Gegn hernaðarhyggju og kynbundnu ofbeldi Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2013 00:00 Í 23. sinn efna Sameinuðu þjóðirnar til 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Að þessu sinni er aðalbaráttumálið að kveða niður hernaðarhyggju og það mikla ofbeldi sem henni fylgir. Það hefur lengi verið ljóst að hvers kyns átök, ekki síst hernaðaraðgerðir, ýta undir ofbeldi gegn konum og börnum og æ oftar er kynferðisofbeldi notað sem vopn í styrjöldum þótt það sé stríðsglæpur. Sem betur fer búum við Íslendingar ekki á átakasvæði en við finnum auðvitað fyrir áhrifum styrjalda við komu flóttamanna og hælisleitenda. Ótti við hryðjuverk hefur áhrif á líf okkar enda hefur hann leitt til fáránlegra njósna og víðtæks eftirlits um allan heim. Átök hafa alvarlegar afleiðingar á efnahag heimsins og valda eyðileggingu á umhverfi og menningarverðmætum sem skerðir lífsgæði. Allt kemur þetta okkur við sem hluta af mannkyninu, hluta af heimsþorpinu. Árið 2013 verður lengi í minnum haft vegna afhjúpana ríkissjónvarpsins á kynferðisofbeldi gegn börnum, ekki síst drengjum, en það hefur löngum legið í þagnargildi hér á landi. Á eftir fylgdu hræðilegar sögur fólks sem sótti skóla kaþólsku kirkjunnar og því miður á eflaust eftir að fletta hulunni af margvíslegum ofbeldisglæpum gegn börnum, t.d. fötluðum börnum. Það síðastnefnda kom í ljós í skýrslu um ofbeldi gegn fötluðum konum sem birt var á árinu en þær skelfilegu frásagnir eru að öllum líkindum aðeins toppurinn á ísjakanum. Nú síðast sagði rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir frá sinni skelfilegu reynslu, nauðgun sem hún varð fyrir sem barn og hefur mótað líf hennar æ síðan. Stjórnvöld brugðust við og skipuðu nefnd sem lagði fram ítarlegar tillögur um aðgerðir. Þáverandi ríkisstjórn samþykkti aðgerðaáætlun til að bregðast við kynferðisofbeldinu og brýnt er að fylgja henni eftir. Einnig stóðu þrjú ráðuneyti fyrir vitundarvakningu sem m.a. fólst í því að efnt var til funda með kennurum, starfsfólki heilbrigðisþjónustu og öðrum sem koma að málefnum barna. Þessi mikla umræða hafði margvíslegar afleiðingar. Velferðarráðherra skipaði samstarfshóp um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum og aðsókn að meðferðarúrræðinu Karlar til ábyrgðar stórjókst. Sama gerðist hjá þeim samtökum sem sinna aðstoð við brotaþola kynbundins ofbeldis. Það er gott hve margir leita sér aðstoðar ýmist til að losna úr viðjum langvarandi þagnar og þöggunar eða til að stöðva ofbeldishegðun. En betur má ef duga skal. Umræðan verður að halda áfram því tölur Kvennaathvarfsins, Stígamóta og annarra sem vinna gegn ofbeldi leiða í ljós hve kynbundið ofbeldi er útbreitt, margþætt og kynjað. Konur og stúlkur eru yfirgnæfandi meirihluti brotaþola og karlar mikill meirihluti þeirra sem beita ofbeldi, líka gagnvart drengjum og öðrum körlum. Þarna er á ferð ævagömul ofbeldismenning sem sem þarf að kveða niður með öllum tiltækum ráðum. Það verður að stöðva ofbeldismennina. Það á enginn rétt á að níðast á annarri manneskju, andlega eða líkamlega. Það hjálpar ekki hve útbreidd klámnotkun drengja er en klámið niðurlægir og afmennskar bæði konur og karla. Það er því mikið verk að vinna við að fræða almenning, mennta fagstéttir, verja börnin, tryggja öryggi brotaþola og fá ofbeldismenn til að fara í meðferð. Markmiðið hlýtur að vera samfélag án kynbundins ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í 23. sinn efna Sameinuðu þjóðirnar til 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Að þessu sinni er aðalbaráttumálið að kveða niður hernaðarhyggju og það mikla ofbeldi sem henni fylgir. Það hefur lengi verið ljóst að hvers kyns átök, ekki síst hernaðaraðgerðir, ýta undir ofbeldi gegn konum og börnum og æ oftar er kynferðisofbeldi notað sem vopn í styrjöldum þótt það sé stríðsglæpur. Sem betur fer búum við Íslendingar ekki á átakasvæði en við finnum auðvitað fyrir áhrifum styrjalda við komu flóttamanna og hælisleitenda. Ótti við hryðjuverk hefur áhrif á líf okkar enda hefur hann leitt til fáránlegra njósna og víðtæks eftirlits um allan heim. Átök hafa alvarlegar afleiðingar á efnahag heimsins og valda eyðileggingu á umhverfi og menningarverðmætum sem skerðir lífsgæði. Allt kemur þetta okkur við sem hluta af mannkyninu, hluta af heimsþorpinu. Árið 2013 verður lengi í minnum haft vegna afhjúpana ríkissjónvarpsins á kynferðisofbeldi gegn börnum, ekki síst drengjum, en það hefur löngum legið í þagnargildi hér á landi. Á eftir fylgdu hræðilegar sögur fólks sem sótti skóla kaþólsku kirkjunnar og því miður á eflaust eftir að fletta hulunni af margvíslegum ofbeldisglæpum gegn börnum, t.d. fötluðum börnum. Það síðastnefnda kom í ljós í skýrslu um ofbeldi gegn fötluðum konum sem birt var á árinu en þær skelfilegu frásagnir eru að öllum líkindum aðeins toppurinn á ísjakanum. Nú síðast sagði rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir frá sinni skelfilegu reynslu, nauðgun sem hún varð fyrir sem barn og hefur mótað líf hennar æ síðan. Stjórnvöld brugðust við og skipuðu nefnd sem lagði fram ítarlegar tillögur um aðgerðir. Þáverandi ríkisstjórn samþykkti aðgerðaáætlun til að bregðast við kynferðisofbeldinu og brýnt er að fylgja henni eftir. Einnig stóðu þrjú ráðuneyti fyrir vitundarvakningu sem m.a. fólst í því að efnt var til funda með kennurum, starfsfólki heilbrigðisþjónustu og öðrum sem koma að málefnum barna. Þessi mikla umræða hafði margvíslegar afleiðingar. Velferðarráðherra skipaði samstarfshóp um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum og aðsókn að meðferðarúrræðinu Karlar til ábyrgðar stórjókst. Sama gerðist hjá þeim samtökum sem sinna aðstoð við brotaþola kynbundins ofbeldis. Það er gott hve margir leita sér aðstoðar ýmist til að losna úr viðjum langvarandi þagnar og þöggunar eða til að stöðva ofbeldishegðun. En betur má ef duga skal. Umræðan verður að halda áfram því tölur Kvennaathvarfsins, Stígamóta og annarra sem vinna gegn ofbeldi leiða í ljós hve kynbundið ofbeldi er útbreitt, margþætt og kynjað. Konur og stúlkur eru yfirgnæfandi meirihluti brotaþola og karlar mikill meirihluti þeirra sem beita ofbeldi, líka gagnvart drengjum og öðrum körlum. Þarna er á ferð ævagömul ofbeldismenning sem sem þarf að kveða niður með öllum tiltækum ráðum. Það verður að stöðva ofbeldismennina. Það á enginn rétt á að níðast á annarri manneskju, andlega eða líkamlega. Það hjálpar ekki hve útbreidd klámnotkun drengja er en klámið niðurlægir og afmennskar bæði konur og karla. Það er því mikið verk að vinna við að fræða almenning, mennta fagstéttir, verja börnin, tryggja öryggi brotaþola og fá ofbeldismenn til að fara í meðferð. Markmiðið hlýtur að vera samfélag án kynbundins ofbeldis.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun