Margmiðlunarveisla í Eldborg Freyr Bjarnason skrifar 5. nóvember 2013 07:30 Hljómsveitin Kraftwerk spilaði í Eldborgarsalnum á sunnudagskvöld. Mynd/Alexander Matukhno Kraftwerk Iceland Airwaves-hátíðin Eldborg Harpa Eftirvæntingin var mikil fyrir tónleikum þýsku raftónlistarsveitarinnar Kraftwerk í Eldborgarsal Hörpu. Þessi fræga hljómsveit kom síðast hingað til lands árið 2004 og spilaði í Kaplakrika á fínum tónleikum en þessir voru miklu flottari. Þar skipti sköpum þrívíddartæknin sem notast var við sem var hreint út sagt frábær, auk þess sem salurinn var mun glæsilegri, með fullri virðingu fyrir Kaplakrika. Meðlimir Kraftwerk stóðu fjórir við hljómborðin sín og hljóðgervla fremst á sviðinu í göllum sem skiptu litum en á bak við þá var risatjald og þaðan var varpað þrívíddarmyndböndum sem fylgdu hverju einasta lagi tónleikanna. Þessi mikla margmiðlunarveisla, sem tónleikarnir voru, hófust með laginu The Robots og eftir fylgdi hver slagarinn á fætur öðrum, þar á meðal The Model, Radioactiviy, Autobahn og Computerworld. Hvergi var feilnóta slegin. Að loknu síðasta lagi fyrir uppklapp, gengu þeir félagar af sviðinu einn af öðrum og hneigðu sig fyrir áhorfendum eins og sönnum herramönnum sæmir. Eftir uppklappið tóku svo við tvö lög. Þá voru þeir reyndar búnir að spila sín frægustu lög en það skipti ekki höfuðmáli. Eftir tónleikana gat maður ekki annað en fest kaup á einu stykki af Kraftwerk-stuttermabol, enda tónleikar sem verða lengi í minnum hafðir, sér í lagi fyrir hið sjónræna gildi.Niðurstaða: Sannkölluðu veisla fyrir augu og eyru í Eldborgarsalnum. Gagnrýni Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Kraftwerk Iceland Airwaves-hátíðin Eldborg Harpa Eftirvæntingin var mikil fyrir tónleikum þýsku raftónlistarsveitarinnar Kraftwerk í Eldborgarsal Hörpu. Þessi fræga hljómsveit kom síðast hingað til lands árið 2004 og spilaði í Kaplakrika á fínum tónleikum en þessir voru miklu flottari. Þar skipti sköpum þrívíddartæknin sem notast var við sem var hreint út sagt frábær, auk þess sem salurinn var mun glæsilegri, með fullri virðingu fyrir Kaplakrika. Meðlimir Kraftwerk stóðu fjórir við hljómborðin sín og hljóðgervla fremst á sviðinu í göllum sem skiptu litum en á bak við þá var risatjald og þaðan var varpað þrívíddarmyndböndum sem fylgdu hverju einasta lagi tónleikanna. Þessi mikla margmiðlunarveisla, sem tónleikarnir voru, hófust með laginu The Robots og eftir fylgdi hver slagarinn á fætur öðrum, þar á meðal The Model, Radioactiviy, Autobahn og Computerworld. Hvergi var feilnóta slegin. Að loknu síðasta lagi fyrir uppklapp, gengu þeir félagar af sviðinu einn af öðrum og hneigðu sig fyrir áhorfendum eins og sönnum herramönnum sæmir. Eftir uppklappið tóku svo við tvö lög. Þá voru þeir reyndar búnir að spila sín frægustu lög en það skipti ekki höfuðmáli. Eftir tónleikana gat maður ekki annað en fest kaup á einu stykki af Kraftwerk-stuttermabol, enda tónleikar sem verða lengi í minnum hafðir, sér í lagi fyrir hið sjónræna gildi.Niðurstaða: Sannkölluðu veisla fyrir augu og eyru í Eldborgarsalnum.
Gagnrýni Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Fleiri fréttir Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira