Bréf sem getur dimmu í dagsljós breytt Saga Garðarsdóttir skrifar 2. desember 2013 06:00 Amnesty International stendur á aðventunni fyrir bréfamaraþoni. Þá getur þú sent ráðamönnum um allan heim bréf til að þrýsta á um að þeir virði mannréttindi. Eitt þeirra mála sem þú getur lagt lið varðar þrítuga mexíkóska konu, Miriam Isaura López Vargas. Miriam var fyrir tveimur árum á heimleið eftir að hafa fylgt börnum sínum í skólann í bænum Ensenada í Norður-Mexíkó. Þá réðust á hana tveir grímuklæddir menn og þvinguðu hana inn í sendiferðabíl. Hún var kefluð og bundin og ekið með hana í hermannaskála í Tijuana. Þar upphófust skelfilegustu dagar í lífi hennar. Blautir klútar voru lagðir yfir andlit hennar og vatni hellt yfir svo hún gat ekki andað, hún var pyntuð með rafmagni og ítrekað nauðgað af hermönnum. Þegar henni hafði verið misþyrmt í sjö daga skrifaði hún nauðug undir yfirlýsingu þar sem hún játaði á sig fíkniefnabrot og var í framhaldinu fangelsuð. Sjö mánuðum seinna var henni sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Miriam hefur borið kennsl á nokkra af ódæðismönnunum en enginn þeirra hefur verið dreginn fyrir dóm. Samkvæmt Mannréttindanefnd Mexíkó hefur tilkynningum um pyntingar á föngum fjölgað um 500% frá árinu 2006. Ofbeldi er viðtekin aðferð hjá lögreglu og her til að þvinga fram játningar sem veldur því að saklaust fólk situr í fangelsum en glæpamenn ganga lausir. Fólk sem hefur ekkert til saka unnið lifir í stöðugum ótta við árásir, pyntingar og sakfellingar. Flest fórnarlömb slíkra mannréttindabrota óttast að stíga fram og sjaldgæft er að konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi segi frá því. Miriam valdi hins vegar að rjúfa þagnarmúrinn. Bréf frá þér getur stuðlað að því að þeir sem réðust á Miriam verði látnir sæta ábyrgð. Þitt bréf staðfestir að heimurinn veit af þessum glæpum í Mexíkó og krefst úrbóta. Á vef Amnesty International getur þú kynnt þér hvernig má andæfa mannréttindabrotum með bréfi, undirskrift eða smáskilaboðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Amnesty International stendur á aðventunni fyrir bréfamaraþoni. Þá getur þú sent ráðamönnum um allan heim bréf til að þrýsta á um að þeir virði mannréttindi. Eitt þeirra mála sem þú getur lagt lið varðar þrítuga mexíkóska konu, Miriam Isaura López Vargas. Miriam var fyrir tveimur árum á heimleið eftir að hafa fylgt börnum sínum í skólann í bænum Ensenada í Norður-Mexíkó. Þá réðust á hana tveir grímuklæddir menn og þvinguðu hana inn í sendiferðabíl. Hún var kefluð og bundin og ekið með hana í hermannaskála í Tijuana. Þar upphófust skelfilegustu dagar í lífi hennar. Blautir klútar voru lagðir yfir andlit hennar og vatni hellt yfir svo hún gat ekki andað, hún var pyntuð með rafmagni og ítrekað nauðgað af hermönnum. Þegar henni hafði verið misþyrmt í sjö daga skrifaði hún nauðug undir yfirlýsingu þar sem hún játaði á sig fíkniefnabrot og var í framhaldinu fangelsuð. Sjö mánuðum seinna var henni sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Miriam hefur borið kennsl á nokkra af ódæðismönnunum en enginn þeirra hefur verið dreginn fyrir dóm. Samkvæmt Mannréttindanefnd Mexíkó hefur tilkynningum um pyntingar á föngum fjölgað um 500% frá árinu 2006. Ofbeldi er viðtekin aðferð hjá lögreglu og her til að þvinga fram játningar sem veldur því að saklaust fólk situr í fangelsum en glæpamenn ganga lausir. Fólk sem hefur ekkert til saka unnið lifir í stöðugum ótta við árásir, pyntingar og sakfellingar. Flest fórnarlömb slíkra mannréttindabrota óttast að stíga fram og sjaldgæft er að konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi segi frá því. Miriam valdi hins vegar að rjúfa þagnarmúrinn. Bréf frá þér getur stuðlað að því að þeir sem réðust á Miriam verði látnir sæta ábyrgð. Þitt bréf staðfestir að heimurinn veit af þessum glæpum í Mexíkó og krefst úrbóta. Á vef Amnesty International getur þú kynnt þér hvernig má andæfa mannréttindabrotum með bréfi, undirskrift eða smáskilaboðum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar