifum í karlaheimi. Karlar eru með hærri laun, þeir stjórna fyrirtækjum og leiða þjóðir. Þeirra aðferð er að tala hátt, gera lítið úr andstæðingum og standa við þvermóðskulegar skoðanir sínar hvort sem þær eru réttar eða rangar. Þær fáu konur sem komast að hafa tileinkað sér meira eða minna leikreglur og hugsanagang karla – t.d. Margaret Thatcher. Ég vil frekar sjá kvenleg gildi í hávegum. Ég vil sjá fyrirtæki, borg eða landi stjórnað af skynsemi, heilindum og af varfærni. „Boring!“ segir Homer Simpson. En konur fara ekki í stríð! Í karlaheiminum eiga konur að hlýða, þær þurfa að þola niðurlægingu, ofbeldi og skömm. Auk þess að vera ósýnilegar á dekkjaverkstæðum, nema þær séu naktar á dagatali uppi á vegg.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar