Vantar öfgarnar Jónas Sen skrifar 3. desember 2013 12:00 Jón Leifs Tónlist: Jón Leifs: Eilífð. Strengjakvartettar Smekkleysa Jón Leifs var öfgamaður í tónlist sinni. Mögnuðustu verkin hans eru þau sem hann samdi fyrir stóra hljómsveit, stundum með blönduðum kór. Þannig tónsmíðar eru Hekla og Geysir, Sögusinfónían, Dettifoss og Hafís, svo ég nefni einhver dæmi. Tónmálið er hrjóstrugt og dulúðugt, jafnvel brjálæðislegt; náttúrukraftarnir eru óbeislaðir. Þessi heillandi forneskja skilar sér ekki almennilega í kammerverkum Jóns, þrátt fyrir að innan um séu fallegir kaflar. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski með þremur strengjakvartettum. Strengjakvartett er í eðli sínu fínleg hljóðfærasamsetning. Hér er tónlistin innhverf, en ofsinn, sem er svo undarlega sjarmerandi, nær ekki í gegn. Fyrir bragðið verður tónlistin langdregin, jafnvel leiðinleg. Rut Ingólfsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir leika á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. Stundum er fyrsta fiðlan örlítið hjáróma, sem er dálítið vandræðalegt. En í það heila er túlkunin einlæg, spilamennskan ágætlega samstillt. Verst að það dugir ekki til að gera tónlistina meira en „áhugaverða“.Niðurstaða: Ekki tekst almennilega að lappa upp á langdregna strengjakvartetta Jóns Leifs. Gagnrýni Mest lesið Halla Vilhjálms á lausu Lífið Mari sló met í eggheimtu Lífið Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Lífið Var Kurt Cobain myrtur? Lífið Kittý og Egill byrjuð saman Lífið „Ég hrundi“ Lífið Húrrandi stemning í opnun Húrra Tíska og hönnun Brúðkaup Höllu Vilhjálms í Kólumbíu: Gifti sig í Veru Wang Lífið Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist: Jón Leifs: Eilífð. Strengjakvartettar Smekkleysa Jón Leifs var öfgamaður í tónlist sinni. Mögnuðustu verkin hans eru þau sem hann samdi fyrir stóra hljómsveit, stundum með blönduðum kór. Þannig tónsmíðar eru Hekla og Geysir, Sögusinfónían, Dettifoss og Hafís, svo ég nefni einhver dæmi. Tónmálið er hrjóstrugt og dulúðugt, jafnvel brjálæðislegt; náttúrukraftarnir eru óbeislaðir. Þessi heillandi forneskja skilar sér ekki almennilega í kammerverkum Jóns, þrátt fyrir að innan um séu fallegir kaflar. Það er auðheyrt á nýjum geisladiski með þremur strengjakvartettum. Strengjakvartett er í eðli sínu fínleg hljóðfærasamsetning. Hér er tónlistin innhverf, en ofsinn, sem er svo undarlega sjarmerandi, nær ekki í gegn. Fyrir bragðið verður tónlistin langdregin, jafnvel leiðinleg. Rut Ingólfsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir leika á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. Stundum er fyrsta fiðlan örlítið hjáróma, sem er dálítið vandræðalegt. En í það heila er túlkunin einlæg, spilamennskan ágætlega samstillt. Verst að það dugir ekki til að gera tónlistina meira en „áhugaverða“.Niðurstaða: Ekki tekst almennilega að lappa upp á langdregna strengjakvartetta Jóns Leifs.
Gagnrýni Mest lesið Halla Vilhjálms á lausu Lífið Mari sló met í eggheimtu Lífið Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Lífið Var Kurt Cobain myrtur? Lífið Kittý og Egill byrjuð saman Lífið „Ég hrundi“ Lífið Húrrandi stemning í opnun Húrra Tíska og hönnun Brúðkaup Höllu Vilhjálms í Kólumbíu: Gifti sig í Veru Wang Lífið Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira