Gamaldags stofnanahugsun og forræðishyggja borgaryfirvalda Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 29. nóvember 2013 00:00 Fulltrúar hagsmunasamtaka fatlaðra, Geðhjálpar, Landssamtakanna Þroskahjálpar, Öryrkjabandalags Íslands, Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöðvar og Áss styrktarfélags, komu á fund velferðarráðs 24. október sl. Þar var til umræðu harðort bréf þeirra til velferðarráðs og velferðarsviðs en sams konar bréf var sent til umboðsmanns borgarbúa, borgarstjóra, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, réttindavaktar velferðarráðuneytisins og réttindagæslumanns fatlaðs fólks í Reykjavík.Samrýmist ekki mannréttindasýn Í bréfinu var meðal annars lýst þeirri skoðun að „verklag Reykjavíkurborgar varðandi þjónustu við fatlað fólk samrýmist ekki nútíma hugmyndafræði í málaflokknum þar sem lögð er áhersla á mannréttindasýn“ og jafnframt að skortur sé á „þekkingu á þeirri hugmyndafræði sem vinna skal eftir í þjónustu við fatlað fólk þar sem lögð er áhersla á sjálfstætt líf og sjálfsákvörðunarrétt fólks“. Fulltrúar fatlaðra segja að áhersla sé lögð á hópalausnir fremur en einstaklingsbundin þjónustutilboð, en slíkt gengur gegn markmiðum laga og reglugerðar sem þeim tengist um fatlað fólk á heimilum sínum. Það er sérstaklega gagnrýnt að nýlegt búsetuúrræði felur í sér algerlega meðvituð brot á umræddum lögum og reglugerð en slíkt valdi áhyggjum af þróun mála í borginni. „Skipulag þjónustu við fólk með miklar stuðningsþarfir tekur mið af stofnanahugsun fremur en nútíma hugmyndafræði og það verklag að fólki með miklar stuðningsþarfir skuli ætlað að búa í s.k. „sértækum húsnæðisúrræðum“ gengur gegn 19. grein Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks og þeirri þróun sem orðið hefur í þjónustu við fatlað fólk undanfarna áratugi. Umrætt verklag á sér ekki stoð í Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, sem þvert á móti leggur áherslu á að þjónusta skuli veitt þar sem fólk sjálft kýs að búa og einstaklingsbundna þjónustu.“Alvarlegar athugasemdir Hér er tekið heilshugar undir það grundvallarsjónarmið að Reykjavíkurborg eigi að bjóða fötluðu fólki þjónustu á heimili sínu en skylda ekki hluta fatlaðra til búsetu í þjónustukjörnum, ella fái þeir ekki lögboðna þjónustu. Slíkt er andstætt grundvallarmannréttindum sem alltaf skulu vera í fyrsta sæti þegar takmörkuðum fjármunum er forgangsraðað. Það er brýnt að gaumgæfa vel gagnrýni hagsmunasamtaka fatlaðra sem í raun snýr ekki aðeins að skorti á fjármagni heldur ekki síður að skorti á þekkingu á eðli fötlunar, sem endurspeglast í viðhorfi til fatlaðs fólks og þjónustuþarfa þess. Hagsmunasamtökin segja velferðarsvið ekki vinna eftir nýrri reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu og að þjónusta við fatlaða sé of miðstýrð og boðleiðir langar með litlum sveigjanleika. Enn fremur að hagsmunasamtökin fái ekki verkefni til umsagnar fyrr en á síðari stigum, lítið sé gert með þær athugasemdir sem lagðar eru fram og allt beri þetta vott um gamaldags stofnanahugsun og forræðishyggju borgaryfirvalda. Þessi gagnrýni hagsmunasamtakanna á stjórnsýslu borgarinnar er ekki síður alvarleg. Gagnrýnin snýr fyrst og fremst að velferðarráði og yfirstjórn velferðarsviðs borgarinnar. Þessar athugasemdir, sem að mínu mati eru réttmætar, verða borgaryfirvöld að taka alvarlega. Þær eru, það ég best veit, til umfjöllunar umboðsmanns borgarbúa og ættu einnig að vera til umfjöllunar mannréttindaráðs og vel kemur til greina að fram fari óháð úttekt á velferðarsviði með tilliti til umræddrar gagnrýni hagsmunasamtaka fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Fulltrúar hagsmunasamtaka fatlaðra, Geðhjálpar, Landssamtakanna Þroskahjálpar, Öryrkjabandalags Íslands, Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöðvar og Áss styrktarfélags, komu á fund velferðarráðs 24. október sl. Þar var til umræðu harðort bréf þeirra til velferðarráðs og velferðarsviðs en sams konar bréf var sent til umboðsmanns borgarbúa, borgarstjóra, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, réttindavaktar velferðarráðuneytisins og réttindagæslumanns fatlaðs fólks í Reykjavík.Samrýmist ekki mannréttindasýn Í bréfinu var meðal annars lýst þeirri skoðun að „verklag Reykjavíkurborgar varðandi þjónustu við fatlað fólk samrýmist ekki nútíma hugmyndafræði í málaflokknum þar sem lögð er áhersla á mannréttindasýn“ og jafnframt að skortur sé á „þekkingu á þeirri hugmyndafræði sem vinna skal eftir í þjónustu við fatlað fólk þar sem lögð er áhersla á sjálfstætt líf og sjálfsákvörðunarrétt fólks“. Fulltrúar fatlaðra segja að áhersla sé lögð á hópalausnir fremur en einstaklingsbundin þjónustutilboð, en slíkt gengur gegn markmiðum laga og reglugerðar sem þeim tengist um fatlað fólk á heimilum sínum. Það er sérstaklega gagnrýnt að nýlegt búsetuúrræði felur í sér algerlega meðvituð brot á umræddum lögum og reglugerð en slíkt valdi áhyggjum af þróun mála í borginni. „Skipulag þjónustu við fólk með miklar stuðningsþarfir tekur mið af stofnanahugsun fremur en nútíma hugmyndafræði og það verklag að fólki með miklar stuðningsþarfir skuli ætlað að búa í s.k. „sértækum húsnæðisúrræðum“ gengur gegn 19. grein Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks og þeirri þróun sem orðið hefur í þjónustu við fatlað fólk undanfarna áratugi. Umrætt verklag á sér ekki stoð í Reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, sem þvert á móti leggur áherslu á að þjónusta skuli veitt þar sem fólk sjálft kýs að búa og einstaklingsbundna þjónustu.“Alvarlegar athugasemdir Hér er tekið heilshugar undir það grundvallarsjónarmið að Reykjavíkurborg eigi að bjóða fötluðu fólki þjónustu á heimili sínu en skylda ekki hluta fatlaðra til búsetu í þjónustukjörnum, ella fái þeir ekki lögboðna þjónustu. Slíkt er andstætt grundvallarmannréttindum sem alltaf skulu vera í fyrsta sæti þegar takmörkuðum fjármunum er forgangsraðað. Það er brýnt að gaumgæfa vel gagnrýni hagsmunasamtaka fatlaðra sem í raun snýr ekki aðeins að skorti á fjármagni heldur ekki síður að skorti á þekkingu á eðli fötlunar, sem endurspeglast í viðhorfi til fatlaðs fólks og þjónustuþarfa þess. Hagsmunasamtökin segja velferðarsvið ekki vinna eftir nýrri reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu og að þjónusta við fatlaða sé of miðstýrð og boðleiðir langar með litlum sveigjanleika. Enn fremur að hagsmunasamtökin fái ekki verkefni til umsagnar fyrr en á síðari stigum, lítið sé gert með þær athugasemdir sem lagðar eru fram og allt beri þetta vott um gamaldags stofnanahugsun og forræðishyggju borgaryfirvalda. Þessi gagnrýni hagsmunasamtakanna á stjórnsýslu borgarinnar er ekki síður alvarleg. Gagnrýnin snýr fyrst og fremst að velferðarráði og yfirstjórn velferðarsviðs borgarinnar. Þessar athugasemdir, sem að mínu mati eru réttmætar, verða borgaryfirvöld að taka alvarlega. Þær eru, það ég best veit, til umfjöllunar umboðsmanns borgarbúa og ættu einnig að vera til umfjöllunar mannréttindaráðs og vel kemur til greina að fram fari óháð úttekt á velferðarsviði með tilliti til umræddrar gagnrýni hagsmunasamtaka fatlaðra.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun