Lausnin í málefnum utangarðsfólks? Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar 22. nóvember 2013 06:00 Þjónusta við utangarðsfólk í Reykjavík hefur aukist svo um munar á undanförnum árum og aðbúnaður utangarðsfólks virðist borgaryfirvöldum hugleikinn, enda er þörfin brýn. Þeim áföngum sem náðst hafa í aukinni þjónustu við þennan hóp ber að fagna en það er hinsvegar ljóst að enn er úrbóta þörf. Heimilislausum er enn að fjölga og þau úrræði sem í boði eru mæta í mörgum tilvikum ekki þörfum þeirra sem þeim er ætlað að þjónusta. Að vera utangarðs felur það í sér að lifa lífi sem ekki er innan hefðbundins ramma samfélagsins. Stór hópur þeirra sem teljast utangarðs er fólk með króníska sjúkdóma, svo sem áfengisfíkn, vímuefnafíkn og geðsjúkdóma. Flestir í þessum hópi utangarðsfólks eiga við margþættan vanda að stríða sem gerir þeim erfitt fyrir að fóta sig í samfélaginu í hefðbundnum skilningi. Þegar þjónusta á tiltekin hóp verða þarfir hans að vera í forgangi og úrræði að vera þess eðlis að umræddur hópur geti nýtt sér hana. Skaðaminnkun er hugtak sem notað hefur verið í síauknu mæli í umræðunni um utangarðsfólk. Hugtakið felur það í sér að virðing fyrir einstaklingnum sé höfð að leiðarljósi, að sá skaði sem lífshættir hafa á einstaklinginn sé lágmarkaður og að honum sé mætt þar sem hann er staddur, án skilyrða um að einstaklingurinn sé edrú. Það er staðreynd að stór hópur utangarðsfólk á við langvarandi vímuefnavanda að stríða og hefur ekki tekist að fóta sig í hefðbundnum meðferðarúrræðum. Skaðaminnkun hefur gefið góða raun í vinnu með fíklum í mörgum nágrannalöndum okkar sem endurspeglast meðal annars í því að nálgunin er orðin hluti af stefnumótun í vímuefnamálum allra þeirra þjóða sem tilheyra Evrópusambandinu. Þessi nálgun hefur, sem dæmi, gefið góða raun sem forvörn gegn útbreiðslu smitsjúkdóma og of stórum skömmtum. Reykjavíkurborg hefur þegar tekið skref í átt að skaðaminnkun í mörgum þeim úrræðum sem í boði eru fyrir utangarðsfólk, svo sem nálaskiptiþjónusta Frú Ragnheiður, Konukot, Gistiskýlið, Dagsetur, Borgarverðir o.fl. Staðreyndin er engu að síður sú að erfiðlega gengur að stíga skrefið til fulls og skaðaminnkun er ekki formlega hluti af stefnumótun í heilbrigðismálum á Íslandi eins og víða tíðkast. Ef yfirvöld ætla sér að þjónusta þennan hóp, sem þeim ber, er mikilvægt að honum sé mætt þar sem hann er staddur. Hvernig erum við að mæta þörfum fólks ef þarfir þess eru ekki hafðar að leiðarljósi? Ætlum við að vera samfélag sem veitir þjónustu litaða af firringu, fordómum og forræðishyggju eða ætlum við að veita þjónustu byggða á valdeflingu, stuðningi og þörfum þjónustuþega. Við erum nú þegar aftarlega á merinni þegar kemur að þjónustu við utangarðsfólk þegar litið er til nágrannalandanna og það er tímabært að tekist sé á við vandann eins og hann er, ekki eins og við kjósum að sjá hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Þjónusta við utangarðsfólk í Reykjavík hefur aukist svo um munar á undanförnum árum og aðbúnaður utangarðsfólks virðist borgaryfirvöldum hugleikinn, enda er þörfin brýn. Þeim áföngum sem náðst hafa í aukinni þjónustu við þennan hóp ber að fagna en það er hinsvegar ljóst að enn er úrbóta þörf. Heimilislausum er enn að fjölga og þau úrræði sem í boði eru mæta í mörgum tilvikum ekki þörfum þeirra sem þeim er ætlað að þjónusta. Að vera utangarðs felur það í sér að lifa lífi sem ekki er innan hefðbundins ramma samfélagsins. Stór hópur þeirra sem teljast utangarðs er fólk með króníska sjúkdóma, svo sem áfengisfíkn, vímuefnafíkn og geðsjúkdóma. Flestir í þessum hópi utangarðsfólks eiga við margþættan vanda að stríða sem gerir þeim erfitt fyrir að fóta sig í samfélaginu í hefðbundnum skilningi. Þegar þjónusta á tiltekin hóp verða þarfir hans að vera í forgangi og úrræði að vera þess eðlis að umræddur hópur geti nýtt sér hana. Skaðaminnkun er hugtak sem notað hefur verið í síauknu mæli í umræðunni um utangarðsfólk. Hugtakið felur það í sér að virðing fyrir einstaklingnum sé höfð að leiðarljósi, að sá skaði sem lífshættir hafa á einstaklinginn sé lágmarkaður og að honum sé mætt þar sem hann er staddur, án skilyrða um að einstaklingurinn sé edrú. Það er staðreynd að stór hópur utangarðsfólk á við langvarandi vímuefnavanda að stríða og hefur ekki tekist að fóta sig í hefðbundnum meðferðarúrræðum. Skaðaminnkun hefur gefið góða raun í vinnu með fíklum í mörgum nágrannalöndum okkar sem endurspeglast meðal annars í því að nálgunin er orðin hluti af stefnumótun í vímuefnamálum allra þeirra þjóða sem tilheyra Evrópusambandinu. Þessi nálgun hefur, sem dæmi, gefið góða raun sem forvörn gegn útbreiðslu smitsjúkdóma og of stórum skömmtum. Reykjavíkurborg hefur þegar tekið skref í átt að skaðaminnkun í mörgum þeim úrræðum sem í boði eru fyrir utangarðsfólk, svo sem nálaskiptiþjónusta Frú Ragnheiður, Konukot, Gistiskýlið, Dagsetur, Borgarverðir o.fl. Staðreyndin er engu að síður sú að erfiðlega gengur að stíga skrefið til fulls og skaðaminnkun er ekki formlega hluti af stefnumótun í heilbrigðismálum á Íslandi eins og víða tíðkast. Ef yfirvöld ætla sér að þjónusta þennan hóp, sem þeim ber, er mikilvægt að honum sé mætt þar sem hann er staddur. Hvernig erum við að mæta þörfum fólks ef þarfir þess eru ekki hafðar að leiðarljósi? Ætlum við að vera samfélag sem veitir þjónustu litaða af firringu, fordómum og forræðishyggju eða ætlum við að veita þjónustu byggða á valdeflingu, stuðningi og þörfum þjónustuþega. Við erum nú þegar aftarlega á merinni þegar kemur að þjónustu við utangarðsfólk þegar litið er til nágrannalandanna og það er tímabært að tekist sé á við vandann eins og hann er, ekki eins og við kjósum að sjá hann.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun