Innan garðs svo draumar dafni Arnaldur Máni Finnsson skrifar 27. nóvember 2013 06:00 Í síðustu viku var haldinn óformlegur stofnfundur hagsmunasamtaka utangarðsfólks sem áætlað er að rúmi breiðan hóp fólks með ólík sjónarmið. Samtökin eru sprottin úr frjóum jarðvegi grasrótarstarfs í þágu utangarðsfólks sem unnið hefur verið af aðstandendum og áhugafólki um málaflokkinn. Fimmtudagskvöldið 28. nóvember verður stefnumótun og starfi félagsins haldið áfram í matsal Ráðhúss Reykjavíkur. Það er raunar sorglegt að markmiðin sem við þurfum að setja okkur séu jafn mörg og raun ber vitni, en þó ber að fagna því að Velferðarráð samþykkti að leggja til viðbótarrými við Gistiskýlið í Þingholtsstræti síðasta fimmtudag, til að brúa bilið þar til nýtt neyðarúrræði fyrir karlmenn á götunni verður tekið í gagnið næsta vor. Uppi eru hugmyndir um að hagsmunasamtökin rúmi bæði þau sjálf sem lent hafa utangarðs sem og aðstandendur þeirra. Áherslur félagsins mótist af þörfum og sjónarmiðum þeirra en allt áhugafólk um málaflokkinn sé velkomið að starfi félagsins. Við verðum að auka vitund fólks um samtakamátt aðstandenda og áhugafólks þegar kemur að því að hreyfa við málum innan þess ramma sem Reykjavíkurborg býður upp á og þrýsta á ríkisvaldið að taka aukna ábyrgð á því sem kalla má „stóra höfuðborgarvandamálið“; utangarðsfólkinu okkar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki axlað sína ábyrgð í málaflokknum og hvetjum við því öll þau sem málið snertir til að styðja eða ganga til liðs við félagið hvar sem þau eiga lögheimili í landinu enda er ekki um prívatvanda Reykvíkinga að ræða. Við berum öll ábyrgð í samfélagi á þeim ólestri sem segja má að ríki í málaflokknum þrátt fyrir mikla viðleitni borgaryfirvalda til að bæta aðstæður þeirra sem eiga um sárt að binda vegna heimilisleysis og fíknivanda. Mörg úrræði fyrir notendahóp þjónustunnar eru og hafa lengi verið teppt og er húsnæðisvandinn gríðarlegur hjá þessum hópi, eins og raunar fleirum, en það er ekki eina markmið samtaka sem þessara að bætt sé úr því. Aldrei hefur verið gerð gangskör að því, nema ef sjálfshjálparstarf Al-Anonsamtakanna er talið með, að skipulagður stuðningur við aðstandendur götufólksins sé í boði. Fjölskyldur sem hafa glímt við gríðarlegan vanda eru jafnvel brotnar og tvístraðar og aðstandandinn jafnan einangraður með „skömmina“ að geta ekki lengur hjálpað. Það félag sem verið er að stofna er félag fyrir þig, aðstandandi góður. Þar hittum við „okkar fólk“, annað áhugafólk um málaflokkinn og þar getum við látið gott af okkur leiða, samherjar sem viljum dvelja innan garðs og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var haldinn óformlegur stofnfundur hagsmunasamtaka utangarðsfólks sem áætlað er að rúmi breiðan hóp fólks með ólík sjónarmið. Samtökin eru sprottin úr frjóum jarðvegi grasrótarstarfs í þágu utangarðsfólks sem unnið hefur verið af aðstandendum og áhugafólki um málaflokkinn. Fimmtudagskvöldið 28. nóvember verður stefnumótun og starfi félagsins haldið áfram í matsal Ráðhúss Reykjavíkur. Það er raunar sorglegt að markmiðin sem við þurfum að setja okkur séu jafn mörg og raun ber vitni, en þó ber að fagna því að Velferðarráð samþykkti að leggja til viðbótarrými við Gistiskýlið í Þingholtsstræti síðasta fimmtudag, til að brúa bilið þar til nýtt neyðarúrræði fyrir karlmenn á götunni verður tekið í gagnið næsta vor. Uppi eru hugmyndir um að hagsmunasamtökin rúmi bæði þau sjálf sem lent hafa utangarðs sem og aðstandendur þeirra. Áherslur félagsins mótist af þörfum og sjónarmiðum þeirra en allt áhugafólk um málaflokkinn sé velkomið að starfi félagsins. Við verðum að auka vitund fólks um samtakamátt aðstandenda og áhugafólks þegar kemur að því að hreyfa við málum innan þess ramma sem Reykjavíkurborg býður upp á og þrýsta á ríkisvaldið að taka aukna ábyrgð á því sem kalla má „stóra höfuðborgarvandamálið“; utangarðsfólkinu okkar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki axlað sína ábyrgð í málaflokknum og hvetjum við því öll þau sem málið snertir til að styðja eða ganga til liðs við félagið hvar sem þau eiga lögheimili í landinu enda er ekki um prívatvanda Reykvíkinga að ræða. Við berum öll ábyrgð í samfélagi á þeim ólestri sem segja má að ríki í málaflokknum þrátt fyrir mikla viðleitni borgaryfirvalda til að bæta aðstæður þeirra sem eiga um sárt að binda vegna heimilisleysis og fíknivanda. Mörg úrræði fyrir notendahóp þjónustunnar eru og hafa lengi verið teppt og er húsnæðisvandinn gríðarlegur hjá þessum hópi, eins og raunar fleirum, en það er ekki eina markmið samtaka sem þessara að bætt sé úr því. Aldrei hefur verið gerð gangskör að því, nema ef sjálfshjálparstarf Al-Anonsamtakanna er talið með, að skipulagður stuðningur við aðstandendur götufólksins sé í boði. Fjölskyldur sem hafa glímt við gríðarlegan vanda eru jafnvel brotnar og tvístraðar og aðstandandinn jafnan einangraður með „skömmina“ að geta ekki lengur hjálpað. Það félag sem verið er að stofna er félag fyrir þig, aðstandandi góður. Þar hittum við „okkar fólk“, annað áhugafólk um málaflokkinn og þar getum við látið gott af okkur leiða, samherjar sem viljum dvelja innan garðs og dafna.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun