Lausnin í málefnum utangarðsfólks? Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar 22. nóvember 2013 06:00 Þjónusta við utangarðsfólk í Reykjavík hefur aukist svo um munar á undanförnum árum og aðbúnaður utangarðsfólks virðist borgaryfirvöldum hugleikinn, enda er þörfin brýn. Þeim áföngum sem náðst hafa í aukinni þjónustu við þennan hóp ber að fagna en það er hinsvegar ljóst að enn er úrbóta þörf. Heimilislausum er enn að fjölga og þau úrræði sem í boði eru mæta í mörgum tilvikum ekki þörfum þeirra sem þeim er ætlað að þjónusta. Að vera utangarðs felur það í sér að lifa lífi sem ekki er innan hefðbundins ramma samfélagsins. Stór hópur þeirra sem teljast utangarðs er fólk með króníska sjúkdóma, svo sem áfengisfíkn, vímuefnafíkn og geðsjúkdóma. Flestir í þessum hópi utangarðsfólks eiga við margþættan vanda að stríða sem gerir þeim erfitt fyrir að fóta sig í samfélaginu í hefðbundnum skilningi. Þegar þjónusta á tiltekin hóp verða þarfir hans að vera í forgangi og úrræði að vera þess eðlis að umræddur hópur geti nýtt sér hana. Skaðaminnkun er hugtak sem notað hefur verið í síauknu mæli í umræðunni um utangarðsfólk. Hugtakið felur það í sér að virðing fyrir einstaklingnum sé höfð að leiðarljósi, að sá skaði sem lífshættir hafa á einstaklinginn sé lágmarkaður og að honum sé mætt þar sem hann er staddur, án skilyrða um að einstaklingurinn sé edrú. Það er staðreynd að stór hópur utangarðsfólk á við langvarandi vímuefnavanda að stríða og hefur ekki tekist að fóta sig í hefðbundnum meðferðarúrræðum. Skaðaminnkun hefur gefið góða raun í vinnu með fíklum í mörgum nágrannalöndum okkar sem endurspeglast meðal annars í því að nálgunin er orðin hluti af stefnumótun í vímuefnamálum allra þeirra þjóða sem tilheyra Evrópusambandinu. Þessi nálgun hefur, sem dæmi, gefið góða raun sem forvörn gegn útbreiðslu smitsjúkdóma og of stórum skömmtum. Reykjavíkurborg hefur þegar tekið skref í átt að skaðaminnkun í mörgum þeim úrræðum sem í boði eru fyrir utangarðsfólk, svo sem nálaskiptiþjónusta Frú Ragnheiður, Konukot, Gistiskýlið, Dagsetur, Borgarverðir o.fl. Staðreyndin er engu að síður sú að erfiðlega gengur að stíga skrefið til fulls og skaðaminnkun er ekki formlega hluti af stefnumótun í heilbrigðismálum á Íslandi eins og víða tíðkast. Ef yfirvöld ætla sér að þjónusta þennan hóp, sem þeim ber, er mikilvægt að honum sé mætt þar sem hann er staddur. Hvernig erum við að mæta þörfum fólks ef þarfir þess eru ekki hafðar að leiðarljósi? Ætlum við að vera samfélag sem veitir þjónustu litaða af firringu, fordómum og forræðishyggju eða ætlum við að veita þjónustu byggða á valdeflingu, stuðningi og þörfum þjónustuþega. Við erum nú þegar aftarlega á merinni þegar kemur að þjónustu við utangarðsfólk þegar litið er til nágrannalandanna og það er tímabært að tekist sé á við vandann eins og hann er, ekki eins og við kjósum að sjá hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þjónusta við utangarðsfólk í Reykjavík hefur aukist svo um munar á undanförnum árum og aðbúnaður utangarðsfólks virðist borgaryfirvöldum hugleikinn, enda er þörfin brýn. Þeim áföngum sem náðst hafa í aukinni þjónustu við þennan hóp ber að fagna en það er hinsvegar ljóst að enn er úrbóta þörf. Heimilislausum er enn að fjölga og þau úrræði sem í boði eru mæta í mörgum tilvikum ekki þörfum þeirra sem þeim er ætlað að þjónusta. Að vera utangarðs felur það í sér að lifa lífi sem ekki er innan hefðbundins ramma samfélagsins. Stór hópur þeirra sem teljast utangarðs er fólk með króníska sjúkdóma, svo sem áfengisfíkn, vímuefnafíkn og geðsjúkdóma. Flestir í þessum hópi utangarðsfólks eiga við margþættan vanda að stríða sem gerir þeim erfitt fyrir að fóta sig í samfélaginu í hefðbundnum skilningi. Þegar þjónusta á tiltekin hóp verða þarfir hans að vera í forgangi og úrræði að vera þess eðlis að umræddur hópur geti nýtt sér hana. Skaðaminnkun er hugtak sem notað hefur verið í síauknu mæli í umræðunni um utangarðsfólk. Hugtakið felur það í sér að virðing fyrir einstaklingnum sé höfð að leiðarljósi, að sá skaði sem lífshættir hafa á einstaklinginn sé lágmarkaður og að honum sé mætt þar sem hann er staddur, án skilyrða um að einstaklingurinn sé edrú. Það er staðreynd að stór hópur utangarðsfólk á við langvarandi vímuefnavanda að stríða og hefur ekki tekist að fóta sig í hefðbundnum meðferðarúrræðum. Skaðaminnkun hefur gefið góða raun í vinnu með fíklum í mörgum nágrannalöndum okkar sem endurspeglast meðal annars í því að nálgunin er orðin hluti af stefnumótun í vímuefnamálum allra þeirra þjóða sem tilheyra Evrópusambandinu. Þessi nálgun hefur, sem dæmi, gefið góða raun sem forvörn gegn útbreiðslu smitsjúkdóma og of stórum skömmtum. Reykjavíkurborg hefur þegar tekið skref í átt að skaðaminnkun í mörgum þeim úrræðum sem í boði eru fyrir utangarðsfólk, svo sem nálaskiptiþjónusta Frú Ragnheiður, Konukot, Gistiskýlið, Dagsetur, Borgarverðir o.fl. Staðreyndin er engu að síður sú að erfiðlega gengur að stíga skrefið til fulls og skaðaminnkun er ekki formlega hluti af stefnumótun í heilbrigðismálum á Íslandi eins og víða tíðkast. Ef yfirvöld ætla sér að þjónusta þennan hóp, sem þeim ber, er mikilvægt að honum sé mætt þar sem hann er staddur. Hvernig erum við að mæta þörfum fólks ef þarfir þess eru ekki hafðar að leiðarljósi? Ætlum við að vera samfélag sem veitir þjónustu litaða af firringu, fordómum og forræðishyggju eða ætlum við að veita þjónustu byggða á valdeflingu, stuðningi og þörfum þjónustuþega. Við erum nú þegar aftarlega á merinni þegar kemur að þjónustu við utangarðsfólk þegar litið er til nágrannalandanna og það er tímabært að tekist sé á við vandann eins og hann er, ekki eins og við kjósum að sjá hann.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun