Kemur þér það við? – Að segja frá…og vera trúað…gefur von Sigrún Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2013 00:00 Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er ofbeldi alvarlegt heilbrigðisvandamál. Allar þjóðir heims eru hvattar til að styrkja og auka forvarnir gegn ofbeldi og koma því markvisst inn í mennta-, félagsmála-, laga- og heilbrigðiskerfið og mikilvægt er að hefja forvarnir snemma. Einstaklingur sem beittur er ofbeldi getur orðið fyrir sálrænu áfalli og upplifað langvarandi streitu, afleiðingar þess geta verið mjög alvarlegar eins og áfallastreituröskun, ýmis geðræn vandamál s.s. þunglyndi, kvíði, persónuleikaröskun o.fl.; hegðunar- eða félagsleg vandamál s.s. lágt sjálfsmat, erfiðleikar með tengslamyndun, náin sambönd og kynlíf, sjálfsvígshugsanir og áfengis- og vímuefnavandamál. Flókin sálvefræn einkenni geta einnig komið fram s.s. verkir, vefjagigt, svefnvandamál, síþreyta og fleira. Langvarandi streita bælir ónæmiskerfið og hefur þar af leiðandi áhrif á þróun ýmissa sjúkdóma og heilsufarsvandamála, þess vegna getur ofbeldi haft áhrif á þróun sjúkdóma og heilsufarsvandamála. Ofbeldi hefur því ekki aðeins áhrif á einstaklinginn sem fyrir því verður, einnig fjölskyldu og vini og litar allt samfélagið. Afleiðingarnar geta einnig verið gífurlega kostnaðarsamar fyrir þjóðfélagið vegna örorku, lyfja, rannsókna, aðgerða, afbrota og ýmissa meðferða.Efla þarf fræðslu Því er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi og byrja við upphaf hvers lífs, í móðurkviði, í mæðravernd. Auka fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks sem starfar með foreldrum sem eiga von á barni og þeirra sem koma til með að sjá um eftirlit í framhaldinu. Efla fræðslu til kennara, skólastarfsfólks og skólahjúkrunarfræðinga. Stórum hluta dagsins eyða börnin okkar í skólanum, þar gefst kennurum og skólastarfsfólki kjörið tækifæri til að aðstoða þau börn sem búa við eða hafa orðið fyrir ofbeldi. Á endalaust að auka ábyrgð kennara? Er þetta ekki ábyrgð foreldra? Vissulega er þetta ábyrgð foreldra en þær aðstæður geta skapast hjá börnum að ofbeldið á sér stað á heimilinu, barnið finnur ekki öruggt skjól og fær ekki stuðning, barnið getur ekki stundað félagsstörf, er lagt í einelti, á enga vini. Hvert á barnið að leita? Kennarinn eða heilbrigðisstarfsmaðurinn gæti verið eina manneskjan í lífi barnsins sem það treystir og getur leitað til. Fagfólk sem velur að vinna með börnum og fjölskyldum þeirra, ber samfélagslega og siðferðilega ábyrgð á að vera til staðar fyrir barnið og fjölskylduna. Það á að vera hluti menntunar kennara, heilbrigðis- og félagsmálastarfsfólks, presta, lögreglu o.fl. að þekkja einkenni, áhættu og afleiðingar alls kyns ofbeldis, vita hvernig skal bregðast við og hvert skal leita. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á börnum okkar, í lífi allra geta þó skapast aðstæður þar sem einstaklingur missir tökin, er ekki til staðar fyrir barnið sitt eða sína nánustu, þá er það ábyrgð samfélagsins að bregðast við. Gætum að því hvernig við tölum, ef við gefum í skyn að við séum komin með nóg af öllu tali um ofbeldi og getum ekki hugsað okkur að hlusta á þá umræðu, er mjög ólíklegt að börn okkar eða vinir í vanda leiti til okkar, því þau leggja ekki meira á okkur. Hugsum áður en við tölum og munum að aðgát skal höfð í nærveru sálar.JÁ, þér kemur það við Greinarhöfundur verður með fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri í dag (fimmtudaginn 28. nóvember) kl. 12.10, um afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku fyrir heilsufar og líðan: er munur á stelpum og strákum? í tilefni af 16 daga átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er ofbeldi alvarlegt heilbrigðisvandamál. Allar þjóðir heims eru hvattar til að styrkja og auka forvarnir gegn ofbeldi og koma því markvisst inn í mennta-, félagsmála-, laga- og heilbrigðiskerfið og mikilvægt er að hefja forvarnir snemma. Einstaklingur sem beittur er ofbeldi getur orðið fyrir sálrænu áfalli og upplifað langvarandi streitu, afleiðingar þess geta verið mjög alvarlegar eins og áfallastreituröskun, ýmis geðræn vandamál s.s. þunglyndi, kvíði, persónuleikaröskun o.fl.; hegðunar- eða félagsleg vandamál s.s. lágt sjálfsmat, erfiðleikar með tengslamyndun, náin sambönd og kynlíf, sjálfsvígshugsanir og áfengis- og vímuefnavandamál. Flókin sálvefræn einkenni geta einnig komið fram s.s. verkir, vefjagigt, svefnvandamál, síþreyta og fleira. Langvarandi streita bælir ónæmiskerfið og hefur þar af leiðandi áhrif á þróun ýmissa sjúkdóma og heilsufarsvandamála, þess vegna getur ofbeldi haft áhrif á þróun sjúkdóma og heilsufarsvandamála. Ofbeldi hefur því ekki aðeins áhrif á einstaklinginn sem fyrir því verður, einnig fjölskyldu og vini og litar allt samfélagið. Afleiðingarnar geta einnig verið gífurlega kostnaðarsamar fyrir þjóðfélagið vegna örorku, lyfja, rannsókna, aðgerða, afbrota og ýmissa meðferða.Efla þarf fræðslu Því er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi og byrja við upphaf hvers lífs, í móðurkviði, í mæðravernd. Auka fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks sem starfar með foreldrum sem eiga von á barni og þeirra sem koma til með að sjá um eftirlit í framhaldinu. Efla fræðslu til kennara, skólastarfsfólks og skólahjúkrunarfræðinga. Stórum hluta dagsins eyða börnin okkar í skólanum, þar gefst kennurum og skólastarfsfólki kjörið tækifæri til að aðstoða þau börn sem búa við eða hafa orðið fyrir ofbeldi. Á endalaust að auka ábyrgð kennara? Er þetta ekki ábyrgð foreldra? Vissulega er þetta ábyrgð foreldra en þær aðstæður geta skapast hjá börnum að ofbeldið á sér stað á heimilinu, barnið finnur ekki öruggt skjól og fær ekki stuðning, barnið getur ekki stundað félagsstörf, er lagt í einelti, á enga vini. Hvert á barnið að leita? Kennarinn eða heilbrigðisstarfsmaðurinn gæti verið eina manneskjan í lífi barnsins sem það treystir og getur leitað til. Fagfólk sem velur að vinna með börnum og fjölskyldum þeirra, ber samfélagslega og siðferðilega ábyrgð á að vera til staðar fyrir barnið og fjölskylduna. Það á að vera hluti menntunar kennara, heilbrigðis- og félagsmálastarfsfólks, presta, lögreglu o.fl. að þekkja einkenni, áhættu og afleiðingar alls kyns ofbeldis, vita hvernig skal bregðast við og hvert skal leita. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á börnum okkar, í lífi allra geta þó skapast aðstæður þar sem einstaklingur missir tökin, er ekki til staðar fyrir barnið sitt eða sína nánustu, þá er það ábyrgð samfélagsins að bregðast við. Gætum að því hvernig við tölum, ef við gefum í skyn að við séum komin með nóg af öllu tali um ofbeldi og getum ekki hugsað okkur að hlusta á þá umræðu, er mjög ólíklegt að börn okkar eða vinir í vanda leiti til okkar, því þau leggja ekki meira á okkur. Hugsum áður en við tölum og munum að aðgát skal höfð í nærveru sálar.JÁ, þér kemur það við Greinarhöfundur verður með fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri í dag (fimmtudaginn 28. nóvember) kl. 12.10, um afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku fyrir heilsufar og líðan: er munur á stelpum og strákum? í tilefni af 16 daga átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun