Útvarp – lifandi afl (í tilefni uppsagna) Guðrún Hannesdóttir skrifar 4. desember 2013 06:00 „Útvarpið er dásamlegur hlutur, það lætur rætast drauma kynslóðanna um hrafna Óðins, Mímisbrunn, viskustein.“ Þetta voru orð Arnar Arnarsonar skálds á upphafsárum útvarpsins. Fögnuður alþýðu manna yfir útvarpinu átti sér lítil takmörk og gleðin yfir því sem það miðlaði hungruðum hugum landsmanna hefur verið lýst svo víða að fyllt gæti marga hillumetra. Í tímans rás hefur nýnæmið og tilfinningahitinn tvístrast og dofnað sem eðlilegt er með tilkomu sjónvarps og fleiri rása. Nú held ég að kominn sé tími til að skerpa hugsunina á ný. Rás 1 hefur löngum haft sérstöðu hvað snertir tengsl og skyldleika við skýr og háleit markmið útvarps í árdaga. Fjölbreytni, vönduð dagskrárgerð og öflug nýliðun meðal kvenna hefur enda skapað henni traust umfram aðrar rásir. Enginn getur séð fyrir hvaða óafturkræf áhrif það mun hafa ef menn lama útvarpið, fæla frá og segja upp menntuðu, þjálfuðu og fágætu starfsfólki sem er kjarni starfseminnar í dag. Án kjarna – ekkert líf. Ef að líkum lætur skapast með þeim aðgerðum meira svigrúm fyrir ódýrt og innihaldsrýrt efni og innistæðulausa æsingaþætti, sem nóg er af fyrir og efla varla skilning okkar eða ratvísi um menningarlendur nútíðar eða fortíðar. Útvarpið er sterkur þáttur í samvitund þjóðarinnar og lifandi afl í mótun og varnarbaráttu íslenskrar tungu og menningar. Það á nú í vök að verjast og sótt er að því úr ýmsum áttum. Lokist sú vök kann að verða bið á að hún opnist að nýju.Við yrðum nauðbeygð að gera okkur að góðu það sem úti frýs…og ættum þá ekki betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
„Útvarpið er dásamlegur hlutur, það lætur rætast drauma kynslóðanna um hrafna Óðins, Mímisbrunn, viskustein.“ Þetta voru orð Arnar Arnarsonar skálds á upphafsárum útvarpsins. Fögnuður alþýðu manna yfir útvarpinu átti sér lítil takmörk og gleðin yfir því sem það miðlaði hungruðum hugum landsmanna hefur verið lýst svo víða að fyllt gæti marga hillumetra. Í tímans rás hefur nýnæmið og tilfinningahitinn tvístrast og dofnað sem eðlilegt er með tilkomu sjónvarps og fleiri rása. Nú held ég að kominn sé tími til að skerpa hugsunina á ný. Rás 1 hefur löngum haft sérstöðu hvað snertir tengsl og skyldleika við skýr og háleit markmið útvarps í árdaga. Fjölbreytni, vönduð dagskrárgerð og öflug nýliðun meðal kvenna hefur enda skapað henni traust umfram aðrar rásir. Enginn getur séð fyrir hvaða óafturkræf áhrif það mun hafa ef menn lama útvarpið, fæla frá og segja upp menntuðu, þjálfuðu og fágætu starfsfólki sem er kjarni starfseminnar í dag. Án kjarna – ekkert líf. Ef að líkum lætur skapast með þeim aðgerðum meira svigrúm fyrir ódýrt og innihaldsrýrt efni og innistæðulausa æsingaþætti, sem nóg er af fyrir og efla varla skilning okkar eða ratvísi um menningarlendur nútíðar eða fortíðar. Útvarpið er sterkur þáttur í samvitund þjóðarinnar og lifandi afl í mótun og varnarbaráttu íslenskrar tungu og menningar. Það á nú í vök að verjast og sótt er að því úr ýmsum áttum. Lokist sú vök kann að verða bið á að hún opnist að nýju.Við yrðum nauðbeygð að gera okkur að góðu það sem úti frýs…og ættum þá ekki betra skilið.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar