Gamaldags stofnanahugsun og forræðishyggja borgaryfirvalda Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 29. nóvember 2013 00:00 Fulltrúar hagsmunasamtaka fatlaðra, Geðhjálpar, Landssamtakanna Þroskahjálpar, Öryrkjabandalags Íslands, Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöðvar og Áss styrktarfélags, komu á fund velferðarráðs 24. október sl. Þar var til umræðu harðort bréf þeirra til velferðarráðs og velferðarsviðs en sams konar bréf var sent til umboðsmanns borgarbúa, borgarstjóra, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, réttindavaktar velferðarráðuneytisins og réttindagæslumanns fatlaðs fólks í Reykjavík.Samrýmist ekki mannréttindasýn Í bréfinu var meðal annars lýst þeirri skoðun að „verklag Reykjavíkurborgar varðandi þjónustu við fatlað fólk samrýmist ekki nútíma hugmyndafræði í málaflokknum þar sem lögð er áhersla á mannréttindasýn“ og jafnframt að skortur sé á „þekkingu á þeirri hugmyndafræði sem vinna skal eftir í þjónustu við fatlað fólk þar sem lögð er áhersla á sjálfstætt líf og sjálfsákvörðunarrétt fólks“. Fulltrúar fatlaðra segja að áhersla sé lögð á hópalausnir fremur en einstaklingsbundin þjónustutilboð, en slíkt gengur gegn markmiðum laga og reglugerðar sem þeim tengist um fatlað fólk á heimilum sínum. Það er sérstaklega gagnrýnt að nýlegt búsetuúrræði felur í sér algerlega meðvituð brot á umræddum lögum og reglugerð en slíkt valdi áhyggjum af þróun mála í borginni. „Skipulag þjónustu við fólk með miklar stuðningsþarfir tekur mið af stofnanahugsun fremur en nútíma hugmyndafræði og það verklag að fólki með miklar stuðningsþarfir skuli ætlað að búa í s.k. „sértækum húsnæðisúrræðum“ gengur gegn 19. grein Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks og þeirri þróun sem orðið hefur í þjónustu við fatlað fólk undanfarna áratugi. Umrætt verklag á sér ekki stoð í Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, sem þvert á móti leggur áherslu á að þjónusta skuli veitt þar sem fólk sjálft kýs að búa og einstaklingsbundna þjónustu.“Alvarlegar athugasemdir Hér er tekið heilshugar undir það grundvallarsjónarmið að Reykjavíkurborg eigi að bjóða fötluðu fólki þjónustu á heimili sínu en skylda ekki hluta fatlaðra til búsetu í þjónustukjörnum, ella fái þeir ekki lögboðna þjónustu. Slíkt er andstætt grundvallarmannréttindum sem alltaf skulu vera í fyrsta sæti þegar takmörkuðum fjármunum er forgangsraðað. Það er brýnt að gaumgæfa vel gagnrýni hagsmunasamtaka fatlaðra sem í raun snýr ekki aðeins að skorti á fjármagni heldur ekki síður að skorti á þekkingu á eðli fötlunar, sem endurspeglast í viðhorfi til fatlaðs fólks og þjónustuþarfa þess. Hagsmunasamtökin segja velferðarsvið ekki vinna eftir nýrri reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu og að þjónusta við fatlaða sé of miðstýrð og boðleiðir langar með litlum sveigjanleika. Enn fremur að hagsmunasamtökin fái ekki verkefni til umsagnar fyrr en á síðari stigum, lítið sé gert með þær athugasemdir sem lagðar eru fram og allt beri þetta vott um gamaldags stofnanahugsun og forræðishyggju borgaryfirvalda. Þessi gagnrýni hagsmunasamtakanna á stjórnsýslu borgarinnar er ekki síður alvarleg. Gagnrýnin snýr fyrst og fremst að velferðarráði og yfirstjórn velferðarsviðs borgarinnar. Þessar athugasemdir, sem að mínu mati eru réttmætar, verða borgaryfirvöld að taka alvarlega. Þær eru, það ég best veit, til umfjöllunar umboðsmanns borgarbúa og ættu einnig að vera til umfjöllunar mannréttindaráðs og vel kemur til greina að fram fari óháð úttekt á velferðarsviði með tilliti til umræddrar gagnrýni hagsmunasamtaka fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fulltrúar hagsmunasamtaka fatlaðra, Geðhjálpar, Landssamtakanna Þroskahjálpar, Öryrkjabandalags Íslands, Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöðvar og Áss styrktarfélags, komu á fund velferðarráðs 24. október sl. Þar var til umræðu harðort bréf þeirra til velferðarráðs og velferðarsviðs en sams konar bréf var sent til umboðsmanns borgarbúa, borgarstjóra, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, réttindavaktar velferðarráðuneytisins og réttindagæslumanns fatlaðs fólks í Reykjavík.Samrýmist ekki mannréttindasýn Í bréfinu var meðal annars lýst þeirri skoðun að „verklag Reykjavíkurborgar varðandi þjónustu við fatlað fólk samrýmist ekki nútíma hugmyndafræði í málaflokknum þar sem lögð er áhersla á mannréttindasýn“ og jafnframt að skortur sé á „þekkingu á þeirri hugmyndafræði sem vinna skal eftir í þjónustu við fatlað fólk þar sem lögð er áhersla á sjálfstætt líf og sjálfsákvörðunarrétt fólks“. Fulltrúar fatlaðra segja að áhersla sé lögð á hópalausnir fremur en einstaklingsbundin þjónustutilboð, en slíkt gengur gegn markmiðum laga og reglugerðar sem þeim tengist um fatlað fólk á heimilum sínum. Það er sérstaklega gagnrýnt að nýlegt búsetuúrræði felur í sér algerlega meðvituð brot á umræddum lögum og reglugerð en slíkt valdi áhyggjum af þróun mála í borginni. „Skipulag þjónustu við fólk með miklar stuðningsþarfir tekur mið af stofnanahugsun fremur en nútíma hugmyndafræði og það verklag að fólki með miklar stuðningsþarfir skuli ætlað að búa í s.k. „sértækum húsnæðisúrræðum“ gengur gegn 19. grein Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks og þeirri þróun sem orðið hefur í þjónustu við fatlað fólk undanfarna áratugi. Umrætt verklag á sér ekki stoð í Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, sem þvert á móti leggur áherslu á að þjónusta skuli veitt þar sem fólk sjálft kýs að búa og einstaklingsbundna þjónustu.“Alvarlegar athugasemdir Hér er tekið heilshugar undir það grundvallarsjónarmið að Reykjavíkurborg eigi að bjóða fötluðu fólki þjónustu á heimili sínu en skylda ekki hluta fatlaðra til búsetu í þjónustukjörnum, ella fái þeir ekki lögboðna þjónustu. Slíkt er andstætt grundvallarmannréttindum sem alltaf skulu vera í fyrsta sæti þegar takmörkuðum fjármunum er forgangsraðað. Það er brýnt að gaumgæfa vel gagnrýni hagsmunasamtaka fatlaðra sem í raun snýr ekki aðeins að skorti á fjármagni heldur ekki síður að skorti á þekkingu á eðli fötlunar, sem endurspeglast í viðhorfi til fatlaðs fólks og þjónustuþarfa þess. Hagsmunasamtökin segja velferðarsvið ekki vinna eftir nýrri reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu og að þjónusta við fatlaða sé of miðstýrð og boðleiðir langar með litlum sveigjanleika. Enn fremur að hagsmunasamtökin fái ekki verkefni til umsagnar fyrr en á síðari stigum, lítið sé gert með þær athugasemdir sem lagðar eru fram og allt beri þetta vott um gamaldags stofnanahugsun og forræðishyggju borgaryfirvalda. Þessi gagnrýni hagsmunasamtakanna á stjórnsýslu borgarinnar er ekki síður alvarleg. Gagnrýnin snýr fyrst og fremst að velferðarráði og yfirstjórn velferðarsviðs borgarinnar. Þessar athugasemdir, sem að mínu mati eru réttmætar, verða borgaryfirvöld að taka alvarlega. Þær eru, það ég best veit, til umfjöllunar umboðsmanns borgarbúa og ættu einnig að vera til umfjöllunar mannréttindaráðs og vel kemur til greina að fram fari óháð úttekt á velferðarsviði með tilliti til umræddrar gagnrýni hagsmunasamtaka fatlaðra.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun