Vantar öfgarnar Jónas Sen skrifar 3. desember 2013 12:00 Jón Leifs Tónlist: Jón Leifs: Eilífð. Strengjakvartettar Smekkleysa Jón Leifs var öfgamaður í tónlist sinni. Mögnuðustu verkin hans eru þau sem hann samdi fyrir stóra hljómsveit, stundum með blönduðum kór. Þannig tónsmíðar eru Hekla og Geysir, Sögusinfónían, Dettifoss og Hafís, svo ég nefni einhver dæmi. Tónmálið er hrjóstrugt og dulúðugt, jafnvel brjálæðislegt; náttúrukraftarnir eru óbeislaðir. Þessi heillandi forneskja skilar sér ekki almennilega í kammerverkum Jóns, þrátt fyrir að innan um séu fallegir kaflar. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski með þremur strengjakvartettum. Strengjakvartett er í eðli sínu fínleg hljóðfærasamsetning. Hér er tónlistin innhverf, en ofsinn, sem er svo undarlega sjarmerandi, nær ekki í gegn. Fyrir bragðið verður tónlistin langdregin, jafnvel leiðinleg. Rut Ingólfsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir leika á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. Stundum er fyrsta fiðlan örlítið hjáróma, sem er dálítið vandræðalegt. En í það heila er túlkunin einlæg, spilamennskan ágætlega samstillt. Verst að það dugir ekki til að gera tónlistina meira en „áhugaverða“.Niðurstaða: Ekki tekst almennilega að lappa upp á langdregna strengjakvartetta Jóns Leifs. Gagnrýni Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist: Jón Leifs: Eilífð. Strengjakvartettar Smekkleysa Jón Leifs var öfgamaður í tónlist sinni. Mögnuðustu verkin hans eru þau sem hann samdi fyrir stóra hljómsveit, stundum með blönduðum kór. Þannig tónsmíðar eru Hekla og Geysir, Sögusinfónían, Dettifoss og Hafís, svo ég nefni einhver dæmi. Tónmálið er hrjóstrugt og dulúðugt, jafnvel brjálæðislegt; náttúrukraftarnir eru óbeislaðir. Þessi heillandi forneskja skilar sér ekki almennilega í kammerverkum Jóns, þrátt fyrir að innan um séu fallegir kaflar. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski með þremur strengjakvartettum. Strengjakvartett er í eðli sínu fínleg hljóðfærasamsetning. Hér er tónlistin innhverf, en ofsinn, sem er svo undarlega sjarmerandi, nær ekki í gegn. Fyrir bragðið verður tónlistin langdregin, jafnvel leiðinleg. Rut Ingólfsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir leika á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. Stundum er fyrsta fiðlan örlítið hjáróma, sem er dálítið vandræðalegt. En í það heila er túlkunin einlæg, spilamennskan ágætlega samstillt. Verst að það dugir ekki til að gera tónlistina meira en „áhugaverða“.Niðurstaða: Ekki tekst almennilega að lappa upp á langdregna strengjakvartetta Jóns Leifs.
Gagnrýni Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira