Áttu að vakta Póstinn betur Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. nóvember 2013 07:00 Keppinautar Póstsins telja að á sig halli í samkeppni við félagið vegna einkaréttarstarfsemi Póstsins. Fréttablaðið/Valli Keppinautar Íslandspósts (Póstsins) telja að ekki hafi verið nóg að gert í eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) með félaginu síðustu ár. Þannig hafi verið látið athugasemdalaust að kostnaður sé þannig færður að samkeppnisrekstur njóti niðurgreiðslu frá einkaréttarstarfsemi. Í nýlegri ákvörðun PFS (18/2013) kemur fram að frekari vinna við kostnaðargreiningu standi yfir, en ekki hafi fundist dæmi um að staðfærsla kostnaðar í kostnaðarbókhaldi félagsins feli í sér „beina niðurgreiðslu einkaréttar á kostnaði vegna samkeppnisrekstrar“. Gunnar Bjarnason, framkvæmdastjóri InExchange, fyrirtækis sem annast sendingu og móttöku reikninga, segir svör sem honum hafi borist frá PFS í sumar varðandi starfsemi Póstsins staðfesta það sem hann hafi haldið fram „að stofnunin væri vanhæf til að taka á lögbrotum Íslandspósts“. Í lögfræðiáliti sem hann aflaði sér í framhaldinu er vísað til þess að lög um póstþjónustu mæli með skýrum hætti fyrir um skyldu rekstrarleyfishafa til að skila alþjónustu frá öðrum rekstri og skyldu PFS til að hafa eftirlit með því að þeim reglum sé fylgt. Er í álitinu komist að þeirri niðurstöðu að Íslandspósti hafi verið óheimilt að nýta einkarétt sinn á bréfasendingum til að þróa þjónustuna „Möppu“ sem snúist um rafræna sendingu reikninga. „Þá verður að telja að það falli einnig innan hlutverks PFS að gæta þess að einkarétturinn sé ekki nýttur til þess að styrkja stöðu Íslandspósts ohf. á samkeppnismörkuðum, óháð því hvort um bein fjárframlög er að ræða,“ segir í álitinu sem Hörður Felix Harðarson hæstaréttarlögmaður skrifar undir. Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins, segir einnig alvarlegt mál að PFS hafi ekki sinnt eftirlitsskyldum sínum með fjárhagslegum aðskilnaði í rekstri Íslandspósts betur en raun beri vitni og vísar þar til niðurstöðu síðustu ákvörðunar PFS. „Eins og málið horfir við þá hefur í reynd verið um fullkomið aðgerðarleysi stofnunarinnar að ræða að þessu leyti um langt árabil. Skyldur stofnunarinnar standa klárlega til þess að tryggja að aðskilnaðurinn sé í fullnægjandi horfi á hverjum tíma,“ segir hann. Stofnunin hafi þvert á móti tekið margar ákvarðanir á síðustu árum þar sem beinlínis sé byggt á því að núverandi rekstur sé í réttu horfi að þessu leyti. „Þetta aðgerðarleysi er til þess fallið að valda tjóni fyrir notendur póstþjónustu og á samkeppnismörkuðum.“Hanna Birna KristjánsdóttirÚrskurðarnefnd fer yfir ákvörðun PFS Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir málefni Íslandspósts lengi hafa verið til umfjöllunar og meðferðar bæði hjá PFS og Samkeppniseftirlitinu. „Ákvörðun PFS í nýlegu máli vegna bókhaldslegs aðskilnaðar Íslandspósts var umfangsmikil og nðurstaðan sú að kostnaðarskipting Íslandspósts væri innan marka.,“ segir hún, en bætir um leið við að ákvörðun hafi verið kærð til úrskurðarnefndar póst- og fjarskiptamála og sé því í lögformlegu ferli. „PFS hefur kynnt ráðuneytinu niðurstöður sínar og tillögur að aðgerðum, sem nú eru til skoðunar. Þar til þeirri vinnu lýkur er ekki tímabært að fella frekar dóma um framhaldið,“ segir hún. Varðandi framtíðarskipan mála segir Hanna Birna að lengi hafi staðið til að afnema einkarétt á póstdreifingu. „Einkaréttur á þessari þjónustu hefur auðvitað verið takmarkaður jafnt og þétt á undanförnum árum og samkeppni aukin. Nú er svo komið að einungis er einkaréttur á að dreifa bréfum allt að 50 gr. Það hlýtur að vera markmið okkar að afnema þennan einkarétt að fullu, auk þess sem okkur ber samkvæmt tilskipun ESB að ganga lengra í þá átt,“ segir hún. Tilskipunin geri bæði ráð fyrir afnámi einkaréttar og ráðstöfunum til að tryggja lágmarksþjónustu til allra landsmanna. „Vilji til breytinga er því til staðar, en ákvörðun um tímasetningu og fyrirkomulag liggur ekki fyrir.“ Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Keppinautar Íslandspósts (Póstsins) telja að ekki hafi verið nóg að gert í eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) með félaginu síðustu ár. Þannig hafi verið látið athugasemdalaust að kostnaður sé þannig færður að samkeppnisrekstur njóti niðurgreiðslu frá einkaréttarstarfsemi. Í nýlegri ákvörðun PFS (18/2013) kemur fram að frekari vinna við kostnaðargreiningu standi yfir, en ekki hafi fundist dæmi um að staðfærsla kostnaðar í kostnaðarbókhaldi félagsins feli í sér „beina niðurgreiðslu einkaréttar á kostnaði vegna samkeppnisrekstrar“. Gunnar Bjarnason, framkvæmdastjóri InExchange, fyrirtækis sem annast sendingu og móttöku reikninga, segir svör sem honum hafi borist frá PFS í sumar varðandi starfsemi Póstsins staðfesta það sem hann hafi haldið fram „að stofnunin væri vanhæf til að taka á lögbrotum Íslandspósts“. Í lögfræðiáliti sem hann aflaði sér í framhaldinu er vísað til þess að lög um póstþjónustu mæli með skýrum hætti fyrir um skyldu rekstrarleyfishafa til að skila alþjónustu frá öðrum rekstri og skyldu PFS til að hafa eftirlit með því að þeim reglum sé fylgt. Er í álitinu komist að þeirri niðurstöðu að Íslandspósti hafi verið óheimilt að nýta einkarétt sinn á bréfasendingum til að þróa þjónustuna „Möppu“ sem snúist um rafræna sendingu reikninga. „Þá verður að telja að það falli einnig innan hlutverks PFS að gæta þess að einkarétturinn sé ekki nýttur til þess að styrkja stöðu Íslandspósts ohf. á samkeppnismörkuðum, óháð því hvort um bein fjárframlög er að ræða,“ segir í álitinu sem Hörður Felix Harðarson hæstaréttarlögmaður skrifar undir. Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins, segir einnig alvarlegt mál að PFS hafi ekki sinnt eftirlitsskyldum sínum með fjárhagslegum aðskilnaði í rekstri Íslandspósts betur en raun beri vitni og vísar þar til niðurstöðu síðustu ákvörðunar PFS. „Eins og málið horfir við þá hefur í reynd verið um fullkomið aðgerðarleysi stofnunarinnar að ræða að þessu leyti um langt árabil. Skyldur stofnunarinnar standa klárlega til þess að tryggja að aðskilnaðurinn sé í fullnægjandi horfi á hverjum tíma,“ segir hann. Stofnunin hafi þvert á móti tekið margar ákvarðanir á síðustu árum þar sem beinlínis sé byggt á því að núverandi rekstur sé í réttu horfi að þessu leyti. „Þetta aðgerðarleysi er til þess fallið að valda tjóni fyrir notendur póstþjónustu og á samkeppnismörkuðum.“Hanna Birna KristjánsdóttirÚrskurðarnefnd fer yfir ákvörðun PFS Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir málefni Íslandspósts lengi hafa verið til umfjöllunar og meðferðar bæði hjá PFS og Samkeppniseftirlitinu. „Ákvörðun PFS í nýlegu máli vegna bókhaldslegs aðskilnaðar Íslandspósts var umfangsmikil og nðurstaðan sú að kostnaðarskipting Íslandspósts væri innan marka.,“ segir hún, en bætir um leið við að ákvörðun hafi verið kærð til úrskurðarnefndar póst- og fjarskiptamála og sé því í lögformlegu ferli. „PFS hefur kynnt ráðuneytinu niðurstöður sínar og tillögur að aðgerðum, sem nú eru til skoðunar. Þar til þeirri vinnu lýkur er ekki tímabært að fella frekar dóma um framhaldið,“ segir hún. Varðandi framtíðarskipan mála segir Hanna Birna að lengi hafi staðið til að afnema einkarétt á póstdreifingu. „Einkaréttur á þessari þjónustu hefur auðvitað verið takmarkaður jafnt og þétt á undanförnum árum og samkeppni aukin. Nú er svo komið að einungis er einkaréttur á að dreifa bréfum allt að 50 gr. Það hlýtur að vera markmið okkar að afnema þennan einkarétt að fullu, auk þess sem okkur ber samkvæmt tilskipun ESB að ganga lengra í þá átt,“ segir hún. Tilskipunin geri bæði ráð fyrir afnámi einkaréttar og ráðstöfunum til að tryggja lágmarksþjónustu til allra landsmanna. „Vilji til breytinga er því til staðar, en ákvörðun um tímasetningu og fyrirkomulag liggur ekki fyrir.“
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent