Lýðræði í ESB G. Pétur Matthíasson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Utanríkisráðherrann okkar upplýsti okkur sauðsvartan almúgann um það á Bloomberg að í Evrópusambandinu ætti sér stað aukin miðstýring og völdin innan þess væru að færast frá aðildarlöndunum til embættismanna. Hann sagði þetta reyndar sína skoðun. En ósannindi verða ekki rétt þótt þau séu kölluð skoðun. Áhrifamenn 28 ESB-ríkja vita betur. Þeir vita að síðustu ár, í síðustu sáttmálum ESB, hafa völd og áhrif hins lýðræðislega kjörna Evrópuþings aukist. Skipulag leiðtogaráðsins og þar með völd þess hafa verið niðurnegld, í Lissabon-sáttmálanum, og þar sitja til borðs leiðtogar aðildarlandanna. Sama á við um ráðherraráðið, þar ráða aðildarlöndin. Völd og mikilvægi aðildarlandanna hafa alls ekki minnkað og lýðræðið hefur aukist til muna. Á næsta ári verður 751 lýðræðislega kjörinn fulltrúi á Evrópuþinginu auk þess sem almenningi gefst kostur á að koma málum á dagskrá með undirskriftasöfnunum. Í framkvæmdastjórninni situr einn stjóri frá hverju aðildarlandanna, þannig að þrátt fyrir að framkvæmdastjórnin sé í eðli sínu samkunda embættismanna er þar að finna beina aðkomu aðildarlandanna. Evrópuþingið er kosið af almenningi og fulltrúarnir í leiðtogaráðinu og ráðherraráðinu eru kjörnir fulltrúar hver frá sínu landi. Þannig að óbeint eru þeir lýðræðislega kosnir til þessara verka.Enginn lýðræðishalli Sambandið hefur aukið lýðræðið hjá sér á undanförnum árum, ekki dregið úr því. Það má færa fyrir því rök að það sé enginn lýðræðishalli í Evrópusambandinu og vissulega er ekkert fyrirbæri, engin alþjóðleg stofnun til, þar sem meira lýðræði er að finna en innan ESB. Vilji menn ganga lýðræðisbrautina á enda þarf að breyta ESB í sambandsríki en fyrir því er einfaldlega ákaflega hverfandi áhugi, það er engan raunverulegan áhuga á því að finna innan Evrópu. Eigi að síður er nauðsynlegt fyrir ESB að auka lýðræðið enn meira. Til þess þarf að finna nýjar leiðir og nýjar útfærslur. ESB hefur sýnt að það kann að leita nýrra leiða til lausna enda stundum talað um að innan þess sé að finna samningalýðræði frekar en meirihlutalýðræði. Það er ómögulegt að sjá miðstýringu út úr leiðtoga- og ráðherraráði, framkvæmdastjórn og Evrópuþingi. Öðru nær, togstreitan og samvinnan milli þessara stofnana ESB sýnir einmitt valddreifinguna. Það gengur svo ekki að byggja skoðun sína á mýtu, hvað þá eldgamalli mýtu. Hver svo sem skoðun utanríkisráðherra á ESB er þá verður hann að afla sér haldbetri upplýsinga um sambandið en fyrrnefnd ummæli benda til að hann hafi gert. Og já, engar fréttir hafa borist um aukið lýðræði í Kína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Utanríkisráðherrann okkar upplýsti okkur sauðsvartan almúgann um það á Bloomberg að í Evrópusambandinu ætti sér stað aukin miðstýring og völdin innan þess væru að færast frá aðildarlöndunum til embættismanna. Hann sagði þetta reyndar sína skoðun. En ósannindi verða ekki rétt þótt þau séu kölluð skoðun. Áhrifamenn 28 ESB-ríkja vita betur. Þeir vita að síðustu ár, í síðustu sáttmálum ESB, hafa völd og áhrif hins lýðræðislega kjörna Evrópuþings aukist. Skipulag leiðtogaráðsins og þar með völd þess hafa verið niðurnegld, í Lissabon-sáttmálanum, og þar sitja til borðs leiðtogar aðildarlandanna. Sama á við um ráðherraráðið, þar ráða aðildarlöndin. Völd og mikilvægi aðildarlandanna hafa alls ekki minnkað og lýðræðið hefur aukist til muna. Á næsta ári verður 751 lýðræðislega kjörinn fulltrúi á Evrópuþinginu auk þess sem almenningi gefst kostur á að koma málum á dagskrá með undirskriftasöfnunum. Í framkvæmdastjórninni situr einn stjóri frá hverju aðildarlandanna, þannig að þrátt fyrir að framkvæmdastjórnin sé í eðli sínu samkunda embættismanna er þar að finna beina aðkomu aðildarlandanna. Evrópuþingið er kosið af almenningi og fulltrúarnir í leiðtogaráðinu og ráðherraráðinu eru kjörnir fulltrúar hver frá sínu landi. Þannig að óbeint eru þeir lýðræðislega kosnir til þessara verka.Enginn lýðræðishalli Sambandið hefur aukið lýðræðið hjá sér á undanförnum árum, ekki dregið úr því. Það má færa fyrir því rök að það sé enginn lýðræðishalli í Evrópusambandinu og vissulega er ekkert fyrirbæri, engin alþjóðleg stofnun til, þar sem meira lýðræði er að finna en innan ESB. Vilji menn ganga lýðræðisbrautina á enda þarf að breyta ESB í sambandsríki en fyrir því er einfaldlega ákaflega hverfandi áhugi, það er engan raunverulegan áhuga á því að finna innan Evrópu. Eigi að síður er nauðsynlegt fyrir ESB að auka lýðræðið enn meira. Til þess þarf að finna nýjar leiðir og nýjar útfærslur. ESB hefur sýnt að það kann að leita nýrra leiða til lausna enda stundum talað um að innan þess sé að finna samningalýðræði frekar en meirihlutalýðræði. Það er ómögulegt að sjá miðstýringu út úr leiðtoga- og ráðherraráði, framkvæmdastjórn og Evrópuþingi. Öðru nær, togstreitan og samvinnan milli þessara stofnana ESB sýnir einmitt valddreifinguna. Það gengur svo ekki að byggja skoðun sína á mýtu, hvað þá eldgamalli mýtu. Hver svo sem skoðun utanríkisráðherra á ESB er þá verður hann að afla sér haldbetri upplýsinga um sambandið en fyrrnefnd ummæli benda til að hann hafi gert. Og já, engar fréttir hafa borist um aukið lýðræði í Kína.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun