Kemur þér það við? – Að segja frá…og vera trúað…gefur von Sigrún Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2013 00:00 Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er ofbeldi alvarlegt heilbrigðisvandamál. Allar þjóðir heims eru hvattar til að styrkja og auka forvarnir gegn ofbeldi og koma því markvisst inn í mennta-, félagsmála-, laga- og heilbrigðiskerfið og mikilvægt er að hefja forvarnir snemma. Einstaklingur sem beittur er ofbeldi getur orðið fyrir sálrænu áfalli og upplifað langvarandi streitu, afleiðingar þess geta verið mjög alvarlegar eins og áfallastreituröskun, ýmis geðræn vandamál s.s. þunglyndi, kvíði, persónuleikaröskun o.fl.; hegðunar- eða félagsleg vandamál s.s. lágt sjálfsmat, erfiðleikar með tengslamyndun, náin sambönd og kynlíf, sjálfsvígshugsanir og áfengis- og vímuefnavandamál. Flókin sálvefræn einkenni geta einnig komið fram s.s. verkir, vefjagigt, svefnvandamál, síþreyta og fleira. Langvarandi streita bælir ónæmiskerfið og hefur þar af leiðandi áhrif á þróun ýmissa sjúkdóma og heilsufarsvandamála, þess vegna getur ofbeldi haft áhrif á þróun sjúkdóma og heilsufarsvandamála. Ofbeldi hefur því ekki aðeins áhrif á einstaklinginn sem fyrir því verður, einnig fjölskyldu og vini og litar allt samfélagið. Afleiðingarnar geta einnig verið gífurlega kostnaðarsamar fyrir þjóðfélagið vegna örorku, lyfja, rannsókna, aðgerða, afbrota og ýmissa meðferða.Efla þarf fræðslu Því er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi og byrja við upphaf hvers lífs, í móðurkviði, í mæðravernd. Auka fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks sem starfar með foreldrum sem eiga von á barni og þeirra sem koma til með að sjá um eftirlit í framhaldinu. Efla fræðslu til kennara, skólastarfsfólks og skólahjúkrunarfræðinga. Stórum hluta dagsins eyða börnin okkar í skólanum, þar gefst kennurum og skólastarfsfólki kjörið tækifæri til að aðstoða þau börn sem búa við eða hafa orðið fyrir ofbeldi. Á endalaust að auka ábyrgð kennara? Er þetta ekki ábyrgð foreldra? Vissulega er þetta ábyrgð foreldra en þær aðstæður geta skapast hjá börnum að ofbeldið á sér stað á heimilinu, barnið finnur ekki öruggt skjól og fær ekki stuðning, barnið getur ekki stundað félagsstörf, er lagt í einelti, á enga vini. Hvert á barnið að leita? Kennarinn eða heilbrigðisstarfsmaðurinn gæti verið eina manneskjan í lífi barnsins sem það treystir og getur leitað til. Fagfólk sem velur að vinna með börnum og fjölskyldum þeirra, ber samfélagslega og siðferðilega ábyrgð á að vera til staðar fyrir barnið og fjölskylduna. Það á að vera hluti menntunar kennara, heilbrigðis- og félagsmálastarfsfólks, presta, lögreglu o.fl. að þekkja einkenni, áhættu og afleiðingar alls kyns ofbeldis, vita hvernig skal bregðast við og hvert skal leita. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á börnum okkar, í lífi allra geta þó skapast aðstæður þar sem einstaklingur missir tökin, er ekki til staðar fyrir barnið sitt eða sína nánustu, þá er það ábyrgð samfélagsins að bregðast við. Gætum að því hvernig við tölum, ef við gefum í skyn að við séum komin með nóg af öllu tali um ofbeldi og getum ekki hugsað okkur að hlusta á þá umræðu, er mjög ólíklegt að börn okkar eða vinir í vanda leiti til okkar, því þau leggja ekki meira á okkur. Hugsum áður en við tölum og munum að aðgát skal höfð í nærveru sálar.JÁ, þér kemur það við Greinarhöfundur verður með fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri í dag (fimmtudaginn 28. nóvember) kl. 12.10, um afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku fyrir heilsufar og líðan: er munur á stelpum og strákum? í tilefni af 16 daga átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er ofbeldi alvarlegt heilbrigðisvandamál. Allar þjóðir heims eru hvattar til að styrkja og auka forvarnir gegn ofbeldi og koma því markvisst inn í mennta-, félagsmála-, laga- og heilbrigðiskerfið og mikilvægt er að hefja forvarnir snemma. Einstaklingur sem beittur er ofbeldi getur orðið fyrir sálrænu áfalli og upplifað langvarandi streitu, afleiðingar þess geta verið mjög alvarlegar eins og áfallastreituröskun, ýmis geðræn vandamál s.s. þunglyndi, kvíði, persónuleikaröskun o.fl.; hegðunar- eða félagsleg vandamál s.s. lágt sjálfsmat, erfiðleikar með tengslamyndun, náin sambönd og kynlíf, sjálfsvígshugsanir og áfengis- og vímuefnavandamál. Flókin sálvefræn einkenni geta einnig komið fram s.s. verkir, vefjagigt, svefnvandamál, síþreyta og fleira. Langvarandi streita bælir ónæmiskerfið og hefur þar af leiðandi áhrif á þróun ýmissa sjúkdóma og heilsufarsvandamála, þess vegna getur ofbeldi haft áhrif á þróun sjúkdóma og heilsufarsvandamála. Ofbeldi hefur því ekki aðeins áhrif á einstaklinginn sem fyrir því verður, einnig fjölskyldu og vini og litar allt samfélagið. Afleiðingarnar geta einnig verið gífurlega kostnaðarsamar fyrir þjóðfélagið vegna örorku, lyfja, rannsókna, aðgerða, afbrota og ýmissa meðferða.Efla þarf fræðslu Því er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi og byrja við upphaf hvers lífs, í móðurkviði, í mæðravernd. Auka fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks sem starfar með foreldrum sem eiga von á barni og þeirra sem koma til með að sjá um eftirlit í framhaldinu. Efla fræðslu til kennara, skólastarfsfólks og skólahjúkrunarfræðinga. Stórum hluta dagsins eyða börnin okkar í skólanum, þar gefst kennurum og skólastarfsfólki kjörið tækifæri til að aðstoða þau börn sem búa við eða hafa orðið fyrir ofbeldi. Á endalaust að auka ábyrgð kennara? Er þetta ekki ábyrgð foreldra? Vissulega er þetta ábyrgð foreldra en þær aðstæður geta skapast hjá börnum að ofbeldið á sér stað á heimilinu, barnið finnur ekki öruggt skjól og fær ekki stuðning, barnið getur ekki stundað félagsstörf, er lagt í einelti, á enga vini. Hvert á barnið að leita? Kennarinn eða heilbrigðisstarfsmaðurinn gæti verið eina manneskjan í lífi barnsins sem það treystir og getur leitað til. Fagfólk sem velur að vinna með börnum og fjölskyldum þeirra, ber samfélagslega og siðferðilega ábyrgð á að vera til staðar fyrir barnið og fjölskylduna. Það á að vera hluti menntunar kennara, heilbrigðis- og félagsmálastarfsfólks, presta, lögreglu o.fl. að þekkja einkenni, áhættu og afleiðingar alls kyns ofbeldis, vita hvernig skal bregðast við og hvert skal leita. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á börnum okkar, í lífi allra geta þó skapast aðstæður þar sem einstaklingur missir tökin, er ekki til staðar fyrir barnið sitt eða sína nánustu, þá er það ábyrgð samfélagsins að bregðast við. Gætum að því hvernig við tölum, ef við gefum í skyn að við séum komin með nóg af öllu tali um ofbeldi og getum ekki hugsað okkur að hlusta á þá umræðu, er mjög ólíklegt að börn okkar eða vinir í vanda leiti til okkar, því þau leggja ekki meira á okkur. Hugsum áður en við tölum og munum að aðgát skal höfð í nærveru sálar.JÁ, þér kemur það við Greinarhöfundur verður með fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri í dag (fimmtudaginn 28. nóvember) kl. 12.10, um afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku fyrir heilsufar og líðan: er munur á stelpum og strákum? í tilefni af 16 daga átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun